Morgunblaðið - 22.01.1980, Page 18

Morgunblaðið - 22.01.1980, Page 18
1 8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÍÁNÚAR 1980 (ir dómsal Hæstaréttar í jjær. Sakhorninxar sitja i fremstu röð i áheyrendastúku. Lengst til vinstri er Kristján Viðar Viðarsson (með yfirvaraskegg) milli tveggja lögreglumanna, Erla Bolladóttir er fyrir miðju en Sævar Marinó Ciesielski er lengst til hægri (með sitt hár), milli tveggja lögreglumanna. Ljósm. Mbl. Kristján. Tímamælingarnar stað- festa f jarvist Sævars — sagði verjandi hans um Geirfinnsmálið i gær JÓN Oddsson hrl„ verjandi Sævars Marínós Ciesielskis, lauk varnarræðu sinni klukkan 16.35 í gær og hafði hann þá talað í tæpa 5Ú2 klukkustund. Hann ítrekaði kröfur um sýknu til handa Sævari vegna ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einars- syni að bana og ennfremur krafðist hann sýknu af ákæru um rangar sakargiftir. Þá krafðist hann lægstu refsingar að lögum vegna annarra ákæruliða. í ræðu sinni leitaðist Jón Oddsson við að benda á veilur í málflutningi saksóknara og tína til atriði, sem voru Sævari í hag. Þá gagnrýndi hann mjög rannsókn málsins og harðræði, sem hann taldi Sævar hafa sætt. Taldi hann fram komna lögfulla sönnun fyrir því, að Sævar hefði ekki getað verið í Keflavík á þeim tíma kvölds, sem Geirfinnur Einarsson er talinn hafa horfið þar í bæ. Hér á eftir verður getið þess helsta, sem fram kom í ræðu Jóns Oddssonar. „Ég vissi betur“ í upphafi máls síns í gær vakti Jón athygli á bréfi sem Örn Höskuldsson lagði fram, en hann var rannsóknardómari í Guð- mundar- og Geirfinnsmálunum. Þar segir svo í stórum dráttum: Sævar Marínó reyndi í þinghaldi 11. janúar 1976 að bera af sér sakir í Guðmundarmálinu. „Ég tók ekki mark á framburði hans, því að ég vissi betur." — Ég tel mig ekki þurfa að fara mörgum orðum um þessa afstöðu, sagði Jón Oddsson. Og hann bætti því við, að 11. janúar hefði rann- sóknin verið skammt á veg komin og fáar skýrslur og engin gögn legið fyrir, en þrátt fyrir það hefði rannsóknardómarinn talið sig vita betur. Þá benti Jón sérstaklega á það, að strax 11. janúar hefði Sævar bent á sakleysi sitt í málinu. Jón sagði að það kæmi fram í plöggum frá þessum tíma að ákærðu hefðu verið í yfirheyrslum og viðtölum lon og don, jafnvel í klefum þeirra sjálfra en réttar- gæzlumenn aldrei fengið að vera viðstaddir. Þá sagði hann að Örn hefði sagt í bréfi sínu að hann fyndi helst að því hjá lögreglu- mönnunum, að þeir hafi verið of eftirlátssamir við hina ákærðu. Sævar vinafár Jón Oddsson ræddi um stúlkuna í starfsmannabústað Kópavogs- hælis, sem var í vinfengi við Sævar um það leyti, sem Guð- mundur Einarsson hvarf og þá fullyrðingu saksóknara, að Sævar hefði reynt að fá hana til þess að breyta framburði sínum. Jón sagði að Sævar hefði aðeins beðið hana að koma og heimsækja sig og væri rétt að geta þess að Sævar væri alveg einangraður og fengi aðeins fáar heimsóknir enda væri hann vinafár. Það væru aðeins ættingj- ar og þeir sem störfuðu við málið sem heimsæktu hann. Ékkert lægi fyrir um afstöðu Sævars, enda hefði vitnið rifið bréfið frá honum vegna afbrýðisemi eiginmanns hennar. Það væri því óviðeigandi að vera með getgátur um ætlun Sævars. Þá gat hann þess að umrædd stúlka ætti við áfengis- og fíkniefnavandamál að stríða. Ennfremur minntist hann á kon- una, sem flutti stúlkunni skilabo' Sævars og hefði ekki komið fram ! hennar máli að hún ætti að hafa áhrif á stúlkuna til að breyta framburði sínum. Hafður í hand- og fótjárnum Jón Oddsson ræddi næst um ásakanir, sem fram hafa komið um harðræði, sem ákærðu á að hafa verið sýnt. Fór fram sérstök dómsrannsókn á þessu atriði og voru teknar skýrslur af lögreglu- mönnum, fangavörðum, rann- sóknardómara og svo sakborning- um málsins. Sagði Jón að margar ásakanir hefðu komið fram um harðræði, Sævar hafi t.d. verið hafður um tíma í hand- og fót- járnum og ákærðu hefði verið haldið vakandi á nóttunni með því að hafa ljós logandi í klefum þeirra. Jón vakti athygli á fram- burði starfsmanns fangelsisins, sem hafi sagt að yfirheyrslur hafi verið mjög hávaðasamar og hafi fangaverðir iðulega tekið þátt í þeim eða blandað sér í málin. Taldi þessi maður að Sævari hafi verið sýnt meira harðræði en öðrum, enda þótt hann hafi hagað sér sérlega vel frá sjónarhóli mannsins. Hjá þessum fangaverði hafi ennfremur komið fram, að einn af starfsmönnum fangelsis- ins hafi gengið berserksgang í yfirheyrsluherberginu og hafi heyrst mikill hávaði þaðan. Kvaðst maðurinn þá hafa opnað dyrnar og hafi honum virzt Sævar vera svínbeygður eins og hann orðaði það, því hann hafi kallað: „Stilltu þig, stilltu þig.“ Jón sagði að við þessa rannsókn hefði stað- hæfing oft staðið gegn staðhæf- ingu en nokkrir fangaverðir þó skýrt frá svipuðu og Sævar. Sagði Jón að honum hefði ekki fundizt mikil alvara í þessari rannsókn og athyglisvert væri og jafnframt einkennilegt, að þeir sem kallaðir hafi verið fyrir og bornir þungum ásökunum, hefðu komið fyrir sem vitni. Sævar sleginn Jón Oddsson skýrði því næst frá ákveðnu tilviki sem gerðist 5. maí 1976. Þann dag virðist hafa farið fram samprófun á ákærðu, svo notað sé orðalag Jóns og voru fjölmargir viðstaddir, Sævar, Erla og Kristján Viðar, tveir lögreglu- menn, rannsóknardómari, fulltrúi saksóknara, yfirlögregluþjónn rannsóknarlögreglu og fangavörð- ur. Við þessa samprófun var Sævar sleginn í andlitið af fanga- verðinum. Sagði Jón að sá, sem kinnhestinn veitti hefði við yfir- heyrslu ekki kannast við þann verknað og ekki heldur lögreglu- mennirnir tveir og rannsóknar- dómarinn. Hins vegar hefði full- trúi saksóknara, sem þá var Hall- varður Einvarðsson, núverandi rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, og Njörður Snæhólm yfirlögreglu- þjónn rannsóknarlögreglu kann- ast við þennan atburð, og sögðu að þeim þætti miður að þetta hefði gerst. Þegar rannsóknardómarinn var nánar spurður um þennan atburð svaraði hann því til að hugsanlega hefði hann verið fjar- staddur að tala í símann og sama sagði annar lögreglumannanna. — Ég tel lögfulla sönnun komna fram með framburði vitna um að þessi atburður hafi átt sér stað. Rannsóknardómari og lögreglu- menn hafa orðið uppvísir að því að segja ósatt og hvernig ber þá að meta annan framburð þessara manna? Þannig spurði Jón Odds son. Hann sagði ennfremur að óljóst væri hver hefði stjórnað þessum réttarhöldum, rannsókn- ardómarinn eða fulltrúi saksókn- ara og sýndi þetta vel hvers konar rannsókn hefði þarna verið á ferðinni. Ennfremur væri athygl- isvert að rannsóknardómarinn hefði að því er virtist skroppið í símann í miðju réttarhaldi svo og annar lögreglumaðurinn og væri það einkennilegt í meira lagi. Síðumúlafangelsið ómögulegt Jón Oddsson gat skýrslu fanga- varðar, sem taldi sig hafa orðið varan við stympingar í yfirheyrsl- um og annar fangavörður hefði borið að fyrirmæli hefðu komið um það að halda Sævari og Tryggva Rúnari vakandi nótt eina og hafi það verið gert. Mótmælti Jón þeirri staðhæfingu saksókn- ara, að ekkert markvert hefði komið fram þess efnis að harðræði hefði verið beitt í fangelsinu við Síðumúla í Reykjavík. Þá gat Jón þess að Síðumúlafangelsið væri óhæft sem gæzluvarðhaldsfang- elsi því að aðbúnaður væri þar allur ónógur. Einnig væru þess dæmi, að sakborningar hefðu get- að rætt saman inni í fangelsinu. Jón Oddsson gerði að umtals- efni lýsingar Erlu Bolladóttur af heimkomu sinni að Hamarsbraut 11 nóttina sem Guðmundur Ein- arsson hvarf og taldi þær fjar- stæðukenndar í meira lagi. Kvað hann framburð Erlu í heild mjög lítið marktækan. Hann vakti at- hygli á því að samkvæmt fyrri gögnum hefði Erla neytt eitur- lyfja frá 17 ára aldri, þar á meðal LSD, sem væri ofskynjunarlyf og gæti haft hinar herfilegustu af- leiðingar. Vísaði Jón til skýrslu dr. Þorkels Jóhannessonar, sem áður er getið. Spurði Jón þeirrar spurn- ingar hve mikið væri að marka skýrslur Erlu og hvers vegna hún kaus að tengja Sævar við þetta mál. Konan mín getur lamið mig Gerði Jón því næst að umtals- efni skýrslu um geðheilbrigði Erlu. Þar kemur fram að Sævar og Erla kynntust í samkvæmi í sept- ember 1973. Þótti Erlu Sævar lítill fyrir mann að sjá en ljúfur og góður. Þau fóru að búa saman en misklíð kom upp milli þeirra á árinu 1974 og þau hættu að búa saman. Erla segir í skýrslunni að Sævar hafi setið inni um mánað- artíma vegna fíkniefnamáls í febrúar 1974 og þá hafi hún fengið vitneskju um að Sævar héldi framhjá henni. Ákvað Erla að slíta sambandinu við Sævar og tók hún upp samband við annan mann. Érla segist hafa orðið meira og meira ráðandi í sambúð- inni og tvisvar réðst Sævar á hana en hún hafði betur í átökunum. Segir Erla að Sævar hafi þá brotnað niður og hrópað: „Konan mín getur lamið mig.“ Erla kvaðst hafa fyllst sektartilfinningu. Jón sagði að fram kæmi í skýrslunni að Erla hefði litla stjórn á tilfinn- ingalífi sínu. Hún væri áberandi óvirk og undanlátssöm. Það kæmi skýrt fram að hún væri tilbúin að fórna hagsmunum sínum og sinna nánustu. Þá kæmi það einnig fram, að Erla hefði séð ýmsa atburði, sem ekki hefðu gerst í raunveruleikanum. Kom það fram hjá Jóni, að það væri fjarstæða sem haldið væri fram, að Erla hefði verið verkfæri Sævars. Jón Oddsson talaði næst um fyrstu skýrslutökur af Sævari og sagði að hann hefði verið í stanz- lausum yfirheyrslum og viðtölum fyrstu dagana og hefði ekki allt verið skráð niður. Mætti í því sambandi benda á, að þegar fyrsta skýrsla ver tekin af Albert Klahn Skaftasyni 27. desember 1975 væri bókað eftir honum: Mér hefur einnig verið tjáð, að það hafi komið fram hjá Sævari, að maður hafi verið barinn í íbúðinni þetta kvöld. Þetta kæmi þarna fram, án þess að nokkra formlega skýrslu hefði verið búið að taka af Sævari þennan dag. Var það ekki gert fyrr en nokkrum dögum seinna. Ekki ásetningsbrot Jón ræddi nokkuð um heim- færslu hins meinta brots, þ.e. dráp Guðmundar Einarssonar og taldi fráleitt það sem fram kom hjá saksóknara, að um ásetningsbrot væritað ræða. Miklu frekar væri þetta hörmulegt slys, ef þessi atburður hefði á annað borð gerst. Engin vopn hafi verið til staðar og enginn ávinningur af verkinu. Auk þess hefðu ákærðu verið í ölvunar- ástandi. Ef Sævar hefði verið Erla Bolladóttir þungt hugsi við réttarhöldin i gær. Hún var i fyrsta sinn viðstödd málflutning í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á föstudag og i gær hlýddi hún á allan málflutninginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.