Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 33 Nokkrar krummavísur Krummi svaf í klettagjá kaldri vetrarnóttu á verður margt að meini. Fyrr en dagur fagur rann freðið nefið dregur hann undan stórum steini. „Allt er frosið úti gor. Ekki fæst við ströndu mor, svengd er metti mína. Ef að húsum heim ég fer heimafrakkur bannar mér seppi úr sorpi að tína. Öll er þakin ísi jörð. Ekki séð á holtabörð fleygir fuglar geta. En þó leiti út um mó auða hvergi lítur tó. Hvað á hrafn að éta?“ Á kirkjuturni hrafnamóðir hreiður sér bjó. Hún bjóst við að geta alið þar börnin sín í ró. En þó hún væri svartari en vetrarnáttmyrkrið, bjóst hún við að kirkjan veitti börnum sínum frið. Og eitt sinn er hún hjá börnum sínum undi sér vel lét klerkurinn skotmanninn skjóta hana í hel. Og dauð á litlu börnum sínum blæðandi hún lá kristinna manna kirkjuturni á. Við það gladdist klerkurinn en glaðari hann varð, er skotmaðurinn hreytti hreiðrinu niðr’ í garð. En lesi klerkur messu og lofi Drottins nafn, þá flögrar yfir kirkjunni kolsvartur hrafn. Ur Islandssögunni Gunnar kappi áHlíðarenda t l'ipfc 0EI,tTiJ Dtb MLirKEtt’t 0 HI kt i, r yfc i k*'AT v/i p Ra M b'á > Skemmtilegar þulur og kvæði Einn og tveir inn komu þeir þrír og f jórir furðu stórir, fimm, sex, sjö og átta, svo fóru þeir að hátta, níu, tíu, ellefu og tólf, lögðu plögg sín niður á gólf. Svo um miðjan morgun, hún mamma vakti þá, þrettán, f jórtán, fimmtán, sextán, fætur stóðu þeir á, fóru svo að smala, suður með á, sautján, átján lambærnar, sáu þeir þá, nítján voru tvílembdar, torfunum á, tuttugu sauðina suður við sel. Teldu nú áfram og teldu nú vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.