Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 17 Miles og Torre tefla á Reykjavíkurskákmótinu Fullskipað er í mótið og tefla í því 8 stórmeistarar NÚ ER endanlega ljóst hvaða skákmenn verða þátttak- endur á Reykjavíkurskákmótinu, sem hefst á Hótel Loftleiðum 23. febrúar n.k. Tveir síðustu skákmennirn- ir staðfestu þátttöku sína í þessari viku, stórmeistararn- ir Torre frá Filipseyjum og Miles frá Englandi. Keppendur verða alls 14, þar af 8 stórmeistarar og 6 alþjóðlegir meistarar. Mótið er af 10. styrk- leikagráðu og er meðalstyrkleiki skákmannanna 2490 stig. Skák- meistararnir 14 eru þessir: Stór- meistarar: Guðmundur Sigurjóns- son, íslandi; Browne, Bandaríkj- unum; Byrne, Bandaríkjunum: Miles, Englandi; Torre, Filipseyj- um; Sosonko, Hollandi; Vasjukov, Sovétríkjunum, og Tsechovsky, Sovétríkjunum. Alþjóðlegir meist- arar: Helgi Ólafsson, íslandi; Margeir Pétursson, íslandi; Jón L. Árnason, íslandi; Haukur Angan- týsson, Islandi; Schussler, Svíþjóð, og Helmers, Noregi. Að mótinu standa Skáksam- band íslands og Taflfélag Reykja- víkur og er Einar S. Einarsson formaður mótsnefndar. Yfirdóm- ari verður Guðmundur Arnlaugs- son en aðstoðardómarar þeir Gunnar Gunnarsson, Guðbjartur Guðmundsson, Jóhann Þórir Jónsson og Þorsteinn Þorsteins- son. í mótinu munu gilda þau tíma- takmörk, sem tekin voru upp í fyrsta skipti á síðasta Reykja- víkurskákmóti og nefnast „Ice- landic Modern". Hafa skákmenn- irnir 90 mínútna umhugsunartíma fyrir fyrstu 30 leikina og 60 mínútur fyrir næstu 20 leiki. Verðlaunafé nemur alls 5 milljón- um króna og eru 1. verðlaun ein milljón. Greiddir verða 50 dollarar eða 20 þúsund krónur fyrir unna skák, 15 dollarar fyrir tapaða skák og 10 dollarar fyrir jafntefli. Þess skal getið að lokum, að stórmeistarinn Walter Browne, sem sigraði á síðasta Reykja- víkurskákmóti, mun koma hingað til lands 7. febrúar og er hann tilbúinn að tefla fjöltefli um allt land fram að mótinu. Þeir sem hafa áhuga á slíkumfjölteflum við Browne eru beðnir að hafa sam- band við Skáksamband íslands hið allra fyrsta. Hallsteinn við nokkra af járnskúlptúrum sinum. Ljósm. Mbl. Kristján. Fimmtán járnskúlptúrar á gólfi, veggjum og í lofti Hallsteinn Sigurðsson sýnir í FÍM-salnum IIALLSTEINN Sigurðsson mynd- höggvari heldur nú sýningu i FÍM-salnum við Laugarnesveg og sýnir hann þar 15 myndir úr járni. Er þar um að ræða 6 járnskúlptúra sem hanga. 3 sem eru á gólfi og 6 á vegg. Sýning Hallsteins verður opin fraí2. —17. febrúar kl. 3—10 daglega. „Ég hef eingöngu verið að smíða úr járni á s.l. ári,“ sagði Hallsteinn, „myndirnar get ég lítið útskýrt. Þær spanna yfir ákveðið rúmtak og í sumum tilvikum hefur ein vaxið af annarri, en ég get ekki sagt að ég hafi nein sérstök mótív að fyrir- mynd.“ Aðspurður kvaðst Hallsteinn ætla að hvíla járnið í bili þegar hann hefði lokið við tvö verk á veggi Menntaskólans á ísafirði. Hallsteinn býr að Yztaseli 37 í Breiðholti og þar hefur hann einnig vinnustofu. Hann nam myndhöggv- aralist í Bretlandi, Grikklandi og Ítalíu. Hallsteinn á tvær myndir í Listasafni Islands, fjórar myndir í eigu Reykjavíkurborgar og fjórar í Listasafni Borgarness. Gerði vegg- mynd fyrir vistheimilið á Vífils- stöðum 1973. Keflvísk húsmóðir skoðar nýja matarsaltið. Ljósm. Arnór Islenzkt matarsalt komið á markaðinn NÝLEGA kom á markaðinn matarsalt frá Saltverksmiðj- unni á Reykjanesi. Er hér um að ræða mjög gott fínt salt í 1 kg pakkningum. Að sögn Finnboga Björnssonar fram- kvæmdastjóra Saltverksmiðj- unnar er búið að dreifa um 10 tonnum af þessú salti en ársneysla landsmanna er í kring um 220 tonn. Taldi Finnbogi að við nú- verandi ástand gæti verk- smiðjan framleitt mikinn hluta ársneyzlunnar og auð- veldlega með hugsanlegum stækkunarhugleiðingum. Framleiðsla matarsaltsins er þó aðeins hliðarframleiðsla en aðallega er framleitt salt til fiskverkunar. Tveir aðilar. SÍS og Krist- ján Ó Skagfjörð. hafa hafið dreifingu saltsins. Finnbogi Björnsson sagði að nú væri unnið að skýrslu til yfirvalda og verður hún vænt- anlega tilbúin í marz. í fram- haldi af henni verður svo ákveðið um framhald verk- smiðjunnar. I skýrslunni verða reifaðar hugmyndir að stækk- un verksmiðjunnar annars vegar í 30 þúsund tonna árs- framleiðslu og hins vegar i 60 þúsund tonn. Er það von undir- búningsnefndar að niðurstöður skýrslunnar verði lagðar fyrir Alþingi í vetur til ákvörðunar en undirbúningsfélagið hefir unnið skv. lögum frá Alþingi frá 1976. .ffe*-'** Saltinu er pakkað suður í Garði. Björn Finnbogason hefir umsjón með því og hér er hann ásamt Auði Vilhjálmsdóttur að vigta í pokana. Jlvers virði eru ný jakkaföt ef þú ert í Ijótum skóm “ Viö höfum aldrei haft jafn mikiö úrval af herraskóm og núna; og viljum viö benda þér sérstaklega á ítölsku mokkasínurnar sem eiga viö öll tækifæri. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS S. 18519 LAKY 1775 svart, brúnt leðursóli, kr. 27.300 LAKY 205 vínrautt hrágúmmísóli, kr. 27.300 LAKY 067 svart, brúnt leðursóli, kr. 27.300 ARNO 1447 vínrautt leður / gúmmísóli, kr. 31.805 Dómus Medica Barónsstíg 18. ARNO 433 brúnt og svart leður / gúmmísóli, kr. 31.065

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.