Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 21 Veður Akureyri -11 snjóél Ameterdam 1 Aþena 16 Barcelona 15 Berlln 1 BrUssel 7 Chicago -5 Denpasar Bali 31 Dublin 5 Feneyjar 4 Frankfurt 9 Genf 8 Helsínkí -18 Hong Kong 10 Jerúsalem 10 Jóhannesarborg 23 Kaupmannahöfn -1 Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Miami Montreal Moskva Nýja Dehli New York Ósló París Reykjavík Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney 19 17 10 26 12 18 15 25 -13 -9 23 -1 -9 11 -8 19 14 12 -7 30 heiörikt bjart heiöríkt skýjaö heiðríkt heióríkt skýjað rigníng þokumóða rigning skýjað heiðríkt skýjaö heiöríkt skýjað heiðríkt léttskýjað heiöríkt skýjað heiðríkt heiðríkt heiðrlkt léttskýjað heiðrlkt heiðríkt snjókoma bjart skýjað heiðríkt skýjað heiörlkt skýjað skýjað skýjað skýjað rigning ísraelsforseti: Stuðningsyfirlýsing Weizmans við Cart- er „alvarleg mistök44 Tel Aviv, 1. febr. AP. YITZAK Navon, íorseti ísraels, kallaði í dag stuðningsyfiriýs- ingu Ezers Weizmans, varnar- málaráðherra landsins, við end- urkjör Carters Bandarikjaforseta „alvarleg mistök“. Navon sagði þetta á fundi með bandariskum Gyðingum i Jerúsalem en að undanförnu hefur rignt inn mót- mælum og yfirlýsingum vegna orða Weizmans um þetta efni. Bæði frambjóðendur repúblikana og demókrata í Bandarikjunum hafa þar látið í ljós gremju sína, þar á meðal var mótmælt fyrir hönd Edwards Kennedys. Navon sagði aðspurður að hann tæki ekki afstöðu né blandaði sér í bandarísk stjórnmál, andstætt við það sem varnarmálaráðherrann hefði gert, enda hefðu honum orðið á mikil mistök. Weizman vottaði Carter þennan umdeilda stuðning sinn, þegar hann var í Bandaríkjunum í lok desember. Hann orðaði það svo að hann vonaði að „þessi góði vinur mundi verða í Hvíta húsinu næstu fjögur árin“. Varð uppi mikið fjaðrafok bæði í ísrael og Banda- ríkjunum vegna orða ráðherrans, sem þóttu mjög vanhugsuð og kjánaleg og hefur Weizman sætt mikilli gagnrýni fyrir vikið. Ezer Weizman Blóðug fyrirsát á Norður-Spáni Bilbao, 1. febrúar. AP. HRYÐJUVERKAMENN Baska veittu bilalest lögreglu fyrirsát á þröngum þjóðvegi á Norður- Spáni í dag og drápu sex þjóð- varðliða i blóðugustu árásinni sem hefur verið gerð á Þjóðvarð- liðið í 140 ára sögu þess, að sögn lögreglu. Þetta er einnig mesta árás sem hefur verið gerð á lögreglu síðan 1975 þegar skæruliðar skutu niður fimm lögreglumenn skömmu fyrir andlát Francisco Franco þjóðarleiðtoga. Árásarmennirnir skýldu sér á bak við limgerði þegar þeir gerðu árásina á tvo Land Rover-jeppa Þjóðvarðliðsins, fyrst með vél- byssum en síðan með hand- sprengjum. Ökumönnum tveggja annarra bifreiða í bílalestinni — hergagnaflutningabíls og sendi- bíls — var leyft að hlaupa í skjól. Einn fyrirsátursmanna virðist hafa særzt á staðnum og fannst seinna látinn í yfirgefnum bíl. Skilnaðarsamtökum Baska, ETA, var þegar í stað kennt um árásina. Samtökin, sem krefjast sjálfstæði Baskahéraðanna og reyndu að trufla kosningar Baska í síðasta mánuði, drápu 70 manns í fyrra. Danskur Gyðingur myrtur í Hebron Tel Aviv, 1. febrúar. AP. Palestínuarabar. einkum ungt fólk í Hebronbæ á Vest- urbakka Jórdanár, grýtti bænahús Gyðinga þar í bæ og brenndi rusl á götum, þrátt fyrir að mjög strangt út- göngubann hefði verið sett þar í kjölfar morðs á Gyð- ingastúdent af dönskum ætt- um. Hermenn réðust gegn hópnum og tóku allmarga til fanga og þegar leið að kvöldi var kyrrt að kalla þar. Pilturipn hafði verið að verzla fyrir sabbatinn á mark- aðstorgi í Hebron, þegar hann var myrtur. Þetta er fyrsti atburður slíkrar gjörðar í Hebron um langa hríð, en þar hefur löngum verið töluverð spenna milli Gyðinga og Ar- aba. Engar refsiað- gerðir gegn konu Sakharovs hjá saksóknara Moskvu, 1. febr. AP. YELENA Bonner, kona Andrei Sakharovs, mætti hjá saksóknar- anum i Moskvu í dag, öðru sinni síðan maður hennar var rekinn frá borginni. Setti hún fram kröfu um að þau fengju síma, leyfi til að hafa samband við börn hennar erlendis og vegabréfsárit- anir fyrir ættingja hcnnar. Sagði hún fréttamönnum frá þessu síðdegis. Hún sagði að þegar hún hefði fengið kvaðningu um að koma á fund saksóknara hafi hún Flugslys Malmö, 1. febrúar. AP TVEIR Danir og einn Vestur- Þjóðverji biðu bana þegar tveggja hreyfla einkaflugvél þeirra af gerðinni Piper PA-30 steyptist í sjóðinn suðvestur af Malmö seint í gærkvöldi. Heimaflugvöllur flugvélarinnar var í Hróarskeldu og hún var á leið frá Varsjá til Kaupmanna- hafnar. búizt við því að einhverjar refsi- aðgerðir væru fyrirhugaðar gegn henni, vegna þess að hún las vestrænum fréttamönnum bréf frá Sakharov á dögunum. Eftir fundinn í dag sagði hún að saksóknarinn hefði aðeins verið að veita henni svör við bréfi hennar. Á hinum fyrri fundi hafði sak- sóknari verið hinn gramasti, yfir að hún skyldi lesa „svívirðilegt rógbréf", en hún kvaðst enga viðvörun eða opinbera áminningu hafa fengið. Yelena sagði að sak- sóknari hefði í dag sagt að emb- ætti hans hefði ekki með neinn „innkaupaiista" að gera og sinnti Yelena Bonner engum símabeiðnum. Fundurinn hefði verið til einskis nýtur, en hins vegar komið sér á óvart, vegna þeirrar tiltölulega þokka- legu móttöku sem hún fékk. Hópur bandarískra vísinda- manna, þar á meðal eru sex Nóbelsverðlaunahafar, hafa hvatt til þess að ekki verði haldið uppi vísindamannaskiptum milli land- anna, fyrr en Ándrei Sakharov hafi fengið frelsi sitt á ný. Þetta gerðist 1972 — Múgur brennir brezka sendiráðið í Dyflinni. 1961 — 600 farþegar „Santa Maria", sem var rænt, koma til Recife í Brazilíu. 1924 — Kalífsembaéttið lagt niður í Tyrklandi. 1920 — Eistlendingar semja frið við Rússa og lýsa yfir sjálfstæði. 1919 — Lýst yfir stofnun kon- ungdæmis i Portúgal. 1905 — Uppreisn brýzt út í Welle-héraði í Belgísku-Kongó. 1878 — Grikkir segja Tyrkjum stríð á hendur. 1872 — Hollendingar selja Bret- um kaupstaði á Gullströndinni. 1848 — Styrjöld Bandaríkjanna og Mexíkó lýkur með friðnum í Guadeloupe Hidalgo og Banda- ríkin fá Texas, Nýju Mexíkó, Arizona og Kaliforníu fyrir 15 milljónir dala. 1808 — Frakkar taka Róm. 1635 — Hollendingar innlima Nýju Amsterdam (New York). 1585 — Buenos Aires stofnsett. 1534 — Schwaben-bandalagið leyst upp. 962 — Ottó krýndur rómversk- ur keisari. Afmæli — Nell Gwyn, ensk leikkona (1651—1687) — Fritz Kreisler, austurrískur fiðluleik- ari (1875—1962) — James Joyce, írskur rithöfundur (1881—1941) — Jussi Björling, sænskur ten- órsöngvari (1911—1960) — Jascha Heifetz, rússneskættaður fiðluleikari (1901 —). Andlát — 1594 Giovanni di Palestrina, tónskáld. Innlent — 1944 Hótel ísland brennur — 1365 Heitdagur Norðlendinga — 1785 Lands- nefndin síðari skipuð — 1339 d. Jón Halldórsson biskup — 1877 d. Gísli Konráðsson — 1883 6 fórust í snjóflóði í Borgarfirði eystra — 1886 Tveir komast til byggða eftir 15 daga hrakninga á Öræfum — 1952 Útför Sveins Björnssonar forseta — 1953 Frumvarp um Framkvæmda- banka samþykkt — 1973 Al- þjóðadómstóllinn úrskuðar sér dómsögu í landhelgismálinu — 1876 f. Jón Sveinbjörnsson kon- ungsritari — 1961 d. Ólafur Lárusson prófessor — 1912 f. Ólafur Björnsson prófessor. Orð dagsins. Við höfum 40 milljón ástæður ef okkur mis- tekst en ekki eina einustu afsök- un — Rudyard Kipling, enskur rithöfundur (1865—1936). Júgóslavar einfærir um að verja sig Brlgrad, 1. Jebrúar. AP TALSMAÐUR júgóslavneska utanríkisráðuneytisins sagði að frétt Time-ritsins þess efnis að Bandarikjamenn kynnu að koma Júgóslövum til aðstoðar ef til sovézkrar árásar kæmi væru „ckki á rökum reistar“. Talsmaðurinn sagði að Júgó- slavar ítrekuðu fyrri staðhæfingar sínar um að þeir væru færir um að verja sjálfstæði sitt og þyrftu ekki vernd eins né neins. Frásögn blaðsins væri vangaveltur einar. Glæsileg víkingasýn- ing hef st senn í London HINN 14. febrúar n.k. verður opnuð í British Museum i Lond- on stór og mikil Víkingasýning, þar sem gripir frá víkingaöld og miðöldum, hinir helztu sem fundizt hafa, verða til sýnis. Á sýninguna hefur verið safnað rösklega fimm hundruð gripum frá fjörutíu stofnunum og söfn- um i níu löndum. Þór Magnússon þjóðminja- vörður sagði að forstöðumaður British Museum, dr. David Wils- on, sem er sérfræðingur í víkingatímanum, hefði m.a. komið til íslands að kanna með lán frá Þjóðminjasafni á sýning- una. Lánaði Þjóðminjasafnið átta gripi, allt forkunnargersem- ar. Það eru silfurnæla frá Tröllaskógi í Úrnesstíl svoköll- 5 hundruð grip- ir frá níu lönd- * um m.a. Islandi þar til sýnis uðum, frumgerð hins fræga Þórshamars, tvær fjalir frá Flatartungu, hnefa úr hnefatafli úr beini úr Mývatnssveit, Döggskó, koparmunur sem var á enda sverðsslíðurs, hringprjón úr bronsi og taukross — biskups- bagal sem fannst á Þingvöllum. Þór Magnússon sagði að hann teldi að hlutur íslands í sýning- unni væri vel frambærilegur; hér hefðu fundist færri hlutir frá þessum tíma en víða annars staðar og það kæmi einnig til að suma muni væri óhugsandi að Þjóðminjasafnið lánaði. Hlutir sem fundist hefðu í Svíþjóð, Danmörku og Noregi yrðu vænt- anlega fyrirferðarmestir á sýn- ingunni, enda hefðu þar fundist mjög glæsilegir gripir, en marg- ir þeir fornmunir sem hér hefðu fundist væru öllu hversdags- legri, þótt sumir væru miklar gersemar. Auk landanna sem upp hafa verið talin senda írar og Græn- lendingar verk til sýningarinnar, einnig eru enskir munir og svo frá skozku eyjunum. Farið var að undirbúa þessa sýningu 1978. Hún mun standa í fimm mánuði í Bretlandi og er áætlað að um 400 þús. gestir sjái hana þar. Síðan verður hún send á Metro- politan Museum of Art í New York. Ýmis brezk blöð hafa styrkt sýninguna, svo og Nor- ræni menningarmálasjóðurinn og SAS flugfélagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.