Morgunblaðið - 15.01.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 15.01.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 35 ensku, þótt væntanlega verði skot- ið inn einu og einu lagi á íslenzku, svona rétt til að leyfa hlustendum að heyra málið. í fyrra fóru tveir Islendingar á ráðstefnuna, þeir Jón Ólafsson og Ómar Valdimarsson, og var það í fyrsta skiptið, sem Islendingar höfðu átt fulltrúa á henni. Að- spurður sagði Jón að þeir hefðu haldið út með nokkur lög, sem þeir hefðu siðan kynnt og árangur þeirrar kynningar væri nú að koma í ljós. „Okkur var einnig boðið að leika i fjórum öðrum löndum, en vegna anna gátum við ekki komið því við núna,“ sagði Jón. Ætlunin er þó að halda síðar í fjögurra landa hljómleikaferða- lag, og sagði Jón að vel mætti hugsa sér það ferðalag svipað því sem Þursarnir fóru í fyrra. Einhverjum kann að finnast skrítið að það sé fyrst núna, sem íslendingar sýni MIDEM einhvern áhuga, með tilliti til þess að oft hafa innlendir tónlistarmenn reynt að kvnna tónlist sína á erlendum vettvangi og óneitanlega virðist sem ráðstefna á borð við þessa sé kjörið tækifæri til þannig kynningar. En að sögn Jóns er það mikið fyrirtæki að leggja land undir fót og halda suður til Cannes með 16 manna lið. Kostn- aðurinn við ferðina er áætlaður í kringum 16 milljónir og er þá allt reiknað með, svo sem leiga á sýningarbás og flutningskostn- aður á hljóðfærum. Jón kvað þetta vera nokkurt ævintýri, þar sem svo geti farið að Hljómplötuútgáf- an færi á hausinn, ef ekkert kæmi út úr ferðinni. Hins vegar kvaðst Jón vonast til að einhver árangur yrði af henni, þótt aldrei væri hægt að segja hvenær hann kæmi í ljós, það gæti orðið eftir eitt ár eða tvö. Jón sagði að Hljómplötu- útgáfan hefði sótt um fjárstyrk frá ríkinu vegna ferðarinnar, en það hefði ekki séð sér fært að verða við þeirri ósk. „Við höfðum gert okkur vonir um að ríkið greiddi allt að helmingi,“ sagði Jón, „og kannski hefði ríkið styrkt okkur, ef við hefðum verið annars konar tónlistarmenn en poptón- listarmenn." Alls fara 16 manns til Cannes og verður haldið af stað næsta mið- vikudag, en óvíst er hvenær komið verður til baka. Nokkrar breyt- ingar hafa orðið á Brunaliðinu vegna fararinnar, en gítarleikarar verða Björgvin Halldórsson og Þórður Arnason. Að öðru leyti er skipan hljómsveitarinnar óbreytt. I Knattspyrnu- menn gefa út hljómplötu Knattspyrnufélagiö KR hefur látiö frá sér fara fyrstu plötu með knattspyrnuliði hér- lendis. Á plötunni eru tvö lög eftir Árna Sigurös- son, fyrrum söngvara Eikarinnar, en þau heita „Áfram KR“ og „Mörk“. Sérstakur kór KR-manna syngur, en auk þess koma fram á plötunni Stefán S. Stef- ánsson, Þorleifur Gíslason, Árni Sigurðs- son, Jónas Þórir, Ragn- ar Sigurösson og Guð- jón B. Hilmarsson, en hann er jafnframt út- gefandi plötunnar. Þar sem líklegt er að poppar- ar hérlendis haldi Kampútseu- konsert er ekki úr vegi að segja frá framlagi breskra kollega þeirra. Um áramótin voru haldnir fernir hljómleikar í Hammer- smith Odeon til styrktar Kampút- seu. Ekki komu Beatles fram en þó bjuggust allir við því að þeir létu sjá sig ókynntir. Þeir sem Iéku á þessum hljómleikum voru Wings (já. alla- vega einn Bítill), Queen. Who. Ian Dury & The Blockheads, Clash, Elvis Costello & The Attrac- tions, Rockpile, Pretenders, Spe- cials og Matumbi. Queen léku fyrsta kvöldið fyrir fullu húsi enda mjög vinsælir í heimalandi sínu, þó þeir séu hlut- fallslega vinsælli hér. Þeir hafa nú minnkað skrautið á sviðinu og byggja víst meira á tónlistnni, en síðasta plata þeirra, „Crazy Little Thing Called Love“, er t.d. hreint gamaldags rokk. Á fimmtudagskvöldinu léku Ian Dury & félagar auk Clash og Matumbi. Matumbi er tíu manna svört hljómsveit, sem flytur sina eigin blöndu af reggae og soul. Clash éru aftur á móti þekktir Beatles urðua - sem svar pönksíns við Rolling Ston- es en á hljómleikunum kynntu þeir m.a. lög af nýrri breiðskífu, London Calling, sem þykir nær Rolling Stones en Rolling Stones sjálfir. En þeir eru ekkert hrifnir af þessari samlíkingu sjálfir. Ian Dury og Blockheads eru samt enn vinsælli en Clash í London og áttu þeir að mestu unglingana í salnum, en aðallagasmiður þeirra, Chaz Jenkel, er nú hættur ög þrátt fyrir það að hafa leikið mikið í Bretlandi í sumar var ekkert nýtt lag í dagskránni. Á föstudeginum komu fram Who, Specials og Pre- tenders. Pretenders hafa vakið áhuga margra með þremur mjög góðum smáskífum, „Stop Your Sobbing", „Kid“ og „Brass In Pocket", og bíða margir eftir fyrstu breiðskífu þeirra, þ.á m. undirritaður. í Pret- enders er hress söngkona sem heitir Chrissié Hynde, en hún sjálf er fyrrum blaðamaður hjá Melody Maker. Hljómsveitin er ekta pop/ rokk hljómsveit, sem gæti ógnað vinsældum Blondie þegar fram líða stundir. Specials er allt annar handleggur. Hljómsveitin er blönduð hvítum og svörtum Bretum sem leika rock, Á þessari mynd eru Plant, Laine, McCartney, Thomas, Edmunds og Linda Mc, en Wings-blásararnir sjást á upphækkun fyrir aftan. Þetta er hluti af Rockestra. Clash. reggae og dansmúsík. Þeir hafa náð miklum vinsældum vegna sviðs- framkomu. Who fengu ekki mikið lof fyrir sinn hlut sérstaklega vegna þess að nú leika með þeim hljómborðsleik- arar og blásarar sem hafa ekki hingað til verið með í þeirri gömlu góðu grúppu. Lokahljómleikarnir voru síðan laugardagskvöldið. Þá léku Wings, Elvis Costello og Rockpile. Og Billy Connolly kynnti og reitti af sér brandara í allar áttir. Rockpile léku fyrstir, en hljóm- sveitin sem er ein sú besta í seinni tíð, er skipuð Dave Edmunds og Nick Lowe, sem báðir gefa út sólóplötur, Billy Bremner og Terry Williams, einum af bestu trommu- leikurunum. Þeir fengu á sviðið gest á þessum hljómleikum, engan annan en Led Zeppelin-kempuna Robert Plant sem söng með þeim gamla Prestley-lagið „Little Sister". Elvis Costello var næstur og þótti hressari en oft áður með nýjar útgáfur á eldri lög og nýrri lög eins og t.d. „I Can’t Stand Up For Falling Down“ sem verður víst á næstu smáskífu hans. Wings var óneitanlega líkt við hugsanlegt framlag Beatles. Enda lét Paul McCartney það eftir sér að stríða áhorfendum með því að byrja á gömlu Beatles-lagi, „Got To Get You Into My Life“. Á síðustu breiðskífu Wings var lag þar sem ýmsir af þekktari hljóðfæraleikur- um Breta komu fram, Þegar Wings höfðu lokið sér af kom þessi risarokkgrúppa fram undir heitinu Rockestra og stjórn McCartneys en í sveitinni voru í þetta sinn Pete Townshend (gítar/ Who), Kenny Jones (trommur/ Who), Jim Honeyman-Scott (gítar/ Pretenders), Robert Plant (gítar/ Led Zeppelin), John Bonham (trommur/Led Zeppelin)?, John Paul Jones (bassagítar/Les Zeppe- lin), Nick Lowe (gítar/Rockpile), Dave Edmunds (gítar/Rockpile) og Bruce Thomas (bassagítar/ Attractions). Þeir léku þrjú lög, „Rockestra Theme“, „Let It Be“ og „Lucille". Ekki kom fram í þeirri frétt sem hér er stuðst við hve mikið safnaðist fyrir Kampútseu, en húsfyllir var öll kvöldin. IIIA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.