Morgunblaðið - 22.01.1980, Side 41

Morgunblaðið - 22.01.1980, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 41 félk í fréttum + Fregnin af handtöku hins heimskunna brezka Bítils, Paul McCartney, austur í Japan á dögunum, flaug eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. — Þessi fréttamynd var tekin á Naritaflugvelli er japanskir rannsóknarlögregiumenn leiða þennan fræga mann í handjárnum út úr flugstöðvarbyggingunni. — í farangri hans fundust 200 grömm af Marijuana. Það eru lög í því landi að Marijuana-smyglarar eru teknir ómjúkum tökum. Fyrir þetta afbrot sitt á Paul McCartney yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Tommy Steele og Chaplin- styttan + Margir Reykvíkingar munu minnast þess frá unglingsárum sínum að þá kom hingað til Reykjavíkur ungur dæg- urlagasöngvari að nafni Tommy Steel. — Hér hélt hann skemmtun og söng þá það dægurlag sem var efst á vinsælda- listanum: Water — Water everywhere. Um daginn mátti lesa nafn hans í blöðunum í sam- bandi við styttu af kvik- myndaleikstjóranum og gamanleikaranum Char- lie Chaplin. — Tommy Steel er nú kunnur gam- anleikari og skemmti- kraftur í London. Stytt- una af Chaplin hafði löggan í London fundið á hinu fræga Leicester Square-torgi. Það þurfti 8 lögreglumenn og vöru- bíl til að flytja hana á næstu lögreglustöð. Styttan sem er úr glas^ fiber er 6 fet á hæð. — í ljós kom að Tommy Steel taldi sig hafa um- ráðaréttinn yfir henni eða eignarrétt. Boðaði hann komu sína til að sækja styttuna og fara með hana á skemmti- staðinn sem hann skemmtir nú jafnaðar- lega á en það er leikhús- ið The Prince of Wales Theater í West End- borgarhlutanum í Lond- on. William Heinesen heiðurs- borgari í Tórshavn í sambandi við 80 ára dag hansara og í takksemi um hansara skapandi og kveikjandi virki sum lista- maður og serstakliga sum rithovundur hevur Tórs- havnar býráð samtykt at gera William Heinesen heiðursborgara í Tórshavn. Býráðið viðmerkir í síni grundgeving: Hóast William Heinesen hevur ferðast víða um lond, bœði sjálvur og í list síni, so hevur foðibýur hansara altíð verið tryggi miðdepulin í hansara fjel- broytta verki. Umframt við síni list at hava gjprt okkum kend við ein Hkan heim í okkara egna býi hevur hann meira enn nakar annar gjprt bý okkara kendan um allan heim. + Forsíðufrétt færeyska blaðsins Dimmalættingin. er það sagði frá því að bæjarstjórnin í Þórshöfn hefði kjörið William Heinesen rithöfund heiðurs- borgara í tilefni af áttræðisafmæli hans. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Um helgina voru spilaðar tvær umferðir í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni. Staða efstu sveita: Hjalti Elíasson 63 Sveit Óðals 60 Tryggvi.Gíslason 59 Sigurður B. Þorsteinsson 58 Kristján Blöndal 50 Sævar Þorbjörnsson 47 Helgi Jónsson 47 Jón P. Sigurjónsson 46 Næstu tvær umferðir verða spilaðar í kvöld í Hreyfilshúsinu og hefst keppnin kl. 19.30. Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Rangæingar — Hreyfill Sl. sunnudag spiluðu Hreyf- ilsbílstjórar gegn bridgedeild Rangæinga. Spilað var á sex borðum og sigruðu bílstjórarnir með 99 stigum gegn 21. STÓR-útsala hefst í dag. Dömudeiid Herradeild Kjólaefni Skyrtur Metravara Peysur Undirföt Sokkar Ótrúlega lágt verö. Komiö meöan úrvaliö er mest. Cgill 3acobsen Austurstræti 9 EKKERT MERKI- LEGT OG ÞÓ! Þessa myndavél, AGFA AUTOSTAR X-126 meö filmu í, mun handhafi fimmtugustu hverrar litfilmu sem kemur í framköllun til okkar, fá aö gjöf. Tilboð þetta stendur frá 21. janúar til febrúarloka. Framköllum allar tegundir litfilma, á tveimur dögum. Póstsendum. TÝLI h/f Austurstræti 7, s. 10966.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.