Morgunblaðið - 22.01.1980, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
35
Horft út Hornbjarg frá Látravík.
borg hafa hins vegar hvatt ferða-
menn sína á Hornströndum til að
lifa á landinu þ.e.a.s. líta á landið
sem almenning, þar sem engan
þarf að spyrja leyfis. Jafnvel
einstaklingar í skipulögðum ferða-
hópi hafa brotist inn í læst
íbúðarhús, haft vín um hönd og
brotið allt og bramlað.
Jóhann Pétursson vitavörður í
Hornbjargsvita hefur mesta
reynslu af samskiptum sínum við
ferðamenn á þessum slóðum s.l. 20
ár. Hann gefur ferðahópum D. Ph.
einstaklega lofsamleg ummæli og
fráleitt er að vefengja þá umsögn.
Vagn Hrólfsson í Bolungarvík sem
oft hefur veitt erlendum ferðahóp-
um fyrirgreiðslu og flutning m.a.
til Hesteyrar og Hornvíkur ber
þeim sömuleiðis vel söguna í öllum
samskiptum.
Hann er annar eigandi skóla-
hússins á Hesteyri og þekkir því
vel til umgengni ferðamanna,
enda margir sem þangað koma og
allir velkomnir gangi þeir vel um.
Þar stendur ekki á fimm tungu-
málum að aðgangur og afnot séu
óheimil með öllu, nema í neyðar-
tilfellum, en eftirlitsmaður frið-
lands og slysavarnaskýla á
Hornströndum getur þess að slík
skilti hafi verið sett upp við öll
skýlin s.l. vor.
Um leið kemur það fram að
umgengni hefur aldrei verið jafn
góð.
Eftirlitsmaðurinn lætur þess
einnig getið að við nákvæma leit
fyrir Vestfirska fréttablaðið í
gestabókum slysavarnaskýlanna á
átta ára tímabili (19. ág. 1969 —
24. júní 1977) sé nafn D. Ph. nefnt
28 sinnum. Fram að þessu hefur
það þótt almenn kurteisi að rita
nöfn sín í gestabækur slysavarna-
skýianna eða sæluhúsa eigi menn
leið um.
Sé ferðafólki óheimilt að líta
inn í skýlin þá hafa gestabækur
lítið þar að gera. Getur það annars
verið að allir þeir fjölmörgu,
undirritaður meðtalinn, sem hafa
skrifað nöfn sín í gestabækur
skýlanna hafi eingöngu verið þar í
neyðartilfellum eða sem afbrota-
menn?
Öllum hlýtur að sjálfsögðu að
vera ljóst að skýlin eru fyrst og
fremst ætluð fólki í neyð, en að
öðrum sé óheimilt að líta inn er
ofvaxið skilningi margra.
Oft kemur fyrir að ferðamenn á
vegum D. Ph. tjaldi hjá skýlunum,
sem vissulega hlýtur að skapa
vissa öryggiskennd, þótt tjöld og
annar viðlegubúnaður sé í góðu
lagi.
Það kom því að góðu gagni s.l.
vor þegar blindbylur geisaði í 2
sólahringa að geta leitað skjóls í
slysavarnaskýlinu í Hlöðuvík. Þar
voru á ferð 3-4 Englendingar á leið
til Hesteyrar.
Þá notaði D. Ph. í fyrsta sinn
talstöð. í slysavarnaskýli til að ná
sambandi við ísafjörð ef þörf
reyndist fyrir aðstoð.
I þakklætisskyni fyrir afnotin
sendi hann 50 þúsund kr. til
slysavarnadeildarinnar á ísafirði.
Þetta sést kannski, ef farið er yfir
bókhaldið.
Þá kemur sú hlið málsins, að
ferðamönnum sé leigð aðstaða í
húsum í einkaeign án vitneskju
eigenda. Um slíkt er ekki að ræða,
en þó er mér kunnugt um mistök,
þar sem fólk hefur talið leyfilegt
að dveljast, séu hús ólæst og
hvergi sjáanleg merki þess að
bannaður sé aðgangur.
Undirritaður skilur því vel sár-
indi Málfríðar Halldórsdóttur,
þegar eigendur koma að húsi sínu
opnu s.l. sumar og hópur Englend-
inga er þar fyrir. Trúlega hefðu
viðbrögð flestra orðið á líkan hátt.
Mig langar þó til að gera örfáar
athugasemdir. Dick Phillips
sendir afsökunarbeiðni til Arnórs
Stígssonar frá Horni í þeirri von
að fá fyrirgefningu, þar sem
dvalist var í húsinu án hans
vitundar. Hann taldi að hægt yrði
að útkljá málið í friðsemd, án þess
að blása það út í blöðum.
Hluti hópsins hafði ekki búið
margar vikur í húsinu eins og
segir í grein Málfríðar Halldórs-
dóttur. Hámarksdvöl í Hornvík
var 2 vikur.
Óski húseigendur að geta fylgst
með ferðum D. Ph. þá er auðvelt
að fá ferðabækling hans: On foot
in Iceland 1980. Heimilisfangið er
D. Ph. Whitehall House, Nent-
head, Alston, Cumbria.
Það mun rétt hjá Málfríði að D.
Ph. hefur ekki talað við neinn
eiganda áðurnefnds húss, en und-
irritaður átti símtal við einn af
eigendum þess fyrir nokkrum ár-
um. Þar spurðist ég fyrir um afnot
af húsinu í viku til 10 daga,
einkum til fyrirlestrahalds, ef illa
viðraði.
Því var ekki tekið fjarri, en
jafnframt tekið fram að ekki gæti
orðið um samfellda notkun að
ræða, þar sem sumardvöl eigenda
væri af skiljanlegum ástæðum
ekki bundin við ákveðna dagsetn-
ingu.
Þessi samantekt er þegar orðin
lengri en til stóð í upphafi, en
tilefnið fyrst og fremst hæpnar
fullyrðingar um mann sem helst
má ekki vamm sitt vita í nokkrum
hlut.
Hafi grein mín orðið til að rétta
nokkuð hlut Dick Phillips og skýra
málin þá tel ég tilganginum náð.
vegna þess að Bandaríkjamenn
geta séð og sjá um þá hlið.
í ráðgjöfinni, en þess verður að
geta að tillögur Griffiths eru
byggðar á viðtölum við nálægt 40
embættismenn, fræðimenn og
kaupsýslumenn. Þá skal það einn-
ig ítrekað, að hernaðarlegir ráð-
gjafar stjórnarinnar virðast hafa
þá skoðun að nauðsynlegt sé að
færa út varnarsvæði Kanada sem
m.a. hefði þær afleiðingar, að
kanadískar hersveitir yrðu bæði á
Islandi og í Noregi. Það ber hins
vegar að taka fram, að þessar
tillögur og hugmyndin almennt
um útfærslu varnarsvæðis Kan-
ada hefur ekki verið rædd opin-
berlega af neinum stjórnmála-
mönnum eða talsmönnum stjórn-
málaflokkanna. Umræðan hefur
nánast eingöngu verið bundin við
embættismenn í Utanríkisráðu-
neytinu og varnarmálaráðuneyt-
inu, svo og meðal herforingja í
kanadíska hernum, auk að sjálf-
sögðu fræðimanna. Samkvæmt
þeim upplýsingum, sem greinar-
höfundur hefur aflað sér, þá mun
vera minni áhugi á þessu máli í
utanríkisráðuneytinu en varnar-
málaráðuneytinu, enda hafnaði
það skýrslu Griffiths eins og áður
hefur komið fram. Hingað til
hefur reglan verið sú í kanadíska
stjórnkerfinu að við mótun utan-
ríkisstefnu eða töku ákvarðana á
sviði utanríkismála, þá hefur
utanríkisráðuneytið alltaf síðasta
orðið, þótt svo að reyndin hafi
orðið sú að utanríkisráðuneytið
hafi orðið að sætta sig við ein-
hverja málamiðlun, hafi borið
mikið á milli tillagna þess og
annarra ráðuneyta. ® Hins vegar
er þegar hafinn undirbúningur að
samningu hvítbókar í utanríkis-
ráðuneytinu um utanríkisstefnu
Kanada næsta áratuginn. Talið er
nokkuð víst að við samningu
þessarar stefnuyfirlýsingar verði
athyglinni beint rækilega að hags-
munum Kanada á norðursvæðum
með tilliti til varnahagsmuna,
þannig að of snemmt er að
afskrifa þessar hugmyndir sem
einhver hugarfóstur hershöfð-
ingja og fræðimanna, sem hafa
gaman af því að búa tií stríðsleiki,
enda er áhrifastaða kanadískra
herforingja í stjórnkerfinu að
styrkjast mikið.
Þegar litið er yfir þessar tillög-
ur og hugmyndir sem ræddar eru í
Kanada og snerta ísland, þá
kemst maður ekki hjá því að sjá
hver meginveikleiki tillagnanna
er, en það er algjör vanþekking á
íslenskum aðstæðum, pólitískum
og efnahagslegum svo og vanþekk-
ing á íslenzkum hugsgnarhætti.
Tillögurnar og skrifin um þær
lýsa eins konar herraþjóðarhugs-
unarhætti og hroka og þeirri
spurningu er aldrei velt fyrir sér
hvort íslensk stjórnvöld eða ís-
lensk þjóð kæri sig yfirleitt nokk-
uð um og detti í hug að ræða
slíkar tillögur, sem snerta aukin
hernaðarumsvif við og á landinu.
Tiivitnanir: Kingston, Kanada
1. Utanríkismálastofnun Kanada er rann-
sóknar- og útgáfustofnun sem rekin er
af einstaklingum, aðallega fræði-
mönnum, en er opin að því leyti að hægt
er að gerast meðlimur í stofnuninni
gegn ákveðnu árgjaldi. Það er stefna
stofnunarinnar að gera ekki tillögur til
opinberra aðila um stefnumótun eða
töku ákvarðana.
Franklyn Griffiths: A Northern For-
eign Policy. Wellesley Papers 7/1979.
Canadian Institute of International
Affairs, Toronto 1979.
2. Viðtal við N.N. aðstoðardeildarstjóra í
kanadíska varnarmálaráðuneytinu, tek-
ið í mars 1979 í Kingston. Einnig viðtal
við N.N. hershöfðingja í kanadíska
hernum, tekið í Kingston 3. desember
1979. Hvorugur þessara manna vildi að
þeir yrðu nafngreindir, ef þær upplýs-
ingar, sem þeir veittu, yrðu notaðar í
grein eða ritgerð.
3. Sjá t.d. Trevor Lloyd: Canada in World
Affairs 1957-1959 bls. 23-39, Oxford
University Press/Canadian Institute of
International Affairs, Toronto 1968.
4. Bruce Thordarson: Trudeau and For-
eign Policy; a study in decision-Naking,
bls. 16-33 og * 122-135, Oxford
University Press, Toronto 1972.
5. General Report on The Security of the
Alliance NORTH ATLANTIC AS-
SEMBLY, The Millitary Committee,
November 1978.
6. „Foreign aid can’t increase until econ-
omy improves, MacDonald says.“ The
Globe and Mail, 13. júní 1979 (Viðtal við
utanríkisráðherra Kanada, Floru Mac-
Donald.)
7. Varðandi þennan síðasta lið má benda á
„Canada isn’t seeing red in Greenland
Home Rule“ í Globe and Mail 16. janúar
1979.
Þessir þættir, sem kanadísk yfirvöld
skynja sem spennuskapandi á N-Atl-
antshafi, voru taldir upp í viðtali
greinarhöfundar við aðstoðardeildar-
stjórann í varnarmálaráðuneytinu, sem
vitnað er til að ofan. Þess má geta að
núverandi forsætis- og utanríkisráð-
herra íslands, Benedikt Gröndal, hefur
í grein sett fram svipaða þætti sem
hann telur að kalli á auknar öryggis-
ráðstafanir í N-Atlantshafi. Sjá Bene-
dikt Gröndal: „Det nordlige Atlant-
erhav stadig mer utsatt" í NOREGS
FORSVAR no. 10, desember 1978.
8. Viðtal við N.N. hershöfðingja, sem
vitnað er til að ofan.
9. Sama viðtal. N.N. hershöfðingi var
formaður nefndarinnar.
10. Viðtal við prófessor Nils 0rvik í Kings-
ton í október 1979.
11. Nils 0rvik: Our Neighbours to the
East. bls. 23, Northern Study Series,
1/79, Centre for International Rela-
tions, Queen’s University, Kingston,
Canada.
12. Sama rit bls. 24—26.
13. Franklyn Griffiths, A Northern For-
eign Policy, bls. 80.
14. Sama rit, bls. 50.
15. Nils 0rvik: Our Neighbours to the East,
bls. 31.
16. Sama rit, bls. 21—22.
17. Franklyn Griffiths, bls. 82.
18. Joseph T. Jockel og Joel. S. Sokolsky:
„Rmphasizing the assets: A proposal for
the restructuring of Canada’s military
contribution to NATO“ í CANADIAN
DEFENCE QUARTERLY, 9. bindi,
hefti 2, haust 1979, bls. 18.
19. Viðtal við prófessor David Cox við
Queen’s háskóla í Kingston, tekið 4.
desember 1979.
GREIÐENDUR
vinsamlega veitið ef tirfarandi
erindi athygli:
Frestur til aó skila launamiðum
rennur út þann 23.janúar.
Þaö eru tilmæli embættisins til
yöar, aó þér ritiö allar upplýsingar
rétt og greinilega á miðana og
vandiö frágang þeirra. Meó því
stuöliö þér aö hagkvæmni í opin-
berum rekstri og fírrið yður
óþarfa tímaeyóslu.
RÍKISSKATTSTJÓRI
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Þl AL'GLYSIR l M Al.LT LAND ÞEGAR
Þl' AL'GLYSIR I MORGLNBLAÐINL'