Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 31

Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 39 Dr. Thorvaldur John- - Minningarorö son Fæddur 23. okt. 1897. Dainn 15. sept. 1979. Thorvaldur Sigurjónsson John- son var fæddur að Odda í Árnes- byggð í Manitoba 23. okt. 1897 og andaðist 15. sept. 1979. Foreldrar Thorvalds voru hjónin Sigurjón Jónsson bóndi í Odda, en fæddur í Hörgsdal í Mývatnssveit, og kona hans, Guðrú Þorvaldsdóttir, fædd að Rein í Hegranesi. Thorvaldur stundaði nám við Saskatchewan-háskólann í Saska- toon og lauk þaðan B.Sc.-prófi 1922. Þá var þar frændi Thorvalds, dr. Thorbergur Thorvaldsson, vel þekktur prófessor í efnafræði. Hann varð ef til vill fyrstur vísindamanna til að benda á alkaliskemmdir í steinsteypu. Eft- ir dvölina í Saskatoon stundaði Thorvaldur framhaldsnám við Manitoba-háskólann í Winnipeg og lauk þaðan M.Sc.-prófi 1924 í plöntusjúkdómafræði. Árið 1930 varði hann doktorsritgerð við Minnesotaháskólann og hlaut nafnbótina Ph.D. Árið 1925 tók Thorvaldur til starfa hjá Kornryðrannsóknastöð kanadísku ríkisstjórnarinnar sem plöntusjúkdómafræðingur og hélt því starfi til 1953, en þá tók hann við starfi forstjóra og gegndi því til 1957. Það ár var verksvið stöðvarinnar mjög víkkað og nafn- inu breytt í Landbúnaðarrann- sóknastöð Kanada og var Thor- valdur forstjóri þar til hann lét af störfum 1962 fyrir aldurs sakir. Það var sumarið 1946 að leiðir okkar Thorvalds lágu fyrst saman. Þá var ég sendur frá Norður- Dakota-ríkisháskólanum í Fargo til Kornryðrannsóknastöðvarinn- ar í Winnipeg. Þar átti ég að vinna með Thorvaldi varðandi út- breiðslu og éftirlit með hveitiryði, en það hafði valdið miklu upp- skerutjóni sumurin áður í Rauðár- dalnum. Ekki vissi ég þá, er ég lagði af stað frá Fargo til Winni- peg, að Thorvaldur væri af íslenskum ættum. Kynni okkar fokust fljótt, samstarf okkar var með ágætum þau sumur, sem ég vann við hveitiryðrannsóknir í Norður-Dakota. Thorvaldur lagði undirstöðu að erfðaeðlisfræði hveitiryðs og þekkingu á samlífi ryðsvepps og hveitiplantna. Hann sýndi fram á, að til eru mörg afbrigði hveitiryðs og þau æxluð- ust innbyrðis, en það leiddi til þess, að nýtt ryðafbrigði orsakaði sjúkdóm í hveitiafbrigðum, sem í ræktun voru og varð að faraldri og orsakaði mikið uppskerutjón. Vegna þessa eiginleika ryðsvepps- ins verður alltaf að vera að kynbæta ný ónæm hveitiafbrigði. Þrotlausar ránnsóknir Thorvalds og samstarfsmanna hans hefur leitt til þess, að nú er í ræktun hveiti sem er ónæmt fyrir ryð- sveppnum og síðan 1954 hefur ekki brotist út hveitiryðfaraldur í Rauðárdalnum. Thorvaldur var mikils virtur vísindamaður og þekktur víða um heim. Umsagnir ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU M GL> Sl\(, \ SI.MIW |:r: 22180 hans um ryðsveppi höfðu að öllu jafnaði mikið vægi. Vegna mikillar reynslu og fræðilegrar þekkingar Thorvalds á ryð- og sótsveppasjúkdómum skrifaði hann margar vísindarit- gerðir í tímarit og hann var meðrithöfundur handbóka í plöntusjúkdómafræði. Á Thorvald hlóðust ýmiss konar opinber störf enda félagshyggju- maður mikill. Eftir að hann lét af starfi forstjóra Landbúnaðar- rannsóknastöðvar Kanada var hann ráðgjafi ríkisstjórnar í Vestur-Pakistan 1964—1965 á sviði plöntusjúkdóma. Á leiðinni frá Pakistan til Kanada kom Thorvaldur við hér á landi og dvaldi í nokkra daga. Kynnti hann áer meðal annars rannsóknir á plöntusjúkdómum. Hann var for- seti kanadíska plöntusjúkdóma- fræðingafélagsins 1947 og for- maður plöntusjúkdómadeildar kanadíska rannsóknaráðsins 1954-1962. Thorvaldi hlotnaðist margs konar heiður á langri starfsævi. Má þar til nefna: Minnesotahá- skólinn veitti honum E.C.Stak- man-verðlaunin 1958 og gullverð- laun fékk hann frá Starfsmanna- félagi Kanada 1959. Manitoba- háskóli veitti Thorvaldi D.Sc.-heiðursnafnbótina 1962 og einnig veitti Saskatchewanháskóli honum L.L.D.-nafnbótina 1967. Thorvaldi var veitt Orða Kanada 1971. Eftirlifandi kona Thorvalds er Rannveig (Veiga) Ingibjörg. For- eldrar hennar voru Steindór Árnason frá Kirkjuferju í Ölfusi og Ingibjörg Björnsdóttir frá Sels- stöðum við Seyðisfjörð. Einar I. Siggeirsson. Tvííari frá Hesti til sölu ALLT útlit er fyrir að ekki verði miklar breytingar á stóð- hestaeign hrossaræktarsam- bandanna á þessu hausti en á síðasta vetri urðu verulegar breytingar á stóðhestaeign sumra sambandanna. í síðasta tölublaði Eiðfaxa var þó Tvífari 819 frá Hesti auglýstur til sölu en Hrossaræktarsambandið Haukur í Eyjafjarðar- og Suð- ur-Þingeyjarsýslu hefur átt hestinn siðustu ár en áður var hann í eigu Einars Gíslasonar, sem þá bjó á Hesti í Borgar- firði. Hjá Hrossaræktarsambandi Suðurlands hefur tveimur stóð- hestum verið fargað og eru það Stígandi 728 frá Hesti og Skin- faxi frá Hafnarfirði. Stígandi, sem er undan Hrafni 583 frá Árnanesi, fékk frekar lélega dóma í afkvæmaprófun og var einkum fundið að því að af- kvæmin væru vandtamin og ekki laus við hrekki. Skinfaxi var undan Kolbak 730 frá Gufunesi og varð að fella hann vegna veikinda. Rannsókn á fengitíma hrossa UNDANFARIN ár hefur Olaf- ur R. Dýrmundsson, landnýt- ingarráðunautur hjá Búnaðar- félagi fslands gert ýmiss konar athuganir á kynþroska og kyn- starfsemi sauðfjár. Slikar rann- sóknir hafa ekki verið gerðar á hrossum hér á landi, en ólafur hefur áhuga á að kanna þau mál og hefur hann beðið þátt- Fjórðungsmót á Iða völlum 8. -10. ágúst í sumar? EKKI hefur enn verið ákveðið hvenær fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi verður haldið næsta sumar. Að sögn Gunnars Egilssonar á Egilsstöðum er líklegast að mótið verði haldið dagana 8., 9, og 10. ágúst en ákveðið er að það verði haldið á Iðavöllum á Héraði. Lítið er enn vitað um hvaða kynbótahross verða sýnd á mótinu en á Héraði verða í vetur tamin m.a. afkvæmi undan Neista frá Skollagróf en hann var notaður þar um tíma. Eru þessi afkvæmi 4 og 5 vetra og þykja efnileg að sögn kunnugra. Ekki er ólíklegt að þessi Neistaafkvæmi eigi eftir að setja sinn svip á mótið. inn að koma á framfæri beiðni um að hestamenn láti honum i té upplýsingar um þetta efni. í bréfi ólafs segir: „Hinn eðlislægi fengitími er árstíðabundinn, tengdur dags- birtu þannig að ær geta sýnt beiðsli frá því í lok nóvember og fram í mai. Fátítt er, að ær beiði á sumrin og beri fyrri hluta vetrar. Líklega er eðlislægur fengi- tími hrossa nokkuð bundinn árstíðum, þannig að lítið sé um að hryssur beiði og festi fang um hávetur. Flestar fá þær fang á vorin og sjaldgæft virðist að hryssur kasti á tímabilinu frá hausti til vors. Ætla má, að ýmsir í hópi hestamanna geti, vegna reynslu sinnar, frætt und- irritaðan um sitthvað á þessu sviði, t.d. hvenær hryssur byrja á hestalátum á vorin og hversu lengi slíkt varir fram á haustið. Jafnframt væri fengur í upplýs- ingum um einstakar hryssur, sem kastað hafa að vetrarlagi. Er æskilegt, að getið sé um fangdag, ef hann er þekktur, fæðingardag folalds, kyn þess og lit svo og aldur og lit móður, og föður ef þekktur er. Ymsar aðrar upplýsingar geta og verið gagn- legar, t.d. um óvenju bráðan kynþroska hjá hryssum og fol- um, um lengd meðgöngutíma og um tvíburafæðingar. Þeir, sem lesa þetta, eru vinsamlegast beðnir að láta félaga sína vita um þessa könnun, svo að hún geti orðið sem árangursríkust. Best er að fá upplýsingar sendar bréflega, og munu þær verða þegnar með þökkum. ólaíur R. Dýrmundsson ráðunautur, Búnaðarfélagi íslands. Bændahöllinni. Pósthólf 7080, 127 Reykjavík." I Hornafirði verða m.a. tamin í vetur afkvæmi undan Tvífara frá Hesti en þau verða 4 vetra í vor. Ekki er vitað hvort eitthvað af þessum afkvæmum verður sýnt á mótinu. Hestamannafé- lagið Hornfirðingur á nú aðeins einn stóðhest og er það foli undan Ófeigi frá Hvanneyri og Svölu frá Brunnum en hún er undan Sleipni 539 frá Miðfelli og má nefna að Skúmur frá Stóru- lág er undan Sleipni. Folinn var jarpur að lit og verður 3 vetra í vor en hann er Hornfirðingur að 3/t. Er ráðgert að sýna folann á fjórðungsmótinu næsta sumar. Áður hefur verið greint frá því Hestar Umsjón« Tryggvi Gunnarsson að fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi verður haldið á Kaldármelum í Kolbeinsstaða- hreppi dagana 3.-6. júlí n.k. Þegar er vitað um þrjá stóðhesta sem verða afkvæmasýndir á mótinu en það eru Ófeigur 818 frá Hvanneyri, Bægifótur 840 frá Gullberastöðum og Fróði 839 frá Hesti. Fyrir mótið verða einnig afkvæmaprófaðir Glanni 917 frá Skáney og Fáfnir 847 frá Svignaskarði. Af stóðhestum, sem sýndir verða sem einstakl- ingar er vitað að ráðgert er að sýna Klaka 914 frá Gullbera- stöðum. Hér hafa aðeins verið nefndir hestar, sem þegar er vitað um en eflaust eiga fleiri eftir að bætast við. Ætlun for- svarsmanna mótsins er að einn dagur mótsins verði algjörlega helgaður kynbótahrossunum og verði auglýstur sem slíkur. For- skoðun hrossa fyrir mótið á Vesturlandi verður væntanlega síðustu dagana í maí og fyrstu dagana í júní. Fjárhagsáætlun L.H. upp á 9,4 milljónir króna Á ársþingi Landssambands hestamannafélaga. sem haldið var á Flúðum var samþykkt að ársgjöld aðildarfélaganna til L.H. verði á árinu 1980 1.500.- krónur á hvern félaga og er áætlað að tekjur sambandsins af árgjöldum verði alls rúmar 8.5 milljónir. Niðurstöðu- tölur fjárhagsáætlunar, sem samþykkt var fyrir árið 1980 eru tæpar 9,4 milljónir og er stærsti útgjaldaliðurinn rekstur skrifstofu sambandsins og laun framkvæmdastjóra. 6 milljónir. Nokkrar umræður urðu á þing- inu um styrki þá, sem L.H. hefur á undanförnum árum fengið úr ríkissjóði og frá Búnaðarfélagi íslands. Síðustu ár hefur L.H. fengið 200 þúsund kr. í styrk úr ríkissjóði og aðrar 200 þúsund krónur, sem varið er til leiðbein- inga um hestamennsku og skipt er niður milli félaganna sem reið- skólastyrk. Styrkur Búnaðarfé- lagsins til L.H. nam í fyrra 20.000,- kr. Þingið samþykkti eftirfarandi ályktun: „30. ársþing L.H. haldið að Flúðum 2.-3. nóvember 1979 skorar á fjárveitinganefnd Al- þingis að hækka starfsstyrk til L.H. og styrk til leiðbeininga 'í hestamennsku, þannig að þeir haldi verðgildi sínu miðað við upphaflega veitingu á fjárlögum. Bent skal á að fjárhagsþörf Landssambandsins mun stórauk- ast á næsta ári, þar sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri til samtakanna, í þeim tilgangi að auka fræðslu og leiðbeiningastarf hjá aðildarfélögum, en þau eru nú 44 talsins með um það bil 6000 félaga."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.