Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 2 Loðnan: Veiðin nálgast 150 þús. lestir LÍÚ skorar á ráðuneytið að stöðva ekki veiðarnar Á FUNDI stjórnar Landssambands íslenzkra útvegsmanna, sem haldinn var á fimmtudaginn, var samþykkt að íara þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið, að heimilað yrði að halda áfram loðnuveiðum vegna þess hve mjög er óvíst loðnuhrogna. Eins og fram hefur komið í fréttum, mun sjávarútvegsráðu- neytið hafa í hyggju að stöðva veiðarnar þegar veiddar hafa ver- ið 160—180 þúsund lestir á vertíð- inni, en í gær var veiðin farin að nálgast 150 þúsund lestir. I fréttatilkynningu frá LIÚ, sem Mbl. barst í gær, segir m.a.: „Aðferð fiskifræðinga til mæl- inga á stofnstærð loðnu byggist á bergmálsmælingu, en sú aðferð er um loðnufrystingu og nytmgu ný hér við land og hefur ekki sannast að hún gefi rétta mynd af fitofnstærðinni. Að áliti skipstjóra loðnuveiðiskipa er nú óhemju mik- ið af loðnu á miðunum og því ekki tímabært nú að taka ákvörðun um heildarveiðimagnið. Með tilliti til þess að loðnan rýrnar nú að verðmæti með hverj- um deginum sem líður, þar til hún hrygnir, er mjög mikilvægt að veiðar verði ekki stöðvaðar nú.“ INNLENT í gær höfðu 7 bátar tilkynnt afla, samtals 3900 lestir: Bátarnir eru Pétur Jónsson 570 lestir, Þórshamar 580, Jón Finnsson 520, Helga Guðmundsdóttir 300, Seley 420, Grindvíkingur 1050 og Arn- arnes 500. Á fimmtudagskvöld tilkynnti einn bátur afla, Huginn 600 lestir. Þann dag fengu 8 bátar afla, samtals 6400 lestir. 3 matsölustaðir sækja um vínveitingaleyfi UMSÓKNÍR þriggja matsölu- staða í Reykjavík um vínveit- ingaleyfi eru nú til afgreiðslu hjá dómsmálaráðuneytinu. Matsölu- staðirnir eru Askur, Matstofa Austurbæjar og Hornið, en ætl- unin mun sú að á þessum stöðum verði einungis á boðstólum létt vín. Ólafur W. Stefánsson skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu tjáði Mbl. í gær að umsóknirn- ar hefðu verið sendar borgaryfir- völdum og svonefndri matsnefnd vínveitingahúsa til umsagnar. Sagði Ólafur að borgarráð hefði ekki mælt gegn umsóknunum en ennþá hefði ekki borizt álit mats- nefndarinnar. Strangar kröfur eru gerðar til þeirra veitingahúsa, sem sækja um vínveitingaleyfi, og verður veitingastaðurinn að vera 1. flokks að mati fyrrnefndrar matsnefnd- ar. í fyrra var þremur matsölu- stöðum synjað um vínveitingaleyfi eftir að matsnefndin hafði gefið neikvæða umsögn en það voru Jkrínan, Kirnan og Nessý. Ljfem. Mbl. Ól. K. M. Miðaverð kvikmyndahúsa: Kvikmyndahúsin fá 61% en skattheimtan yfir 38% Sundurliðun á verði bíómiða lítur þannig út: Söluskattur kr.180,32 (18,032%), skemmt- anaskattur kr.150 (15%), menn- ingarsjóðsgjald kr.15 (1,5%), stefgjald kr.8,70 (0,87%), sæta- gjald kr.32,74 (3,274%) og eru þessir skattar alls 386,76 krónur eða 38,676% af verði hvers miða, en hlutur kvikmyndahúss er 613,24 krónur eða 61,324%. —Við sóttum um hækkun í 1.200 krónur, en fengum að hækka í 1.000 og liggur því enn fyrir hjá verðlagsyfirvöldum áframhaldandi hækkunar- beiðni, sagði Grétar Hjartarson framkvæmdastjóri Laugarás- bíós í samtali við Mbl. —Við viljum að sjálfsögðu ekki hækka miðaverð of ört, en það er nú ekki hærra en svo að það stendur ekki undir öllum kostn- aði við rekstur kvikmyndahúss og því verðum við að selja sælgæti í hléi, en bíóin eru að sjálfsögðu ekki gerð með það í huga, þótt segja megi nú að við Kvikmyndahúsin sóttu fyrir áramótin um hækkun á verði aðgöngumiða úr krónum 900 í 1.200, en leyfð var hækkun í kr. 1.000. Af verði hvers miða eru tekin 39% í ýmis gjöld, en 61% af aðgöngumiðaverð- inu renna til kvik- myndahúsanna. lifum á „sjoppunni." Okkur er reyndar illa við að hafa hlé og megum það heldur ekki alltaf, enda skemmir það einatt kvik- myndir að slíta þær í sundur. — Borið saman við leikhús- miðaverð, sem er um 4 þúsund, þá er ekki dýrt að fara í bíó og bilið þarna á milli hefur alltaf verið að breikka. Skoðun okkar er sú að skattheimta á miða- verðinu sé orðin alltof mikil og hana beri að minnka. Við getum t.d. nefnt sætagjaldið, það er aðeins lagt á kvikmyndahúsin í Reykjavík, ekki t.d. Kópavogi eða Hafnarfirði, en það er frá stríðsárunum og okkur finnst undarlegt að greiða skemmt- anaskatt, sem rennur til Sin- fóníunnar. Þá er það ekki síður undarlegt að tala um enn frek- ari gjaldtöku af miðaðverðinu til að afla fjár til kvikmynda- sjóðs, en þó væri eðlilegra að leggja eitthvað til hans en Sinfóníunnar. En það eru þess- ar álögur á miðaverðið, sem við viljum fá felldar niður og þá getum við líka enn frekar gert okkar til að fá hingað sem oftast nýjar myndir, sagði Grétar Hjartarson að lokum. Nýtt loðnuverð ákveöiö í gær: Afkomu sjómanna og útgerðar stefnt í voða Á FUNDI yfirneíndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gær var ákveðið nýtt lágmarksverð á loðnu veiddri í bræðslu á yfir- standandi vetrarloðnuvertíð. Var verðið ákveðið 16,20 krónur fyrir hvert kíló. Verðið er miðað við 8% fituinni- hald og 16% fitufrítt þurrefni. Verðið breytist um kr. 1.30 til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breyt- ist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0,1%. Fitufrádráttur reiknast þó ekki þegar fituinni- hald fer niður fyrir 3%. Verðið breytist um kr. 1,60 til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem þurrefnismagn breytist frá við- miðun og hlutfallslega fyrir hvert 0,1%. Ennfremur greiði kaupend- ur 4 aura fyrir hvert kg til ’oðnunefndar. Auk verðsins, sem að framam greinir skal lögum iamkvæmt greiða 10% gjald til itofnfjársjóðs fiskiskipa og 5% olíugjald, sem ekki kemur til skipta. Verksmiðjunum ber þann- — var bókað eftir fulltrú- um seljenda ig á grundvelli þessarar verðá- kvörðunar að greiða til útgerðar að meðtöldu olíugjaldi og stofn- fjársjóðsgjaldi heildarverð kr. 18,63. Afhendingaskilmálar eru óbreyttir. Verðið er uppsegjanlegt frá og með 1. mars með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. I yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Davíðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnússon af hálfu kaupenda og Óskar Vig- fússon og Páll Guðmundsson af hálfu seljenda. Fulltrúar seljenda láta bóka, að þeir mótmæli harðlega gerðri verðákvörðun og of stórum hlut kaupenda, þar sem kr. 4.50 eru teknar úr Verðjöfnunarsjóði fiski- skipa og afhentar verksmiðjueig- endum, meðan afkoma sjómanna og útgerðar er stofnað í voða, þar sem ekki er tekið tillit til afla- skerðingar og stórhækkaðs kostn- aðar, svo sem 170% hækkun olíu- verðs-til fiskiskipa milli ára. Óskar Vigfússon, fulltrúi sjó-! manna, lætur auk þess bóka: Þar sem Ijóst er að loðnusjómenn verða fyrir stórfelldri kjaraskerð- ingu á þessu ári vegna ákvarðana stjórnvalda um takmörkun á afla- magni, sem ætla má að nemi um það bil 25% á þessu verðtímabili, sé litið til meðaltals þriggja síðustu ára, ítreka ég þá kröfu mína, að stjórnvöld beiti sér nú þegar fyrir því, að sjómönnum verði tryggðar bætur úr Afla- tryggingasjóði í þeim veiðistöðv- unum er ákveðnar kunna verða á vertíðinni. Jóhann Ell- erup látinn JÓHANN Ellerup fyrrum apótek- ari í Keflavík er látinn. Hann var fæddur 8. janúar 1904 í Danmörku og gerðist apótekari á Seyðisfirði árið 1932 eftir nám í Danmörku. Var hann búsettur þar til ársins 1950 er hann gerðist apótekari í Keflavík. Hann var formaður Pharmaco, innkaupasambands lyfsala frá stofnun þess 1956. Þá var hann vararæðismaður Dan- merkur. Prófastsvísi- tazía í Dómkirkjunni Á MORGUN, sunnudaginn 3. febrúar, mun sr. Ólafur Skúlason dómprófastur vísitera Dómkirkjusöfnuð- inn. Vísitazían hefst með guðsþjónustu kl. 2 e.h., þar sem prófastur prédik- ar, en dómkirkjuprestarn- ir þjóna fyrir altari og Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar dómorganista. Eftir messu mun prófastur skoða kirkjuna og eiga fund með sóknarnefnd, safnaðarfulltrúa, prestum, organista og fleira starfsliði kirkjunnar. Þar verða rædd málefni safnaðarins og kirkjumál almennt. Safnaðarfólk er eindregið hvatt til að fjölmenna til guðsþjónust- unnar. Nemendur Tónlistarskól- ans í Reykjavík munu leika á orgelið í hálfa klukkustund, áður en guðsþjónustan hefst. Að sjálfsögðu verður einnig messað kl. 11 f.h. Það gerir sr. Erlendur Sigmundsson farprestur þjóðkirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.