Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 3 1 Arnór Stígsson, Isafirði: Opið bréf til Birg- is G. Albertssonar Vegna greinar þinnar í Morg- unblaðið 22. janúar sl. tel ég mig tilneyddan til þess að svara þeim atriðum, sem koma þar fram, og snerta mig og mína persónulega. Þú talar sjálfur um í grein þinni, að ekki væri rétt að blása þessi mál út í blöðum, en heldur samt þeim blaðaskrifum við, sem Dick Philips stuðlaði að, með því að segja í blöðum og útvarpi, að allar frásagnir, aðrar en hans væru „rugi og þvætting- ur“, sem eru hans óbreyttu orð. Það voru einmitt þau ummæli hans, sem urðu til þess að eiginkona mín sendi grein í Morgunblaðið 1. nóv. sl. og var það í fullu samráði við mig. Töldum við rétt, að leiðrétta opinberlega rangar frásagnir hans í blöðum um, að skilti í húsum þarna, sýndu að öllum væri heimilt að búa í þeim, án leyfis. Vísa ég til þeirrar grein- ar, þar sem allt sem sagt var þar stendur óhaggað, þrátt fyrir þín skrif. Vil ég einnig taka fram, að umrætt bréf frá D. Ph. var ekki sent mér, eins og þú segir, heldur Málfríði, og aðalatriði þess brefs virtist vera að koma sök á farastjóra hópsins sl. sumar, þó afsökunar væri beðið á þessu eina skipti, en hann viðurkennir að hafa leyft því í vissum tilfellum að nota húsið og að hafa dvalið með sína hópa þar undanfarin ár. Ummæli Vestf. Fréttablaðsins um prófessorsnafnbót og kastala D. Ph. koma mér ekki við, enda ekki höfð eftir mér eða minni fjölskyldu, enda skiptir okkur engu máli hver þessi maður er, heldur það sem fyrir okkur er aðalatriði þessa máls: að hann hefur skipulagt á hverju sumri ferðir þessara hópa, sem hafa búið í húsi okkar, um lengri eða skemmri tíma, án nokkurs leyf- is. Gæti ég trúað að þín skrif hefðu orðið neikvæðari, ef þú hefðir ekki haft önnur kynni af þessum manni en við, og býst ég við, að þér væri svipað innan brjósts og okkur, ef þínar eignir á Hesteyri, hefðu verið eins notaðar, að þér forspurðum. Hvernig sem ykkar viðskipt- um er háttað, þá eru staðreyndir sem við okkur blasa, sem hér eiga hlut að málum þær: Að Dick Philips hefur aldrei haft leyfi fyrir afnotum af okkar húsi á Horni, en hefur ráðstafað því fyrir skipulagða hópa sína, árum saman. Að fjöldi fólks hefur komið að þessum hópum þarna, og jafnvel með allar sínar vistir í húsínu, þó að eigendur fengju bestar sannanir fyrir þessu í sumar sl. Þetta fólk hefur skrifað í gesta- bók þá, sem við höfum og tiltekið dagafjölda sem það hefur búið þarna, og sjálft skrifað undir. Að ferðahópar þessir, hafa talið sig hafa heimild frá D. Ph. til þess að nota húsin þarna, að eigin vild og talið sig greiða fyrir það. Það skal tekið fram, að það fólk sem var þarna í sumar sl. virtist prúðasta fólk, og engin ástæða til að rengja það, um þeirra skýringar á veru þeirra þarna, þó að þeir sem um ferðir þeirra sjá, segi öðru vísi frá. í grein þinni Birgir, segir þú það ósannindi, að umgengni þessara hópa, hafi verið slæm þarna. Ættir þú að fara varlega út í fullyrðingar um það, þar sem þú varst ekki nærstaddur, en með okkur voru óvilhallir aðilar, sem vitnað gætu um að aðkoman í sumar var vægast sagt slæm, en þó ekki mikið verri en undanfarin ár, þegar við höfum komið norður, eftir að þessir hópar hafa dvalið þarna. Hefði verið viðkunnalegra að þú hefðir haft samband við okkur og reynt að fá réttar upplýsingar, áður en þú fórst með þetta í blöð. Tel ég að þjí gerir margumræddum vini þín- um engan greiða, með því að halda þessum blaðaskrifum á, og að flytja mál þessa manns, eins og þú segir. Vona ég að þú og þinn D. Ph. verði menn til þess að færa ykkar mál fram persónulega, ef þið teljið ykkur eiga eitthvað vantalað við okkur. í grein þinni nefnir þú símtal við einn af eigendum tiltekins húss á Horni, tek ég hér fram að það var við mig sem þú talaðir, ef þú værir búinn að gleyma því, eins og fleiru sem okkur fór á milli í því símtali. Sannleikurinn er sá, að þú baðst um það í síma, fyrir nokkrum árum að fá leigt húsið á Horni, fyrir Englending nokk- urn Dick Philips, til dvalar fyrir hann og hópa hans í 20 daga. Tjáði ég þér að um slíkt yrði ekki að ræða, þar sem móðir mín og við systkinin, værum á móti því að leigja út húsið, og einnig að á sumrin mætti alltaf búast við að einhver úr fjöl- skyldunni, yrði þarna á ferð og mundu þá að sjálfsögðu dvelja í húsinu. Gat ég þess, að tilgangslaust væri fyrir mig, að banna þessu fólki að fára í húsið, ef við yrðum ekki stödd þarna, þar sem húsið stæði opið, en leyfi fengi" það ekki. En það datt mér síst í hug, Birgir, að þú ættir sftfr að rangfæra mín orð, möfgum ár- um seinna og það í blöSum. Mér vitanlega ér þetta eina beiðnin, sem komið hefur frá D. Ph. um þetta hús, en sjálfur hefur hann aldrei við okkur talað, eða neinn úr fjölskyld- unni. Ég mun ekki halda þessum blaðaskrifum áfram, enda ekki vanur því, að eiga í útistöðum við fólk, en að lokum vil ég segja það, að erindi það, sem þú byrjar grein þína á Birgir, finnst mér eiga betur við þín eigin blað- skrif, þar sem þú hikar ekki við, að bera á okkur ósannindi, án þess þó að afsanna neitt af því, sem við áður höfum sagt. Arnór Stigsson, Isafirði. „BIG BAND“ Skólahljómsveitarinnar i Kópavogi, mun á sunnudagskvöld- ið spila i Sigtúni og i ráði er að svo verði næstu sunnudagskvöld. „Big Band“ er 18 manna jazz—hljómsveit og stjórnar hcnni nú Gunnar Ormslev. Á myndinni er það ekki Gunnar sem heldur á tónsprotanum, heldur Björn Guðjónsson stjórnandi Skólahljómsveitarinnar. Þröskuldur valdhafanna: Danski ritfhöfundurinn ERIK STINUS heldur fyrirlestur um vandamál þróunarlandanna og sýnir litskyggnur í Norræna húsinu, laugardaginn 2. febr. kl. 16:00. Verið velkomin Norræna húsiö NORRíNáHUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Fyrirlestur hjá Landfræðifélaginu: Dreifing byggðar á Norð austurlandi til forna NÆSTI fræðslufundur Landfræði- félagsins, og sá 5. í vetur, verður haldinn mánudaginn 4. feb. kl. 20.30 f stofu 201 f Árnagarði. Þá mun dr. Sigurður Þórarinsson prófessor flytja fyrirlestur um efnið Dreifing byggðar á Norðaustur- landi til forna. Mun erindið einkum fjalla um byggð á jaðarsvæðum inn til landsins á svæðinu til forna. Dr. Sigurður hefur tvö s.l. sumur unnið að rannsóknum á þessu svæði í samvinnu við þá dr. Stefán Aðal- steinsson og dr. Sveinbjörn Rafns- son. Fyrirlesturinn er öllum opinn. skilið að eignast stóran lesenda- hóp og mega ekki vanta í neitt skólabókasafn. Þá vil ég geta þess að Kallabæk- urnar eru ríkulega myndskreyttar af sænska listamanninum Ilon Wikland. Frágangur bókanna er góður og forlaginu til sóma, en það er Bókaútgáfan Fróði sem gefur bækurnar út. Þetta er ekki ritdómur, en tilgangurinn með þessari stuttu umsögn er fyrst og fremst sá að vekja athygli á góðri bók, sem vafalaust hefur farið fram hjá mörgum. Þótt enn hafi ekki birst ritdóm- ur um Kalli á þakinu flýgur að nýju vona ég að gagnrýnendur dagblaðanna bæti fljótlega úr því. Bókin á betra skilið en hún sé látin liggja í þagnargildi. Ármann Kr. Einarsson Sigurður Gunnarsson Fjölbreytt m.a. dagskrá; Barna- og unglingaskemmtun í veitingahúsinu Glæsibæ, sunnudaginn 3. febrúar kl. 14.30. Húsið opnað kl. 14.00. Kynnir: Gerður Pálmadóttir Aögöngumiöar á kr. 1.000.-, gilda sem happdrættismiöar. Forsala aögöngumiða í BJARKARÁSI VIÐ STJÖRNUGRÓF í dag kl. 14—16 og viö innganginn á sunnudag. Fjáröflunarnefd Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.