Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 15 „Oft má á máli þekkja, manninn hver helzt hann er ... Eins og drepið er á hér að framan á þjóðin orðið mikið undir almennu gáfnafari sérfræðinga sinna, svo mikil völd, sem hún hefur fengið þeim. Við leikmenn getum auðvitað ekkert dæmt um getu þeirra í sérgrein sinni, reyn- um því að gera okkur grein fyrir statusnum í kollinum á þeim af málfari þeirra og hugsun í ræðu og riti þegar þeir ræða almenn mál, en það er langur vegur frá því, að þeir hafi allir vit á að halda sér við leistann sinn. Þegar þeir álpast þannig fram á almennan vettvang náum við í skottið á þeim, og það virðist ekki allt í sómanum í kollinum á þeim sum- um. Málfarið er brenglað, hugsun- in slöpp, og þá verður okkur fyrir að spyrja, hver sé geta þeirra í erfiðri vísindagrein. Mér er engin launung á því, að nokkra sérfræð- inga, sem mikið er hampað, er ég með sjálfum mér búinn að úr- skurða algera bjána og læt mig þó einu gilda, þótt þeir skreyti sig með hinum veglegustu lærdóms- titlum í bak og fyrir. Fiskifræð- ingurinn minn ungi verður mér nú enn dæmi, ekki af því að hann sé sá lakasti, langt frá því, heldur er ég að veltast með hann hvort eð er, en auðvitað væri meiri matur í ónefndum efnaverkfræðingi og doktor. Fiskifræðingurinn ungi er búinn að læra íslenzku í barna- skóla, gagnfræðaskóla og mennta- skóla, eða alls um 15 ár, en samt „rýnir“ hann „1 málefni“, í stað þess sem venja er alþýðu manna, að rýna i plögg og og kynna sér málefni, brezkir togaraeigendur kallast á hans máli „brezkir einka- aðilar tengdir togaraútgerð". Fiskikort hafa „eigindi“ og finnst mér það fullhátíðlegt orðafar um fiskikort, ekki sízt, þegar hann virðast meina gerð fiskikorta. Þekkingarlítill skipstjóri í siglingafræðum er „græningja- legur“, það er, hann ber þekk- ingarleysi í siglingafræði utan á sér. Það væri óskandi að fiski- fræðingar bæru þekkingarleysið á lífkeðjunni í sjónum utan á sér, þá tæki almenningur öll þeirra plön ekki eins alvarlega og hann gerir. Útlenda sjómenn kallar fiskifræð- ingurinn „framandi" sjómenn. Það held ég sé misnotkun á orðinu framandi. Hann á í fórum sínum, pilturinn, upplýsingar, sem hann segir að séu „forgengilegar" og er þá ekki alveg ljóst, hvort hann á við, að þær séu tímabundnar, haldlausar eða rangar, nema allt sé og fiskifræðingar hafi fundið upp að nota þetta eina orð um upplýsingar sínar í stað hinna þriggja. „Ördeyðuhugarfar“ er ég ekki alveg viss um hvað merkir hjá honum, líkast til algera stöðv- un heilastarfseminnar, en þá er bara ekki um neitt hugarfar að ræða og samsetningin stenzt því ekki. Þetta er svipað og tala um ördeyðuafla. A einum stað segir hann svo: „... náin þekking á svæði skilur oft milli afla og armæðu“. Það er nú fyrst að nefna, að annað orðið er hlutlægt en hitt huglægt og fara illa sem gagnstæður, auk þess, sem afli og armæða fara oft saman. það vantar tíðum ekki armæðuna við að ná inn miklum afla. Þarna hefði nilturinn komið við ördeyð- unni, sem hann notaði áður skakkt. Á einum stað segir hann: „Þegar ég fór fyrst til sjós, var starfi minn að mestu bundinn við dekkið." Mér skilst á frásögninni að hann hafi verið háseti og hefði því getað sparað sér heila setn- ingu og hana ekki fallega. Á þessum fyrstu sjómannsárum sínum, segist hann hafa farið stöku sinnum upp í brú, þegar hann losnaði við dekkið og þá komst hann „ekki hjá því að láta augun detta niður á kort, sem lágu útbreidd á borðum“. Þetta er dálítið loðin lýsing á kortaklefa í fiskiskipi, þar er yfirleitt ekkert borðasafn, og manni finnst hann hefði getað látið sér nægja að reka augun í kortin í stað þess að láta augun detta. Hann kemur aftur að upplýsingunum og segir: „En eftir blíva hinar litt umbreyt- anlegu upplýsingar um togbotn- inn, sem hverjum skipstjórnar- manni eru bráðnauðsynlegar í hvert sinn er hann setur botntækt veiðarfæri í sjó.“ Með orðinu blíva er hann að lífga upp á stílinn, eins og oft er gert með hæpnu en galgopalegu orðafari en klausan á eftir um hinar lítt umbreytanlegu upplýsingar drepur rækilega þá tilraun í fæðingunni. Með þessum lítt umbreytanlegu upplýsingum er fundin andstæða hinna for- gengilegu, sem hann nefndi fyrr. Þessar litt umbreytanlegu upp- lýsingar myndi alþýða manna líkast til kalla varanlega eða traustar. Botntækt veiðarfæri er alls ekki rangt orð en óþarflega vísindalegt í ekki vísindalegri rit- gerð og nægt hefði botnveiðar- færi, en hins vegar þarf að far'a upp í háskóla til að finna svo illa talandi íslending, að hann „setji“ veiðarfæri í sjó. Vörpum og nótum er kastað, lína og net lögð. Ég man ekki eftir neinu veiðarfæri, sem er „sett“ í sjó. Það er þá eitthvað, sem þeir nota á Ha- frannsókn til að finna með „síðasta þorskinn". Undir lokin gerist fiskifræðingurinn þjóð- ernissinnaður í fiskikortagerð og jafnframt skáldlegur svo um mun- ar. Hann segist hafa tekið eftr því á árunum, sem hann var bundinn við dekkið og lét augun detta niður á útbreiddu kortin á borð- unum, að lesningin á kortunum var oftast dönsk eða ensk, sem gaf „upprunann ótvírætt til kynna“. Auðvitað nær engri átt að við notum erlend kort innan íslenzk- rar lögsögu, það særir þjóðar- metnaðinn og hann heldur áfram að ræða þessa óhæfu og svo sem oft er um þjóðernissinnaða menn fulla metnaðar fyrir hönd þjóðar sinnar, þá grípur hann til skáld- legs og hátíðlegs orðafars og segir: „... við höfum látið erlendum þjóðum það eftir að mæla og festa á blað útlinur og lögun, gerð og gjöfulleika þessara votu lands- hluta.“ Ég hef lengi haft grun um að fiskifræðingar væru ekki síðri skáld en vísindamenn. Það er greinilegt að svona skáldlega geta ekki aðrir en þeir skrifað um fiskikort, sem eru gæddir miklu hugarflugi, en mér finnst tækn- inni vera ábótavant, sérstaklega kann ég ekki við þessa skálda- kenningu að kalla sjóinn umhverf- is landið votan landshluta, eink- um af því að hún bíður upp á aðra skáldakenningu, sem mér fellur enn verr, en það er að landið okkar sé kallað þurr sævarhluti. Ég veit ekki nema fiskifræðingar ættu að leita til Snorra um sævarkenning- ar og fara með meiri gætni af stað í skáldskap sínum ekki síður en vísindamennskunni. En hófstilling er nú máski ekki þeirra stærsti kostur á Hafrannsókn. Ég verð nú að kveðja fiskifræð- inginn minn og vona, að hann fyrirgefi mér að ég greip til hans, af því að hann var við höndina til að bregða upp mynd af fram- hleypnum háskólaunglingi og tröllheimskum sérfræðingi. I lok- in vil ég geta þess, að ritstjóri Víkingsins, nú er mér sagt að sé háskólaunglingur og gott ef hann hefur ekki annan álika sér til aðstoðar. Guðmundur Jensson með sinn barnaskólalærdóm og einn vetur á loftskeytaskóla eða svo, hefði aldrei hleypt þessari ritsmíð í blað sitt, bæði af því að hann hefði haft þekkingu til að vita hana efnislega ranga og kunnáttu til að vita hana óhæfa til birtingar vegna bjagaðs málfars. Ég er eindregið þeirrar skoðun- ar, að við verðum að hefja al- menna skynsemi til vegs á ný og fara varlegar en við gerum í því að veita nýbökuðum sérfræðingum alla forsjá þjóðarinnar. Það eru ekki eins miklar gáfur á bak við formúlur þeirra og tölvuútskrift og almenningur heldur. Skúlptúrform í vatnslit Ingi Hrafn á sýningu sinni að Skólastræti 5. Það verður vart annað sagt en að Ingi Hrafn Hauksson sé iðinn við kolann hvað sýningar snertir í einkagalleríi sínu og jafnframt vinnustofu, að Skóla- stræti 5, er dregur nafn af götunúmerinu og nefnist Stúdíó 5. , I haust sýndi hann upphleypt myndverk, eða relief eins og menn nefna það gjarnan og vakti sú sýning athygli og gekk mjög vel. Þessi sýning Inga Hrafns á skúlptúrformum í vatnslit, er nú stendur yfir og lýkur á sunnudagskvöld, hefur einiíig vakið athygli og géngið býsna vel. Ingi virðist eiga þó nokkuð stóran hóp aðdáenda og velunnara því myndir hans -virðast ganga út líkt og heitar lummur í hvert sinn sem hann treður upp með sýningu og virðist næsta sama hvað hann sýnir. Það er svolítið þungur blær yfir þessari sýningu en þó eru litir Inga öllu jarðneskari en t.d. í upphleyptu myndunum hans er áður var drepið á og stundum er hann jafnvel „art- istískur" í lit eins og t.d. í mynd nr. 15 er hann nefnir „Ástin mín“. Sú mynd þykir mér líka lífmest og safaríkust mynda hans á þessari sýningu, svo og einnig þær myndir aðrar þar sem glittir í slík vinnubrögð. Önnur mynd er vakti athygli mína fyrir góð vinnubrögð var nr. 28 „Ættarbragur". — Ég tel einsýnt að létt og lifandi vinnu- brögð hæfi Inga Hrafni betur en sá þungi, sem er yfir sumum myndunum á sýningunni en hins vegar er það ekkert Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON óvenjulegt, að menn sem fást við skúlptúr séu nokkuð þungir í lit er þeir vinna í málverki, pastel, krít eða vatnslit. Hvað sjálf formin í myndun- um áhrærir geta þau verið skemmtilega undurfurðuleg og bera vissulega svip af skúlptúr- formum og hér kemur ýmislegt fram, sem manni finnst ein- hvernveginn að einungis geti komið frá þessum listamanni og er því í hæsta máta persónu- legt. Ég fjölyrði ekki meira um þessa sýningu nema að ég vil bæta því við, að hún er vissu- lega heimsóknar virði og gaman verður að fylgjast með Inga í framtíðinni ef hann vinnur jafn markvisst að myndsköpun og hann hefur gert undanfarin misseri. Bragi Ásgeirsson. Sýning Helga Þ. Friðjónssonar Ferill og þróun Helga Þ. Friðjónssonar, er þessa dagana sýnir allnokkur málverk sem hann hefur unnið næstum beint upp úr frumrissubókum sínum, þykir ýmsum og þar á meðal undirrituðum dálítið furðu- legur. Skólun og undirstöðumennt- un hefur hann ágæta, var t.d. í fimm ár í Myndlista- og hand- íðaskólanum og vakti þar at- hygli fyrir frumlega myndhugs- un — síðan lá leið hans til Hollands eins og svo margra ungra manna á síðustu árum og nam í listaháskólum í Haag og Maastricht. Mér eru þær stofn- anir alls ókunnar og jafnframt sú kennsla er þar fer fram en það má þó leiða getum að því að hún hafi verið hugmyndafræði- legs eðlis og að lítil rækt hafi verið lögð á tæknibrögð. Myndir þær sem Helgi hefur sýnt eftir að hann kom frá Hollandi virðast mér stórum rýrari í roðinu hvað tæknibrögð snertir heldur en margt það sem maður sá frá hans hendi áður. Þá eru þær stórum átakaminni og á stundum fullkomlega óskiljan- legar, jafnvel þótt þeim fylgi einnatt langur eða stuttur texti. E.t.v. dettur einhverjum í hug, að nefna þetta launhæðið skop en satt að segja þykir mér það koma treglega til skila vegna ófullkominna teikninga. Virðist hér kæruleysi ráða meira ferð- inni en vangeta því að allir sem til þekkja vita að Helgi getur gert betur, já, miklu betur. E.t.v. svarar einhver þessu með því að nú á tímum sé jafnvel kæruleysi hluti listsköpunar og ef svo er þá er ég hér alveg utangarna og hef næsta lítið til málanna að leggja. Ég læt hér eina mynd fylgja er gefur nokkra hugmynd um vinnu- brögð Helga og hún segir meira en mörg orð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.