Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 23 fttargi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarkreppan Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í gær að Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi halda áfram að vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samþykkt þessi var gerð með 18 atkvæðum, einn þingmaður er staddur erlendis og tveir sátu hjá, þeir Gunnar Thoroddsen og Friðjón Þórðarson. Þessi samþykkt var gerð í þingflokknum eftir að Gunnar Thoroddsen hafði lagt til að frekari könnun færi fram á myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. Samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins er undirstrikun á því, að meðal þingmanna flokksins ríkir full samstaða um að standa að baki formanni Sjálfstæðisflokksins í viðleitni hans til þess að leysa stjórn- arkreppuna eins og formaður þingflokksins, Ólafur G. Einarsson leggur áherzlu á í samtali við Morgunblaðið í dag. Ummæli Friðjóns Þórðarsonar í Morgunblaðinu í dag taka af öll tvímæli um afstöðu hans til flokksins almennt, þótt hann hafi setið hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Það fer ekki á milli mála, að formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður eru ekki sammála um það, hvernig standa skuli að stjórnarmyndun. Gunnar Thoroddsen sagði í sjónvarpsviðtali í gær- kvöldi, að þeir Geir Hallgrímsson hefðu átt ánægjulegt samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur, ríkisstjórn og á Alþingi en stundum greindi þá á. Auðvitað eru innan allra flokka skiptar skoðanir milli manna en þá skiptir máli, að skoðanamunur sé brúaður með eðlilegum hætti. Undanfarnar vikur hafa meira og minna allir þingmenn rætt sín á milli um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Síðustu daga hefur Gunnar Thoroddsen nánast stofnað til formlegra viðræðna um myndun ríkisstjórnar án umboðs þingflokks sjálfstæðismanna og án þess að hafa látið formann Sjálfstæðisflokksins vita. Rök Gunnars Thoroddsens fyrir þessum óvenjulegum vinnubrögð- um eru þau, að stjórnarkreppan sé orðin svo langvarandi að höfuðnauðsyn sé að mynda ríkisstjórn. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá þingkosningum. Það er vissulega slæmt, að þingið skuli ekki hafa komið sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. En þá ber þess að gæta, að stjórnarkreppur hafa áður staðið léngi. Eftir fall nýsköpunarstjórnarinnar haustið 1946 liðu fjórir mánuðir þar til ný ríkisstjórn hafi verið mynduð og varð það þó ekki tilefni til þess, að einstakir forystumenn Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma hæfu viðræður um stjórnarmyndun fram hjá þingflokki og flokksformanni. Gunnar Thoroddsen segir, að frumkvæðið hafi komið frá öðrum flokkum en Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins segir, að frumkvæðið hafi komið frá Gunnari. Þá er það ein röksemda Gunnars Thoroddsens fyrir viðræðum hans, að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi neitað tilmælum Framsóknarflokks og Alþýðubandalags um myndun ríkisstjórnar þessara þriggja flokka. Það er alkunna, að innan Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir um það, hvort samstarf við Alþýðubandalagið komi til greina. Sumir eru mjög andsnúnir því, aðrir telja að kanna eigi möguleika á slíku samstarfi. í hópi þeirra, sem á annað borð vilja ræða samstarf við Alþýðubandalagið er það hins vegar útbreidd skoðun, að þriggja flokka stjórn af því tagi, sem Gunnar Thoroddsen hefur nú lagt til sé erfiðasti kosturinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn við stjórnarmyndurt og sá, sem flokksmenn muni einna sízt sætta sig við. Hins vegar er ljóst, að þetta er sá kostur, sem Framsóknarmenn og Alþýðubandalags- menn hafa mestan áhuga á, og telja einna hagstæðastan fyrir sig. Gunnar Thoroddsen hefur gagnrýnt þjóðstjórnarviðræður þær, sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur beitt sér fyrir og tekið þátt í, og telur þær til lítils gagns og að þjóðstjórn verði einskis megnug. Það er sjónarmið út af fyrir sig, en hinu má ekki gleyma, að í viðræðum milli fjögurra flokka kemur smátt og smátt fram, hverjir þeirra eiga bezt með að koma sér saman, þannig að þjóðstjórnarvið- ræður geta leitt til myndunar meirihlutastjórnar, þótt ekki sé um þjóðstjórn að ræða. Eftir að forseti hefur sett flokkunum frest til þess að ljúka stjórnarmyndun ber formönnum flokkanna auðvitað skylda til að ræðast við. Hætta er á, að þetta millispil í stjórnarmyndunar- viðræðum hafi orðið til að tefja fyrir stjórnarmyndun. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa verið svo ákafir í að kalla fram klofning í flokknum, að þeir hafi ekki verið tilbúnir til að einbeita sér að raunhæfari möguleikum á meðan og þeim hefur verið svo mjög í mun að ná fram klofningi meðal sjálfstæðismanna að þeir hafa verið tilbúnir til þess að slá af kröfum sínum í málefnasamningi mjög verulega. — það hljóta þeir að hafa gert, ella mundi svo margreyndur stjórnmálamaður og Gunnar Thoroddsen er, ekki hafa gert tillögu um slíka stjórnarmyndun við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. En úr því að Framsóknarmenn og Alþýðubandalagsmenn eru tilbúnir til að teygja sig svo langt þegar þeir hafa von um að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn er þá til of mikils mælzt að þeir sýni sama sveigjanleika, þegar um það er að ræða að tryggja myndun nýrrar ríkisstjórnar? Ólafur G. Einarsson: Allt tal um að flokkurinn sé að klofna er út í hött SPENNINGUR ríkti fyrir þing- flokksfund Sjálfstæðisflokksins í gær, sem stóð í um það bil tvær klukkustundir, en ýmsir töldu að þessi fundur gæti skipt sköpum í starfi Sjálfstæðisflokksins, þar sem talsverður óróleiki hafði skapazt vegna þeirra frétta, að Gunnar Thoroddsen væri að mynda ríkisstjórn undir sinu forsæti með Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki. Eftir fundinn ræddi Morgunblaðið við Ólaf G. Einarsson, formann þingflokks- ins og spurði hann um fundinn. „Fundurinn var haldinn að ósk Gunnars Thoroddsen, sem vildi gera þingflokknum grein fyrir viðræðum, sem hann hafði haft að eigin frumkvæði við Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokk að undanförnu með stjórnarmyndun þessara flokka fyrir augum. Gunnar gerði grein fyrir þessum athöfnum sínum og taldi að bezti kosturinn væri myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks, Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks.“ Snerust síðan umræður um þetta? „Gunnar Thoroddsen lagði fram tillögu um, að teknar yrðu upp viðræður um stjórnarmyndun þessara flokka. Umræður snerust um þessa tillögu, en þó einkum um aðferðir, sem beitt hefur verið á meðan formaður flokksins heldur á umboði til stjórnarmyndunar ásamt formönnum annarra flokka." Urðu harðar umræður á þing- flokksfundinum, alvarlegt upp- gjör? „Umræður voru mjög málefna- legar. Þarna var meiningarmunur, en stóryrði féllu ekki. í lok fundarins lagði ég fram breyt- ingártillögu við tillögu Gunnars, þar sem mér fannst tillaga hans þrengja um of kosti, sem væru í boði, auk þess sem ég vildi taka af öll tvímæli um það, hver það væri, sem héldi á umboði flokksins til stjórnarmyndunar. Tillagan var svohljóðandi: „Þingflokkurinn ítrekar umboð til formanns Sjálfstæðisflokksins að halda áfram tilraunum til myndunar meirihlutastjórnar, sem hann nú vinnur að í samræmi við tilmæli forseta Islands til formanna allra stjórnmálaflokk- anna.“ Þessi tillaga var samþykkt með 18 samhljóða atkvæðum, en tveir þingmenn sátu hjá og einn er erlendis," sagði Ólafur G. Einars- son. Þeir, sem sátu hjá voru Gunnar Thoroddsen og Friðjón Þórðarson, en erlendis var Pétur Sigurðsson. Að lokum sagði Ólafur G. Ein- arsson: „Eg tel að loknum þessum fundi, að innan Sjálfstæðisflokks- ins ríki algjör samstaða og allt tal um að flokkurinn sé að klofna er út í hött og úr lausu lofti gripið. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er staðráðinn í að leggja sitt af mörkum til að stjórnarkreppan leysist. Hann lætur ekki persónu- legan metnað einstakra manna villa sér sýn, heldur lætur málefn- in ein ráða. Þannig hefur verið haldið á málum til þessa viðvíkj- andi stjórnarmyndun og svo verð- ur áfram.“ Gunnar Thoroddsen og Ólafur G. ræðast við fyrir þingflokksfundinn - Ljósm.: öl.K.M. Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Vil stuðla að því að Alþingi geg ni þeirri höf uðskyldu sinni að koma saman ríkisstjórn „ÞESSI þingflokksfundur útilok- aði ekki neitt og þessi mál verða könnuð nánar,“ sagði Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi og spurði hann, hvort hann teldi að þingflokks- fundur Sjálfstæðisflokksins í gær hefði útilokað þann stjórnar- myndunarmöguleika, sem hann hefur átt viðræður um við fram- sóknarmenn og alþýðubanda- lagsmenn. „Það er mér eins og öðrum mikið áhyggjuefni, hversu seint hefur gengið að koma á þingræðis- stjórn í landinu," sagði Gunnar, er Mbl. bað hann að rekja aðdrag- andann að þessum viðræðum. „Nú er þetta þóf búið að standa í tvo mánuði og er orðið Alþingi til mikillar vanvirðu: Á þingflokksfundi sjálfstæð- ismanna á mánudaginn var, var rætt um það og ákveðið, að nú skyldu þingmenn flokksins ræða við sína vini og kunningja í öðrum flokkum og kanna sem allra bezt alla hugsanlega möguleika. Einnig hefur sú stefna verið margund- irstrikuð í þingflokknum að úti- loka fyrirfram engan möguleika, en halda öllu opnu. Svo gerðist það á þriðjudaginn var, að tveir þing- menn skýrðu mér frá því að Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalagið hefðu rætt nokkuð saman þá að undanförnu og að þessir flokkar báðir hefðu áhuga á að reynd yrði stjórnarmyndun þeirra og Sjálfstæðisflokksins. Þeir sögðu að rætt hefði verið við Geir Hallgrímsson um málið, en hann hefði ekki tekið undir það og ekki talið grundvöll fyrir því né ástæðu til að ræða það frekar. Þeir spurðu um mitt viðhorf og þar sem ekkert rekur eða gengur í stjórnarmyndun, fannst mér óafsakanlegt að reyna ekki að kanna þennan hugsanlega mögu- leika á stjórnarsamstarfi. Það gerði ég með því að ræða við fulltrúa þessara tveggja flokka. Við fórum yfir helstu málaflokka og vandamál, sem nú er við að glíma og þarf að leysa, og mat mitt er það eftir þessar óformlegu viðræður, að málefnagrundvöllur fyrir samstarfi þessara þriggja flokka ætti að fyrirfinnast. Ég hef ekki komið auga á að nein þau alvarlegu ágreiningsefni þyrftu að vera þar í milli, sem kæmi í veg fyrir slíkt stjórnarsamstarf. í þessum viðræðum, sem ég hafði auðvitað fullkomið frelsi og heimild til að eiga, þá var auðvitað gengið út frá því, að Sjálfstæðis- flokkurinn í heild yrði aðili að þessu samstarfi ef til kæmi, og strax þegar ég taldi það liggja fyrir, að þarna ætti að mega finna málefnalega samstöðu, þá bað ég formann þingflokks sjálfstæð- ismanna í gær að kalla saman þingflokksfund til að skýra frá málinu. Það gerði ég svo á fundin- um í dag í allítarlegu máli, skýrði bæði aðdragandann að þessu og rakti öll helztu málin og hvernig þau stæðu að mínu áliti. Ég flutti svo tillögu um það, að þingflokkurinn samþykkti að taka upp viðræður um stjórnarmyndun þessara flokka. Þessi tillaga kom aldrei til atkvæða, var hvorki felld né. samþykkt. Hins vegar var samþykkt önnur tillaga, sem var ítrekun á fyrri samþykkt um að formanni flokksins væri falið að halda áfram þeim tilraunum, sem hann er nú að gera. Þar er náttúrlega fyrst og fremst átt við umræðurnar um fjögurra flokka samstarf, sem hann bæði byrjaði á, þegar hann fékk umboð í lok desember og hefur tekið upp aftur nú.“ — Þessir tveir þingmenn, sem þú talar um að hafi rætt við þig á þriðjudaginn. Voru þeir úr báð- um flokkunum? „Þessir þingmenn voru úr Framsóknarflokknum?" — Hverjir voru það? „Það er engin ástæða til að nefna nöfn þeirra." — Nú hafa þingmenn í hinum flokkunum fullyrt að viðræður þinar við framsóknarmenn hafi byrjað miklu fyrr en á þriðjudag- inn og að Alþýðubandalagið hafi komið inn i þær viðræður siðar. Einnig hefur því verið haldið fram, að þú hafir fyrir nokkru hreyft við alþýðuflokksmenn möguleikanum á að þeir kæmu inn í viðræður þínar og fram- sóknarmanna. Og Steingrímur Hermannson, formaður Fram- sóknarflokksins, hefur talað um, að þú hafir gert þeim tilboð. Hvað er hæft í þessu? Síðan þingkosningarnar fóru fram hafa auðvitað farið fram óteljandi samtöl milli þingmanna úr hinum ólíku flokkum. Og í þessum samtölum hafa auðvitað ákaflega margir kostir verið til umræðu, um alls konar samsetn- ingu á ríkisstjórnum og hér þarf ekki að telja upp. Þetta hefur verið rætt fram og aftur, fallið svo niður, kannski sem vonlítið, en svo tekið upp aftur að nýju. Þannig er auðvitað ákaflega mikið um sam- ræður milli þingmanna og í þeim hafa komið fram alls konar hug- myndir um flokka, menn og mál- efni.“ — Þessar síðustu viðræður við framsóknarmenn og alþýðu- bandalagsmenn voru þá ekki að þinu frumkvæði, eða hvað? „Þegar menn eru að ræða svona vandamál, þá er nú stundum erfitt að segja, hvort frumkvæði er frá einum eða öðrum. Það er ekki það sem skiptir máli. Það sem skiptir máli er það, hvort hægt er að ná samstöðu um einhvern raunhæfan stjórnarmyndunarmöguleika. Og tilefnið til þess að ég fór í þessar viðræður, var eins og ég sagði áðan, þessi viðtöl, þar sem mér var tilkynnt um þennan vilja Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags til að kanna möguleika á samstarfi við okkur og að formaður flokksins hafi ekki talið ástæðu til að sinna því.“ — Hvernig er þessi málefna- grundvöllur þinn, Framsóknar og Alþýðubandalags? „Hann er náttúrulega trúnað- armál milli flokkanna ennþá. En málin sem rædd hafa verið eru að sjálfsögðu efnahagsmálin, verð- bólgan, ríkisfjármálin, peninga-. lána- og vaxtamálin, varnarmál, fjárfestingar og framkvæmdir, umhverfismál, húsnæðismál og ýms félagsmál, fyrir utan auðvit- að eitt meginmálið, sem eru kjara- málin." — Hvað var samkomulag um í efnahagsmálunum? „Ég get ekki farið út í efnisat- riði, hvorki þeirra né annarra málaflokka. Þegar menn eru að kanna, hvort samkomulags- grundvöllur sé fyrir hendi er ekki rétt að vera að tíunda einstök atriði opinberlega." — Hvers vegna hefur varafor- maður Sjálfstæðisflokksins ekki átt i neinum opinberum stjórn- armyndunarviðræðum með for- manninum? „Formaður flokksins hefur ekki óskað eftir því.“ — Hvað finnst þér sem vara- formanni um það? „Það hefur yfirleitt verið venjan að formaður og varaformaður tækju þátt í viðræðum af þessu tagi.“ — Því hefur verið haldið fram að vonbrigði þín vegna þess að formaðurinn kvaddi þig ekki til slíkra viðræðna væri ástæða þess, að þú hófst sjálfur handa. Einnig hefur verið talað um, að þú hafir ekki staðið rétt að þessum við- ræðum með því að skýra ekki formanni Sjálfstæðisflokksins eða þingflokknum strax frá þeim. Einnig hefur því verið haldið fram, að þú stjórnist af þeirri löngun þinni að verða forsætisráðherra. Og loks hefur verið talað um tilraun af þinni hálfu til einhvers konar persónu- legs uppgjörs við Geir Hall- grímsson. Hverju svarar þú þessu? „Ég vil fyrst segja það, að við Geir Hallgrímsson höfum átt mik- ið og oftast gott samstarf, fyrst í borgarmálum Reykjavíkur, þegar ég var borgarstjóri og hann borg- arfulltrúi og borgarráðsmaður, og á Alþingi, í ríkisstjórn og í þingflokki. Við höfum unnið vel saman að lausn og afgreiðslu fjölda mála. Hinu er ekki að neita, að stundum hefur verið ágreining- ur okkar í milli. Ég fer ekkert dult með það að ég hef verið óánægður með vinnubrögðin í sambandi við stjórnarmyndun núna á þessum tveimur mánuðum. Þegar svo komið var að máli við mig síðast- liðinn þriðjudag og mér sagt, að þarna væri kannski möguleiki á myndun starfhæfrar meirihluta- stjórnar, þá virtist mér það skylda mín að kanna þann möguleika, þar sem eftir allt þetta stjórnarmynd- unarþóf virtust menn vera engu nær. Eins og ég gat um var óskað eftir því að þingmenn flokksins könnuðu allar mögulegar leiðir. Og þá er nú auðvitað ekki alltaf verið að hlaupa í formanninn og skýra honum frá því jafnóðum. Hins vegar var þetta mál þess eðlis, að það var eftir af formaður- inn vildi ekki ræða þennan mögu- leika, sem komið var að máli við mig. Ég vildi auðvitað fyrst kanna, hvort þarna væri einhver raunhæfur möguleiki og strax þegar mér vitist hann liggja fyrir, þá skýrði ég honum og þingflokkn- um frá því. Ég sé ekki að það sé hægt að tala um, að það hafi verið farið á bak við neinn. Undir eins og málið var tilbúið að þessu leyti, þá var formanni og þingflokki frá því skýrt. Það sem fyrir mér hefur vakað er fyrst og fremst að stuðla að því að Alþingi gegni þeirri höfuð- skyldu sinni að koma saman ríkisstjórn. Það er kannski ekki sízt vegna þess, hversu lengi ég hef setið á þingi og að ég er aldursforseti þess, sem ég finn ekki síður en aðrir alþingismenn til þeirrar ábyrgðar og tel það skyldu mína að stuðla að því, ef maður eygir einhvern möguleika á því að koma saman meirihluta- stjórn. Það tel ég mig hafa gert nú og ég tel, að þessi möguleiki Sé fyrir hendi. Þess vegna hafi verið sjálfsagt og skylt að kanna hann, eins og ég hef gert.“ Einarsson. íormaður þingflokks í gær. Lúðvík Jósepsson: Yið bíðum og sjáum hvað er að gerast Friðjón Þórðarson alþingismaður: Möguleiki á vænleg- um kosti fyrir flokk- inn, þingið og þjóðina „OKKAR afstaða er eingöngu sú, að við bara biðum. Við viljum sjá, hvað er að gerast i þingflokki Sjálfstæðisflokksins, þvi að okkur finnast þessi úrslit ekki nægilega skýr,“ sagði Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins i samtali við Morgunblaðið i gær. „Enn vitum við ekki, hvort Gunnar Thoroddsen sé með meiri eða minni stuðning úr þingflokki sjálfstæð- ismanna. Það er okkur ekki ljóst.“ Lúðvík kvað atkvæðagreiðsluna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins óljósa, því að í henni hafi ekki verið tekin alveg bein afstaða til stjórn- armyndunar flokkanna þriggja. Lúðvík kvað Gunnar enn ekki hafa haft samband við alþýðubanda- lagsmenn. Hann kvaðst gera ráð fyrir því, að Gunnar ræddi nú við sína stuðningsmenn og vænti hann þess, að málin skýrðust í dag. Þá kvað Lúðvík alls kostar óljóst, hver áhrif þessa yrðu á Sjálfstæðis- flokkinn og hver væri þýðing orð- anna, að formaður flokksins héldi áfram tilraun til myndunar meiri- hlutastjórnar. „Þýðir það að verið sé að athuga Stefaníu eins og verið hefur eða þjóðstjórn eins og verið hefur eða eitthvað enn annað?“ spurði Lúðvík. Hann kvað þetta hljóta að skýrast næstu daga. „Árangurinn af öllum þeim viðræð- um, sem formenn flokkanna hafa nú átt í svo langan tíma er að mínu mati svo litill og það er orðinn svo skammur timi til stefnu. að ég tel óhjákvæmilegt að menn stigi ein- hver ákveðin skref varðandi mynd- un meirihlutastjórnar," sagði Frið- jón Þórðarson alþingismaður, er Mbl. ræddi við hann eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í gær. Mbl. spurði Friðjón, hvort hjáseta hans þýddi að hann teldi viðræður Gunnars Thoroddsens við framsókn- armenn og alþýðubandalagsmenn lengra komnar og vænlegri til ár- angurs varðandi meirihlutastjórn, en þær fjögurra flokka viðræður, sem Geir Hallgrímsson hefur tekið þátt í. Friðjón sagði: „Mér finnst ástandið nú þannig, að lítils árang- urs Sé að vænta af því fyrirkomulagi, að stjórnarmyndunarumboðið sé dreift í höndum flokksformannanna allra. Eg verð að segja það eins og er, að eftir því, sem ég hef heyrt á mönnum undanfarna daga, þá hef ég meiri trú á því formi, sem Gumiar var að reyna, en hinu. Hér í þinghúsinu hafa margar stjórnarsólir verið á lofti á degi hverjum. Alls staðar eru einhverjir menn að ræða einhverja stjórnarm- yndun og mér finnst það eðlilegt, þegar tillit er tekið til ástandsins, að þingmenn hafi uppi alla tilburði til að láta sér detta eitthv'að nýtilegt í hug og að þeir reyni að fylgja þeim hugmyndum eftir, sem fá einhvern hljómgrunn. Við erum allir, hver og einn hinna sextíu þingmanna, í mikilli ábyrgð fyrir því að reyna að koma saman styrkri stjórn. Og við verðum allir sakfelldir, ef það ekki tekst. Þess vegna tel ég þessa tilraun Gunnars Thoroddsen til að fá fram einhvern áþreifanlegan flöt virð- ingarverða og allt tal um klofnings- starfsemi í sambandi við hana er fjarstæða. Af viðtölum við marga menn dreg ég þá ályktun að það hafi verið mjög ákveðinn vilji til að taka upp svona samstarf, sem ég held að hefði getað fætt af sér sterka ríkisstjórn." — Sem þú hefðir orðið ráðherra í? „I þeim efnum eru margir kallaðir og fáir útvaldir. Ég get ekki neitað því, að ýmsir menn hafi nefnt þann möguleika við mig, en Gunnar Thoroddsen minntist aldrei á hann við mig. Ofbirta frá ráðherrastól villti mér alls ekki sýn í þessu máli. Ég einfaldlega mat stöðuna þannig, að þetta gæti orðið vænlegur stjórn- arkostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þingið og þjóðina og því hefði ég viljað að menn létu betur á hann reyna.“ „Ég veit ekki betur en við allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins höf- um verið hvattir til að kynna okkur hugi samþingsmanna okkar varð- andi stjórnarmyndun og athuga, hvort einhver nothæfur flötur fynd- ist,“ sagði Friðjón ennfremur. „ Það hefur alltaf verið ljóst, að ef menn teldu sig standa með eitthvað í höndunum, þá yrði það lagt fyrir þingflokkinn. Gunnar Thoroddsen er aldursfor- seti þingsins og það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt, þótt mönnum hafi þótt það kostur að athuga, hvort hann fengi einhverju áorkað. Mér finnst, að eftir allar þessar stjórnarmyndunarumræður hafi margir glatað trúnni á það að nokkur af formönnum flokkanna setjist í forsæti meirihlutastjórnar. Þetta eru eðlileg og skiljanleg við- brögð í lýðræðisríki og þá einnig, að mönnum detti í hug, hvort einhverjir aðrir en flokksformennirnir hafi betri tök á að koma saman ríkis- stjórn. Þetta kemur persónulegri hæfni formannanna ekkert við. Þetta er nánast tæknilegt atriði eftir einhvern tíma. Eftir langvarandi stjæornarkreppu í Danmörku var forseta þingsins falið að kanna stjórnarmyndun og hér á landi hefur verið mynduð stjórn undir forystu forseta þingsins, þar sem var Steingrímur Steinþórsson. Við skulum gera okkur ljóst, að það er gerð krafa til allra þing- manna, ekki bara forystumannanna, um ríkisstjórn. Það er eðlilegt að hver og einn þingmaður hugsi málið, en ekki bara um það að varpa ábyrgðinni á herðar flokksformönn- Hvert verður framhaldið? EFTIR atkvæðagreiðsluna í þingflokki sjálfstæðismanna í gær vaknar spurning um tvo þingmenn, Friðjón Þórðarson, sem sat hjá ásamt Gunnari Thoroddsen og Eggert Haukdal. Þeir hvor um sig ásamt Gunnari gætu með þingmönnum Fram- sóknarflokks og Alþýðubanda- lags varið ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen vantrausti. Morgun- blaðið spurði þessa tvo menn í gær um afstöðu þeirra til þessa máls í ljósi þess að Gunnar hefur lýst því yfir, að hann ætli að kanna málið frekar og leita stuðningsmanna við slíkt stjórn- arsamstarf. Friðjón Þórðarson sagði: „Ég veit ekkert, hvert framhaldið verður. Vissulega varð maður þess var, að þessi hugmynd hafði ekki mikinn byr í þingflokknum í dag og ég hef alltaf talið mig vera góðan flokksmann." Eggert Haukdal kvaðst ekki vilja bæta neinu við það, sem hann hefði sagt í samtali því, sem birtist í Mbl. í gær. Steingrímur Hermannsson: Einn maður nægir ekki „ÉG ræddi við Gunnar Thor- oddsen eítir þingflokksfund sjálfstæðismanna og hann tók sér frest til þess að kanna. hvort áframhald gæti orðið á þessum viðræðum,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bætti því við, að hann byggist við svari frá Gunnari þá þegar í gærkveldi eða nú í morgunn. Um afgreiðslu þingflokks sjálf- stæðismanna í gær, sagði Stein- grímur: „Hún er tvímælalaust traust á formanni flokksins, Geir Hallgrímssyni. Það er enginn vafi á því og þetta er ekki óskynsamleg leið, sem þeir fara til þess að afgreiða málið; að bera upp aðra tillögu, sem í raun enginn getur verið á móti. Skilur það auðvitað Gunnar eftir í óvissunni, þar sem svo virðist vera sem hann hafi aðeins einn stuðningsmann í þing- flokknum. Einn maður nægir ekki.“ Morgunblaðið spurði Steingrím, hvort þessi stjórn Gunnars Thor- oddsen væri þá úr sögunni. Hann svaraði: „Ég legg engan dóm á það — Gunnar óskaði eftir fresti og við féllumst á það. Geri ég ráð fyrir að ég heyri frá honum í kvöld eða á morgun.“ Þá spurði Morgunblaðið Steingrím Hermannsson um þær þjóðstjórnarviðræður, sem nú standa yfir milli formanna flokk- anna. „Þær hafa gengið hægt, en það er staðreynd, sé eitthvað annað í gangi. Þá hefur mér einnig skilizt að Alþýðuflokkurinn hafi í raun hafnað þjóðstjórn, þótt hann taki þátt í viðræðunum. Það hefur mér einnig fundizt koma í Ijós í viðræðunum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.