Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 38

Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 Sprenging hjá sovézka flugfé- laginu Aeroflot Ncw York. 11. jan. AP. Sprengjusérfræðingar vinna nú að rannsóknum á sprengjubrotum úr sprengj- unni miklu. sem olli miklum spjollum á húsnæði sovézka flugfélagsins Aeroflot í New York á sunnudag. en í sprengingunni særðust þrír vegfarendur. tveir karlar og kona. Að sogn lögreglunnar var það brúnklæddur maður bú- inn skíðagrímu, sem kom Þriggja lesta árekstur Kaíró. 14. jan. AP. Á MESTÁ annatímanum í morg- un varð það slys um 30 km fyrir sunnan Kaíró að farþegalest var ekið á fullri ferð á tvær farþega- lestir aðrar, sem voru kyrrstæðar á sömu sporum. Fórst einn í árekstrinum, en 96 særðust. Verið er að rannsaka hvað olli slysinu, hvort um hemlabilun hafi verið að ræða, eða hvort lestar- stjórinn hafi ekki séð stöðvunar- merki. Við áreksturinn urðu nokkrar skemmdir á járnbrautarvögnun- um, sem voru fimm í hverri lest, en enginn vagn valt út af sporinu. sprengjunni fyrir við útidyr skrifstofu flugfélagsins klukkan rúmlega scx síðdegis á sunnudag, og sást maður- inn hverfa fyrir horn. Nokkru síðar var ónafn- greindur maður handtekinn spölkorn þar frá, en honum síðar sleppt eftir sex klukku- stunda yfirheyrslu. Sprengjan var allöflug og möl- braut sýningarglugga Aeroflot, og einnig rúður í nærliggjandi húsum og hjá flugfélögunum British Air- lines og Quantas Airlines handan götunnar. Þeir sem særðust voru tveir franskir ferðamenn og kona búsett í New York, en sár þeirra reyndust smávægileg. Eftir sprenginguna hringdu tveir aðilar til stöðva Associated Press fréttastofunnar í New York. Annar sagðist vera fulltrúi Gyð- ingasamtakanna Jewish Defence League, en hinn Omega-7, sem eru samtök andstæðinga Castros á Kúbu. Sögðust báðir hafa staðið fyrir sprengjutilræðinu. Seinna bar formaður Gyðingasamtak- anna til baka fregnina um aðild að árásinni, en bætti því við að samtökin væru innilega ánægð með árangurinn. Aeroflot átti einnig í útistöðum við samtök flutningaverkamanna í New York, sem hótuðu verkfalli hjá Pan Am flugfélaginu meðan það annaðist afgreiðslu fyrir Aeroflot. Úr rættist þegar starfs- menn Aeroflot tóku sjálfir við afgreiðslu véla sinna á flugvöHum við New York og Washington. Hafa þessar aðgerðir valdið nokkrum seinkunum á ferðum Aeroflot. Sexburarn- ir dafna vel Flórenz. Italiu. M. jan. AP. SEXBURARNIR, sem fæddust í Flórenz (Firenze) á Ítalíu á föstu- dag í fyrri viku dafna vel, að þvi er læknar sögðu í dag, og er talið að móðir þeirra geti fengið þá til sin í vikulokin. Börnin sex — fjórir drengir og tvær stúlkur — eru enn í súrefniskössum, en móðirin, frú Rosann Cavigli Giannini, er að jafna sig í fæð- ingardeild Careggi-sjúkrahúss- ins, þar sem börnin voru tekin með keisaraskurði á 35. viku meðgöngutimans. Hjúkrunar- konur, sem annast sexburana. segja að við fæðingu hafi þeir verið 5—7 merkur, og séu nú hressir og kátir, og drekki mjólk úr pelum sinum með mikilli áfergju. Móðirin er gagnfræðaskóla- kennari í Arezzo. Hafði hún tekið hormónalyf, og vissi fyrirfram á hverju var von. Faðirinn, Franco Giannini, vinnur á flutningaskrif- stofu. Segist hann hafa selt rétt- inn til að taka myndir af börnun- um af „efnahagsástæðum", og fá því engir aðrir en ljósmyndarar ónefnds tímarits að mynda sex- burana fyrst um sinn. Þetta gerðist 1979 — Mesti snjór í Chicago í manna minnum. Allmargir lát- ast í hörkubyl. 1978 — Jimmy Carter Banda- ríkjaforseti kemur til Teheran til fundar við íranskeisara. 1973 - Páll páfi VI skýrir Goldu Meir, forsætisráðherra | ísraels, frá því að Páfagarður styðji alþjóðlega stjórnun yfir Jerúsalem. Nixon skipar að hætt skuli hernaðaraðgerðum gegn Norður-Víetnam. 1949 — Kínverska borgin Tientsin fellur í hendur Kínverj- um. 1943 — Japanir eru hraktir frá Guadacanal. 1922 — írskt fríríki undir stjórn Michaei Collings komið á stofn. 1919 — Paderewski verður fyrsti forsætisráðherra nýstofn- aðs lýðveldis, Póllands. 1896 — Frakkar og Bretar gera með sér samning um Síam (Thailand). 1877 — Austurríki ákveður hlutleysi í hugsanlegum átökum Tyrkja og Rússa. I Afmæli — Moliere, franskur I leikritahöfundur, 1622—1673. — Franz Griilparzer, austurrískur leikari, 1791-1872. Oleg A. Troyanovsky sendiherra Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fylgist með umræðum i Allsherjarþinginu, en þegar myndin var tekin talaði sendiherra Afghanistans. Allsherjarþingið kom saman til sérstaks fundar til að fjalla um innrás og hcrnaðaríhlutun Sovétmanna í Afghanistan. Oryggisráðið hafði áður fjallað um málið, en gat ekkert látið til sín taka þar sem Sovétmenn beittu neitunarvaldi sinu i ráðinu. Rússar beita neitunarvaldi hjá S.Þ.: Einungis A-Þjóð- verjar studdu þá Sovétríkin beittu neitun- arvaldi sínu í örygtíisráði Sameinuðu þjóðanna á sunnudagskvöldið til að koma í veg íyrir, að sam- þykkt yrði tiliaga um efna- hagslegar refsiaðgerðir gegn Iran vegna banda- rísku gíslanna, sem þar eru enn í haldi. Var þetta í annað sinn í sömu vikunni, sem Sovétríkin beita neit- unarvaldi sínu í öryggisráð- inu. í fyrra sinnið komu þau í veg fyrir samþykkt tillögu, þar sem krafist var brottflutnings alls erlends herliðs frá Afghanistan. I afgreiðslu öryggisráðsins á tillögunni um Iran féllu atkvæði þannig, að 10 voru samþykkir refsiaðgerðum: Bandaríkin, Bret- land, Frakkland, Portúgal, Jam- aica, Noregur, Zambía, Túnis, Níger og Filippseyjar. Austur- Þýskaland greiddi atkvæði með Sovétríkjunum á móti, Mexíkó og úrð fólk er fjórtán áraá þaoeSiaforeldra. Andlát - 1815 - Emma, lafði Hamilton, hjákona Nelsons lá- varðar. Innlent - 1886 d. Hilmar Fin- sen — 1888 fyrirlestur Hannesar Hafsteins um rómantík og real- isma í Góðtemplarahúsinu — 1934 Skýrt frá málshöfðun gegn lögreglustjóra í „kollumálinu" - 1935 Mjólkursamsalan tekur við allri mjólkursölu i Reykjavík — 1979 Tveir bátar fórust á Skjálf- anda - 1902 f. Valur Gíslason leikari. Bangladesh sátu hjá og Kína tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Eftir að atkvæði höfðu verið greidd sagði Donald F. McHenry sendiherra Bandaríkjanna, að af- staða Sovétríkjanna væri „nötur- leg og óábyrg“. Hann sagði, að afstaða þeirra mótaðist af póli- tískri tækifærismennsku, sem miðaði að því að kaupa þögn Irana um innrásina í Afghanistan. Taldi McHenry líklegt, að Iranir myndu átta sig á hræsni Sovétmanna „jafnvel þótt ringulreið virðist ríkja í því landi“. Chen Chu sendiherra Kína sak- aði Sovétríkin um að afla sér pólitísks ávinnings með ómerki- legum hætti, um leið og þau héldu uppi víðtækum hernaðaraðgerðum gegn Afghanistan, sem hefðu í för með sér mikla hættu fyrir íran. Og hann bætti við: „Eg er þeirrar skoðunar, að Iranir og aðrir mú- hameðstrúarmenn átti sig á svika- brögðum Sovétmanna, sem kmiða að því að skapa sundurlyndi og dorga í gruggugu vatni.“ Á blaðamannafundi sagði Don- ald F. McHenry, að Bandaríkin ætluðu að grípa til flestra þeirra ráðstafana, sem nefndar eru í tillögunni, sem Sovétmenn felldu. Vísaði hann til ályktunar Samein- uðu þjóðanna frá 31. desember, sem hann sagði að stæði óhögguð. Hastingsmótið: Andersson og Nunn sigruðu Ilastings. 14. janúar. AP. SKÁKMÓTINU í Hast- ings á Englandi lauk í gærkvöldi með sigri þeirra Ulf Anderssons frá Svíþjóð og John Nunns frá Bretlandi, sem báðir hlutu tíu vinninga, og skipta með sér 1. og 2. Missir Tító fótinn? Belgrað. 14. janúar. AP. LÆKNAR sem annast haía Tító Júgóslavíuforseta skýrðu frá því í dag að fyrsta aðgerð til að lagfæra æðakerfið í vinstra fæti forsetans hefði ekki tekist sem skyldi og líkast til yrði forset- inn að gangast undir aðra aðgerð þar sem lyfjagjöf dygði ekki. Áreiðanlegar heimildir verðlaununum, samtals 1.700 sterlingspundum, eða andvirði um 1.520.000 króna íslenzkra. Þriðj i varð Sovét- maðurinn Sergei Makary- chev með níu vinninga, en verðlaun hans nema 500 sterlingspundum. Tító hermdu að óttast væri að taka þyrfti fótinn af þar sem ella væri hætta á að drep myndaðist í fætinum. Heilsa forsetans var að öðru leyti sögð hin bezta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.