Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
C?fí'
MORödN-'y^
KAFC/NL) ' !
(f' nM(L__
GRANI GÖSLARI
Þessi sjón verður nú til þess að ég mun leita mér frekari
framhaldsmenntunar!
Ég hef ákveðið að fara að
heiman Jeims, viltu hringja
á bíl fyrir mig?
vera skemmtiferð!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Hvernig fékk hann tíu slagi,
spurði suður sveitarfélaga sína við
samanburð að loknum leik þegar
fram kom, að á hinu borðinu höfðu
norður og suður fengið 420 fyrir
spilið. Ég gat ekki fengið nema
fimm slagi á tromp, ásana þrjá og
á tígulkónginn, hélt hann áfram.
Skýringarnar komu að vörmu
spori. Suður gaf, allir utan hættu.
Vestur
S. KD86
H. G1086
T. DG10
L. G3
Norður
S. G954
H. K54
T. 85
L. 1087
Austur
S. 1072
H. 3
T. 97632
L. KD96
COSPER 8205
COSPER
Feginn er ég að þessu flugi er lokið!
Um barnasögur
og áratuginn 9
„Mér finnst, ásamt fleirum, all
undarlegt að saga Gunnars M.
Magnúss skuli lesin fyrir börn.
Hans eigin orð um söguna eru að
hún sé ekki samin sérstaklega
fyrir börn, hún sé af einkenni-
legum manni og á köflum floga-
veikum.
Nú mætti ætla að nærtækara
væri efni við hæfi barna en saga
af flogaveikum manni. Mér finnst
að menntamálaráð ætti að taka
hér í taumana. Ég, sem þessar
línur rita, hef samið smásögur
sem ætlaðar eru til aflestrar fyrir
börn og unglinga. Þar er ekki að
finna eitt orð hvað þá setningar
sem hneykslað eða sært gæti börn
eða ungmenni.
Þessar sögur eru enn í handriti,
en vel læsilegar. Þar er að finna
bæði spennandi og fögur ævintýri.
Ég get engum öðrum kennt um en
mér, að sögur þessar skuli enn
vera óprentaðar og því öllum
ókunnugar. Aðalorsökin er sú, að
ég á eftir að vélrita þær.
Þá langar mig að minnast á
greinarkorn, sem ég rakst á í
Morgunblaðinu þann 4. jan., eftir
Helga Hálfdanarson. Þar virðist
mér hann reyna að skýra eigin
villu og heldur því fram að níundi
áratugurinn væri ekki byrjaður.
Eftir hans útreikningi er ellefu ár
í hans áratug. Þá rifjar Helgi upp
gömul grýlukvæði. En að setja þau
í samband við áratug fæ ég ekki
skilið. Þar virðist enginn skyld-
leiki vera á milli. Ég lærði þessar
vísur og kvæði um Grýlu og
Leppalúða þegar ég var barn að
aldri:
Suður
S. Á3
H. ÁD972
T. ÁK4
L. Á54
Lokasögnin varð fjögur hjörtu á
báðum borðum og út kom tígul-
drottning. Sá sem tapaði spilinu
tók strax á trompás og kóng, legan
kom í ljós og spiiið í reynd tapað.
Á hinu borðinu tók suður á
spaðaás eftir að hafa tekið fyrsta
slaginn á tígul. Síðan spilaði hann
spaðaþristinum en með þessu gaf
hann sér örlítið meiri möguleika
til að fá slagi á smáspilin í
trompinu. Vestur tók á spaða-
drottninguna, spilaði aftur tígli,
sem suður tók, tók síðan á tromp-
ás og spilaði tromptvisti á kóng-
inn. Þá kom legan í ljós og ef spilið
átti að vinnast varð vestur að hafa
átt fjögur spil í spaðanum í
upphafi.
Sagnhafi trompaði því spaða
heima með sjöinu og þá var loks
tímabært að trompa tígulspilið í
borðinu. Og þegar tókst að trompa
fjórða spaðann með níunni urðu
trompslagirnir í allt sex og háspil-
in í hinum litunum gerðu slagina
tíu.
Maigret og vínkaupmaöurinn
Eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslensku
19
— Afsakið, sagði hann.
— En ég þarf að hitta jr.
Louceck.
— Nafnið með leyfi?
Hún rétti honum blokk þar
sem stóð: Eftirnafn, fornafn og
i næstu linu: „Tilgangur heim-
sóknar.“
Hann lét duga að skrifa
Maigret iögreglufulltrúi.
Stúlkan hvarf á braut um
hríð. Reyndar var hún drjúga
stund í burtu. Svo kom hún
aftur og visaði honum inn á
biðstofu sem var minni en sú
fyrsta en ekki síður vel búin.
— Hr. Louceck tekur á móti
yður eftir augnablik. Hann er í
sintanum.
Þeir þurftu ekki að biða
lengi. önnur ung stúlka kom til
þeirra og vfsaði þeim inn á
stóra og nýtízkulega skrifstofu
eins og allt var svo sem hér.
Lávaxinn maður reis á fætur
og kom tii þeirra með útrétta
hðnd.
— Maigret lögregluforingi?
- Já.
— Stephane Louceck. Gerið
svo vel að fá yður sæti.
Maigret kynnti fylgdarmann
sinn:
— Lapointe rannsóknarlög-
reglumaður.
— Fáið yður sæti herra Lap-
ointe.
Hann var sérstaklega ljótur
og það sem verra var. svo langt
frá þvi að vera fallega Jjótur
eins og raunin er með margt
ófritt fólk. Hann hafði firna-
stórt nef sem var biáleitt nokk-
uð og svört hár löfðu út úr
eyrum hans og nösum. Auga-
brúnirnar voru breiðar og gáfu
andliti hans hörkulegt yfir-
bragð. Fötin voru drusluleg og
háisbindið skakkt.
— Þér eruð náttúrulega hér
vegna morðsins?
— Vist er svo.
— Ég hafði búizt við að
lögreglan kæmi fyrr. Ég les
aidrei morgunblöðin. vegnu
þess að ég byrja mjög snemma
störf mfn og ég heyrði ekkert
um morðið fyrr en frú Chabut
hringdi til min.
— Ég vissi ekki um þessar
skrifstofur. Við fórum fyrst í
gamla húsnæðið. Mér skilst að
Oscar Chabut hafi verið þar
mestanpart.
— Hann kom hingað dag
hvern. Hann var þeirrar gjörð-
ar að hann vildi fylgjast með
öllu.
Andlit hans var hlutlaust og
svipbrigðalaust og meira að
segja rödd hans hafði engin
blæbrigði.
— Leyfist mér að spyrja,
hvort þér haldið að hann hafi
átt f jendur?
— Ekki eftir þvf sem ég bezt
veit.
— Hann var þekktur maður
og meðan hann var að vinna sig
upp hlýtur hann óhjákvæmi-
lega að hafa stigið yfir ein-
hverja.
— Ég þckki ekki það mál.
— Mér heíur verið tjáð að
hann hafi verið ákaflega hrif-
inn af konum.
— Ég hef engin afskipti af
einkalifi hans.
— Hvar er skrifstofan hans?
— Hann hafði enga skrií-
stofu, hann notaði borðið hérna
á móti minu.
— Kom hann hingað með
einkaritara sinn?
— Nei. Hér er nægilegt
starfslið svo að þess gerðist
ekki þörf.
Hann gerði sér ekki það
ómak að brosa eða yfirleitt sýna
nokkrar tilfinningar.
— Hafið þér unnið lengi hjá
honum?
— Ég vann hjá honum áður
en þessar skrifstofur hér voru
teknar til starfa.
— Hvað voruð þér fyrir
þann tima?
— Eins konar efnahags-
ráðgjafi?
— Þér hafið þá séð um að
gera skattaframtal hans?
— Já, það var eitt af þvi sem
var í minum verkahring.
Maigret varð enn á ný að
gripa til snýtuklútsins og hann
fann svitann á enninu á sér.