Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 43 r Afmælismót J.S.Í. seinni hluti SEINNI hluti Afmælismóts Judovsambands íslands verö- ur í íþróttahúsi Kennara- háskólans n.k. sunnudag 3. íebrúar og hefst kl. 14. Keppt verður í opnum flokki karla. þ.e. án þyngd- arflokkaskiptingar. Þess er vænst að allir bestu judo- menn landins keppi. a.m.k. þeir sem eru í þyngri flokk- unum. Þá verður einnig keppt í flokkum unglinga 15—17 ára á sunnudaginn. Verður piltunum skipt i þyngdar- flokka og fer það eftir þátt- töku hversu margir flokk- arnir verða. Isfirðingurinn Sigurður Jónsson keppir í stórsvigi og svigi á Skiðadrottning Islands, Steinunn Sæmundsdóttir, keppir í svigi og ólympiuleikunum. stórsvigi á Ólympíuleikunum. Skíðafólkið hefur æft af miklum krafti Olympíuleikana ÍSLENSKA karla- og kvenna- landsliðið i alpagreinum skíða- íþrótta hefur nú í janúar tekið þátt i keppnum i Frakklandi og Sviss, alls 9 keppnum. Því miður tókst ekki að afla frétta af árangri þeirra jafnóðum en hann hefur nú borist og birtist hér fyrir neðan. Yfirleitt gekk keppendunum vel á mótunum og bættu flestir FlS-stig sín verulega. Sérstak- lega var ágætur árangur hjá Steinunni Sæmundsdóttur, Sig- urði Jónssyni og Birni Olgeirs- syni. Aðrir þátttakendur voru: Haukur Jóhannsson, Árni Þór Árnason, Ásdis Alfreðsdóttir, Nanna Leifsdóttir og Ása Hrönn Sæmundsdóttir. Hér koma svo helstu úrslit: KARLAR: Stórsvig í Charmey þ. 15/1: mín. Sigurv: Jacques Liithy Sviss 2:24,62 Sigurður Jónsson 2:38,85 Björn Olgeirsson 2:39,69 Haukur Jóhannsson 2:42,48 Svig í Bulle þ. 16/1: sek. Sigurv: Knut Erik Johanness. 90,02 Sigurður Jónsson 97,16 Svig í Les Rousses þ. 21/1: sek. Sigurv. Daniel Fountain 98,15 Sigurður Jónsson 100,37 Björn Olgeirsson 102,85 Árni Þ. Árnason 105,15 Stórsv. í Oberstdorf þ. 26/1: mín. Sigurv. Gerhald Jáger 2:16,02 Björn Olgeirsson 2:24,07 Sigurður Jónsson 2:24,62 Haukur Jóhannsson 2:26,01 Árni Þ. Árnason 2:27,93 Stórsv. í Oberstdorf þ. 27/1: mín. Sigurv. Alfons Seliner 2:15,31 Sigurður Jónsson 2:20,13 Björn Olgeirsson 2:20,78 Haukur Jóhannsson 2:22,90 KONUR: Svig í Les Arcs þ. 15/1: Sigurv. Steinunn Sæmundsdóttir Svig í Les Gets 17/1: sek. Sigurv. Sigrid Totschning 72,32 Steinunn Sæmundsdóttir 76,61 Svig í St. Gréé þ. 22/1: sek. Sigurv. Fulcis Chiasna Miari 86,88 Steinunn Sæmundsdóttir 89,02 Nanna Leifsdóttir 101,77 Svig í Immenstadt þ. 26/1: sek. Sigurv. Andrea Bader 77,10 Ásdís Alfreðsdóttir 87,05 Nanna Leifsdóttir 89,50 Svig í Immenstadt þ. 27/1: sek. Sigurv. Andrea Niklas 80,49 Steinunn Sæmundsd. 84,11 Ásdís Alfreðsdóttir 90,76 Nanna Leifsdóttir 90,99 Skíðakennsla SKÍÐAFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir kennslu í göngu og svigi við skíðaskálann í Hveradölum um helgina. Kennsla hefst kl. 14.00 bæði laugardag og sunnudag. Gott skíðafæri er nú í Hvera- dölum og verða lyfturnar i gangi. Víðavangs- hlaup UBK Frjáisiþróttadeild Breiða- bliks gengst fyrir fimm víða- vangshlaupum á Kópavogs- velli, annan hvern sunnu- dagsmorgun, kl. 10.00. í fyrsta skipti 3. feb., þá 17. feb., 2. marz. 16. marz og 30. marz. Keppt verður i 10 flokk- um stráka og stelpna. Strákar Fæddir 1964 og 1965 1966 1967 og 1968 1969 og 1970 1971 og síðar Stelpur Fæddar 1964 og 1965 1966 1967 og 1968 1969 og 1970 1971 og 9Íðar. Gefin verða stig fyrir hvert hlaup. Þau er beztum árangri ná í fjórum af fimm hlaup- um, í hverjum flokki, fá vegleg verðlaun að lokum. Frjálsíþróttadeildin skorar á aila Kópavogsbúa á þessum aldri, að vera með frá byrjun. Þrír keppa í skíðagöngu ÍSLENSKU skíðagöngumennirnir sem keppa á ólympíuleikunum hafa ekki legið á liði sinu að undanförnu, heldur stundað æfingar af mikilli eljusemi i Svíþjóð i allt haust. í viðtali við Mbl. sagði Ingólíur Jónsson að þeir hefðu f arið fyrst út 12. nóv og æít til 16. desember og svo var komið heim í stutt frí en aftur farið út 3. janúar og æft og keppt allan mánuðinn. Flestir þeirra hafa tekið þátt í um 9 göngukeppnum og náðu þeir ágætum árangri. Eru skiðagöngumennirnir mjög jafnir að getu og þvi var ólympi- unefndinni nokkur vandi á höndum að velja keppendur. Endir varð sá að þrír voru valdir eins og skýrt hefur verið frá. íþróttasiðan mun kynna ólympiukeppendurna og eiga við þá viðtöl sem birtast munu i næstu viku. Skiðagöngumennirnir keppa í 15, 30 og 50 km göngu á leikunum og til fararinnar voru valdir Ingólfur Jónsson, ^Haukur Sigurðsson og Þröstur Jóhannesson. Valur — Drott í Höllinni sunnudaginn 3. febrúar kl. 7. Forsala: LAUGARDAG: ki. 3—6 í Valsheimilinu og Alaska, Breiöholti. SUNNUDAG: frá kl. 5 í Laugardalshöll Verslunin Valgarður ** Leirubakka 36 í Valgarði er valið létt, vandað úrval vara. Megið þið nú verða mett, með útstandandi maga. FEROASKRIFSTOFAN «SV — urval^MT Emskoafelagshustnu sm 26900 1 Fékkst þú þ 'ROPICAI i morgun ér IA Múlakaffi finiiix HQLUW00D alllr f Hoflywood f kvöld. TEpphlbnd DIXIE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.