Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 34______________ Kristján Vignir Jónsson — Kveöja Fæddur 26. júlí 1944. Dáinn 27. janúar 1980. Kristján Vignir Jónsson varð bráðkvaddur að heimili sínu, Garðsvík á Svalbarðsströnd, 27. janúar s.l. Maður í blóma lífsins svo skyndilega hrifinn brott í miðjum önnum. Kristján var fæddur 26. júlí 1944 að Lækjarósi í Dýrafirði. Foreldrar hans eru hjónin Rósa Hálfdánardóttir og Jón Jensson bóndi. Kristján var af vestfirskum bændum og sjómönnum kominn i ættir. Vestra þar var móðurafi hans, Hálfdán, vel þekktur fyrir hagleik sinn í höndum. Eru báta- líkön eftir hann til bæði á Minja- safninu á Isafirði og Þjóðminja- safninu í Reykjavík. Gott hand- bragð var Kristjáni eiginlegt að hverju sem hann gekk. Hann ólst upp með foreldrum sínum, næst- elstur fimm systkina auk fóstur- bróður á svipuðum aldri. Með fjölskyldunni var móðir fóstur- bróðurins og faðir, sem einnig var föðurafi Kristjáns. Hann dvaldi með þeim til dauðadags. Samheldni og fjölskyldukær- leiki einkenndu heimilið á upp- vaxtarárum barnanna. Án efa áttu þeir eiginleikar drýgstan þátt í því hve vel fjölskyldunni farnað- ist er hún flutti úr fátækt frá Dýrafirði, þá er Kristján var 12 ára, til Eyjafjarðar og varð þar dugandi og vel megandi. Fyrsta árið var fjölskyldan á Akureyri, bjó um skeið frammi í Firði, eins og það er kallað fyrir norðan, og nú síðustu átta árin að Garðsvík á Svalbarðsströnd. Kristján kvæntist ekki. Hann átti heimili hjá foreldrum sínum til hinsta dags. Hann lauk búfræðinámi frá Hólaskóla 1964. Var tvo vetur í Vélskólanum á Akureyri. Ásamt fullri vinnu nam hann einnig við Öldungadeild M.A. hálfan annan vetur. Þótt Kristján stundaði jafnan vinnu utan heimilis má segja að hann hafi eytt öllum sínum t Hjartkær eiginmaöur minn VILHJALMUR JÓNASSON, húsgagnasmíðameistari, Æsufelli 6, andaöist í Landakotsspítala 30. janúar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ragnhildur Jónsdóttir. t Eiginkona mín KAREN M. ÁSGEIRSSON andaöist í Vífilsstaöaspítala 31. jan. ’80. Jaröarförin veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. febr. n.k. kl. 15.00. F.h. andstandenda Þorvaldur Ásgeirsson t Hjartkær vinur okkar, GUÐJÓN ÞÓRARINSSON ÖFJÖRÐ andaöist 30. janúar síðastliðinn, aö heimili sínu Lækjarbug í Mýrarsýslu. Maria Guömundsdóttir og bömin. Móöir okkar INGIBJÖRG EYVINDSDÓTTIR frá Fremra-Hálsi, Kjós lést aö Grund 31. janúar. Kristín Jónsdóttir og systkini. t Faöir okkar og tengdafaöir MATTHÍAS BJÖRNSSON frá Heilissandi er lést að elliheimilinu Grund 25. janúar veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn 5. febrúar kl. 16.00 e.h. Guójón Matthíasson, Matthildur Matthíasdóttir, Guómundur Guömundsson. t Innilega þökkum viö öllum fyrir vinarhug og samúð viö andlát og útför eiginkonu, móöur og ömmu okkar, RAGNHEIÐAR SIGJÓNSDÓTTUR, Brekkubæ, Hornafiröi. Sérstaklega þökkum við starfsfólki á sjúkrahúsunum á Hvamms- tanga, Landspítalanum og Höfn í Hornafiröi fyrir alla vinsemd og hjúkrun'á henni. Öllum ættingjum og vinum óskum viö gleöilegs árs. Bjarni Bjarnason Sigríöur B. Kolbeins Gísli H. Kolbeins Sigjón Bjarnason Kristín Einarsdóttir Baldur Bjarnason og barnabörn. Minning: ^ Sigurður Oskar Guðmundsson frístundum til vinnu á heimilinu. Gagnvart búi foreldra sinna var hann óþreytandi að áhuga og eljusemi til þess að allt mætti sem farsælast fara. Hann var alla tíð áberandi umhyggjusamur foreldr- um sínum og heimilismaður í besta lagi. Kærleikar miklir voru og með honum og systkinabörnum hans. Systursonur hans, Jón Kristján, 9 ára, sem alinn er upp hjá ömmu sinni og afa, missir nú mikils, þeir frændur voru sam- rýndir mjög. Tólf ára drengur steig hann fyrst fæti sínum á eyfirska grund, er hann með fjölskyldu sinni kom með Esju til Svalbarðsstrandar og fór þaðan landleiðina til Akureyr- ar. Ungur maður fer hann hinstu göngu sína, einnig á Svalbarðs- strönd, í örmum þeirrar móður er bar hann í heiminn og unni honum mjög. I dag leitar hugur vina og frændfólks heim í Garðsvík. Eng- inn á mátt við sorginni, en hlýjar hugsanir og samúð frá vinum og venzlafólki hérlendis og erlendis geta linað hugarþjáningar for- eldra og annarra ástvina. Ein huggun mun raunsönnust — að hér er kvaddur maður sem rækti sitt lífsverk af þeim kær- leika og þeirri alúð, sem góðum drengjum einum er lagið. Blessuð veri minning hans Föðursystur. í dag er til moldar borinn Sigurður, eða Siggi í Viðey eins óg hann var alltaf nefndur, ég kýs að nota það. Fæddist í Vestmanna- eyjum 25. marz 1922, sonur hjón- anna Pálínu Jónsdóttur og Guð- mundar Einarssonar. Siggi átti 11 alsystkin, 3 hálfsystkin og einn uppeldisbróður. Siggi kvæntist aldrei, mikill hugur var hjá hon- um um sjóinn og snerist líf hans mest þar um. Oft sagði hann mér frá þegar hann var að byrja að róa. Þá var hafður skrínukostur og stundum brugðu þeir út af vana og höfðu heita soðningu, Ýsa soðin í heilu lagi. Þegar stríðið skellur á var Siggi á millilandaskipi, Snæ- felli, þá var brennt kolum og var Siggi kyndari, hafið fullt af tund- urduflum og máttu þeir ekki sigla með siglingarljós vegna hættu á árás. Sigldu þeir þá á Fleetwood og Hull í Englandi. Ég veit af frásögn hjá Sigga að þetta voru erfiðar siglingar og mörg skip týndust á þessum árum. Siggi var afar traustur, duglegur og ósér- hlífinn. Það var í maí 1974 að leiðir okkar Sigga í Viðey mættust. Ég var að huga að verslunarplássi fyrir verslun mína, og uppbygging Eyjanna stóð sem hæst að afloknu eldgosi. Ég man enn í dag fyrstu skrefin upp tröppurnar í Viðey. Siggi var að koma heim í mat þennan dag, en hann var starfs- maður hjá Fiskiðjunni. Og allt frá þeim degi vorum við Siggi traustir vinir. Ég var aðeins tuttugu ára er ég fluttist til Eyja. Siggi átti þá allt húsið, Viðey, sem er að Vestmannabraut 30, og bauð mér að búa á efri hæðinni. Ég bjó einn þar í rúmt eitt ár og oft elduðum við ofan í hvor annan. Það var í júní 1975 að ég talaði við Sigga, að nú ætlaði ég að fara að trúlofa mig. Og ætti von á stúlku úr Reykjavík. Ég var hálf feiminn að tala um þetta við Sigga, en Siggi var alltaf eins og faðir minn hér. Hann tók þessu mjög vel og bauð okkur að kaupa efri hæðina, sem og við gerðum. Ég var heppinn með kvonfang og hún tók Sigga eins og ég gerði og Siggi henni eins og mér. Brátt urðum við öll miklir vinir og samgangur milli beggja hæðanna. Við eignuðumst okkar fyrsta barn í maí 1976 og heitir hann í höfuðið á Sigga (Sigurður Óskar), þeir urðu fljótt mjög samrýndir og er söknuður- inn mikill, það var alltaf fastur liður hjá nöfnunum að labba saman á bryggjurnar á laugardög- um og athuga hvort þeir væru ekki að fá ’ann. Svo kær var hann nafna sínum, að oft vorum við búin að leita um allt húsið að drengnum okkar. En þá var litli snáðinn bara búinn að fá sér lúr undir rúminu hjá Sigga eða gamla stólnum hans. Ég var með Sigga síðustu stund- ina og gat bent honum á veginn, meðan við biðum eftir sjúkrabíln- um. Og er ég Guði þakklátur fyrir þá stund. Við vorum öll á tröppun- um í Viðey er verið var að koma sjúkrabörunum út, þá segir sonur okkar við aðstoðarmennina að hann ætli að kyssa Sigga sinn, Siggi var þá með fulla rænu. Þá er eins og sagt við mig, að Siggi eigi ekki afturkvæmt frá þessu. í sjúkrabílnum dregur strax af hon- um og deyr hann skömmu síðar í höndunum á mér. Þetta hefur sett mark á mitt líf og er ég guði þakklátur fyrir að hafa verið með honum síðustu stundina og bið Jesú að blessa systkinin, frænd- menni og vini vegna láts kærs vinar. Drottinn er minn hirðir. init; mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvilast. leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njðta. Hann hressir sál mína. leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafn sins. (23.sálmur Daviðs) Nakinn kom ég af móðurskauti og nakinn mun ég aftur þangað fara: Drottinn gaf og Drottinn tók lofað verði nafn Drottins. (Jobsbók) Arnar H. Gestsson, Viðey, Vestmannaeyjum. + Faöir okkar og tengdafaðir JOHAN ELLERUP fyrrv. apótekari lést 23. janúar. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Olav og Anna Ellerup Frode og Jóhanna Ellerup Gísli og Sigrún Ellerup Elísabet og Borgþór Pétursson og barnabörn. Eiginkona mín og móðir okkar VILBORG VIGFÚSDÓTTIR sem lést að Hrafnistu 26. janúar, verður jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Steingrímur Magnússon og börn. Systir mín og mágkona RAGNHILDUR HAFLIDADÓTTIR, Hótúni 10, andaöist aö heimili sínu 25. janúar. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 10.30. Salómon Hafliðason, Sigurbjörg Sigurvinsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför MÖRTU ODDSDÓTTUR Sigríöur Ásgeirsdóttir, Karl Guólaugsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Af mælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig gctið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.