Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 Átta fórust er sjö bifreiðar hröp- uðu fram af brúnni yfir Almösund Frá slysstað. Ef myndin prentast vel má sjá vegartálma sem lögreglan setti Tjarnar-megin á brúnni er 40 mínútur voru liðnar frá því að brúin féll. Fullyrt er að ef fyrr hefði verið brugðið við hefði verið unnt að bjarga mannslífum. 7 Volvo-bifreið dregin upp úr Almösundi, fyrst bifreiðanna sjö sem óku fram af brúnni. Bifreiðin er illa útleikin og tveir menn er voru í henni fórust. FUNDIST höfðu í gær lík allra sem fórust er 300 m. kafli af Almösubrúnni skammt norðan Gautaborgar hrundi eftir að norska flutn- ingaskipið Star Clipper sigldi á brúna aðfaranótt föstudags. Alls fórust átta manns, en sjö bifreiðar óku fram af brúnni, sex fólksbifreiðar og ein vöruflutningabifreið, áður en henni var lokað beggja vegna sundsins. í gær var og lokið við að ná bifreiðunum upp úr sundinu, en þær voru allar mjög illa farnar, enda fallið um 40 metrar. Stjórnvöld skipuðu á föstu- dag nefnd til að vinna að opinberri rannsókn slyssins. Gagnrýni hefur einkum beinst að lögreglunni í sambandi við stöðvun umferðar í kjölfar slyssins. Þá hafa verkfræðingar gagnrýnt brúarhönnun og sagt að öryggið hafi verið látið víkja en tillít fyrst og fremst tekið til kostnaðar við brúarsmíðina. í þessu sam- bandi hefur komið fram að aðeins þrjár brýr í Svíþjóð séu þannig byggðar að þær þoli ásiglingar. Eru það Ölands- brúin, sem lítið mundi sjá á þótt 10.000 tonna skip sigldi á hana á 17 sjómílna hraða á klukkustund, Stallbackbrúin við Trollhátten og Málarbrúin við Strángnás. Bogabrúin yfir Almösund var álitin vera það hátt yfir sjó að skip þyrftu verulega að bregða út af venjulegri sigl- ingaleið til að rekast á brúna. Boginn var gerður úr stálrör- um sem voru 3,8 metrar í þvermál og þykkt stálsins 14 til 22 millimetrar. Hafnsögu- menn hafa í seinni tíð oft kvartað undan því að svigrúm væri lítið fyrir stærri skip,- einkum þar sem taka þyrfti krappa beygju rétt áður en komið væri að brúnni. Skipum er ætlað að sigla undir brúna um 50 metra þreiða ræmu og mest mega þau víkja 12 metra út fyrir hana, en Star Clipper var 40 metrum utan við ljós- baujur við brúna er árekstur- inn varð. Slysið á eftir að koma illa við íbúa eynnar Tjarnar. Ástand í samgöngumálum eynnar er nú svipað og fyrir 20 árum. Fyrirhugað er að bæta úr samgöngum við Stenung- sund til bráðabirgða með því að koma á auknum ferðum bílferja og er talið að kostn- aður vegna þess verði um 30 milljónir sænskra króna eða um það bil þrír milljarðar íslenskra króna. Fyrir rúmum 40 árum, eða í ágústmánuði 1939 fórust 18 manns er Sandeyjarbrúin yfir Ángerman-fljótið hrapaði. Þá fórust sex er brú yfir Bergso- by-stífluna í ánni SkellefteÁ Njósnamálið í Japan: Lögreglan réðst inn í vamarmáladeildina Tokyo, 21. janúar. AP. JAPANSKA lögreglan ruddist í dag inn í skrifstofur varnarmála- deildar japanska utanrikisráðu- neytisins vegna njósnamálsins sem upp er komið í landinu og verður sífellt umfangsmeira. Árás lögreglunnar á sér ekkert fordæmi í japanskri sögu. Ohira, forsætisráðherra landsins, hefur tekið i sínar hendur yfirstjórn rannsóknarinnar en hann kom í gær til Jajpans úr opinberri heimsókn i Astraliu. Lögreglan handtók á fimmtu- dag sovéskan njósnara í Tokyo, fyrrum hershöfðingja í japanska hernum, Yukihisa Miyanaga er var einn æðsti maður njósnadeild- ar hersins. Hann hafði aðgang að upplýsingum um varnir Hokkaido. Þá er hugsanlegt talið að hann hafi selt Sovétmönnum upplýs- ingar um bandarískar herstöðvar, jafnt því að veita mikilvægar upplýsingar um varnir Kínverja. Miyanaga var handtekinn eftir að hann hafði tekið við leynilegum upplýsingum frá Tseunethoshi Oshima, liðsforingja í japönsku leyniþjónustunni. Hann tók einnig við upplýsingum úr hendi annars liðsforingja leyniþjónustunnar, Eiichi Kashii. Báðir þessir menn hafa verið handteknir. Japanska lögreglan hefur und- anfarið fylgst með Miyanaga. Hann átti fundi með Jurji Kozlov, starfsmanni sovéska sendiráðsins í Tokyo. Kozlov yfirgaf landið á laugardag eftir að Miyanaga hafði verið handtekinn. Talið er að japanska lögreglan hafi fengið upplýsingar um njósnir Miyanaga frá Bandaríkjamönnum. í nóv- ember síðastliðnum flýði frétta- maður sovéska tímaritsins Novoye Veimya í Tokyo, Stanislav Levtschenko, til Bandaríkjanna. Talið er að hann hafi skýrt Bandaríkjamönnum frá njósnum Miyanaga. Ekki er vitað hve lengi Kashii. yfirlautinant, kemur til yíirheyrslu í Tókýó í gær, en hann er sakaður um hlutdeild í landráðamáli þvi sem upp er komið í Japan. (AP-símamynd). Miyanaga njósnaði fyrir Sovét- menn. Helst er talið að hann hafi gengið á mála hjá Sovétmönnum árið 1971 og að eftir að hann fór á eftirlaun hafi hann verið millilið- ur japönsku liðsforingjanna í leyniþjónustunni og sovéska sendiráðsins í Tokyo. Albanir lofa lið- veizlu gegn Rússum Vínarborg, 21. jan. AP. ÞRÁTT fyrir skoðanaágrein- ing rikjanna hafa yfirvöld í Albaniu heitið því að veita Júgóslavíu lið verði landið fyrir árás frá Sovétríkjunum. Kemur þetta fram í ritstjórn- argrein i flokksmálgagni al- banska kommúnistaflokksins, Zeri í Popullit, á laugardag. í greininni bendir blaðið á „ósættanlegan skoðanaágrein- ing“ við leiðtoga Júgóslavíu. Engu að síður hafi albanski flokksformaðurinn Enver Hoxa sagt á ný-afstöðnu flokksþingi: „Ef til þess kynni að koma að Sovétríkin eða eitthvert annað stórveldi gerði árás á Júgóslavíu, mun al- banska þjóðin standa með júgóslavnesku þjóðinni. Ef verja þarf frelsi og sjálfstæði gegn „hverskonar árásaröflum heimsvaldasinna, munu Alban- ir og Júgóslavar berjast saman rétt eins og þeir hafa gert fyrr á árum,“ segir blaðið. Zeri í Popullit bendir á að sveitir úr albanska hernum hafi barizt við hlið júgóslavneskra skæru- liða gegn innrásarsveitum Hitlers í síðari heimsstyrjöld- inni. Hershöfðinginn Miyanaga, hjúpaður klæði, fluttur til yfirheyrslu í Tókýó í gær. Hann var yfirmaður ögyggisþjónustunnar í Norður- Japan og er talið að hann hafi um árabil látið Sovétstjórninni í té upplýsingar varðandi ögyggismál Japans. (AP-símamynd).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.