Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 Á ísland að taka þátt í Ólympíuleikunum — eða á Ótrúleg móðursýki hefur gripið um sig — segir Birjfir BorKþórsson lyít inxamaður ÉG LÝSI mig algjörlega mótfallinn því að hætt verði við þátttöku Islands í Ólympíuleikunum í Moskvu í sumar. Mér finnst ótrú- lega mikil móðursýki hafa gripið um sig í kjölfar innrásar Sovétmanna í Afganistan og handtöku Andrei Sakharovs. Ég vil benda á, að í gegn um sögu Ólympíuleikanna hefur að meira eða minna ieyti á hverju ári verið róstusamt í heiminum og stórveldin, sitt á hvað, verið að hlutast til um innaniandsmál ann- arra þjóða, án þess að það hafi hingað til þótt vera ástæða til þeirra róttæku aðgerða, sem nú eru að hafa stórfelld áhrif á fram- kvæmd Ólympíuleika. Ég ítreka þá afstöðu að ekki skuli blanda saman íþróttum og stjórn- málum þó að nú sé því haldið fram af mörgum, að það sé gömul og úrelt tugga. Ég vil minna á að fyrir Ólympíuleikana 1976 voru þeir aðil- ar, sem nú hvetja til að Olympíu- leikarnir í Moskvu verði hundsaðir, í fremstu röð þeirra sem héldu því fram, að óhæfa væri að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Það var í kjölfar þeirrar ákvörðunar fjölda Afríkuríkja að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum af stjórnmála- legum ástæðum. Ég leyfi mér að efast um það, að það að hundsa leikana í Moskvu verði Sovétríkjun- um jafn mikil hegning sem margir virðast halda. Ég óttast hins vegar að ef ekki verður af þessum Ólymp- íuleikum í Moskvu, þá séu þeir þar með liðnir undir lok í núverandi mynd og í framtíðinni muni íþrótta- menn heims skiptast í fylkingar eftir stjórnmálaskoðunum þjóð- landa þeirra. Endir verði þar með bundinn á íþróttasamskipti þjóða að miklu leyti. Af þessum sökum vil ég ítreka þá skoðun mína, að okkur beri að taka þátt í leikunum í Moskvu og láta ekki stjórnast af tilmælum þeirra manna erlendis, sem hrundið hafa af stað áróðrinum gegn leikunum í sumar. ÓL-hugsjóninni ber að halda utan við pólitískt dægurþras — segir Ilörður óskarsson. formaður Sundsamhandsins ÞRÁTT fyrir hina hörmulegu at- burði síðustu vikna þá tel ég engu að síður, að Island eigi og beri að taka þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu. Hvarvetna um heiminn deila ríki og heyja blóðugar styrjaldir. Undir engum kringumstæðum ber að leiða Ólympíuhugsjónina inn í þessar deilur — henni ber að halda utan við pólitískt dægurþras. Ég er sammála afstöðu íslenzku Ólimpíunefndarinnar um að senda keppendur til Moskvu. Þrátt fyrir það fordæmi ég innras Sovétmanna inn í Afganistan og ég fordæmi ofsóknir á hendur andófsmanninum Andrei Sakharov, og félögum hans í sovézku andófshreyfingunni. En þessu tvennu, Ólympíuleikum og framkomu Sovétmanna vil ég ekki blanda saman. Ærir óstöðugan ef taka á tillit til alls ofbeldis — segir Rögnvaldur Sigurjónsson. einn af þátttakendum Islands á ólympíu- leikunum i Berlín 1936 ÞAÐ ÆRIR óstöðugan ef taka á tillit til alls þess ofbeldis, sem viðgengst í heiminum, þegar ákveðið er hvort Ólympíuleikar skuli fara fram í þessu ríkinu eða hinu. Þá lokast allt inni í einum gríðarlegum Berlínarmúr. Því tel ég rétt að taka þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu. En það sem kemur mér spánskt fyrir sjónir er, að Sovétmönnum skuli hafa verið úthlutað Ólympíu- leikunum í upphafi. Þá voru þeir studdir af Bandaríkjamönnum. All- ir vissu þá um mannréttindabrot í Sovétríkjunum, þau eru ekkert nýtt mál. Auðvitað fordæmi ég innrás Sov- étmanna í Afganistan og handtöku Andrei Sakharovs harðlega. Það hljóta allir ærlegir menn að gera. í Sovétríkjunum er einræðisstjórn af verstu tegund en það breytir því ekki að ekki skal blanda saman íþróttum og pólitík. Þá sigla leik- arnir í strand, fyrr en síðar. ÓL-hugsjónin hafin yfir köld stríð og pólitík — segir Eysteinn B Þorvaldsson. formaður samhands \.f”lrL íslands KRAFAN um að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu er til komin vegna vopnaðrar íhlutunar Sovétríkjanna í Afganistan. Yfir- gangur hervelda af þessu tagi er því miður engin nýlunda á síðari árum. Nægir þar að benda á Víetnamstríð- ið og valdaránið í Chile. Þrátt fyrir slík ótíðindi á sviði stjórnmála og hernaðar, hefur sú meginstefna ríkt meðal íþróttasamtaka um heim all- an að vinna beri að íþróttasamskipt- um óháð stjórnmálum. Þetta hefur tekist betur í framkvæmd en nokkur önnur friðarviðleitni í heiminum. Sameiningartákn hugsjónarinnar sem að baki hinum friðsamlegu íþróttasamskiptum býr, eru 01- ympíuleikarnir. Ég tel að við íslend- ingar eigum að standa vörð um þá hugsjón í verki. Hún er hafin yfir heit stríð og köld og pólitísk óhæfu- verk. Ég álít það vansæmandi fyrir íslendinga og hættulegt fyrir íþróttahreyfinguna að hlýða stór- pólitískri áskorun erlends stórveld- is, hvert svo sem það er. Við eigum ekki að láta þátttöku okkar í íþróttum vera háða valdatafli í stjórnmálum. Áskoranir þeirra sem vilja láta okkur hætta við ólympíuþátttöku einkennast af pólitískri vanstill- ingu. Þeim virðist fyrirmunað að skilja sjónarmið íþróttafólks, áhugamál þess og þörf á frjálsu samstarfi. Það er mín skoðun að við eigum að taka þátt í Ólympíuleikunum enda þótt þeir séu haldnir í landi þar sem mannfólkið býr við skert mannréttindi. Við förum ekki til að styðja valdhafa í Sovétríkjunum fremur en valdhafa annarra landa þar sem Ólympíuleikar hafa farið fram. Við förum sem íþróttamenn til að stuðla að friði og bræðralagi meðal þjóða þrátt fyrir hina póli- tísku sundrungu í heiminum. Hugmyndir um að flytja Ólymp- íuleikana til annars lands í ár eru út í hött. Lágmarkstími til að undirbúa slíkt stórmót er 2—3 ár. Skuldbind- ingar Alþjóða-Ólympíunefndarinn- ar við undirbúningsaðilann eru slíkar að riftun þeirra hefði ófyr- irsjáanlegar afleiðingar, og sam- kvæmt reglum held ég að það sé ekki á færi Alþjóðanefndarinnar að fresta Ólympíuleikunum. Af fram- ansögðu má augljóst vera að ég er algerlega andvígur því að leggja Ólympíuleikana niður. Sovétmer n hafa glatað rétti sínum til að halda ÓL — segir Alfreð Þorsteinsson. einn stjórnar- manna ÍSÍ ÞÁTTTAKA í Ólympíuleikunum í Moskvu, eftir atburði síðustu vikna, er fyrst og fremst samvizkuspurn- ing, sem hver einstaklingur og þjóð verður að svara fyrir sig — íslend- ingar sem aðrir. Ég leyfi mér að fullyrða, að engin þjóð í heiminum, sem væri gestgjafi Ólympíuleika, væri látin komast upp með það átölulaust nokkrum mánuðum fyrir leikana, að ráðast inn í annað land og brjóta mannréttindi, eins og Sovétmenn hafa gerzt sekir um. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að þessar aðgerðir brjóta al- gjörlega í bága við allt það, sem kennt er við Ólympíuhugsjón og leikreglur, sem viðhafðar eru í íþróttum almennt. í raun hafa Sovétmenn því glatað rétti sínum til að halda Ólympíu- leikana og eru þess vegna sjálfum sér verstir með framferði sínu, þar sem þeim hlaut að verða Ijóst fyrirfram, hvaða áhættu þeir tóku. Ég vil minna á, að Sovétríkin og fylgiríki þeirra hafa haft forystu um að blanda saman. stjórnmálum og íþróttum, og þeim þarf alls ekki að koma á óvart, þótt nú séu uppi efasemdir um, að rétt sé að mæta á Ólympíuleikunum, sem haldnir yrðu í skugga ofbeldis og mannréttinda- brota þeirra. Sovézk stjórnvöld hafa tækifæri til að sjá sig um hönd og bjarga heiðri væntanlegra Moskvu- leika og mundu verða menn af meiri, drægju þeir herlið sitt á brott frá Afganistan og hættu að ofsækja sovézka andófsmenn. Mér finnst geð þeirra manna lítið, sem athugasemdalaust geta hugsað sér að verða gistivinir sovézkra stjórnvalda eftir það, sem undan er gengið. Hver hefði afstaða manna orðið, ef senda hefði átt íþróttalið á Ólympíuleika, sem halda hefði átt í Uganda Amins eða Miðvestur- Afríkuríki Bokassa? Hefðu menn látið sig hafa það að mæta og friða samvizku sína með að segja — við blöndum ekki saman íþróttum og pólitík? Mín skoðun er sú, að það sé síður en svo sjálfsagt, að íslenzkt íþrótta- fólk fari til Moskvu að óbreyttum aðstæðum. Jafnframt harma ég, að sovézk stjórnvöld skuli hafa spillt fyrir leikunum með framferði sínu. Ég tel of seint að flytja leikana annað, en til greina kæmi, að þau ríki, sem ekki tækju þátt í Moskvu- leikunum, efndu til annarra leika, t.d. í Munchen, Montreal eða Tokíó, þar sem mannvirki eru fyrir hendi til að halda fjölmenn íþróttamót. En færi svo, að íslenzkt íþróttafólk færi til Moskvu, hefði það auðvitað sín tækifæri til að láta mótmæli sín í ljós, þegar þangaö væri komið, þó að það ætti yfir höfði sér svipaða meðferð og íslenzka júdóliðið, sem þar var á ferð fyrir nokkrum misserum. Flýtum okkur hægt — segir Guðmundur Gíslason, þrefaldur Olympiufari AUÐVITAÐ hljóta allir frjálsir menn að fordæma innrás Sovét- manna í Afganistan og ofsóknir gegn andófsmanninum Andrei Sakharov harðlega. En hvað Ólymp- íuleikana snertir ber mönnum að flýta sér hægt í þessum efnum. Enn er talsverður tími til stefnu og ekki ber að loka öllum sundum að baki. Það verður í lengstu lög að halda pólitík utan við íþróttir og reyna að beita Sovétmenn öðrum aðgerðum — beita þá þrýstingi til þess að láta af ofbeldisstefnu sinni. Ég tel að það sé áhrifaríkara að halda leikana en ef hætt verður við þátttöku. Þá er líka fordæmi gefið — í heiminum eru víðsjár miklar. Herforingjastjórnir víða við völd og almennt talað er ástandið mjög hvikult. Ég óttast sem sé að leikarn- ir verði enn frekar notaðir í pólitísk- um tilgangi, ef hætt verður við þátttöku nú. Raddir hafa verið uppi um að þau ríki, sem ekki senda keppendur til Moskvu, haldi eigin leika en slíkir leikar yrðu á engan hátt sambæri- legir við Olympíuleika og það eina sem skaðaðist væri Ólympíuhug- sjónin — það er það síðasta sem ég held að fólk, hvar sem er í heimin- um, vilji að gerist. Sýnum andstyggð okkar á svívirðilegu framferði sovéskra valdhafa — og tökum ekki þátt i leikunum, — segir Haukur Clauscn. en hann keppti á ÓL í Lundúnum1948 ÉG ER algjörlega andvígur þátt- töku íslendinga í Ólympíuleikunum í Moskvu. Það er eina raunhæfa leið okkar, til að sýna andstyggð okkar á svívirðilegri framkomu sovéskra valdhafa. Þeir svífast einskis austur þar eins og sagan sannar. Vestrænar þjóðir vilja ekki stríð en þær verða að sýna í verki fyrirlitningu sína á framkomu þess- ara mannkerta í Kreml. Áhrifarík- asta leiðin er að hætta við þátttöku í Ólympíuleikunum. Það yrði sorg- legt ef íslenzkir íþróttamenn sýndu blessun sína í verki og færu austur til Moskvu og tækju þátt í leikum undir stjórn manna, sem hafa látið skriðdreka sína merja konur og börn undir járnbeltum sínum og ofsækja eigin borgara, sem dirfast að hugsa sjálfstæða hugsun. íþróttir gegna mikilvægu hlutverki í að bæta sambúð ríkja — segir Örn Eiðsson, formaður FRÍ UNDIRRITAÐUR fordæmir íhlut- un Sovétríkjanna í Afganistan svo að ekki sé talað um ofsóknir gegn Sakharov og öðrum andófsmönnum í Sovétríkjunum, en að blanda því saman við Ólympíuleika, staðsetn- ingu þeirra og þátttöku íslendinga í þeim, er fráleitt. Það hefur alla tíð verið stefna íslenzku íþróttahreyf- ingarinnar, að forustumenn hreyf- ingarinnar og íþróttamenn ættu að starfa saman án tillits til stjórn- málaskoðana hvers og eins. Ef farið yrði að blanda þessu saman er ég ansi hræddur um að illa færi. Um spurningarnar þrjár sem fram eru settar vil ég segja þetta: Frestun eða flutningur leikanna sýnir aðeins vanþekkingu þeirra, sem slíkt leggja til, á því hve mikið fyrirtæki Ólympíuleikar eru. Kan- adamenn höfðu fimm ár til að undirbúa leikana í Montreal 1976 en lengi vel var mikill vafi um það hvort hægt yrði að halda leikana,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.