Morgunblaðið - 22.01.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
17
Þorvaldur K. Þorsteinsson, lögg. endurskoðandi:
Nokkrar ábendingar um áhrif
fyrirliggjandi skattalagafrumv.
Hinn 19. desember 1979 var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp
til breytinga á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 40/1978.
Breytingar skv. frumvarpinu eru mjög róttækar, en þó ber hæst 22.
gr. sem fjallar um tekjur og gjöld vegna verðbreytinga.
Tómas Gunnarsson hdl. og lögg. endurskoðandi, fjallar um þessi
mál í grein undir heitinu „Hvert stefnir í skattamálunum?", sem
birtist í Mbl. 8. janúar sl. Þó við séum e.t.v. ekki sammála um hvaða
aðgerða er þörf, vil ég í framhaldi af grein hans reyna að gera grein
fyrir hver geta orðið áhrif frumvarpsins ef að lögum verða. Þær
athuganir, sem ég hef gert, taka mið af undirstöðuatvinnuvegi
þjóðarinnar, þ.e. útgerð og fiskvinnslu. Hér er um að ræða fyrirtæki
sem nota mjög dýra fastafjármuni í rekstri sínum og því líklegt að
skuldir séu miklar.
Við athuganir kemur í ljós að verði lagt á samkvæmt frumvarpinu,
mun mikill fjöldi fyrirtækja, í þessum greinum, lenda í algeru
greiðsluþröti. Til útskýringar eru hér nokkur dæmi um starfandi
fyrirtæki. Allar tölur eru í þús. kr. og tölur sléttaðar af. Miðað er við
50% verðbreytingu milli ára. Gengisbreyting er metin 30%.
Dæmi 1:
Fiskiskip
EFNAHAGSREIKNINGUR 1. JAN. 1979.
Eignir: Lög 68/1971 Lög 40/1978+frumvarp
Veltufjármunir 18.000 18.000.
Fyrnanleg eign, skip 549.000 735.000
567.000 753.000
Skuldir og eigið fé:
Skuldir 442.000 442.000
Eigið fé 125.000 311.000
567.000 753.000
NIÐURSTOÐUR REKSTRARREIKNINGS 1979.
Hagnaður fyrir afskr. 20.000 20.000
Afskriftir (82.300) (63.800)
Gengistap 0 (65.000)
Tekjufærsla v/verðbreyt. 212.000
Hagnaður (tap) (62.300) 103.200
Heimild til aukafyrn. 25% 0 (53.000)
Skattskyldur hagn. (tap) (62.300) 50.200
Samkvæmt lögum 68/1971 hefði tap ársins numið kr. 62.300.000 en
verður skv. lögum 40/1978 og frumvarpinu hagnaður kr. 50.200.000.
Dæmi 2:
Útgerð og fiskvinnsla:
EFNAHAGSREIKNINGUR 1.1.1979.
Eignir: Lög 68/1971 Lög 40/1978+frumvarp
Veltufjármunir 8.000 8.000
Fyrnanlegar eignir 96.000 168.300
Skuldabréf 4.000 4.000
108.000 180.300
Skuldir og eigið fé:
Skuldir 49.000 49.000
Eigið fé 59.000 131.300
108.000 180.300
NIÐURSTÖÐUR REKSTRARREIKNINGS 1979.
Hagnaður fyrir afskriftir 13.700 13.700
Afskriftir (10.000) (12.600)
Gengistap (1.800)
Tekjufærsla v/verðbreytinga 18.500
Hagnaður (tap) 3.700 17.800
Heimild til aukafyrn. 25% (4.625)
Skattskyldur hagn. (tap) 3.700 13.175
Skuldir og eigið fé: Skuldir 949.200 949.200
Eigið fé 62.700 713.900
1.011.900 1.663.100
NIÐURSTÖÐUR REKSTRARREIKNINGS 1979.
Hagnaður fyrir afskriftir 68.300 68.300
Afskriftir (25.900) (69.200)
Gengistap (13.200)
Tekjufærsla v/verðbreyt. 137.050
Hagnaður (tap) 42.400 122.950
Heimild til aukafyrn. 25% 34.262
Skattskyldur hagn. (tap) 42.400 88.688
Dæmi 5:
Hér er tekið dæmi sem birt er í frumvarpinu undir lið I. 4 bls.
18—19. Gert er ráð fyrir að um fiskiskip sé að ræða og breytist því
afskriftir úr 10% í 8%. Dæmi frumvarpsins lítur því svo út:
Fyrirtæki er stofnað um kaup á fiskiskipi í árslok 1978 og er
efnahagsreikningur þess þannig í millj. króna.
Fiskiskip 1000 Gengistrvegt lán 800
Hlutafé 200
1000 1000
Gengistryggða lánið er til 8 ára með 10% vöxtum. Fyrsta afborgun
er í árslok 1979. Á tímabilinu breytist gengið um 30% en vísitala
byggingarkostnaðar um 50%.
í árslok 1979 er efnahags- og rekstrarreikningur þannig:
REKSTRARREIKNINGUR ARSINS 1979
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti 180
Afskrift 8% af 1500 120
Hagnaður fyrir vexti 60
— Vextir af langtíma láni 104
— Vextir, aðrir 36
— Gengis'tap 240
Hagnaður vegna verðbreytinga 0,5x800 400
Hagnaður 80
Heimild til aukafyrningar 80
Skattskyldur hagnaður 0
EFNAHAGSREIKNINGUR 31.12.1979
Fiskiskip 1500 Skammtímaskuldir 210
— afskrifað 120 Gengistryggt lán 910
— afskr. aukafyrning Birgðir, 80 1300
viðsk.kröfur og fl. 120 Hlutafé 200
1420 Endurmatsreikn. 100
1420
Nú skulum við athuga hvernig niðurstöður dæmisins breytast, ef
sú forsenda er gefin, að um kaup á eldra fiskiskipi sé að ræða. í því
tilfelli er hægt að ímynda sér að gengistryggð lán séu í mesta lagi
50% af heildarlántökum. Þetta er varlega áætlað, þar sem í raun er
hlutfallið oft mikið lægra.
Fyrirtæki er stofnað um kaup á fiskiskipi í árslok 1978 og er
efnahagsreikningur þess þannig í millj. króna.
Fiskiskip 1000 Gengistryggt lán 400
Óverðtryggt lán 400
IÖÖÖ Eigið fé 200
1000
Hér feykst hagnaður úr kr. 3.700.000 í kr. 13.175.000.
Dæmi 3:
Bátaútgerð:
EFNAHAGSREIKNINGUR 1. JAN. 1979.
Eignir: Lög 68/1971 Lög 40/1978+frumvarp
Veltufjármunir 1.500 1.500
Fyrnanlegar eignir 34.200 102.800
35.700 104.300
Skuldir og eigið fé:
Skuldir 52.200 52.200
Eigið fé (16.500) 52.100
35.700 104.300
NIÐURSTÖÐUR REKSTRARREIKNINGS 1979.
Hagnaður fyrir afskriftir 8.800 8.800
Afskriftir (7.500) (11.000)
Gengistap (2.200)
Tekjufærsla v/verðbreyt. 25.350
Hagnaður (tap) 1.300 20.950
Heimild til aukafyrn. 25% (6.300)
Skattskyldur hagn. (tap) ■000" i4.éSó
Hagnaður eykst úr kr. 1.300 í kr. 14.65Ö.OOO.
Dæmi:4
Fiskvinnslufyrirtæki:
EFNAHAGSREIKNINGUR 1. JAN. 1979.
Eignir: Lög 68/1971 Lög 40/1978+frumvarp
Veltufjármunir 544.300 544.300
Fyrnanlegar eignir 336.800 988.000
Skuldabréf og stofnsjóðir 130.800 130.800
1.011.900 1.663.100
Gengistryggða lánið er til 8 ára með 10% vöxtum. Óverðtryggða
lánið er til 8 ára með 10% vöxtum. Fyrsta afborgun er í árslok 1979.
Á tímabilinu breytist gengið um 30% en vísitala byggingarkostnaðar
um 50%.
I árslok 1979 er efnahags- og rekstrarreikningur þannig:
REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 1979
Hagnaður fyrir afskriftir og vexti 180
Afskrift 8% af 1500 ________________120
Hagnaður fyrir vexti 60
— Vextir af gengistryggðu láni 52
— Vextir af óverðtryggðu láni 40
— Vextir, aðrir 36
— Gengistap 120
Hagnaður vegna verðbreytinga 0,5x800 400
Hagnaður 212
Heimild til aukaafskrifta 25% af 400 100
Skattsk^ldurJiagnaðuiM
EFNAHAGSREIKNINGUR 31.12.1979
Fiskiskip 1500 Skammtímaskuldir 183
— afskrifað 120 Ógr. tekjuskattur 51
— aukaafskrift 100 1280 Gengistryggt lán 455
Birgðir, viðsk.- Óverðtryggt lán 350
kröfur og fl. 120 Hlutafé 200
Endurmatsreikn. 100
Hagnaður — tekjusk. 61
1400 ' 14ÖÖ
.Niðurstaða þessara tveggja
dæma sýna að í fyrra tilfellinu er
aukning skammtímaskulda 90
millj., en í hinu síðara 114 millj.
Líklegt má telja að umrædd
aukning skammtímaskulda sé í
fyrra tilfellinu í formi vanskila
hjá eiganda langtímalánsins, en í
hinu síðan bæði hjá eiganda
langtímalánanna og hjá inn-
heimtuaðila tekjuskatts og verður
vikið að því síðar.
Öll þessi dæmi sýna verulega
hækkun á skattskyldum hagnaði.
Ástæða þess er fyrst og fremst, að
einungis hluti af heildarskuldum
er gengis- eða vísitölutryggður. Sé
athyglinni beint að útgerðinni er
ljóst að aðeins hluti flotans fjár-
magnar skipakaup sín með geng-
is- eða vísitölutryggðum lánum að
fullu.
En hver er þá greiðslugetan? í
dæmi 5 kemur í ljós að aukning
skammtímaskulda er 90 milljónir,
ef lánin eru að fullu gengistryggð,
en 114 milljónir ef lánin eru
gengistryggð að hálfu leyti. í
framhaldi af því er rétt að gera
sér grein fyrir hver er greiðslu-
staða þeirra fyrirtækja sem búa
við fulla gengistryggingu í dag. Á
aðalfundi Landssambands ísl. út-
vegsmanna, sem haldinn var í
desember s.l. komst formaður
sambandsiiis þannig að orði m.a.
og er þá að fjalla um lánakjör
Fiskveiðasjóðs á gengistryggðum
lánum. „Ljóst er að engin
greiðslugeta er möguleg til þess
Þorvaldur K.
Þorsteinsson
að standa undir afborgunum,
vöxtum og verðtryggingum af
lánum vegna nýrra skipa með
þessum hætti. Hámark þess, sem
unnt er að greiða í hlutfalli af
aflatekjum, er á bilinu 15—18%
og mismunurinn fer því í vanskil,
sem nú reiknast með 54% drátt-
arvöxtum á ári. Af þessu er ljóst,
að enginn aðili, nema þeir sem
geta sótt fé i vasa skattborgar-
anna, geta endurnýjað skip. Er nú
svo komið, að vanskil við Fisk-
veiðasjóð, eingöngu vegna skipa,
sem smíðuð hafa verið hér á landi
og hafa verið með mun minni
vísitölutryggingu en nú gildir á
lánum, eru orðin 2,5 milljarðar
króna. Ef Fiskveiðasjóður hefur
innheimtuaðgerðir, verður hann
stærsti skipaeigandi í landinu.
Vegna umhyggju fyrir ísl. skipa-
smíðastöðvum og vegna þess að
útvegsmenn hafa hætt við smíði
skipa, vegna hinna óhagkvæmu
lánskjara, á að reyna að viðhalda
innlendri skipasmíði með því að
endurlána þeim sem eru í miklum
vanskilum við Fiskveiðasjóð bæði
gjaldfallnar afborganir og vexti.
Hvernig standa skal undir þeirri
greiðslubyrði er ómögulegt að
gera sér grein fyrir."
Svo mörg voru þau orð. Þetta á
við dæmi 5, í fyrra tilfellinu, en
nú væri fróðlegt að gera sér grein
fyrir greiðslugetu útgerðarinnar,
ef aðeins hluti skulda er gengis-
eða vísitölutryggður, en svo mun
vera ástatt um meirihluta flotans.
Eins og kom fram í dæmi 5 jukust
skammtímaskuldir um 90 milljón-
ir í fyrra tilfellinu. Þetta eru
vanskilaskuldirnar, sem formaður
L.Í.Ú. nefnir í ræðu sinni og
stendur til að breyta í langtíma-
lán. í síðara tilfellinu er ljóst að
þau vanskil sem formaður L.Í.Ú.
talar um eru 63 milljónir en
vanskil við innheimtuaðila tekju-
skatts er 51 milljón. Spurningin
er því, eru innheimtuaðilar tekju-
skatts, fyrir hönd ríkissjóðs, til-
búnir til að innheimta tekjuskatta
ársins í formi langtima skulda-
bréfa? Ef ekki, má ljóst vera að
stór hluti allrar útgerðar á
Islandi lendir í algerum greiðslu-
þrotum eftir álagningu opinberra
gjalda 1980.
Þó að 22. gr. frumvarpsins og
18. gr. í tengslum við hana vekji
mesta athygli, vakna ýmsar aðrar
spurningar. Má í því sambandi
nefna skerðingu á niðurfærslu
\ vörubirgða og væri rétt í því
sambandi að athuga, að hve miklu
leyti fjárfestingarákvarðanir
fyrirtækja undanfarin ár, byggð-
ust á þessari heimild.
Einnig er vert að íhuga hvers
vegna tap, sem myndast vegna
fyrninga skuli ekki hækkað skv.
verðbreytingarstuðli, þar sem
fyrningar eru hækkaðar árlega
skv. stuðlinum og hafa því veruleg
áhrif á skattskyldan söluhagnað.
Ekki má skilja grein mina
þannig að frumvarpið sé með öllu
óferjandi. Margt er til bóta og má
í því sambandi benda á ákvæði til
bráðabirgða, meðferð vaxtatekna
og gjalda hjá einstaklingum o.fl.
Flestir okkar, sem að reikn-
ingsskilum starfa, eru sammála
um að tími sé til kominn að reyna
að meta áhrif verðbreytinga á
afkomu fyrirtækja. Hins vegar tel
ég fráleitt að reynt sé að einfalda
jafnflókinn hlut og vísitölureikn-
ingsskil eru, án þess að gera sér
fullkomna grein fyrir hvaða áhrif
það hefur á greiðslugetu fyrir-
tækjanna.