Morgunblaðið - 22.01.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
11
VilhjÁlmur G. Skúlason
Smitsjúkdómalyf
Amínósalyl (framh.)
Þetta lyf var einkum áður fyrr
notað töluvert við lyfjameðferð á
berklum ásamt streptómycíni
og/eða ísóníazíði, en samtíma
gjöf tveggja eða fleiri lyfja er
grundvallarregla, sem gildir um
lyfjameðferð á berklum og miðar
að því að koma í veg fyrir, að
berklasýkillinn geti myndað mót-
stöðu gegn lyfjum. Amínósalyl
hemur vöxt berklasýkla. Virkni
þess er þó miklu minni en ann-
arra berklalyfja. Helzti kosturinn
er sá, að sjúklingar með berkla,
sem fá meðferð með berklalyfj-
um, mynda miklu síður mótstöðu
gegn þeim, ef þeir fá amínósalyl
samtímis. Amínósalyl getur þó
sjálft framkallað mótstöðu, en
miklu hægar en önnur berklalyf.
Lyfið er notað í formi taflna,
skammta eða kyrnis (granúlats),
sem tekið er með mat. Hættu-
laust er talið að nota þetta lyf
handa þunguðum konum, ef
nauðsyn krefur.
Ókostur við þetta lyf er, að það
er bragðvont og að nauðsynlegt
er að taka það í miklu magni og
auk þess getur það stundum
valdið velgju, uppsölu, lystarleysi
og niðurgangi. Til þess að snið-
ganga þessi óþægindi er gjarnan
gripið til þess ráðs að nota
natríum- eða kalsíumsalt amínó-
salyls, sem valda færri hjáverk-
unum á meltingargöng. Auk
áhrifa á meltingarfæri geta
stundum komið í ljós útbrot,
hækkaður líkamshiti („drug fev-
er“), vanstarfsemi beinmergs,
áhrif á nýru, sem leiða til blóðs
og eggjahvítu í þvagi, áhrif á
lifrarstarfsemi og auk þess getur
amínósalyl valdið stækkun á
skjaldkirtli, sem leiðir til minnk-
unar á efnaskiptum.
Vegna annarra berklalyfja,
sem síðar hafa verið uppgötvuð
og talin eru betri,,hefur notkun
amínósalyls minnkað mjög á
síðustu árum.
Amínósalyllyf, sem eru
á markaði hér á landi
Granulatum aminisalylcalcii
(amínósalylkalsíumkyrni), Tab-
lettae aminosalylnatrii entero-
solubile obductae 0,5 g (amínósal-
ylnatríumtöflur 0,5 g með sýru-
stöðugri húð).
Ísóníazíð
Inngangur. Ísóníazíð, sem er eitt
bezta lyf gegn ýmsum myndum
berkla, sem völ er á, var fyrst
samtengt í vinnustofu af Hans
Mayer og Josef Mally árið 1912,
skömmu eftir að Paul Ehrlich
hafði uppgötvað líffræðilega eig-
inleika salvarsans, sem var fyrsta
samtengda lyfið, er hægt var að
nota í baráttunni gegn smitsjúk-
dómum, en til allrar óhamingju
var enginn að leita að berklalyfj-
um á þeim tíma. Má leiða getum
að því, hve mörgum mannslífum
hefði mátt bjarga, ef notkun
ísóníazíðs gegn berklum hefði
hafizt 40 árum fyrr en raun varð
á. En þegar leið að miðri tuttug-
ustu öld, voru margir vísinda-
menn að leita að berklalyfjum
vegna þess árangurs, sem þegar
hafði náðst meðal annars með
uppgötvun streptómycíns árið
1944. Árið 1951 höfðu þrjár lyfja-
verksmiðjur, Hofmann La Roche,
Squibb og Bayer, hafið rannsókn-
ir á afbrigðum nikótínsýru, sem
leiddu svo að segja samtímis til
framleiðslu þessarra þriggja að-
ila á ísóníazíði árið 1952. Isóní-
azíð er tiltölulega einfalt efna-
samband, en er svo virkt gegn
berklasýklum og hefur svo fáar
hjáverkanir, að það er næstum
alltaf annað af tveimur eða fleiri
lyfjum, sem notuð eru við lyfja-
meðferð á berklum.
Verkunarsvið. hjá-
verkanir og lyfjaform
Isóníazíð verkar einungis á
berklasýkla. Það hefur bæði
sýklahemjandi og sýkladrepandi
verkun. Það brotnar um í lifur og
skilur út með þvagi og þessvegna
verður að minnka skammt handa
þeim, sem hafa skerta lifrar- eða
nýrnastarfsemi og einnig sjúkl-
ingum, sem hafa sykursýki. Lyfið
ætti helzt ekki að gefa vanfærum
konum. Ísóníazíð skal nota með
öðrum berklalyfjum vegna þess,
að öðrum kosti verða sýklarinir
mótstöðugri gegn áhrifum þess.
Þó hefur komið í ljós, að bati
sjúklings heldur áfram þótt mót-
stöðumyndun eigi sér stað, ef til
vill vegna þess, að ísóníazíð-
mótstöðugir sýklar virðast ekki
vera eins sjúkdómsframkallandi.
Hjáverkanir eru sjaldgæfar, en
eru einkum áhrif á taugakerfi
með svima, sjóntruflunum, til-
finningatruflunum, sálrænum ór-
óa, svefnleysi, vöðvakippum eða
krömpum svo og blóðleysi. Þessar
hjáverkanir er þó hægt að snið-
ganga með því að gefa 50—100
mg af pyridoxíni (Bg—vítamíni)
daglega. Ennfremur geta komið í
ljós ofnæmisviðbrigði í formi
útbrots og sótthita, almenns
slappleika, sem líkist inflúenzu,
minnkaðrar matarlystar, uppsölu
og lifrarbólgu.
Isóníazíð seinkar umbroti feny-
tóíns (krampalyf j í líkamanum,
en það hefur þýðingu fyrir notk-
un þess gegn niðurfallssýki. Frá-
sog ísóníazíðs frá meltingargöng-
um í blóð minnkar, ef samtímis
eru gefin lyf, sem innihalda járn,
kopar, mangan eða kóbalt.
Ísóníazíðlyf, sem er
á markaði hér á landi.
Tablettae isoniazidi 0,1 g
(ísóníazíðtöflur 0,1 g).
Etambútól
Etambútól er samtengt efna-
samband, sem J.P. Thomas og
samverkamenn hans framleiddu
fyrst árið 1961. Það var síðan
prófað gegn tilraunaberklum í
músum og reyndist hafa mjög
góða verkun, en verkaði ekki á
aðra sýkla. Það er nú talið eitt af
betri lyfjum, sem völ er á gegn
berklum.
Etambútól verkar sýklahemj-
andi á þann hátt að hemja
svokallaða ríbókjarnasýrufram-
leiðslu í sýklinum, sem er
lífsnauðsynleg starfsemi og efna-
skipti hans. Sýklar verða mjög
hægt mótstöðugir gegn áhrifum
etambútóls. Etambútól er virkt,
þegar það er gefið ásamt öðrum
berklalyfjum og hefur smám
saman komið í stað amínósalyls
sem annað eða þriðja lyf við
meðferð á berklum. Þar sem lyfið
skilur einkum út úr líkamanum í
gegnum nýru, skal gefa það
sjúklingum, sem hafa skerta
nýrnastarfsemi í minni skömmt-
um og ekki skal gefa lyfið van-
færum konum.
Helzta hjáverkun etambútóls
er minnkun á sjónskerpu og
nokkurs konar litblinda, sem
dregur úr skynjunarhæfni auga
fyrir grænum lit. Þessvegna er
nauðsynlegt að fylgjast vel með
sjónskerpu meðan á lyfjameðferð
stendur til dæmis með því að láta
sjúklinga lesa dagblöð.
Etambútóllyf, sem eru
á markaði hér á landi
Tablettae ethambutoli (etam-
bútóltöflur), myambutolR (töfl-
ur).
Allar geröir af
ploymobil
þroskaleikföngunum vinsælu Póstsendum
leikfangaouoin
Iðnaðarhúsinu — Hallveigarstíg 1
Sími 26010.
SYNINGARHOLLINNI
BÍLDSHÖFÐA 20.
(Strætisvagn nr. 10)
TORGS NS
k KP-
o«o»■- f
.jf
Austurstneti 10
sími: 27211