Morgunblaðið - 22.01.1980, Side 1

Morgunblaðið - 22.01.1980, Side 1
48 síður með 8 síðna íþróttablaði 17. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Doronjski Líðan Títós eft- ir atvikum góð Belgrad. 21. janúar. AP. HEILSA Títos Júgóslavíufor- seta er eítir atvikum góð. að því er læknar hans sögðu í dag. en vinstri fótur hins 87 ára gamla stjórnmálaskör- ungs var tekinn af í Ljubijana á sunnudag. Af opinberri hálfu er lítið látið uppi um veikindi forset- ans, en júgóslavneskur emb- ættismaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, sagði í dag, að opinberar yfirlýsingar um málið gæfu tilefni til óþarfa bjartsýni. Sé ekki unnt að líta svo á að Tító sé úr lífshættu. Samkvæmt júgóslavnesku stjórnarskránni tekur formað- ur forsætisnefndar kommún- istaflokks landsins, Stefan Doronjski, við forystu flokks- ins, falli Tító frá, en Kolis- evski, sem einnig á sæti í forsætisnefndinni, tæki þá við forsetaembætti. Afganistan: Boeing 727 ætlunin að efla til muna það sovézka herlið, sem fyrir er í Afganistan. en hinar nýju her- sveitir eru ýmist fluttar beint til Afganistans eða til herstöðva rétt handan sovézku landamæranna. Frétzt hefur af sívaxandi lið- hlaupi úr her hinna nýju vald- hafa í Kabúl. Margir liðhlaup- fórst með Islamabad. 21. janúar. AP. SOVÉTMENN hafa á ný opnað loftbrú til Afganistans og eru bardagasveitir nú fluttar til landsins frá sovézkum herstöðv- um í Austur-Evrópu, að því er haft er eftir leyniþjónustuheim- ildum í Pakistan í dag. Að sögn heimildarmanna er greinilega anna ganga í iið með uppreisnar- mönnum, sem stöðugt auka um- svíf sín, en aðrir hafa lagt niður vopn og farið til síns heima. Ekki er vitað hversu umfangs- mikill hinn sovézki liðsauki er, en óstaðfestar fregnir eru um að fjögur þúsund menn úr herfylki stjórnarhersins í Baghlan, norður af Kabúl, hafi fyrir helgi gengið í lið með uppreisnarmönnum. Fregnir af þessu hafa borizt með flóttamönnum til Pakistans og telja leyniþjónustumenn þar sig hafa áreiðanlegar upplýsingar um mörg slík dæmi. Engar áreiðan- legar tölur eru til um herstyrk stjórnarhersins, en víst er talið að sovézkir hermenn í Afganistan séu nú mun fleiri en liðsmenn stjórnarhersins. Uppreisnarmenn eru illa skipulagðir, að því er haft er eftir sömu heimildarmönnum, en búizt er við því að þeir muni á næstunni leggja megináherzlu á að samræma aðgerðir sínar, eink- um þegar mestu vetrarhörkurnar eru afstaðnar, sem venjulega er í byrjun marzmánaðar. Uppreisnarmenn eru öflugastir í austurhéruðunum Kunar og Paktia. í síðustu viku eyðilögðu þeir orkuver í borginni Jalalabad, og er búizt við að þeir muni á næstunni einbeita sér að slíkum skæruhernaði í stað þess að ráðast beint til atlögu við sovézka innrásarliðið. Norðurlandaráð: Holmgren og Lidman fengu verðlaunin TILKYNNT var í Kaupmanna- höfn í gær að danska tónskáldið Pelle Gudmundsen Holmgren hefði hlotið tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir „Sin- fony-Antifony“. Samdægurs var tilkynnt í Osló að bókmennta- verðlaun ráðsins hefðu verið veitt sænska rithöfundinum Söru Lid- man fyrir skáldsöguna „Börn reiðinnar“. Afganskir uppreisnarmenn með sovézkan herflutningabil og stjórnarhermann, sem tekinn var herfangi nýlega. Myndin er tekin í bækistöðvum uppreisnarmanna í Vestur-Afganistan. (AP-síma- mynd) Noregur: Sovétherinn eykur við- búnað á landamærunum Ósló, 21. janúar. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaðsins. SOVÉZKI herinn hefur aukið Kanada: Sovézkir sendi- ráðsmenn reknir fyrir njósnir Ottawa, 21. janúar. AP. KANADASTJÓRN hefur rekið úr landi þrjá sovézka sendi- ráðsmenn fyrir njósnir, að því er Flora McDonald utanríkis- ráðherra skýrði frá í kvöld. Mennirnir komust yfir leyni- skjöl með aðstoð Bandarikja- manns, sem enn hefur ekki verið nafngreindur, og greiddu þeir honum fé fyrir þjónustuna. Tveir Sovétmannanna, Igor A. Bardeev og Eduar Alexan- jan, voru hernaðarráðunautar í sovézka sendiráðinu í Ottawa, en sá þriðji, V.I. Sokolov, gegndi starfi bilstjóra. verulega eftirlit sitt meðfram gjörvöllum landamærum Nor- egs og Sovétríkjanna á síðustu tólf dögum. Hafa farið fram landgönguæfingar, jafnframt því sem sovézkar njósnavélar virðasf stunda loftmyndátöku af Finnmörk í auknum mæli. Litið er á þessi umsvif sem einhvers konar svar Sovét- manna við fregnum UPI- fréttastofunnar um aukinn við- búnað Norðmanna við landa- .mærin í framhaldi af innrás Sovétmanna í Afganistan. Norska varnamálaráðuneytið hefur birt yfirlýsingu um að frétt UPI hafi verið á misskiln- ingi byggð, en hin opinbera sovézka fréttastofa Tass hefur ráðizt harkalega á norsku stjórnina og sagt að tiltektir norska hersins við landamæri ríkjanna væri ekki hægt að skilja öðru vísi en sem ögrun og andúð í garð Sovétríkjanna. 124 í Iran Kuwait. 21. janúar. AP. TEHERAN-útvarpið til- kynnti í kvöld, að Boeing 727-þota með 124 innan- borðs hefði hrapað í aðflugi að Mehrabad-flugvelli við Teheran. Þotan var á leið frá Mashhad. Ekki er annað vitað um tildrög slyssins en það að samband við þotuna rofn- aði 15 mínútum áður en hún átti að lenda á Mehr- abad. Þotan var í innan- landsflugi á vegum Iran Air. Tölvusölu til sov- éskrar hergagna- verksmiðju hætt WashinKton, 21. janúar. AP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur komið í veg fyrir sölu tölvubún- aðar i umdeilda bílaverksmiðju i Sovétríjunum, og kvaðst Philip M. Klutznik viðskiptaráðherra hafa sannanir fyrir því að flutn- ingabilar frá verksmiðjunni væru notaðir í hernaði í Afganist- an. Hefði hann ákveðið í samráði við utanríkis- og varnarmálaráðu- neytið að stöðva sendingar tækni- búnaðar til verksmiðjunnar, sem er við Kama-fljót í Ural-fjöllum, en lengi hefur það orð legið á að hér væri um að ræða hergagna- verksmiðju en ekki venjulega bílasmiðju, eins og Sovétstjórnin hefur viljað vera láta. Stórfelldir liðsflutningar Sovétmanna hafnir á ný

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.