Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
45
djöfulóði bióðdrekkur og síðskegg-
ur í íran ástandið í veröldinni eins
og nú horfir. Ber því allt að sama
brunni með utanríkis- og varn-
armál okkar Islendinga, engra
breytinga virðist þörf í bili. En
hvergi má þó slaka á klónni í
varnarmálum okkar eins og
ástandið er í heiminum nú, heldur
miklu fremur ber að strengja
hana og herða af öllum þeim
mætti og krafti er okkur er gefinn
til þeirra hluta.
Reykjavík 21. jan.
Þorkell Hjaltason.“
• Hvar eru góðu
barnabækurnar?
Átján ára skrifar nokkrar
línur um barnabækur:
„Ég ætla að taka undir grein,
sem birtist í blaðinu þann 12.1.
þar sem skrifað var um hinar
ýmsu barnabækur, sem komnar
eru á markaðinn. Það virðast lítil
takmörk fyrir því um hvað Svíar
og Danir eru teknir til fyrirmynd-
ar af sumum Islendingum því
sumar bækurnar frá þeim eru ekki
um neitt annað en kynlíf þótt
ætlaðar séu börnum. Hvað verður
börnum boðið upp á næst?
Þessar bækur hafa ekkert gott
að innræta börnum síður en svo.
Börn eru börn og það er ekki hægt
að breyta þeim í fullorðið fólk fyrr
en þroski þeirra leyfir.
Og hvað er svo orðið af gömlu
góðu ævintýrunum, sem maður las
svo mikið hér áður fyrr, eins og
Ævintýri Æskunnar, Grimms-
ævintýri o.fl.? Þetta voru bækur,
sem gaman var að, en voru ekki til
að seðja „lostann“ eins og í sumum
erlendum barnabókum. Nú er bara
keppst við að troða í sem yngst
börn kynfræðslu. Það væri nær að
lesa fyrir börnin úr ævintýrabók-
um, það vilja þau sjálf, en ekki
vera sífellt að troða inn í þau
raunveruleikabókum, þau hafa
raunveruleikann í skólanum og
daglegu lífi.
Svo eru líka til góðar bækur,
sem þurfa ekki endilega að vera
ævintýrabækur og þá á ég við
bækur eftir góða íslenska höfunda
eins og (ef mér leyfist að nefna)
Stefán Jónsson. Bækur hans eins
og t.d. „Hjaltabækurnar" voru
geysivinsælar og hafa þær ekki
annað en góðan boðskap enda eru
þetta með bestu íslensku barna-
bókunum, sem hafa komið út.
3800-5243“
Þessir hringdu . . .
• Óþarfa smitanir
H.G.:
Ég vil taka undir það sem
kom fram hjá Velvakanda nýlega
að aðgæslu er þörf í nærveru
ungbarna, að smita þau ekki kvefi
og öðrum umferðarpestum, en ég
hef margsinnis orðið vör við að
fólk gætir sín ekki sem skyldi í
þessum efnum.
Það getur verið mjög óþægilegt
og jafnvel ekki hættulaust þegar
mjög lítil börn verða kvefuð, fá
flensu eða hálsbólgu, börn geta
verið veikluð eða á einhvern hátt
ekki vel undir það búin og finnst
mér að fólk, sem kemur sem gestir
inn á heimili þar sem eru ungbörn,
gæti sín ekki nóg t.d. þegar það er
kvefað og þar fram eftir götunum.
En það er ekki aðeins þörf á að
sýna aðgæslu í sambandi við
ungbörn.
Ekki þarf síður að gæta sín
þegar um gamla fólkið er að ræða,
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á minningarmótinu um Chigor-
in í Sochi í haust kom þessi staða
upp í skák þeirra Augustins,
Tékkóslóvakíu, og Rashkovskys,
Sovétríkjunum, sem hafði svart á
átti leik.
30. — Bxh2+! (En ekki 30. — Rf3+,
31. Rxf3 - Hxf3, 32. Da8+). 31.
Hxh2 - Dg3+, 32. Kfl - Rxf3,
(eða 32. - Dxh2), 33. Rxf3 -
Dxf3+, 34. Kel - Dfl+, 35. Kd2
- Df4+, og svartur vann auðveld-
lega.
Rashkovsky sigraði í mótinu.
Hann hlaut 10 V4 v. af 15 möguleg-
um. Sveschnikov varð næstur með
10 v.
það getur verið illa á sig komið og þar varlega til að smita ekki að
má því ekki við miklum veikindum óþörfu fólk sem er víst nógu veikt
til að illa fari og má segja að það fyrir. Mér datt í hug að láta þetta
gildi um alla þá sem koma t.d. í koma fram og undirstrika með því
heimsóknir á sjúkrahús að fara það sem sagt var hér um daginn.
Sœmundur Símonar-
son — fáein kveðjuorð
Sæmundur Símonarson, frv.
símritari, andaðist í sjúkrahúsi
11. janúar síðastl., þá 77 ára
gamall (f. 1903). Hann var einn af
þeim yfirlætislausu prúðmennum,
sem ævinlega komu fram af kurt-
eisi og meðfæddri háttvsi við
hvern og einn. Þessir eðlislegu
þættir hans voru svo áberandi að
það hlaut að vekja athygli.
Fyrstu ‘kynni okkar Sæmundar
urðu um sumarið 1929, þegar hann
kom til Akureyrar að leysa af í
sumarleyfum starfsfólks á rit-
símanum þar. Síðar störfuðum við
saman á ritsímanum hér í
Reykjavík um fjölda ára. Auk þess
hittumst við stundum á sunnudög-
um við guðsþjónustu í Neskirkju.
— Svo bar til, að einn sunnudag
kom Sæmundur ekki til kirkju. Ég
hugsaði mér að hann hafi verið
forfallaður, ef til vill eitthvað
lasinn. Næsta sunnudag fór á
sömu leið, Sæmundur kom ekki til
kirkju, svo ég fór að athuga það
nánar, því að ég vissi að Sæmund-
ur var trúaður og kirkjurækinn
maður. Þá frétti ég að hann væri
veikur.
Sæmundur var alla tíð mikill
félagsmálamaður. Hann var mörg
ár í stjórn Félags íslenzkra síma-
manna og nokkur ár stjórnarfor-
maður félagsins og lét sér mjög
annt um framgang málefna þess.
Þá var hánn einnig mörg ár í
stjórn Byggingarsamvinnufélags
símamanna.
Á fjölmennum félagsfundi
símamanna var Sæmundur gerður
heiðursfélagi og var hann vissu-
lega vel að þeirri sæmd kominn.
Hann var svo einstaklega vand-
aður og góður maður, að honum
verður áreiðanlega vel tekið á
leiðarenda.
I þeirri trú sendi ég og kona mín
frú Svanhildi og sonum hennar
innilegustu samúðarkveðjur.
Theodór Lilliendahl.
Kristján Magnússon
— Nokkur kveðjuorð
Mágur minn, Kristján Magnús-
son, andaðist á Borgarspítalanum
16. nóv. sl.
Hann hafði gengið undir erfiðan
uppskurð fyrir tveim árum og í
sumar fór heilsu hans mjög að
hraka.
Þótt öllum væri ljóst hvert
stefndi( og honum áreiðanlega
manna best var hann æðrulaus og
ekki að sjá að neitt væri að gerast.
Hann var haldinn ríkri átthagaást
og síðasta ósk hans var að fá að
hvíla í Eyjum og að jarðarförin
færi fram í kyrrþey. Hann var
lagður til hinstu hvíldar í Landa-
kirkjugarði 23. nóv.
Kristján var fæddur í Dal í
Vestmannaeyjum 24. febr. 1909,
sonur hjónanna Magnúsar Þórð-
arsonar og Ingibjargar Berg-
steinsdóttur, sem voru af kunnum
bændaættum í Rangárþingi.
Magnús í Dal var mikill sjó-
sóknari og aflamaður, en fórst í
jan. 1915.
Börnin voru orðin fjögur, svo
mjög reyndi á 'kjark og dugnað
Ingibjargar.
Kiddi í Dal ólst upp eins og
aðrir drengir í Eyjum við fjöl-
breytt framleiðslustörf við hlið
hinna fullorðnu og sókn eftir feng
í björgin.
Hann var veiðimaður af lífi og
sál eins og svo margir sem alist
hafa upp í Eyjum.
Hann var hinn liprasti í fjöllum
og ágætur fuglaveiðimaður. Hann
naut þessara hæfileika þegar
hann var fluttur úr Eyjum, því
einhverjar mestu gleðistundir
hans voru með góðum félögum við
laxveiðiá.
Stundaði hann veiðar til hins
síðasta og skrapp til Eyja í
úteyjar, en þar þykir mörgum
mikil dásemd og unaður að njóta
þeirra töfra er náttúran skartar
sínu fegursta. Hann var góður
félagi sem gat glaðst á góðri stund
og mönnum þótti gott að vera með
vegna lipurðar hans og hjarta-
hlýju. Þótt Kristján væri vel
gefinn var ekki aðstaða til fram-
haldsmenntunar.
Hann hóf nám í málaraiðn hjá
Engilbert Gíslasyni.
Árið 1930 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Júlíönu Krist-
manns. Þau eignuðust fjögur börn
og eru þrjú á lífi, Jónína, Magnea
og Kristján þór.
Árið 1932 fluttu þau til Rvíkur.
Starfaði hann þar í mörg ár sem
málari, en varð síðar starfsmaður
borgarinnar, aðallega á Borg-
arspítalanum.
Kom sér vel að hann var
fjölhæfur hagleiksmaður sem gat
unnið hin margvíslegustu störf.
Þarna eignaðist hann marga
vini vegna hjálpsemi sinnar og
lipurðar.
Hann var einstakur greiða-
maður og hjartalag slíkt að létt
var að biðja hann.
Það er því miður hæfileiki sem
mjög er á undanhaldi á tímum
þegar hvert viðvik er vegið og
metið við hinn þétta leir. Slíkir
menn verða ekki ríkir af veraldar-
auði.
En þeirra verður því lengur
minnst sem manna er vildu leysa
hvers manns vanda.
Það er auði betra ef segja má
um látinn mann hin fleygu orð
„jafnan mun ég minnast hans er
ég heyri góðs manns getið“.
Þau skulu vera lokaorð mín um
Kidda í Dal.
Vigfús Ólafsson