Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 19 Fræðslurit um frímerki Svo sem alkunna er, hófst söfnun frímerkja næstum um leið og þau voru tekin í notkun í Englandi 1840, enda fylgdu fljótlega mörg lönd á eftir, og við það jókst fjöldi og fjöl- breytni frimerkja. Ekki leið heldur langur tími, þar til alls kyns kaupmennska lét til sín taka kringum þessa litlu „borg- unarmiða“ undir burðargjöld bréfa og annarra sendinga með pósti. Af þessu leiddi eðlilega, að fljótlega var farið að framleiða og selja albúm undir frímerki, svo að menn gætu raðað þeim Frímerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON upp eftir löndum. Eins voru búin til ýmis önnur hjálpargögn. Allt varð þetta vissulega nauðsyn- legt, eftir því sem árin liðu og frímerkjum fór fjölgandi í ver- öldinni. Eins var snemma tekið til við að gefa út verðskrár um frímerki og einnig tímarit um þetta hugðarefni safnara. Birtust þar margvíslegar greinar um áhugamál frímerkjasafnara og eins margs konar leiðbeiningar. Er nú svo komið á okkar dögum, að slík ósköp eru gefin út af alls konar lesefni, sem ætlað er söfnurum, að engin tök eru á að fylgjast nema með broti af því. Safnarar læra það líka skjótt að takmarka lestur þessa efnis og miða hann sem mest við söfnun- arsvið sitt. Ég segi söfnunarsvið, enda eru flestir frímerkjasafn- arar fyrir löngu búnir að tak- marka söfnun sína við ákveðin lönd eða svæði, þar eð enginn getur lengur safnað öllum þeim fjölda merkja, sem út er gefinn á ári hverju. Á íslenzku hefur ýmislegt birzt um frímerki og söfnun þeirra á liðnum áratugum, en vitaskuld er það einungis örlítið brot af því, sem fá má á erlendum málum. Væri sannar- lega ástæða til að íslenzka sumt af þessu erlenda efni, því að margt af því á eins við okkar söfnun hér í fámenni norður á hjara veraldar og þeirra, sem búa meðal fjölmennari þjóða. Það er líka svo, að ég hef grun um, að íslenzkir safnarar geri allt of lítið að því að lesa sér til um frímerkjasöfnun í blöðum og bókum. Að mínum dómi getur slíkur lestur oft verið mjög fróðlegur og um leið skemmti- legur, því að margt í sögu frímerkja er einmitt „spenn- andi“. I þeim orðum sem fara hér á eftir, vil ég minnast á ýmis rit í þessu sambandi. Fyrst verður þá fyrir að nefna okkar eigið tímarit, þ.e. Grúskið. Fyrir nokkru kom út 3. tölublað 3. árgangs. Þarflaust er svo sem að fara mörgum orðum um það hér, þar sem allir þeir safnarar, sem eru innan vébanda L.Í.F. fá það sjálfkrafa sem hluta af árgjaldi sínu. Að þessu sinni er hlutur myntsafnara óvenjustór í ritinu, en ég tel það engan veginn óeðlilegt, þar sem í upp- hafi var einmitt gert ráð fyrir hlutdeild þeirra í því. Hér er fróðleg grein um silfur og mynt- ir frá landnámsöld og fram að siðaskiptum eftir Anton Holt. Samkv. heimildaskrá hefur höf- undur leitað víða fanga um þetta sögulega yfirlit, og hann virðist vinna samvizkusamlega úr heimildum sínum. Þá ritar Ólaf- ur Tryggvason læknir grein, sem hann nefnir: Hreinsun, flokkun og varðveizla myntar. Eins og heitið ber með sér, ræðir Ólafur hér um það, hvernig búa eigi um mynt, svo að hún geymist sem bezt. Hálfdan Helgason ritar stutta grein um íslenzk bréf- spjöld af því tilefni, að um þessar mundir eru hundrað ár síðan þau voru tekin í notkun hér á landi. Þá er Sigurðar Ágústssonar minnzt í þessu hefti með örfáum orðum af Hermanni Pálssyni, en Sigurður féll frá á liðnu vori. Þessi minningarorð Hermanns eru sönn og rétt, en að ósekju hefðu fleiri safnarar, mátt minnast Sigurðar í blaðinu svo þekktur sem hann var meðal þeirra. Ýmislegt annað áhugavert efni er í Grúskinu, þótt þess verði ekki getið hér sérstaklega. Frágangur þessa heftis er sýnu lakari en fyrri hefta, en vonandi tekst betur til næst. Því miður ber stafsetning ritsins um of keim af ruglingi þeim, sem hefur verið í stafsetningarmálum okk- ar allar götur síðan Magnús Torfi Ólafsson, fyrrv. mennta- málaráðherra, kom honum af stað 1974. Úr honum má auð- veldlega bæta í þessu riti með ákveðinni festu og samræmingu milli greina. Allir frímerkjasafnarar hafa heyrt getið um stórfyrirtækið Stanley Gibbons í London, en það er komið vel á aðra öld í frímerkjaheiminum og ekki að sjá, að það sé komið að því að leggja um laupana — nema síður sé. Virðist það vera orðið mikið stórveldi í öllu því, er við kemur frímerkjum. Hið síðasta, sem af þessu brezka fyrirtæki er að frétta, er það, að það hefur seilzt til áhrifa á Norðurlandamark- aði. Á síðastliðnu hausti keypti það hina kunnu frímerkjaverzl- un í Stokkhólmi, Frimárkshuset. Hér á landi þekkja allir safnarar Facit-verðlistann, sem sú verzl- un hefur gefið út í nokkra áratugi, enda flestir notað hann við kaup og skipti. Nú er bæði hið sænska fyrirtæki og verðlist- inn kominn í hendur Englend- ingum, og virðast svo sem ekki allir sænskir safnarar vera ánægðir með það eftir blaða- ummælum að dæma. Stanley Gibbons hefur lengi látið mikið að sér kveða í bókmenntaheimi frímerkjasafn- ara. Á liðnu ári eignaðist ég allmarga bæklinga, sem Bret- arnir hafa gefið út, og við lauslega athugun virðast þeir mjög áhugaverðir. Þessir frí- merkjabæklingar eru hluti af bókaflokki, sem nefnist Stanley, Gibbon’s Guides. Er hér um leiðbeiningarbæklinga að ræða, sem reyndir safnarar hafa tekið saman um ýmis þau atriði, sem komið geta að notum við frí- merkjasöfnun. í þessum flokki eru einnig bæklingar um mynt-, spila- og kortasöfnun, en af skiljanlegum ástæðum sleppi ég alveg að ræða um þá. Ég vil heldur benda á frímerkjabækl- ingana, en þeir eru flestir eða allir fáanlegir hér í frímerkja- verzlunum. Einn bæklinganna fjallar um frímerkjasöfnun almennt, annar um sérsöfnun og hinn þriðji um það að geta greint, hvaðan merkin eru ættuð, ef svo má segja. Frímerki heimsins eru víst orðin um 200 þúsund að tölu, og sum þeirra bera ókennilegar áletranir. Er þá ekki vanþörf á leiðbeiningum í því myrkviði. Þá er sérstakur bæklingur um svo- nefnda minnasöfnun eða það, sem oftast er nefnt mótíf-söfn- un. Söfnun alls konar póst- stimpla hefur færzt mjög í aukana á síðustu árum, og fjall- ar einn þessara bæklinga ein- mitt um það efni. Þá er í einum bæklingi rætt um póstsögu, en margur safnari hefur fengið " sérstakan áhuga á henni í bginu framhaldi af söfnun fríwierkja. Þá er ekki öllum vel ljóst, hvernig bezt sé að setja upp söfn, enda fer það venjulega eftir smekk manna, en hann er að vonum ærið misjafn. í þessum flokki frá Stanley Gibbons er vitaskuld leiðbeiningarbækling- ur um þetta efni. Svo er annar um það, hvernig heppilegt sé að búa söfn undir frímerkjasýn- ingar. Áf sjálfu sér leiðir, að margt af efni þessara bæklinga eða bókarkorna er einkum sniðið fyrir enskan frímerkjaheim. Þó fæ ég ekki betur séð en við, sem stöndum utan hans, getum haft mikið gagn af þessum bókum. Því miður er markaður fyrir frímerkjabókmenntir svo lítill hér á landi, að engin von er til, að nokkur vogi sér að snara einhverju af þessu lesefni á íslenzku. Þó væri ekki óhugsandi að draga eitthvað af efni þessara bæklinga saman í bókarkorn og gefa út á móðurmáli okkar. En á meðan það er ekki gert, er ekki um annað að ræða en notast við þessa og aðra leiðbeiningar- bæklinga á erlendum málum. Leiðréttiníí I síðasta þætti, 19. f.m., var rætt um jólamerki 1979 og birt mynd af þeim. Jafnframt var getið þeirra félaga og samtaka, sem að þeim stóðu. Því miður hafa við prentun fallið úr nöfn tveggja félaga. Merki þeirra eru þó á sínum stað fremst í annarri röð. Er hér um að ræða Rotary- klúbb Hafnarfjarðar og Styrkt- ar- og líknarsjóð Oddfellowa. Bið ég hlutaðeigendur velvirðingar á þessum mistökum. Stór-útsalan 1980 Veröur haldin 2.—10. febrúar n.k. í húsnæöi okkar viö gömlu verksmiöjuna (efst í brekkunni ofan viö brúna) [ Mosfellssveit. Eftirfarandi verður selt meðan birgðir endast: HESPULOPI • PLÖTULOPI • LOPI LIGHT • TRÖLL LOPI • EINGIRNI • TWEED HOSUBAND • TEPPABAND • ENDABAND • FATNAÐUR • HOSUR • TREFLAR • GARDÍNUEFNI • FATA- EFNI • ÁKLÆÐI • VÆRÐARVOÐIR VERÐ KR. 3.500,- • GÓLFTEPPI • FALDAÐAR MOTTUR. OPNUNARTÍMI: Laugardaga kl. 10—18. Sunnudaga kl. 13—18. Mánud.—Föstud. kl. 13—19. ,4lafoss hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.