Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980
VI
MORö'd^
KAFr INÚ
Eí þú einhvern tíma gleymir
kódanum, þá gefðu hurðinni
drag þar sem ég hef merkt með
krossinum!
taifior
Ertu viss um að hann sé bara kominn í heimsókn, en ekki til að
flytja inn?
t r -
Á _
11
ffr
:• 2 i m.
pt h «\ m fi ) ; \} «s i
Hvenær linnir
mannfalli götunnar?
„Ekki faerri en 650 íslendingar
slösuðust í umferðinni á árinu
1979. Þar af voru 274 meiriháttar
slys og 27 dauðaslys. Fyrir fáum
árum sagði mér umferðarlög-
reglumaður, sem var sendur til
Kaupmannahafnar til að kynna
sér umferðarmál, að í þeirri stór-
borg væri slysatíðni í umferð
miklum mun minni en hér eða um
40—50% minni miðað við fjölda
fólks og farartækja.
Hann er næstum óskiljanlegur
hinn mikli steinaldarsvefn, sem
yfirmenn umferðarmála virðast
haldnir um þessi stóralvarlegu
mál og vart í sjónmáli að þeir
rumski á næstunni. Svefnsýki
gagnvart hinni hryllilegu tíðni
umferðarslysa hér er þeim mun
alvarlegri vegna þess að flestar
aðrar slysavarnir eru hinar full-
komnustu jafnvel á heimsmæli-
kvarða.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Óhagstætt gengi sænsku krón-
unnar orsakar, að fremur fáir
erlendir spilarar taka þátt í Philip
Morris keppni Svía, sem haldin er
árlega í baðstrandarbænum Tylö-
sand við Eyrarsund. En sænskur
bridge er hátt skrifaður og keppni
þessi nýtur álits í Philip Morris
keppniskeðjunni.
Gott spil frá Tylösand, vestur
gaf, allir á hættu.
Norður
S. ÁD103
H. 4
T. G9843
L. D64
Vestur Austur
S. 84 S. KG9762
II. Á52 H. 1073
T. ÁK72 T. 105
L. G953
L. A7
Suður
S. 5
H. KDG986
T. D6
L. K1082
Vestur Norður Austur Suður
1 Grand P 2 Tíglar 2 Hjörtu
P P 2 Spaðar P
I' Dobl P 3 Hjðrtu
P P Dobl Allir P
Sagnirnar eru gott dæmi um
baráttuna í tvímenningnum. Allt
gert til að þrýsta andstæðingnum
upp og síðan doblað til að ná hærri
tölu en í eigin spili. Tveir tíglar
voru beiðni um tvö hjörtu en síðan
ætlaði austur að segja og spila
bútinn í spaðanum. Suður sagði
hjörtun fyrir vestur og norður
stakk upp á að spila tvo spaða
doblaða.
En gegn þrem hjörtum dobluð-
um tók vestur fyrsta slaginn á
tígulkóng og skipti síðan í spaða,
sem tekinn var með ás. Þá tromp-
aði suður spaða og spilaði hjarta-
gosa, fékk slaginn en hjarta-
drottninguna tók vestur. Hann
virtist gera vel þegar hann tók á
tígulás áður en hann spilaði þriðja
trompinu því ekki vildi hann þurfa
að spila laufi sjálfur seinna.
Suður var þá orðinn nokkuð viss
um skiptingu spilanna og að
austur hafði átt í upphafi annað-
hvort 6-3-2-2 eða 6-3-3-1 og þegar
hann spilaði laufkóngnum frá
hendinni voru möguleikar varnar-
innar búnir. Tæki austur slaginn
yrði drottningin innkoma á blind-
an og ef ekki myndu lág lauf frá
báðum höndum grípa ásinn á
þurru landi. Unnið doblað spil og
góð skor fyrir.
COSPER
®)PIB
cortmcfn
8212 COSPER
Hún lofaði að koma út i gluggann, kæmi ég og syngi eina
serenöðu.
Maigret og vínkaupmaðurinn
35
áfram eins og ekkert væri
eðlilegra.
— Ég heí alltaf haft áhuga á
viðskiptum. Og maðurinn minn
spurði mig iðulega ráða.
— Ætlið þér að fá yður
skrifstofu í byggingunni á
Avenue de l’Opera?
— Já. Ég ætla þó ekki að
hafa sameiginlega skrifstofu
með Louceck eins og Oscar
gerði. Enda er nóg pláss þarna.
— Og þér ætlið sem sagt að
fylgjast með þessu öllu — líka
starfseminni á Quai de Charen-
ton?
— Já, því ekki það?
— Þér búizt við að gera
einhverjar breytingar á starfs-
liði?
— Ég sé í fljótu bragði enga
ástæðu til þess? Af hverju? Af
þvi að maðurinn minn hefur
haft mök við flestar starfsstúlk-
urnar? Nei, þá yrði ég víst að
hætta að umgangast flestar
kunningjakonur minar.
Ung kona kom inn. Hún
fleygði sér um hálsinn á frú
Chabut.
— Elsku Jeanne mín.
— Ég bið yður að hafa mig
afsakaða, lögregluforingi.
— Já, þó nú væri.
Maigret gekk niður útitröpp-
urnar og þerraði svitann af
enni sér. Ilann tautaði fyrir
munni sér:
— Sérkennileg kona!
Þegar hann var kominn
nokkrum þrepum neðar bætti
hann við:
— Ég held að málinu sé
langt frá iokið.
En honum fannst Jeanne
Chabut vera gædd þeim eigin-
leika að vera ærleg. Væntan-
lega skjátlaðist honum ekki.
4. kafli
Klukkan var langt gengin í
fimm þegar barið var gætilega
að dyrum. Án þess að bíða svars
kom Josef gamli, elzti skrif-
stofumaðurinn. inn og rétti
lögregluforingjanum blað.
Nafn: Jean Luc Caucasson.
— Hver er ástæðan fyrir
komu yðar: Chabut-málið.
— Ilvar létið þér hann bíða?
— í fiskabúrinu.
Biðstofan var nefnd þessu
nafni, en þar voru glervcggir á
alla vegu og jafnan einhverjir
þar sem sátu og biðu.
— Látið hann biða fáeinar
mínútur enn og vísið honum svo
inn.
Maigret snýtti sér hressilega,
dreypti á koníaki sem hann
hafði hjá sér. Hann var enn
slappur og fannst hann eitt-
hvað utan við sig. Hann stóð við
skrifborðið og var að kveikja i
pípu þegar Josef tilkynnti:
— Hr. Caucasson.
Maðurinn virtist ekkert upp-
næmur af andrúminu á Quai
des Orfevres. Hann rétti fram
höndina i átt að lögreglufor-
ingjanum og sagði:
— Er það Maigret lögreglu-
foringi sem ég hef þann heiður
að...
Eftir Georges Simenon
Jóhanna Knstjónsdóttir
sneri á íslensku
En Maigret tautaði aðeins:
— Gerið svo vel að fá yður
sæti.
Svo gekk hann að skrifborð-
inu og settist á sinn vanastað.
— Þér eruð forleggjari og
geíið einkum út listaverkabæk-
ur, ekki satt?
— Jú. Þér kannist kannski
við verzlunina sem forlagið
rekur I Rue Saint Andre de
Arts?
Maigret svaraði honum engu,
en horfði hugsi á manninn scm
sat andspænis honum. Þetta var
gjörvilegur maður, hár og vel
vaxinn með snyrtilega greitt
grátt hár. Fötin hans voru
einnig grá, frakkinn líka og um
varir hans lék bros fullt af
sjálfsánægju sem virtist eins og
límt á andlit hans.
— Ég verð að biðja forláts á
því að baka yður ónæði, einkum
þegar þess er gætt að erindi
mitt vckur sjálfsagt ekki telj-
andi áhuga hjá yðar. Ég var
vinur Oscars Chabuts.
— Ég veit það. Ég veit líka að
á miðvikudaginn voruð þér við