Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 7 Um saman- buröarfræöi kommúnista L í forystugrein Vísis í gœr er fjallað um hernaö- arstefnu Sovétríkjanna og ofbeldi þeirra í Afgan- istan. Þar segir: „„Hernaðarafskipti Sovétríkjanna í Afganist- an verður að skoða sem beina útþenslustefnu risaveldisins á kostnað sjálfstæðrar smáþjóðar. Heimsvaldastefna Sovét- ríkjanna er bein ógnun við heimsfriðinn." Þannig er m.a. að orði komist í yfirlýsingu sex stjórnmálasamtaka, sem í dag efna til mótmæla- stööu við sendiráð Sovét- ríkjanna hér á landi í tilefni af innrás þeirra í Afganístan. I hinum tilvitnuðu orð- um yfirlýsingarinnar er komið að kjarna málsins: heimsvaldastefnu Sovét- ríkjanna. Kommúnistarnir í Al- þýðubandalaginu og nyt- samir sakleysingjar þeirra í hópi svokallaðra herstöövaandstæðinga fást hins vegar ekki til þess að viðurkenna þessa staðreynd. Þeir 1 halda því fram, að Sovét- ríkin séu með innrásinni í Afganistan að hegöa sér eins og öll stórveldi geri alltaf, þegar þau sjái sér færi á landvinningum, og reyna að koma því inn hjá mönnum, að í rauninni hafi innrásin verið heimil samkvæmt samningi Sovétríkjanna og Afgan- istan frá í desember 1978 „um vináttu, góöa sam- búð og samvinnu", eins og hann heitir, en komm- únistarnir hér kalla alltaf „varnar- og vináttusamn- ing“ Sovétríkjanna og Afganistan. Meö þessari nafngift eru þeir að reyna að jafna honum til varn- arsamningsins mílli íslands og Bandaríkj- anna, og koma því inn hjá mönnum, að slíkir samn- ingar stórþjóða og smá- þjóða séu ævinlega vara- samir. Allur er þessi málflutn- ingur hin grófasta föls- un.“ Nauösynleg varúöar- ráöstöfun „Hernaðarinnrás Sov- étríkjanna í Afganistan og valdbeiting þeirra og fylgiríkja þeirra í öðrum löndum er aðeins sönnun um útþenslustefnu Sov- étríkjanna, en auövitað engin sönnun um út- þenslustefnu annarra rfkja. Það er líka hrein rang- færsla, að samningar smáþjóða við stórveldi um varnarmálefni hafi í för með sér einhverja sjálfkrafa hættu fyrir smáþjóðirnar. Þetta fer allt eftir því, hvert stórveldið er. Það er að vísu fyrir löngu sannreynt, að hvers konar hernaðar- eða vináttusamningar svokallaðir við Sovétríkin geta orðið banabiti hvaöa ríkis sem er. Um þetta eru Afganistan, Tékkó- slóvakía og Ungverjaland auðvitað minnisstæðustu dæmin. En svo kemur hitt líka til, að Sovétríkin hafa langt frá því alltaf talið sig þurfa að skjóta sér á bak við einhverja slíka samninga til þess að réttlæta íhlutun sína í innanríkismál annarra ríkja. Þegar Sovétríkin t.d. sölsuðu upphaflega undir sig þau lönd, sem nú eru leppríki þeirra í Austur- Evrópu, var það ekki gert með stoð í neinum varn- ar- eða vináttusamning- um. Og ekki heldur t.d. íhtutun þeirra í málefni ýmissa hlutlausra Afríku- ríkja á síðustu árum. Varnarsamvinnan í At- lantshafsbandalaginu við vestræna stórveldið, Bandaríkin, hefur á hinn bóginn hvergi leitt til íhlutunar þeirra um inn- anlandsmálefni hinna minni bandalagsþjóða, hvað þá til glötunar á sjálfstæði þeirra. Þessi staðreynd kippir algjör- lega stoöunum undan öll- um samasemmerkjum, sem herstöðvaandstæö- ingar hér eru að reyna að setja milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Sam- starfið í Atlantshafs- bandalaginu hefur þvert á móti tryggt bandalags- þjóðunum öryggi gegn hernaðaríhlutun Sovét- ríkjanna.. Aðild okkar íslendinga að Atlantshafsbandalag- inu og varnarsamstarfiö við Bandaríkin er varúð- arráðstöfun okkar gegn því að standa berskjald- aðir fyrir sovéskri árás. Innrás Sovétríkjanna í Afganistan nú er aöeins enn ein staðfestingin á því, aö þessi varúðar- ráðstöfun er okkur nauð- synleg.“ 1 voru 1100 x 20 14 og 16 PR Nylon Kr. 168.000- Eigum einnig á lager amerísk jeppa- dekk á mjög góöu veröi: G 78 x 15 kr. 41.800 H 78 x 15 - 48.600 L 78 x 15 - 54.400 Skiptingar, umfelganir og fullkomin viógerðarþjónusta á staónum. Opió til kl. 7 mánudaga - föstudaga Opiótil kl. 4 laugardaga Bandag Hjólbarðasólun h.f. Dugguvogi 2 - Sími 84111 Morgun haninn Það er Ijúft að vakna á morgnana í skólann og vinnuna, viö tónlist eða hringingu í morgunhananum frá Philips. Hann getur líka séð um að svæfa ykkur á kvöldin með útvarpinu og slekkur síðan á sér þegar þið eruð sofnuð. Morgunhaninn er fallegt tæki, sem er til prýðis á náttborðinu, þar að auki gengur hahn alveg hljóðlaust. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Tilboð óskast (eftirtaldar bifreiöar, er veröa til sýnis þriðjudaginn 5. febrúar 1980 kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: árg. Chevrolet Nova, fólksbifreið 1977 Ford Escort fólksbifreið 1973 Ford Escort fólksbifreiö 1973 Chevrolet Suburban 4x4 1975 Chevrolet Suburban 4x4 1974 Chevrolet Suburban 4x4 1973 Chevy Van, sendiferðabifreiö 1974 Chevy Van, sendiferðabifreiö 1974 Chevy Van, sendiferöabifreiö 1973 UAZ 452, torfærubifreið 1972 UAZ 452 diesel, torfærubifreið 1969 GMC station 4x4 1972 Ford Transit, sendiferðabifreið 1973 Ford Escort, fólksbifr. skemmd eftir veltu 1978 Chevrolet Malibu Classic skemmd eftir árekstur 1978 Peugeot 404, fólksbifreiö 1969 International Scout, torfærubifreiö 1974 Ford Bronco, torfærubifreiö 1975 Ford Bronco, torfærubifreiö 1974 Volkswagen 1200, fólksbifreið 1974 Volkswageh 1200, fólksbifreiö 1973 Volkswagen 1200, fólksbifreiö 1973 Volkswagen 1200, fólksbifreið 1972 Volkswagen 1200, fólksbifreið 1972 Volkswagen 1200, fólksbifreið 1972 Volkswagen 1200, fólksbifreið 1972 Land Rover benzín, lengri gerð 1972 Land Rover diesel 1974 Land Rover benzín 1973 Land Rover benzín 1971 Land Rover benzín 1965 Mercedes Benz, sendiferðabifreiö 1967 Sno-Trick vélsleði, ógangfær Járnavagn Til sýnis hjá Flugmálastjórn, Siglufiröi: Dodge Weapon, torfærubifreið árg. 1953 Til sýnis á athafnasvæði Pósts og síma, Jörfa: Volvo vörubifreið m/ 10 manna húsi árg. 1961 Til sýnis á athafnasvæöi RARIK, Súöarvogi: Reo Studebaker m/ staurabor árg. 1952 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, véladeild: Festivagn til vélaflutninga. Tilboöin verða opnuð sama dag kl. 16:30 að viöstöddum bjóöendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGAHTUN! 7 SIMI 7.0844

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.