Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 Sighvat- samverjinn Páll V. Daníelsson: Davið, ur og Það er furðulegt að fjármálaráð- herra skuli leyfa sér að gera þá breytingu á reglugerð um tollfrelsi til handa farþegum og farmönnum að opna bjórelfuna um Keflavíkur- flugvöll nánast upp á gátt. Þetta gerir hann um leið og hann á Alþingi lýsir því, að svo stríðir straumar bjórs hafi verið um hið þrönga hlið, að hver sem vilji geti fengið bjór keyptan og hann gangi kaupum og sölum á ákveðnu verði. Ennfremur skýrði hann frá því að farmenn teldu það kjararýrnun fyrir sig ef að væri þrengt í þessum efnum. Séu lagðir saman tveir og tveir þá virðist allt í lagi að flytja inn og selja ólöglegt áfengi, stjórn- völd viti um hlutina og reyni að flæmast undan með því að slaka stöðugt á. Aukin bjórsala Fréttir bárust frá Fríhöfninni þess efnis að bjórsala muni stórlega aukast. Athugum það. Bjórsala. Fólk þarf ekki að hafa fyrir því að flytja vöruna til landsins. Meira að segja að alls ekki eigi að nægja að flytja bjórinn inn heldur framleiða hann í landinu sjálfu. Þessu leyfa menn sér að halda fram þrátt fyrir þau ákvæði 7. gr. áfengislaga að ríkisstjórninni sé aðeins heimilt að leyfa tilbúning öls sem hefur inni að halda meira en 2W % Vínanda að rúmmáli, vegna sölu til erlends varnarliðs, er hér dvelur, eða til útflutnings." Ég veit ekki hvað það er að. misnota vald sitt, ef það er ætlun fjármálaráðuneytisins að út- færa reglugerð sína til framleiðsiu og sölu á áfengum bjór svo og til innflutnings og sölu á erlendum bjór. Hvorttveggja er þetta alger- lega bannað samkvæmt áfengislög- um og á ekkert skylt við þann farangur, sem farmenn eða farþeg- ar hafa með sér til landsins. Að skrumskæla lögin Fjármálaráðherrann vitnaði mjög til gamalla laga til stuðnings reglugerð sinni. Er ekki óeðlilegt þegar menn eru komnir í klípu að þeir leiti útgönguleiða og skal honum ekki láð það. Rismeira hefði þó verið að ganga hreint til verks og leiðrétta mistök sín. Hitt er öllu verra, þegar lögfræðingar leggja sig | í það að skrumskæla svo íslensk lög, að þegnarnir vita ekki hvað snýr upp eða niður. Að hægt sé að breyta markmiðum sérlaga eins og varð- andi innflutning á bjór, cannabis- efnum eða öðrum eiturefnum með reglugerð er út í hött. Við sem eigum að starfa að ákveðnum verk- efnum eftir ákveðnum lögum telj- um okkur skilja setningu eins og þessa. „Þó skal óheimilt að flytja til landsins öl, sem hefur inni að halda meira en 214% af vínanda að rúmmáli." Við höfum líka talið það, að Islendingar væru ekki „erlent varnarlið". Áfengi og siðleysi Sé að finna „bókstaf, lagakrók eða gömul lög, sem útrými nýjum eru það atriði sem laga þarf en ekki að beiti valdi lögfræðiþekkingar til þess að villa um fyrir hinum almenna borgara. Það hlýtur einnig að vera sú krafa til stjórnvalda, að þau séu gædd þeirri siðgæðisvitund að þau fari eftir þeirri megin stefnu, sem lög marka. Hitt er svo aftur á móti gamla sagan, að oft fer saman áfengi og siðleysi. Með bjórnum? Ég kemst ekki hjá því að minnast lítillega á þátt fjölmiðla í máli þessu. Þeirra siðfræði er ekki á hærra stigi en það að leggja meira upp úr og fagna því að á lögum hafi verið teygt. Lítið hefur risið upp til að ræða málið á grundvelli áfengis- laga. E.t.v. vantar þessa aðila auk- inn drykkjuskap með þeim afleið- ingum að lögbrot og ofbeldisverk aukist svo að hægt sé að skrifa sem æsilegastar fréttir. Það sé ekki þeirra verkefni að kryfja mál til mergjar og verja lög landsins. Hvað þá að koma því til leiðrr að til mannbóta horfi. „Jafnrétti“ — Forréttindi „Jafnréttismál" Davíðs Scheving ætla ég ekki að ræða. Að sá eigi réttinn, sem er svo efnaður að hann geti farið nokkrar ferðir á ári hverju til útlanda til þess svo m.a. að geta keypt í Fríhöfninni áfengan bjór, er ekki jafnrétti að mínu geði og ekki er það svo vel að þeir, sem ekki hafa efni á að fara til útlanda hafi það mikinn rétt, að þeir geti skroppið til Davíðs og fengið kassa af Tropíeana á heildsöluverði. Salt í sárin Við búum við vaxandi áfengis- vandamál. Við búum við vaxandi áfengisneyslu ungmenna. Við búum við vaxandi áfengissýki. Alls staðar þar sem bjórinn hefur haldið inn- reið sína hefur allt þetta aukist. Bjórkassinn hans Davíðs er salt í sár tugþúsunda íslendinga í þessum efnum og fjármálaráðherra hefur tekist með reglugerð sinni að leggja grundvöllinn að því að margfalda þá talentu. Og nú eru hassunnendur farnir að færa sömu rökin fyrir frjálsri sölu cannabisefna. Hvar er hinn miskunnsami samverji? Hver vill fórna bjórkassanum fyrir særða manninn? Páll V. Danielsson Jón Magnússon hdl.: Pólitísk innræting í skólum Um nokkurt skeið hefur verið deilt um það hvort pólitísk innræt- ing færi fram í skólum landsins eða ekki. Bent hefur verið á dæmi, þar sem ákveðnir vinstrisinnar sem fást við kennslustörf hafi kennt bækur eftir sjálfa sig eða bækur gefnar út af vinstrisinnuðum öfgahópum, þar sem þjóðfélaginu er lýst í samræmi við sósíalískar hugmyndir þeirra. Þau dæmi sem þannig hafa verið nefnd hafa verið fá og umræðan hefur jafnan lognast út af eftir hverja afhjúpun. Þeir vinstrimenn sem þannig hafa verið teknir í landhelgi hafa reynt að skýra mál sitt með þeim hætti, að öll mál væru pólitísk og því óhjákvæmilegt að komast hjá því að fjalla um pólitík við kennslu. Þessa staðhæfingu tel ég að vísu ranga, en þó hún væri rétt þá bæri samt sem áður að greina frá pólitískum atriðum á hlutlægan hátt, og gera öllum stefnum og skoðunum jafn hátt undir höfði. Þegar þessar umræður um póli- tíska innrætingu í skólum hófust var ég þeirrar skoðunar að hennar gætti mjög lítið e.t.v. vegna þess að ég varð á þeim tíma hvorki var við slíkt í þeirri skólastofnun sem ég kenndi við né í öðrum slíkum stofnunum sem ég þekkti til. Á síðustu árum hefúr þó komið í ljós að mun meiri brögð eru af pólitískri innrætingu en áður hafði verið ætlað. Til að forðast misskilning vil ég taka það fram að langflestir þeirra sem fást við kennslustörf blanda ekki einkaskoðunum sínum á stjórn- málum inn í kennsluna, en lítill en ákveðin hópur kennara virðist líta á það sem köllun sína í kennslustarfi að annast pólitíska trúboðsstarf- semi. Ástandið er alvarlegt þegar fjölmargir nemendur úr ýmsum framhaldsskólum halda því fram að góðar einkunnir fái menn ekki nema þeir skrifi jákvætt um sósíalismann og á þeim dynji stöðugur áróður gegn auðvaldsþjóðfélaginu en fyrir sósíalismanum. Þessir nemendur hafa mismunandi skoðanir á þjóð- félagsmálum og ummæli þeirra verða því ekki afgreidd sem rang- hugmyndir einhvers íhaldsfólks. Námsbókaval í ýmsum fram- haldsskólum sýnir ennfremur að margir kennarar sem fást við kennslu á því sviði þjóðfélagsmála eru staðráðnir í því að koma á framfæri rangri mynd af þjóðfé- lagsmálum pólitískum skoðunum sínum til framdráttar. Allir vita að áhrif kennara á skoðanamyndun nemenda sinna get- ur verið mjög mikil. Það verður því að gera þá kröfu til þeirra sem þau störf stunda, að þeir gæti fyllsta hlutleysis og skýri skoðanir og þjóðfélagsstefnur með þeim hætti að öllum sé gert jafn hátt undir höfði. Kennarinn á að fræða en láta nemendunum það eftir sjálfum að móta sína eigin afstöðu. Önnur afstaða kennara er móðgun við nemandann, sem sjálfstæðan ein- stakling. Þegar það kemur í ljós að þessum reglum er ekki fylgt verður að taka í taumana annað væri bein ögrun við það lýðræðisfyrirkomulag sem við búum við. En er þá ástandið orðið svona alvarlegt eins og hér er látið í veðri vaka? Enginn einn hlutur hefur sannfært mig jafn vel um það og fjölrituð námsgögn sem dreift hefur verið til nemenda í grunnskóla einum hér í borg. Satt að segja hafði maður ætlað að börn og unglingar Jón Magnússon væru látnir í friði, en því er aldeilis ekki fyrir að fara. I þessu námsefni sem þannig er dreift til 12 og 13 ára nemenda er myndin af íslensku þjóðfélagi dreg- in upp á mjög neikvæðan hátt. Hugtök og sjónarmið kommúnista eru alsráðandi. Á það skortir að einstök atriði séu sett í sanngjarnt og eðlilegt samhengi. Þessu til áréttingar leyfi ég mér að vitna til eftirfarandi málsgreina úr ofan- greindu námsgagni. „Miklar framfarir á stöðu kvenna hafa þó orðið í sósíalískum löndum og sumum auðvaldslöndum (ísland er að sjálfsögðu auðvaldsland skv. gagninu)". „Þjóðfélagsskipulagið veldur því að hvorki mannafli né tækniþekking nýtist". „Það má einnig orða þetta þannig að óskynsamlegt og mótsagnakennt skipulag auðvaldsþjóðfélagsins sé farið að bitna mjög greinilega á best menntuðu konunum". „Það er þetta skipulag í samfélagi og efnahag sem Marx var að lýsa í bók sinni Auðmagninu". „Einhvern vegin lítum við á allt fólk sem vöru eitthvað með ákveðnu verði, sem unnt er að reikna út í peningum". Hér eru teknar glefsur á stangli, en fólk getur síðan dæmt fyrir sig sjálft hvort það telur að hér sé um eðlilega fræðslustarfsemi að ræða eða pólitíska innrætingu. I þessum námsgögnum er eins og áður er sagt dregin upp neikvæð mynd af íslensku þjóðfélagi. Þegar textinn er lesinn í heild kemur í ljós að annarsvegar er auðvaldsþjóðfé- lag eins og okkar, en á því eru margir miklir vankantar, en hinn valkosturinn þ.e. sósíalisminn virð- ist skv. textanum vera mun heppi- legri að allri gerð og lögun. Ég vek athygli á því að það þjóðfélagsskipulag sem við búum við er alltaf nefnt auðvaldsskipulag. Hvergi er talað um þjóðfélag hins frjálsa markaðar hvergi er talað um að einungis í því skipulagi sem við búum við ríki lýðræði og einstakl- ingarnir njóti almennra mannrétt- inda. Hvergi er talað um að í ríkjum sósíalismans búi fólk við verri lífskjör en í okkar þjóðfélagsgerð, hvergi er talað um það að almenn mannréttindi séu allsstaðar fyrir borð borin í sósíalisku ríkjunum, hvergi er talað um það að í raun ríki flokkræðis- eða einræðisfyrirkomu- lag í þessum ríkjum. Ég fæ ekki betur séð en þarna sé um að ræða mjög lævísan óskamm- feilinn pólitískan áróður sem beinist gegn því þjóðfélagsskipulagi sem við búum við og kristin kirkja fær vissulega sinn skammt líka. Svona misnotkun íslenskra skóla fyrir pólitíska sértrúarsöfnuði verð- ur að taka enda. Það verður að hvetja foreldra til að kynna sér vel það námsefni sem börnum þeirra er gert að læra og yfirvöld mennta- mála verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir svona siðleysi. í stóli menntamála- ráðherra situr nú maður sem hefur sagst vilja beita sér gegn pólitísku siðleysi og meinar það sjálfsagt af einlægni. Þarna er verðugt verkefni. Reykjavík, 28. janúar 1980. Jón Magnússon hdl. Það nýjasta frá OSWALD beint á árshátíðina AUSTURRÍSKIR GÆÐASKÓR POSTSENDUM SAMDÆGURS S. 18519 Domus Medica Barónsstíg 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.