Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 44
Sími á rítstjórn og skrífstofu: 10100 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins við upphaf fundarins í gær, er umræður hófust um stjórnarmyndun- artilraunir Gunnars Thoroddsen. - Ljósm.: ói.K.M. Forsetakosningarnar: Sjálfstæðisflokkurinn Vigdís Finnhogadóttir leikhússtjóri hugsun og hik, en fyrir tilstilli margra, sem mér þykir vænt um og tek mark á. Þeir sem fylgst hafa með þessum málum töldu að taka yrði ákvörðun og ekki mætti hika lengur, sagði Vigdís Finnbogadóttir er Mbl. ræddi við hana í gær. Ekki kvað hún nein samtök kvenna eða önnur samtök standa að baki fram- boði sínu, stuðningsmenn væru allt einstaklingar. —Það varð svolítil kúvending í mér eftir að ég fékk skeyti frá sjómönnunum, fallegt skeyti, þar Vigdís Finnbogadóttir leikhús- stjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakjor sem fram á að fara hinn 29. júní n.k.. en hún er fyrsta konan sem það gerir. —Þessa ákvörðun tók ég á fimmtudagskvöld eflir mikla um- sem ég var hvött til þessa og ýtti það mjög undir þessa ákvörðun mína. Vigdís Finnbogadóttir lauk há- skólaprófi í ensku, frönsku, leikhús- fræðum og uppeldis— og sálarfræði og stundaði eftir það um árabil kennslu fyrst í M.R. og síðan M.H. auk þess sem hún vann við Þjóð- leikhúsið og stjórnaði m.a. þættin- um Vöku í sjónvarpinu, en árið 1972 tók hún við starfi leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur, —„og þar hef ég setið síðan og annast stunda- kennslu við Háskólann í frönskum leikbókmenntum mér til ánægju," sagði Vigdís Finnbogadóttir að lok- um. Vigdís Finnboga- dóttir í framboð Þingflokkurinn lýsir stuðn- ingi við tilraunir Geirs ÞINGFLOKKUR sjálfstæð- ismanna samþykkti á tveggja tíma fundi í gær tillögu Ólafs G Einars- sonar formanns þingflokksins um ítrekun á umboði formanns flokks- ins, Geirs Hallgrímssonar, til að vinna áfram að myndun meiri- hlutastjórnar. ,. Atjan þingmenn greiddu tillögunni atkvæði, en tveir, Gunnar Thoroddsen og Frið- jón Þórðarson sátu hjá. Gunnar Thoroddsen hafði þá skýrt frá viðræðum sínum við framsóknar- menn og alþýðubandalagsmenn og lagt fram tillögu um að Sjálfstæð- isflokkurinn tæki upp stjórnar- Kanna mína möguleika áfram segir Gunnar myndunarviðræður við þá flokka tvo, en tillaga Ólafs var breyt- ingartillaga við hana. Geir Hall- grímsson sagði í samtali við Mbl. í gær að árdegis í dag væri ráðgerð- ur fundur fulltrúa flokkanna fjög- urra um þjóðstjórn. Steingrímur Hermannsson formaður Fram- sóknarflokksins sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann hefði rætt við Gunnar eftir þingflokksfund sjálf- stæðismanna og hefði Gunnar tek- ið sér frest til að kanna, hvort framhald gæti orðið á viðræðum þeirra. Gunnar Thoroddsen sagði í gærkvöldi að hans möguleiki yrði kannaður áfram. Lúðvík Jósepsson formaður Al- þýðubandalagsins sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að Alþýðu- bandalagið biði þess að sjá, hvað væri að gerast í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins, „því okkur finnast þessi úrslit ekki nægilega skýr.“ Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sagði m.a. í samtali við Mbl. í gær: „Ég tel að loknum þessum fundi, að innan Sjálfstæðisflokksins ríki al- gjör samstaða og allt tal um að flokkurinn sé að klofna er út í hött og úr lausu lofti gripið. Þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins er staðráð- inn í að leggja sitt af mörkum til að stjórnarkreppan leysist. Hann læt- ur ekki persónulegan metnað ein- stakra manna villa sér sýn, heldur lætur málefnin ein ráða. Þannig hefur verið haldið á málum til þessa viðvíkjandi stjórnarmyndun og svo verður áfram.“ Sjá viðtöl í miðopnu Fjögurra flokka viðræður snú- ast ekki einungis um þjóðstjórn Geir Hallgrímsson um stjornarkreppuna: „EG er þakklátur fyrir þá traustsyfirlýsingu, sem ég tel að felist í samþykkt þingflokksins,“ sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins, er Mbl. ræddi við hann eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í gær, þar sem þingflokkurinn ítrekaði umboð sitt til handa Geir að kanna myndun meirihlutastjórnar. I samtölum við Gunnar Thoroddsen í fjölmiðlum í gær kom ýmis gagnrýni fram á Geir Hallgrímsson. Morgunblaðið bað hann að því tilefni að svara nokkrum spurningum. Fyrsta spurningin, sem Morg- unblaðið bar upp við Geir, var um fullyrðingu Gunnars um að frum- kvæðið að stjórnarmyndun með Alþýðubandalagi og Framsókn- arflokki hefði komið frá öðrum en Gunnari. Geir sagði: „Það er ljóst, að þingmenn hafa átt viðræður sín á milli og auðvitað hefur margt borið þar á góma, og ýmsar hugmyndir um samstarf milli flokkanna. En það er alkunna meðal þingmanna, að á meðan ég fór með stjórnar- myndunartilraunir, vakti Gunnar Thoroddsen máls á möguleika á stuðningi við minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Ennfremur er það upp- lýst, að hann sendi sérstakan sendiboða á fund framsóknar- þingmanns til þess að bjóða fram aðstoð sína til að koma á stjórn Framsóknarflokks og Alþýðu- Geta leitt til annarrar meiri- hlutastjórnar bandalags, ef hann yrði forsætis- ráðherra. Steingrimur Her- mannsson hefur kveðið upp úr um það, að allt frumkvæði í þessum efnum sé komið frá Gunnari Thoroddsen." En hvers vegna hafnaðir þú stjórnarmyndunarviðræðum við Alþýðubandalag og Framsóknar- flokk eins og Gunnar heldur fram? „Fram á slíkar viðræður var aldrei farið formlega, hvorki af hálfu Alþýðubandalags né Fram- sóknarflokks. Formaður Fram- sóknarflokks nefndi þennan möguleika í samtali við mig og þá sagði ég, að við hefðum ekki útilokað neina stjórnarmögu- leika, en ég teldi þennan mögu- leika ólíklegan, enda hefði það komið fram einnig í samtölum við forsvarsmenn Alþýðubandalags- ins, og formaður Framsóknar- flokksins hefði ekki reynt við þennan möguleika, þegar hann hafði stjórnarmyndunarumboðið með höndum. Ég tjáði þingflokki sjálfstæðismanna þessi viðbrögð mín að Gunnari Thoroddsen viðstöddum án athugasemda frá hans hálfu." Hvað um gagnrýni Gunnars Thoroddsen á þjóðstjórnarvið- ræðurnar undir þinni stjórn? „Sú gagnrýni kemur fyrst fram á þingflokksfundi í dag. Æski- legra hefði verið, að hann hefði látið hana koma fram fyrr, en þó enn betra að hann hefði látið eitthvað jákvætt koma fram til lausnar stjórnarkreppunni á þingflokksfundum. Þess minnast menn nú ekki. Viðræður um þjóðstjórn fóru fram meðan ég hafði stjórnarmyndun með hönd- um. Þegar ég fékk umboðið, þá vildi hvorki Framsóknarflokkur né Alþýðubandalag við Sjálf- stæðisflokk tala. Þjóðstjórnar- umleitanir mínar hafa leitt það í ljós, að nú sækjast báðir þessir flokkar eftir viðræðum við okkur. Þær umræður, sem nú eiga sér stað og fara fram samkvæmt tilmælum forseta íslands milli formanna og forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna fjögurra, þurfa ekki einungis að beinast að myndun þjóðstjórnar, þótt ég telji eftir sem áður efnisástæðu til þess, heldur geta þær leitt til annarra meirihlutastjórna á Al- þingi. I þessum 4ra flokka við- ræðum hefur a.m.k. verið komizt efnislega eins langt í því að finna málefnalega samstöðu milli flokka og í þeim viðræðum, sem Gunnar Thoroddsen gekkst fyrir án þess að láta þingflokk Sjálf- stæðisflokksins vita af þeim, fyrr en eftirá." Hvers vegna hefur þú aldrei kvatt Gunnar Thoroddsen með þér til opinberra stjórnarmynd- unarviðræðna nú? „I stjórnarmyndunarviðræðun- um 1978 vorum við Gunnar Thor- oddsen saman, ég sem formaður flokksins og hann formaður þing- flokksins. Nú höfum við Ólafur G. Einarsson verið í þessum viðræð- um, ég í sama hiutverki og áður, en Ólafur sem formaður þing- flokksins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.