Morgunblaðið - 22.01.1980, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1980
KAWNO
Á þessu heimili geta allir hagað
sér eins og heima hjá sér. Þú
mátt fara úr skónum!
Nei, hann varð ekki fyrir slysi
— er bara kulvís!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Þekktasta bridgesveit Banda-
ríkjanna síðasta áratug er án
vafa Ásarnir, sérstaklega mynd-
að lið atvinnumanna með heima-
völl í Dallas. Strangar æfingar
undir stjórn fyrrverandi herlið-
þjálfa áttu sinn þátt í styrk
sveitarinnar en aðeins tveir Ás-
anna hafa verið í sveitinni allan
tímann og í dag sjáum við þá í
leik.
Austur gaf, norður suður á
hættu.
Vestur
S. K92
H. 98543
T K
L. ÁG42
Norður
S. Á843
H. ÁKDG6
T. 102
L. K9
Austur
S. 5
H. 72
T. ÁDG98743
L. 63
Þetta er nýjasta gerðin með áfastri skál fyrir
höfuðverkjapillur, vegna kastljóssins!
Áttar fólk sig á
raunveruleikanum?
„Það væri fullkomið hneyksli í
íslenskri pólitík og þingsögunni
allri ef þjóðin yrði að þola það
hlutskipti að marxisti hefði
stjórnarforystu á hendi eins og nú
virðist stefnt að í stjórnarmynd-
unarviðræðum þriflokkanna,
Framsóknar, Alþýðubandalags og
Alþýðuflokks.
Já, ef slíkt slys henti okkur nú
og það tækist þá gerðu íslendingar
sig að viðundri í augum allra
frjálsra þjóða í heiminum þar sem
fullt frelsi og almenn mannrétt-
indi eru í heiðri höfð og hvarvetna
eru metin til hinna æðstu
lífsgæða. Og spyrja má hvers virði
er lífið án frelsis í orðum og
athöfnum.
Já, þannig lítur þessi stjórn-
armyndunartilraun út frá mínum
bæjardyrum séð og ég hef sterkan
grun um að mikill meirihluti
þjóðarinnar sé á svipaðri skoðun,
annað væri óeðlilegt að mínu
mati. Nú, en hins vegar er á það að
líta að nytsamir sakleysingjar
munu enn um sinn halda fast
fram rússaþjónkun sinni á svipað-
an hátt og verið hefur. Slíkum
blindingjum er ekki hægt að
bjarga frá glötun og eru þeir því
sjálfum sér verstir. Þetta fólk
áttar sig ekki á raunveruleikanum
fyrr en á bak við lás og slá í
fangaklefanum. En þá er það bara
orðið of seint fyrir það að sjá villu
sína. Þessir blessuðu guðsvoluðu
vesalingar verða því að bera harm
sinn í hljóði í von um betri hag
síðar. En hversu vonlaust er það
líka.
Já, svona er nú ástandið I
heiminum í dag, eiginlega hvergi
bjart framundan, alls staðar
nokkrir erfiðleikar að glíma við,
en hins vegar hin eilífa barátta
mannanna við að reyna að sigrast
á þeim að lokum. Og ekki bæt.ir sá
Suður
S. DG1076
H. 10
T. 65
L. D10875
Atvinnumennirnir tveir, Wolff
og Hamman, sátu í sætum vesturs
og austurs. Ilamman byrjaði með
að opna á fjórum tíglum og eftir
tvö pöss sagði norður fjögur
hjörtu, sem vestur doblaði. Suður
var smeykur við það spil, breytti í
fjóra spaða, aftur doblaði Wolff en
þá redoblaði norður og þrju pöss
fylgdu.
Wolff spilaði út tígulkóng, sem
Hamman tók með ás og tók næsta
slag á tíguldrottningu. En hvað
svo? Hamman var ekki á því, að
rétt væri að spila laufi á ás
makkers og vonast síðan til, að
slagur fengist á tromp. Nei, hann
spilaði tígli út í þrefalda eyðu!
Þetta tryggði trompslag hjá
makker og laufásinn gerði síðan
sigurslag varnarinnar.
Sé spilið athugað má sjá, að
ekki er sáma hvað vestur gerir
þegar suður trompar tígulinn með
hátrompi. Auðvitað lætur hann
ekki kónginn, bíður heldur og
lætur lauf. Suður getur þá tekið á
hjartatíu, svínað trompi og spilað
hjörtunum. En hann losnar ekki
við öll laufin, vestur fær á ásinn
sinn og trompslaginn, sem beið
tilbúinn.
Maigret og vínkaupmaðurinn
Eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslensku
25
finnst þér ættuð að virða þagn-
arskyldu mína.
Eftir að hafa hlýtt þolinmóð-
ur á hana sagði hann án þess
svo mikið scm að hækka róm-
inn:
— Svarið mér!
Og hún vissi fullvel að gagn-
vart honum hafði hún ekki
siðasta orðið.
— Nokkrir þeirra.
- Hverjir?
— Hr. Gerard Auhin, banka-
stjórinn. Hann gætir mjög stíft
að þvi að enginn fái neitt um
ferðir hans að vita hingað.
— Kemur hann oft?
— Nokkrum sinnum í mán-
uði.
— Er einhver með honum?
— Daman kemur alltaf á
undan.
- í hvert skipti sú hin
sama?
- Já.
— Það hefur ekki komið
fyrir að hann hafi rekizt á
Chabut í ganginum eða á tröpp-
unum?
— Ég gæti þess jafnan að
slíkt komi aldrei fyrir.
— Hann gæti hafa séð hann
úti á götu eða þekkt bílinn
hans. Hefur konan hans verið
hér?
— Með hr. Oscar, já.
— Hverja kannist þér við
aðra?
— Marie France Legendre,
sem er gift verksmiðjueigand-
anum.
— Ilefur hún oft komið hér?
— Fimm eða sex sinnum.
— Alltaf með Chabut?
— Já. Ég þekki ekki mann-
inn hennar, en það getur vel
verið hann komi hér og kalii sig
öðru nafni. Margir gera það.
Til dæmis ráðherrann Andre
Thorel. Hann hringir á undan
og biður mig að útvega sér
unga stúlku, helzt fyrirsætu.
Hann kailar sig alltaf hr. Louis,
en þar sem oft eru myndir af
honum i blöðunum þekkja hann
allir.
— Eru nokkrir sem koma
jafnan á miövikudögum.
— Nei. Þeir hafa engan
fastan dag.
— Er írú Thorel ein aí ást-
konum Oscars Chabuts?
— Rita. Ilún hefur bæði
komið með honum og fleiri
karlmönnum. Ilún er lítil,
dökkhærð kona sem getur ekki
án karlmanna verið. Ég held
hún þurfi mjög á því að halda
að alíir sýni henni áhuga.
— Jæja, ég þakka yður fyrir.
— ER ég þá laus?
— Það veit ég ekki.
— Ef þér eruð tilncyddur að
koma hingað viljið þér þá ekki
gera mér þann greiða að
hringja á undan, svo að ég geti
komið í veg fyrir hugsanleg
óþægindi sem kæmu sér baga-
lega fyrir mig. Ég er yður
þakklát að hafa ekkert minnzt
á mig við blaðamennina.
Maigret gekk út í bílinn.
Heimsóknin hafði svo sem ekki
hjálpað stóriega, en þar sem
hann skorti enn einhvern punkt
til að ganga út frá varð hann að
leita hvarvetna.
— Og hvað nú, húsbóndi?
— Heim til mín.
Ennið var heitt og hann fann
til i höfðinu og kenndi til í
öxlinni.
— Svona nú, góur, Hresstu
þig upp. Þú ert með listann.
Farðu á skrifstofuna og láttu
taka af honum ljósrit, svo að við
þurfum ekki að biðja frúna um
annan.
Kona hans varð hissa að sjá
hann koma svona snemma
heim.
— Ósköp ertu kvefaður að
sjá. Er það þess vegna sem þú
kemur svona snemma.
Það var eins og móða fyrir
augum hans.
— Ég held ég sé að fá flensu.
Það væri ekki beinlínis heppi-
legt eins og málin standa.
— Þetta er undarlegt mál,
ekki satt?
Hún hafði fengið að vita sitt
að hverju gegnum fjölmiðlana
um hvaða mál hann var að fást
við.
— Bíddu við. Ég verð að
hringja.