Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 39

Morgunblaðið - 15.01.1980, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 47 Noregssyrpa Mynd þessi var tekin á fimmtudag í fyrri viku, og sýnir hún sovézkan kafhát af svonefndri „Whiskey“-gerð á siglingu á Kóreusundi undan ströndum Japans. Var myndin tekin úr einni af ílugvélum japönsku strandgæzlunnar. Brezka vikublaðið The Observer: Brezhnev var ofurliði borinn Ráðgjöf fyrir einstæða feður Ákveðið hefur verið að koma á fót í Ósló skrifstofu sem veita mun einstæðum feðrum ráðgjöf og aðstoð. Takmarkið með opnun skrif- stofunnar er að styrkja stöðu og rétt einstæðra feðra gagn- vart börnum þeirra. Forstöðumaður hreyf- ingarinnar sem unnið hefur að málinu sagði að opnun skrifstofunnar væri liður í baráttu fráskilinna og ógiftra feðra fyrir saáia rétti og konur búa við. Hið opinbera hefur heitið stuðningi sínum. 81 milljarður til bókakaupa Norðmenn kaupa bækur fyrir andvirði 81 milljarðs íslenzkra króna á ári, eða um 20.250 krónur á hvern íbúa þar í landi, að því er tímaritið Ökonomisk Rapport skýrir frá. Segir tímaritið að engin GROOM-hjónin, sem búa í 400 ára gömlu húsi í Howsham, hafa komið að máli við lögregi- una í bænum til að skýra hvernig standi á ferðum hús- bóndans er hann skokkar á síðkvöldum út í skóg með brauðbretti og búðingsskál. eins og iðulcga ber við. Um árabil hefur Groom haft þann hátt á við músaveiðar á heimili sínu að koma fyrir gildru, sem fullkomlega þjónar hlutverki sínu án þess að svo mikið sem eitt hár skerðist á höfði viðkomandi músartítlu. Brauðbretti stendur á borði. þjóð komist til jafns við Norðmenn í þessum efnum, og nefnir t.d. að Svíár verji álíka upphæð til bókakaupa, en séu helmingi fleiri en Norðmenn og upphæð á hvern íbúa því helmingi lægri. Fljótleg aðferð til að sjá hvort hætta sé á blóðtappa Norskur læknir hefur upp- götvað aðferð sem gerir læknum kleift á einfaldan og fljótvirkan hátt að finna út hvort hætta sé á myndun blóðtappa hjá fólki. Aðferðin felst í því að mæla magn antithrombins í blóðinu, efn- ið sem vinnur gegn myndun blóðlifra og kekkja í blóðinu. Til þess er notað svonefnt heparin, en það gegnir svip- uðu hlutverki og antithrom- bin og má með notkun þess sjá á skjótan hátt hvort hætta sé á myndun blóðtappa hjá viðkomandi einstaklingi. Reglustika er látin vega salt á brettinu, en við hliðina á því er agnið, sem lítilli skál er hvolft yfir, þannig að smuga er fyrir músina til að komast að agninu. Við minnsta titring hreyfist reglustikan og fórnardýrið er komið í prísundina. Þegar svo er komið kemur Richard Groom á vettvang, klæddur regnfrakka og háum vaðstígvélum. Tekur hann brettið og skálina með fangan- um, og tekur á rás út í skóg, þar sem frelsið tekur við. Groom-hjónunum þótti viss- ara að gefa lögreglunni skýringu á málinu, svo nágrannar þeirra héldu ekki að hér væri um vafasamt athæfi að ræða. London, 14. janúar. AP. INNRÁS sovézkra her- sveita í Afghanistan var ákveðin á leynilegum fundi miðstjórnar komm- únistaflokksins 19. des- ember, viku eftir að At- lantshafsbandalagið sam- þykkti að koma fyrir nýj- um bandarískum eldílaug- um í Vestur-Evrópu, að því er brezka vikublaðið The Moskvu, 14. janúar. AP. TASS-fréttastofan sovézka skýrði frá því í gær að nýja ríkisstjórnin í Afghanistan hefði Iagt niður öryggislögregl- una Kam, og sett á stofn í hennar stað nýja öryggislög- reglu, sem nefnist Khad. Observer segir á sunnu- dag. Andrew Wilson, einn ritstjóra blaðsins, skýrir frá því í for- síðufrétt að Leonid Brezhnev forseti hafi verið andvígur inn- rásinni, en verið ofurliði borinn og neyðzt til að láta undan kröfum fulltrúa hersins og harð- línumanna úr Æðsta ráðinu. Wilson hefur það eftir áreiðan- legum sovézkum heimildum að Brezhnev, sem eigi við vanheilsu að stríða, hafi aðeins átt um Það fylgdi fréttinni frá Tass að Kam, sem stofnuð var eftir apríl-byltinguna 1978, hefði í upphafi starfað ötullega að vörnum landsins gegn gagnbylt- ingaráformum. En, segir Tass, eftir að Hafizullah Amin, sem steypt var af stóli og drepinn í fyrra mánuði, tók við völdum í marz í fyrra, stefndi hann að því að gera Kam að verkfæri til að treysta eigin völd, hefta per- sónufrelsi og kúga andstæðinga. Hefur Tass það eftir afghönsku fréttastofunni Bakhtar að nýja Khad-lögreglan eigi að „berjast gegn hryðjuverkamönnum, ræn- ingjum, morðingjum, skemmd- arverkamönnum og njósnurum til að tryggja frið og öryggi í landinu." Höfuðstóll Alþjóðabank- ans aukinn Washington. 14. janúar. AP. ALÞJÓÐABANKINN tilkynnti í dag að höfuðstóll bankans hefði verið aukinn um 40 milljarða dollara, eða sem næst tvöfald- aður. Hefur það í för með sér að um raunverulega aukningu útlána verður að ræða milli ára, a.m.k. fram á miðjan næsta áratug. tvennt að velja, að verða við kröfunum (um innrás í Afghan- istan) eða segja af sér. Brezka blaðið segir Brezhnev hafa haldið því fram að aðgerð- irnar gerðu að engu tilraunir ti! bættrar sambúðar, eða „detente", og kæmu í veg fyrir að Bandarík- in staðfestu SALT-II samninginn um takmörkun gereyðingar- vopna. Þessi rök BrezhneVs voru haldlítil gegn þeim rökum harð- línumanna að uppreisnarmenn í Afghanistan hefðu fellt fjölda sovézkra ráðunauta auk þess sem þúsundir afghanskra hermanna hafi gengið í lið með uppreisnar- mönnum, og því væri ekki unnt að treysta her landsins til stór- ræða. Wilson telur að innrásin og ósigur Brezhnevs bendi ótvírætt til meiri hörku í utanríkisstefnu Veður Akureyri -í4 hálfskýjaó Amsterdam -1-2 mistur Aþena 8 skýjaö Barcelona 10 alskýjaö Berlín -s-7 heiðskírt BrUssel Omistur Chicago 4 skýjaö Feneyjar 1 þokumóöa Frankfurt -2 heiðskírt Genf +1 skýjaó Helsinki 2 skýjaö Jerúsalem 19 skýjaó Jóhannesarborg 25 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 skýjaö Las Palmas 17 skýjaö Lissabon 8 heiðskírt London 0 heióskírt Los Angeles 18 rigning Madríd 4 skýjaó Malaga 7 skúrir Mallorca 9 rigning Miami 26 heióskírt Moskva ^14 skýjaö New York 1 rigning Ósló -3 skýjaó París +2 heióskírt Reykjavtk +5 skýjaö Rio de Janeiro 26 skýjað Rómaborg 10 skýjaö Stokkhólmur 3 skýjaö Tel Aviv 16 rigning Tókýó 12 heiðsklrt Vancouver 5 rigning Vínarborg +7 heióskírt Egypsk magadansmær sýnir Menachem Begin forsætisráðherra ísraels listir sínar i veizlu sem haldin var Begin til heiðurs i Aswan í siðustu viku, en Begin var þá i fjögurra daga heimsókn í Egyptalandi og átti m.a. viðræður við Anwar Sadat forseta. Mannúðlegar músaveiðar Howsham. Englandi. 14. janúar. AP. Rússar tilkynna frá Kabúl: • • Oryggislögregla skiptir um nafn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.