Morgunblaðið - 22.01.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
23
KR-ingar 29 stigum
betri en Stúdentar
KR VANN auðveldan sigur á
stúdentum í úrvalsdeildinni á
laugardag, 108:79 urðu úrslitin,
50:32 í leikhléi. Síðustu 7 mínút-
ur fyrri háifleiksins voru bana-
biti IS í þessum leik. Þá breyttist
staðan úr 26:26 í 50:32 eða 24:6 á
örskömmum tíma og leikmenn ÍS
hreinlega réttu KR-ingum bolt-
ann hvað eftir annað, auk þess
sem allt gekk upp hjá KR þessar
mínútur.
Er kom fram í seinni hálfleik-
inn var aldrei um neina spennu
að ræða, til þess var forysta KR
og yfirburðir of miklir. Undir
lokin var um algjöra leikleysu að
ræða, a.m.k. ekki körfuknattleik.
Beztur í liði KR að þessu sinni
^108=79
var Geir Þorsteinsson, sem nú er
að komast í mikinn ham. Jón
Sigurðsson fór rólega af stað, en
gerði það sem hann lysti í seinni
hálfleiknum. Jackson átti góðan
leik og skoraði t.d. 12 af fyrstu 16
stigum KR. Birgir, Garðar og
Agúst Líndal léku allir vel og KR
virðist eiga nóg af góðum mönnum
og þeir fjórir, sem ekki skoruðu í
þessum leik, væru allir drjúgir
liðsmenn í öðrum liðum deildar-
innar og meira notaðir.
Trent Smock var yfirburða-
maður í liði IS, Jón Héðinsson var
einnig ágætur og athygli vakti
Gunnar Thors, sem þó á örugglega
eftir að verða enn betri.
Stig KR: Jackson 29, Jón Sig-
urðsson 22, Geir Þorsteinsson 20,
Birgir Guðbjörnsson 14, Agúst
Líndal 12, Garðar Jóhannsson 9.
Stig ÍS: Trent Smock 37, Jón
Héðinsson 16, Bjarni Gunnar 10,
Gísli Gíslason 7, Gunnar Thors 4,
Ingi Stefánsson 2, Atli Arason 2,
Jón Óskarsson 1.
Dómarar: Ingi Gunnarsson og
Hilmar Hafsteinsson dæmdu leik-
inn ágætlega.
- áij
Framarar í vígamóð
héldu í við Valsara
FRAMARAR veittu Val verðuga
keppni í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik á sunnudaginn og það
var ekki fyrr en um 10 mínútur
voru eftir að topplið Vals komst
yfir. Sigur liðsins varð að lokum
nokkuð öruggur, 82:74, en þeir
þurftu að hafa fyrir sínu að þessu
sinni.
Valsmenn sýndu alls ekki lé-
legan leik að þessu sinni, hafa að
vísu oft leikið betur, en Framlið-
ið hins vegar var i miklum ham,
mikil barátta iengst af leiknum.
góð hreyfing leikmanna þangað
til í lokin, og sérlega snjail leikur
tveggja Framara, þeirra Þor-
vaids Geirssonar og Darrells
Shous. Sá síðarnefndi er nýjastur
í „amerísku deildinni" lágvaxinn
blökkumaður, stæltur og snögg-
ur eins og köttur og bráð-
skemmtilegur leikmaður fyrir
áhorfendur. Valsarar áttu sinn
bjarghring að þessu sinni i
-vlr 74:82
Ríkharði Ilrafnkelssyni, sem
aldrei hefur leikið betur, hitti úr
hvaða stöðu sem var og skoraði
36 stig í leiknum.
Leikurin var í jafnvægi allan
tímann, en Framarar yfirleitt
yfir. Mestur var munurinn 7 stig,
40:33 í leikhléi. Valsarar byrjuðu
seinni hálfleikinn vel og tókst að
komast yfir þegar rúmar 12 mín-
útur voru eftir. Úrslitin urðu 79:73
og því í samræmi við það, sem
flestir bjuggust við, en Framarar
eiga eftir að gera góða hluti á
næstu vikum ef svo heldur sem
horfir.
Beztu menn beggja liða eru áður
nefndir, en auk Ríkharðs í Valslið-
inu léku þeir vel Þórir Magnússon,
Kristján Ágústsson og Tim
Dwyer, sem lét mótlætið og dóm-
gæzluna fara heldur mikið í taug-
ar snar í leiknum. Þorvaldur
Geirsson var beztur Framara, en
Símon Ólafsson, Björn Magnússon
og Ómar Þráinsson léku allir vel,
auk Darrells Shous.
Stig Vals: Ríkharður 36, Tim
Dwyer 15, Þórir Magnússon 12,
Kristján Agústsson 12, Jón
Steingrímsson 4, Torfi Magnússon
2, Jóhannes Magnússon 1.
Stig Fram: Þorvaldur Geirsson
20, Darrell Shous 21, Símon Ól-
afsson 16, Björn Magnússon 7,
Ómar Þráinsson 6, Hilmar Gunn-
arsson 4.
Dómarar: Þeir Ingi Gunnarsson
og Hilmar Viktorsson dæmdu
leikinn sæmilega, þeir gerðu sín
mistök í leiknum og frekar voru
þau Valsmönnum í óhag ef eitt-
hvað var, en nöldur Valsmanna
var til þess eins fallið að þeir
fengju dómarana á móti sér.
- áij
Njarðvíkingar köstuðu
frá sér sigri gegn ÍR-ingum
NJARÐVÍKINGAR köstuðu frá
sér sigri gegn ÍR í orðsins fyllstu
merkingu í úrvalsdeildinni í
Njarðvíkum á laugardag. Þegar
aðeins 3 sekúndur voru eftir þá
höfðu Njarðvíkingar knöttinn og
leiddu 79—78. Þeir þurftu aðeins
að halda knettinum i 3 sekúndur
og sigurinn var þeirra en þá urðu
Guðsteini Ingimarssyni á óskilj-
anleg mistök, hann sendi knött-
inn þvert yfir völlinn, ætlaði
hann félaga sinum Gunnari Þor-
varðarsyni. En Kristinn Jör-
undsson komst á milli, sendi
fram á Jón Indriðason, sem
aðþrengdur skoraði körfu og
fékk víti i þokkabót. Þegar knött-
urinn fór ofan i var aðeins 1
sekúnda eftir — svo naumt var
það og ÍR sigraði 80—79. Jón
hitti ekki úr vitinu en það kom
ekki að sök. Sigurinn var ÍR og
að leikslokum tolleruðu ÍR-ingar
Jón Indriðason. — Var það nokk-
ur furða? Hann var hreint óstöðv-
andi síðustu minúturnar og skor-
aði þá 12 stig og lagði þannig
grunn að sigri liðs sins. Langskot
hans rötuðu hvert af öðru rétta
boðleið í körfuna og lögðu grunn
að sigri ÍR.
Annars var viðureign Njarðvík-
inga og IR fremur óburðug eins og
raunar hefur verið um marga leiki
í úrvalsdeildinni í vetur. En loka-
-íRðvík79:80
kaflinn var spennandi, eins og
oftar í vetur og hann bætti upp
fremur slakan körfuknattleik.
Njarðvíkingar byrjuðu vel gegn
ÍR, komust í 18—9, síðan 29—18
og 34—22 á 16. mínútu síðari
hálfleiks. Mestur varð munurinn
13 stig í fyrri hálfleik, 38—25 en
staðan í leikhléi var 40—33.
'— Þegar tæpar
tvær mínútur voru eftir höfðu
Njarðvíkingar náð forystu,
77—76. ír jafnaði 77—77 með
vítaskoti Kristins Jörundssonar.
Njarðvík svarar 79—77 og þegar
27 sekúndur voru eftir fékk Mark
Christiansen vítaskot — hann
hitti úr aðeins einu og sigurinn
virtist í höfn hjá Njarðvík. Þeir
léku skynsamlega. Héldu knettin-
um vel — allt þangað til Guð-
steinn fékk hann. Hann hafði
marga valkosti, síður en svo að
ÍR-ingar þrengdu svo að honum og
undir körfunni stóð Jónas Jóhann-
esson — aleinn. En ^Juðsteinn
gerði það eina ranga, tók þann
kost að senda langa sendingu yfir
þveran völlinn og kastaði sigrin-
um frá liði sínu.
Viðureign liðanna í Njarðvíkum
var eins og áður sagði ekki leikur
mikilla tilþrifa, þvert á móti. Bæði
lið duttu niður á plan meðal-
mennskunnar og gott betur. Mikill
tröppugangur í leik þeirra.
IR-ingar voru á köflum ótrúlega
kærulausir, margar rangar send-
ingar, hittni afleit. Kristinn Jör-
undsson stóð uppúr í liði ÍR, hittni
hans mjög góð eins og ávallt. Ekki
má gleyma Jóni Indriðasyni —
hann eins og áður sagði bókstaf-
lega vann leikinn fyrir ÍR en í
fyrri hálfleik, þegar hann var inná
þá hitti hann ekki einu sinni
körfuhringinn í skotum sínum.
Njarðvík - hefur á skömmum
tíma tapað þremur leikjum, og
segjast verður eins og er, að eins
og liðið lék á laugardag þá getur
það ekki gert sér neinar vonir um
meistaratign í ár. Sannleikurinn
er að ekki eru nógu margir sterkir
einstaklingar í liðinu.
Stig U.M.F.N.: Gunnar Þorvarðarson 18,
Ted Bee 16, Guðsteinn lnuimarsson 14,
Jónas Jóhannesson 7. Jón Matthiasson 7,
Július Valgeirsson 6, Valur InKÍmundarson
ok Brynjar Sigmundsson 4. Iniíimar Jónsson
2.
Stig tR: Kristinn Jorundsson 24. Mark
Christiansen 19. Jón Indriðason ok Kolbeinn
Kristinsson 12, Stelán Bjarkason 5, Guð-
mundur Guðmundsson 3, SÍKmar Karlsson
og Sigurður Bjarnason 2.
Dómarar Jón Otti Ólafsson og Guðbrand-
ur Sigurðsson.
H. Halls.
Bjarni Gunnar skoraði 10 stig á móti KR-ingum. Hér sést hann
brjótast í gegn og reyna skot.
Fyrsta tap Armanns
ÞAU TÍÐINDI urðu í 1. deildinni
í körfuknattleik um helgina, að
Grindvíkingar unnu Armann
með 118 stigum gegn 117. Jafnt
var eítir venjulegan leiktíma,
103—103, og þar sem jafntefli
þekkist ekki í körfuknattleikn-
um var framlengt. Þá höfðu
Grindvíkingar betur og unnu
með einu stigi. Danny Shous
skoraði 78 stig fyrir Ármann, en
bezti maður vallarins var þó
Mark Holmes í liði UMFG og
skoraði hann 67 í bezta leik
sínum fyrir Grindavíkurliðið.
Þór vann Keflvikinga 85—82 á
Akureyri, en Keflvíkingar bættu
um betur er þeir mættu Tinda-
stóli frá Sauðárkróki fyrir norð-
an og unnu Sunnanmenn 101 —
61.
- áij
Élnkunnagjðfln
KR:
Birgir Guðbjörnsson 3
Jón Sigurðsson 4
Geir Þorsteinsson 4
Gunnar Jóakimsson 1
Ágúst Líndal 3
Eiríkur Jóhannesson 1
Garðar Jóhannsson 2
Árni Guðmundsson 1
Þröstur Guðmundsson 1
ÍS:
Gísli Gíslason 2
Ingi Stefánsson 2
Bjarni Gunnar Sveinsson 2
Gunnar Thors 2
Jón Héðinsson 3
Atli Arason 1
Jón Óskarsson 1
Ólafur Thoroddsen 1
Lið UMFN:
Jón Matthíasson 2
Oddur Stefán Björnsson 1
Brynjar Sigmundsson 2.
Jónas Jóhannesson 3
Júlíus Valgeirsson 2
Ingimar Jónsson 1
Guðsteinn Ingimarsson 3
Gunnar Þorvarðarson 3
Valur Ingimundarson 1
Lið ÍR:
Sigmar Karlsson 1
Kolbeinn Kristinsson 3
Jón Indriðason 3
Stefán Kristjánsson 2
Guðmundur Guðmundsson 1
Jón Jörundsson 2
Kristinn Jörundsson 4
Sigurður Bjarnason 1
Þorfinnur Karlsson 1
Valur:
Ríkharður Hrafnkelsson 4
Kristján Ágústsson 3
Jón Steingrímsson 2
Jóhannes Magnússon 1
Þórir Magnússon 3
Guðbrandur Lárusson 1
Torfi Magnússon 2
Gústaf Gústafsson 1
Fram:
Guðbrandur Sigurðsson 1
Björn Magnússon 2
Þorvaldur Geirsson 4
Ómar Þráinsson 2
Símon Ólafsson 3
Hilmar Gunnarsson 1
Björn Jónsson 2
Guðmundur Hafsteinsson 2
Lið Vals:
Jón Steingrímsson 3
Ríkharður Hrafnkelsson 3
Torfi Magnússon 4
Jóhannes Magnússon 1
Sigurður Hjörleifsson 1
Þórir Magnússon 2
Kristján Ágústsson 3
Gústaf Gústafsson 2
Guðmundur Jóhannesson 1
Lið UMFN:
Jón Matthíasson 1
Brynjar Sigmundsson 1
Jónas Jóhannesson 3
Stefán Þórisson 1
Ingimar Jónsson 1
Júlíus Valgeirsson 2
Guðsteinn Ingimarsson 4
Gunnar Þorvarðarson 4
Valur Ingimundarson 1
Lið ÍS:
Gísli Gíslason 3
Bjarni Gunnar Sveinss. 2
Jón Héðinsson 4
Albert Guðmundsson 1
Atli Arason 3
Ingi Stefánsson 2
Jón Óskarsson 1
Ólafur Thorarensen 2
Gunnar Thors 3
Lið Fram:
Símon ÓLafsson 4
Þorvaldur Geirsson 4
Björn Magnússon 3
Björn Jónsson 2
Jónas Ketilsson 1
Ómar Þráinsson 2
Hilmar Jónsson 1
Guðmundur Hallsteinss. 1
Guðbrandur Sigurðss. 1