Morgunblaðið - 22.01.1980, Qupperneq 19
19
viðstaddur, sem væri ólíklegt, þar
sem hann hefði ekkert erindi átt í
húsið, væri hans hlutur mjög lítill.
Sævar hafi í alla staði verið
samvinnufús við lögreglu og m.a.
gengist undir lygamælipróf hjá
dr. Gísla Guðjónssyni, sem ekki
hafi verið nein skylda hjá honum.
Geirfinnsmálið
Nú var komið að Geirfinnsmál-
inu í varnarræðu Jóns Oddssonar.
Minntist hann fyrst á frumrann-
sókn málsins í Keflavík og taldi
hana hafa verið meingallaða og
hafa skemmt fyrir seinni rann-
sókn málsins. Margar skýrslur í
málinu væru óstaðfestar og óund-
irritaðar en verst væri að megnið
af frumgögnum virtist hafa glat-
ast. Hann benti á að leirmyndin
væri ekki lögð fram sem sönnun-
argagn af hálfu saksóknara og
hann teldi að þar með hefði hún
verið dregin til baka.
Verjandinn taldi að ýmislegt
væri fram komið í málinu, sem
gæti hugsanlega skýrt hvarf
Geirfinns, þar á meðal skýrslur
um einkalíf og undarlega hegðun
Geirfinns, eins og hann orðaði
það. Kvaðst hann ekki skýra það
nánar, en dómforseti hafði áður
beðið verjandann að sleppa öllum
nöfnum í þessu sambandi. Þá
nefndi verjandinn spírakaup,
bruggtæki og tal ókunnra manna
við Geirfinn við Sigöldu, allt vekti
þetta tortryggni. Þá vildi verjand-
inn vekja athygli réttarins á því
að Geirfinnur hefði fengið að-
kenningu að hjartveiki og hann
hefði einnig þjáðst af þungum
astmaköstum. Þá hefði hann átt
það til að hverfa heiman að frá sér
án þess að kveðja.
Heimsóknin á
Kjarvalsstaði
Jón Oddsson ræddi næst ýtar-
lega um heimsókn Sævars, Erlu og
Sigurbjargar Guðjónsdóttur móð-
ur Sævars á Kjarvalsstaði 19.
nóvember, eða kvöldið sem Geir-
finnur hvarf. Sagði Jón það koma
fram hjá þeim öllum að þau hafi
komið þangað klukkan 20.10 og
horft á kvikmyndina „Eldur í
Heimaey", en sýning hennar hafi
byrjað klukkan 20.50. Hafi sýning
myndarinnar tekið 30 mínútur. Að
henni lokinni hafi hann boðið
móður sinni í kaffi en hún ekki
viljað þiggja. Hafi þau síðan horft
á ljósmyndasýningu en að því
búnu haldið að Grýtubakka heim
til Sigurbjargar. Móðir Sævars
kvaðst muna mjög vel eftir þessu
kvöldi, þar sem hún hefði sjaldan
farið út. Man hún að þau sáu
seinni sýninguna og að henni
lokinni hittu þau Vilhjálm Knud-
sen kvikmyndagerðarmann. Sig-
urbjörg sagðist hafa komið heim
til sín klukkan 22.10 og hún hefði
ekki séð það á Sævari og Erlu að
þau hafi verið að flýta sér. Sagði
Jón að framburður Sigurbjargar
væri í ollum meginatriðum sam-
hljóða framburði Sævars. Hún
hafi alls ekki getað borið sig
saman við hann þótt hún hefði
viljað, því að Sævar hafi verið í
einangrun. Því hafi verið um
algjörlega sjálfstæðan framburð
að ræða. Anna Björg Ciseielski,
systir Sævars sagði að móðir sín
hefði farið með þeim Sævari og
Erlu á Kjarvalsstaði umrætt
kvöld. Þau hafi borðað hjá þeim
þetta kvöld en síðan var haldið af
stað um klukkan 20. Hún kveðst
muna það vel að móðir sín hafi
komið heim um klukkan 22 því
hún átti að taka meðal við sykur-
sýki klukkan 21.30 og var Anna
farin að hafa áhyggjur af því að
hún var ekki komin heim á þeim
tíma.
Vilhjálmur Knudsen gaf
skýrslu. Hann hélt dagbók og
samkvæmt henni fór hann á
Kjarvalsstaði umrætt kvöld, þar
sem kvikmynd föður hans var
sýnd. Man hann eftir að hafa hitt
Sævar þar með móður sinni. Hann
minnti að Sævar hefði sagt við sig
að hann væri að fara til útlanda
en ekki man hann nákvæmlega
hvort það var í þetta skipti eða
eitthvert annað skipti. Taldi J'ón
Oddsson skýringuna vera þá að
Sævar var að fara til útlanda á
næstu dögum og hann hefði því
auðvitað farið til Keflavíkurflug-
vallar.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
Tímamælingarnar
staðfestu fjarvistina
Jón Oddsson taldi útlokað sam-
kvæmt tímamælingum lögregl-
unnar að þau Sævar og Erla hafi
verið komin til Keflavíkur laust
eftir klukkan 22, eins og fram
kæmi í atvikalýsingu ríkissak-
sóknarans Þórðar Björnssonar.
Þar með staðfestu tímamæl-
ingarnar, þótt ýmislegt mætti við
þær athuga, fjarveru þeirra í
Keflavík þetta kvöld. — Ég tel
komna fram lögfulla sönnun um
fjarvist sakborninganna 19. nóv-
ember, sagði Jón Oddsson.
Jón kvaðst vilja ítreka það, að
hann teldi Karl Schiitz hinn þýzka
ekki hafa verið nægilega vel undir
það búinn að starfa hér sem
lögreglumaður, þar srm hann
kæmi hér inn í þjóðfélag sem væri
honum framandi og réttarreglur
ókunnar. Hann hefði ekkert erind-
isbréf haft og væru því lögreglu-
skýrslur sem hann tók ekki mark-
tækar. Kvað hann Schutz hafa
verið með mjög vafasamar full-
yrðingar í málinu við fjölmiðla
hér heima og erlendis, t.d. hefði
hann sagt við þýzkt blað að hann
hefði bjargað íslenzku ríkisstjórn-
inni.
Sævar og Kristján
voru óvinir um tíma
Jón sagði að fram hefði komið
hjá Sigurði Óttari Hreinssyni að
mjög ólíklegt mætti telja að þeir
Kristján og Sævar hafi hitzt í
nóvember 1974 því um þær mund-
ir hafi þeir verið hörkuóvinir, eins
og Sigurður orðaði það, vegna
bílaviðskipta, sem þeir ætluðu að
eiga við hann, þ.e. Sigurð.
Framburður Guðjóns Skarphéð-
inssonar í málinu var næst gerður
að umtalsefni. Sagði Jón að mikil
tregða hefði verið hjá Guðjóni og
hann hefði skrifað Schútz bréf og
sagt þar að líklega hafi ferðin til
Keflavíkur aldrei verið farin. Þá
hafi hann á öðrum stað sagt, að
hann treysti lögreglumönnunum
og Schútz fyrir því að fara ekki
rangt með í ýmsum frásögnum,
sem báru um atburði, sem áttu að
hafa gerst. Kvað Jón þetta afar
athyglisverða bókun. Hann end-
urtók að engin sönnunargögn
hefðu komið fram en myndast hafi
víxlmynstur úr sundurlausum
frásögnum, en síðan hafi verið
valin einföld saga úr þessu öllu og
talið hið sanna í málinu. Sú saga
sé engu líklegri en annað, sem
fram hafi komið í framburði
ákærðu. Svokallaðar játningar í
þessum þætti séu ekki marktækar
að hans mati. En ef dómurinn
sakfelli mennina verði að hafa í
huga að þáttur Sævars hafi verið
lítill í hinni meintu árás á Geir-
finn, enda Sævar ekki líklegur til
mikilla afreka í slagsmálum vegna
líkamsbyggingar sinnar. Útilokað
sé að tala um ásetningsbrot í
þessu tilfelli.
Jafnvel ráðherrar
voru sagðir vera
í dráttarbrautinni
Jón ræddi því næst um ákæru
um rangar sakargiftir og krafðist
þar einnig sýknu. Þar hafi Erla
eins og fyrri daginn átt upptökin
en Sævar hafi leiðst út í víta-
hringinn vegna langvarandi ein-
angrunar og þungra ásakana, en á
þessum tíma hafi verið borin á
hann sex mannhvörf, þar af eitt er
hann var aðeins 15 ára gamall.
Einnig hafi leiðandi spurningar
lögreglu haft sitt að segja. Erla
hafi fyrst nefnt nöfn Klúbb-
manna, Einars bróður síns og
Valdimars Olsens, bróður vinkonu
sinnar. Síðan hafi fleiri og fleiri
nöfn komið til viðbótar svo sem
nöfn þekktra kaupsýslumanna og
jafnvel ráðherra, sem að sögn
Erlu fóru í bátsferðina sem aldrei
var farin eða voru staddir í
Dráttarbrautinni kvöldið sem
Geirfinnur hvarf. Ekki hafi komið
fram, hvers vegna fjórmenn-
ingarnir svonefndu voru valdir úr
þeim stóra hópi manna, sem
nefndir voru i málinu.
Jón Oddsson sagði að lokum, að
gögn málsins væru svo rýr og svo
margt benti til sakleysis Sævars,
að við mat á sönnunum kæmi ekki
til greina að hans mati að sakfella
hann. — SS.
Dregnr til úrsKta
SVAVAR Gestsson skýrir nú
forseta íslands frá því, að hon-
um hafi ekki tekist að mynda
meirihlutastjórn eins og hann
fékk umboð til þriðjudaginn 15.
janúar. Frá upphafi var aug-
ljóst, að Svavari myndi ekki
takast að berja saman rikis-
stjórn. Tilraun hans hefur verið
tímasóun úr þvi hann ræddi
ekki i alvöru við Sjálfstæðis-
flokkinn. Eina gagnið, sem hún
hefur gert er að draga betur
fram i dagsljósið en áður þá
miklu óeiningu, sem ríkir í
röðum kommúnista. Aldrei fyrr
hcfur samstaða i stjórnmála-
flokki oltið á hlutkesti og aldrei
fyrr hefur meiri tilviljun ráðið
því, hver tæki að sér forystu um
stjórnarmyndun. Þessa tilvilj-
un kallar Svavar Gestsson „al-
gjöra samstöðu“ innan Alþýðu-
bandalagsins.
Tilraun Svavars leiddi einnig í
ljós, að Alþýðuflokkurinn er ekki
einhuga um þá afstöðu formanns
síns, sem fram kom 1978, að
Alþýðubandalagsmaður geti
ekki orðið forsætisráðherra á
Islandi. I forystugrein í Alþýðu-
blaðinu 19. janúar segir, að
Svavar Gestsson hafi „nákvæm-
lega jafn mikinn rétt á því að
kommúnista í því efni sýndi sig
meðal annars í aðgerðum Hjör-
leifs Guttormssonar, á meðan
hann var iðnaðarráðherra. Með-
al fyrstu embættisverka hans
var að fresta framkvæmdum við
Hrauneyjafossvirkjun og gera
tilraun til að leggja stein í götu
framkvæmda við álverið og járn-
blendiverksmiðj una.
Svavar Gestsson beitti þeirri
úreltu aðferð við tilraun sína að
kalla menn saman til formlegra
funda undir ljósi sjónvarps-
myndavélanna. Það virtist sér-
stakt kappsmál, að fundirnir
væru sem lengstir en þó lauk
þeim alltaf nægilega tímanlega
til þess að þátttakendurnir gátu
látið ljós sitt skína á sjón-
varpsskerminum án þess þó að
segja nokkuð bitastætt. Tillögur
Alþýðubandalagsins voru sendar
til umsagnar hjá Þjóðhagsstofn-
un og Svavar lýsti sig bara
ánægðan með einkunnina, þótt
hann segðist hafa nokkrar at-
hugasemdir og drægi ekki þá
tillögu sína til baka, að Þjóð-
hagsstofnun skyldi lögð niður.
Þolinmæðin minnkar
Þolinmæði almennings í bið-
inni eftir að starfhæf ríkisstjórn
Skynsamlegasti
kosturinn
Skynsamlegasti kosturinn
virðist sá, að forseti íslands kalli
stjórnmálaforingjana á sinn
fund og tilkynni þeim sameigin-
lega að þeir hafi tiltekinn frest
til að mynda þingræðisstjórn og
láti jafnframt að því liggja, að
eftir þann tíma muni hann grípa
til þeirra ráða, sem embætti
hans veitir honum.
Fyrsti forseti lýðveldisins
Sveinn Björnsson veitti þing-
mönnum slíka áminningu við
setningu Alþingis 14. nóvember
1949. Þá hafði stjórnarkreppa
staðið í hálfan mánuð og í ræðu
sinni sagði forseti, að hefði
Alþingi ekki tekist að tryggja
nýju ráðuneyti nægan stuðning
fyrir 30. nóvember myndi hann
líta svo á, að ekki bæri að fresta
því lengur, að hann gerði tilraun
til að skipa nýtt ráðuneyti, sem
Alþingi gæti þá hafnað eða sætt
sig við. Við þessar aðstæður varð
minnihlutastjórn Sjálfstæðis-
flokksins til 6. desember 1949.
Þá var þingmönnum í fersku
minni utanþingsstjórnin, sem
sat frá 1942 til 1944 og þeim
þótti hin mesta hneisa fyrir sig.
Nú eru aðrir tímar og ekki
gerast forsætisráðherra og veita
ríkisstjórn forstöðu og t.d. Geir
Hallgrímsson.“
Viðræðurnar undir forystu
Svavars Gestssonar strönduðu
sem sé ekki á þessu atriði né
heldur á utanríkismálunum,
enda sagði Svavar í sjónvarps-
viðtali, að þetta væru „smámál".
Að vísu dró hann síðar úr þeirri
fullyrðingu sinni um varnarmál-
in af flokkslegri nauðsyn en ekki
sannfæringu. Önnur umferð
vinstri viðræðnanna sprakk á
deilum um efnahagsmálin eins
og stjórnarsamstarf þeirra í
október. Svavar lagði fram ítar-
legar tillögur Alþýðubandalags-
ins, sem í stuttu máli miða að
því, að með íhlutun ríkisvaldsins
í stórt og smátt skuli fjármunir
færðir úr einum vasa í annan.
Flokkurinn hefur haft þessa
Lúðvísku lausn á efnahagsmál-
unum á takteinum síðan í vinstri
stjórninni 1956—58. Hún réð
ferðinni á fyrstu mánuðum
stjórnarsamstarfsins haustið
1978 og verkaði þá eins og olía á
verðbólgubálið. Þegar Svavar lét
af ráðherraembætti s.l. haust
stærði hann sig af því, að hafa
sem viðskiptaráðherra stuðlað
að því, að fluttir voru 15 millj-
arðar frá atvinnuvegunum í ein-
hverja óarðbærari hluti. Það er í
sjálfu sér ekki lítill árangur á 13
mánaða stjórnarferli, en hann er
ekki til þess fallinn að treysta
stoðirnar undir atvinnulífinu.
Með þetta í huga og þá stað-
reynd, að enn hefur Alþýðu-
bandalagið sama markmið, er
það öfugmæli, þegar flokkurinn
telur tillögur sínar stefna að
framleiðniaukningu. Hugur
verði mynduð minnkar nú óð-
fluga. Nú fer hringekjan aftur af
stað og þess er beðið með
nokkurri óþreyju, hver verður
ákvörðun forseta íslands. Ekki
virðist vænlegt til árangurs að
veita Benedikt Gröndal umboð
til stjórnarmyndunar.
Benedikt Gröndal hefur þá
sérstöðu, að hann situr í emb-
ætti forsætisráðherra. Hann
gæti því beitt umboðinu frá
forseta íslands með öðrum hætti
en hinir stjórnmálaforingjarnir.
Innan ríkisstjórnarinnar hefur
komið fram óánægja yfir því að
þurfa að sitja þannig sem starfs-
stjórn, eins og sú ríkisstjórn er
nefnd, sem hefur beðist lausnar
og situr til bráðabirgða fyrir
tilmæli forseta. Menn verða ekki
skyldaðir til að sitja þannig til
langframa, þótt starfsstjórnir
hafi verið við völd í allt að fjóra
mánuði 1946/47 og 1956.
Hugsanlegt er, að Benedikt
sameini stöðu sína sem forsætis-
ráðherra og umboðið frá forseta
með þeim hætti, að hann leggi
fram stjórnarfrumvarp um
lausn efnahagsvandans á Al-
þingi og leiti þar eftir stuðningi
við það. Fái hann meirihluta
getur hann annað hvort myndað
stjórn á grundvelli hans eða
fengið heimild til að mynda
minnihlutastjórn í krafti hans.
Slíkur leikur af hálfu Benedikts
væri nokkuð glæfralegur en
kynni þó að losa um þrástöðuna.
Eitt er víst, að ekki verður
árfam reynt við vinstri stjórn.
Benedikt kann að þreifa fyrir sér
með þjóðstjórn og kanna síðan
þá möguleika, sem honum þykja
líklegastir.
ólíklegt, að niðurstaðan verði
eftir allt þófið utanþingsstjórn
skipuð embættismönnum að vali
forseta ef til vill í samráði við
þingflokkana.
1952 lögðu fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins í þáverandi stjórn-
arskrárnefnd fram tillögu um
breytingu á 15. grein stjórn-
arskrárinnar, er fjallar um skip-
un og lausn ráðherra. Þar var
meðal annars lagt til, að gæti
meirihluti Alþingis ekki komið
sér saman um ríkisstjórn að
afstöðnum kosningum innan
mánaðar frá því það kom saman,
skyldi forseti skipa stjórn án
atbeina Alþingis, hefði hann
ekki þá þegar gert það, en sú
stjórn láta af völdum, ef meiri-
hlutastuðningur á Alþingi feng-
ist við aðra stjórn.
Hér verður engu spáð um það,
hvernig stjórnmálaforingjarnir
myndu bregðast við slíkri brýn-
ingu frá forseta íslands. Vafalít-
ið yrði þó reynt til þrautar,
hvort unnt sé að koma á þjóð-
stjórn. Enginn möguleiki hefur
virst á minnihlutastjórn, en
komi hún til álita, er auðvitað
eðlilegt, að stærsta þingflokkn-
um verði falið að mynda hana,
Sjálfstæðisflokknum eins og
1949. Hvað sem þessu líður er
ljóst, að til úrslita verður að
koma. Fiskverðsákvörðun hefur
dregist á langinn, kjarasamn-
ingar eru í deiglunni, 15. febrúar
rennur út heimild til bráða-
birgðagreiðslna úr ríkissjóði,
enginn veit hvaða stefna verður
tekin í opinberum framkvæmd-
um og 1. mars tekur verðbólgan
nýja kolldýfu.
Björn Bjarnason