Morgunblaðið - 22.01.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.01.1980, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 Breytingar á hem- aðarstöðu N or egs Frá heræíingum í Noregi John C. Ausland höfundur þessarar greinar er fyrrverandi starfsmaður banda- rísku utanríkis- þjónustunnar. Á síðasta ári kom út í Noregi hjá Cappel- en-forlaginu bók hans Bak ambassadens murer, en þar lýsir Ausland störfum banda- ríska sendiráðsins í Oslo, þar sem hann starfaði sem næst æðsti maður frá 1969 til 1973. John C. Ausland býr nú í Oslo og hefur atvinnu af ritstörfum. Innrásin í Afghanistan hefur vakið óhug manna í Noregi eins og annars staðar og Norðmenn velta því nú fyrir sér, hvaða áhrif hún kunni að hafa á þeirra eigin stöðu. Fyrst verða þeir að leita leiða, sem gera þeim fært að styðja viðleitni Jimmy Cart- ers til að refsa Sovétmönnum — án þess þó að gera Rússa of reiða. Þegar lengra er litið verða Norðmenn að taka afstöðu til þess, hvaða áhrif innrásin hefur á þeirra eigin öryggi, ekki síst ef ástandið í Mið-Austurlöndum heldur enn áfram að versna. Óhætt er að fullyrða, að Norð- menn séu mjög hlynntir slökun- arstefnunni og fyllist almennt kvíða, þegar líkur benda til þess, að aftur verði horfið til kalda stríðsins. Þetta viðhorf þeirra er skiljanlegt, þegar hugað er að stærð Noregs og landfræðilegri legu. A árinu 1979 voru samskipti Noregs og Sovétríkjanna í bið- stöðu. Ekkert alvarlegt gerðist, sem svipaði lil atburðanna 1978. (En á því ári laumuðust sovésk skip inn í og um norska lögsögu og sovésk sprengjuflugvél hrap- aði á Hopen-eyju í Svalbarða- eyjaklasanum.) Á síðasta ári miðaði ekki heldur neitt í sam- komulagsátt um það milli land- anna, hvernig draga ætti mörkin á milli þeirra í Barentshafi og hver hefði yfirráð á og umhverf- is Svalbarða. Sjávarútvegsráð- herrar landanna komu saman til reglulegra funda en auk þess fóru sendiherrarnir Helge Vindenes og Jens Evensen í viðræðuferðir til Moskvu. Þar var fjallað um markalínuna í Barentshafi og þá sérstöku fisk- veiðilögsögu, sem Norðmenn hafa eignað sér umhverfis Sval- barða. Þessar viðræður báru lítinn árangur. Jafnhliða því sem Norðmenn hafa lagt sig fram um að halda daglegum samskiptum sínum við ráðamenn í Moskvu á réttum kili, hafa þeir stigið nokkur skref, sem skipta sköpum varð- andi getu Atlantshafsbandalags- ins til að senda liðsauka til Noregs á hættutímum. Skömmu eftir að Noregur gerðist aðili að Atlantshafs- bandalaginu, var sú stefna mót- uð af norsku stjórninni, að ekki skyldu vera erlendar herstöðvar í landinu á friðartímum. Þessi stefna endurspeglaði djúpstæð pólitísk viðhorf einkum innan Verkamannaflokksins. Þar sem hún fól einnig í sér takmarkanir á heimild fyrir liðssveitir banda- lagsþjóðanna til að geyma her- gögn í Noregi, sem grípa mætti til, ef utanaðkomandi aðstoðar væri þörf, var ljóst, að það yrði erfitt að senda viðunandi liðs- auka á vegum Atlantshafs- bandalagsins til landsins á úr- slitastundu. Auk þess yrðu bandarískar og kanadískar her- sveitir mjög lengi að komast sjóleiðina til Noregs. Eftir því sem geta sovéska flotans til að ógna yfirráðum Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi hefur auk- ist, hefur uggur Norðmanna um eigin stöðu vaxið. Þegar Alex- ander Haig, yfirmaður Evrópu- herstjórnar Atlantshafsbanda- lagsins, setti fram áætlanir sínar um skjóta liðsflutninga til Evrópu, studdu ráðamenn í norskum varnarmálum þær ráðagerðir. Sú afstaða hafði það í för með sér, að 1978 ákvað norska ríkisstjórnin, að stefna hennar í herstöðvamálum úti- lokaði ekki, að hergögnum yrði komið fyrir í landinu, sem nota mætti af erlendum liðsafla á hættutímum. — eftir John C. Ausland Þessi ákvörðun var tekin um svipað leyti og varharmálaráðu- neyti Bandaríkjanna mundi að nýju eftir flugvöllunum, sem lagðir höfðu verið í Noregi með aðstoð Atlantshafsbandalagsins. Nú er svo komið, að unnið er að því að koma fyrir hergögnum, sem gera kleift að nota flugvelli í suðurhluta Noregs fyrir um það bil 200 flugvélar frá löndum Atlantshafsbandalagsins. Einn- ig er unnið að því að endurbæta flugvelli í Norður-Noregi, svo að flugvélar frá bandarískum flugvélamóðurskipum geti notað þá. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið leggur hart að Norðmönn- um, að þeir bæti loftvarnir við flugvelli sína. Rekja má í löngu máli, hvers vegna þær eru orðn- ar úreltar, en ein ástæðan fyrir því er, að Norðmenn hafa varið svo miklu af takmörkuðum út- gjöldum sínum til varnarmála til að kaupa dýrar F-16 orrustu- þotur. Ekki miðar eins vel fram- kvæmd áætlana um að koma fyrir í Noregi hergögnum, sem notuð yrðu af landher í átökum. Bæði Evrópuherstjórn Atlants- hafsbandalagsins og bandaríska varnarmálaráðuneytið hafa ver- ið treg til þess að gefa fyrirmæli um, að sérstakar bandarískar hersveitir skuli einungis ætlaðar í Noregi. Nýlega hafa þó sést merki þess, að ráðamenn í Pent- agon séu sveigjanlegri í afstöðu sinni til slíkrar ráðstöfunar en áður, hins vegar kunna síðustu atburðir í Mið-Austurlöndum að hafa hér einhver áhrif. Þeir gætu aukið áhuga Bandaríkja- manna á því að efla viðbragðs- mátt Atlantshafsbandalagsins, en þar sem áform Bandaríkj- anna í Mið-Austurlöndum eru fjárfrek, fer samkeppnin um fjármagn harðnandi innan Pent- agon. Ástæða er til að velta því fyrir sér, hvaða áhrif innrásin í Af- ghanistan hefur á umræður í Noregi um að meðaldrægum bandarískum kjarnorkueldflaug- um verði komið fyrir í Evrópu. Þegar deilur urðu um þetta mál undir lok síðasta árs, kom til mikils ágreinings innan Verka- mannaflokksins. Odvar Nordli forsætisráðherra og Knut Fryd- enlund utanríkisráðherra tókst að fá flokkinn til að styðja ákvörðunina, sem tekin var í Briissel í desember með því að lofa að koma á afvopnunarvið- ræðum við Sovétmenn. Innrás Rauða hersins í Afghanistan hefur dregið úr þrýstingnum á Nordli og Frydenlund, en loforð þeirra um viðræðurnar gæti enn verið hermt upp á þá. Það er ekki heiglum hent að segja fyrir um til hvers allt þetta kann að leiða. Noregur hefur enn einu sinni lent í atburðarás, sem Norðmenn hafa litla eða enga stjórn á. Enn hefur ekki komið í ljós, hvort ríkisstjórn Nordlis tekst að fá stuðning Bandaríkjamanna án þess að spilla samskiptum sínum við Sovétríkin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.