Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980
Tikina Lassie þekkja vist flestir og þarf ekki að kynna hana
sérstaklega, en aðdáendum hennar af öllum kynslóðum skal bent
á að i dag hefjast i sjónvarpi sýningar á myndaflokki með henni í
aðalhlutverki.
Þetta eru bandariskir þættir, alls þrettán talsins um Lassie og
ýmis ævintýri hennar.
Sjónvarp í kvöld kl 22:
Á njósnaraslóðum í Beirút
Á slóðum njósnara
nefnist bandarísk mynd
sem er á dagskrá sjón-
varps í kvöld klukkan
22.00. Myndin er gerð árið
1966, og með aðalhlutverk
fara David Niven, Franc-
oise Dorleac og Noel
Harrison, en þýðandi er
Kristmann Eiðsson.
Myndin greinir frá mið-
aldra lækni, breskum,
sem tekur sér fyrir hend-
ur verkefni í þágu bresku
leyniþjónustunnar í
Líbanon, en það er í fyrsta
skipti sem hann fæst við
slíkt.
David Niven í slæmri klípu í Líbanonfjöllum þar sem hann gengur erinda bresku
leyniþjónustunnar.
Gils Guðmundsson
Tveir kunnir út-
varpsmenn á ferð
Tveir kunnir útvarps-
menn verða meðal annarra
með þætti í útvarpi í dag,
hvor á sínu sviði.
Klukkan 17 er Atli Heimir
Sveinsson með þátt sinn
Tónlistarrabb, en það er ell:
efti þáttur Atla um tónlist. í
þættinum í dag fjallar hann
um tilbrigðaform.
í kvöld er svo annar kunn-
ur útvarpsmaður á ferð, en
það er Gils Guðmundsson
fyrrum alþingismaður sem
les annan lestur kvöldsög-
unnar Úr fylgsnum fyrri ald-
ar, eftir Friðrik Eggerz.
Gils þarf ekki að kynna
útvarpshlustendur sérstakl-
ega, svo oft sem hann hefur
lesið upp sögur í útvarp, sem
oftast hafa verið frá liðinni
tíð.
Atli Heimir Sveinsson
Útvarp ReykjaviK
L4UG4RD4GUR
2. febrúar
MORGUNNINN___________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Leikfimi
7.20 Bæn
7.25 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Tónleikar.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Tónleikar.
8.50 Leikfimi
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Ása
Finnsdóttir kynnir. (10.00
Fréttir. 10.10 Veðurfregnir).
11.20 Þetta erum við að gera.
Valgerður Jónsdóttir stjórn-
ar barnatíma.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.30 í vikulokin. Umsjónar-
menn: Guðmundur Árni Stef-
ánsson, Guðjón Friðriksson
og óskar Magnússon.
SÍÐDEGIÐ
15.00 I dægurlandi. Svavar
Gests velur íslenzka dægur-
tónlist til flutnings og fjall-
ar um hana.
15.40 íslenzkt mál. Ásgeir
Blöndal Magnússon cand.
mag. talar.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Heilabrot. Fimmti þátt-
ur: Um tónlist. Stjórnandi:
Jakob S. Jónsson.
16.50 Barnalög, sungin og leik-
in.
17.00 Tónlistarrabb; — XI.
Atli Ileimir Sveinsson f jallar
um tilbrigðaform.
17.50 Söngvar í léttum dúr.
Tilkynningar.
LAUGARDAGUR
, 2. febrúar
16.30 Iþróttir
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.30 Lassie
Fyrsta mynd af þrettán í
bandarískum myndaflokki
um tíkina Lassie og ævin-
týri hcnnar. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og
dagskrá
20.30 Spítalalíf
Bandarískur gaman-
myndaflokkur. Þýðandi
Ellert Sigurbjörnsson.
20.55 Á vetrarkvöldi
Þáttur með blönduðu efni.
Umsjónarmaður ÓIi II.
Þórðarson. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup.
21.35 Dagiegt líf í Moskvu
Nú er farið að styttast í
Olympiuleikana í Moskvu.
Þessi nýja fréttamynd
greinir frá daglegu lífi
fólks i borginni og undir-
búningi fyrir leikana. Þýð-
andi og þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
22.00 Á slóðum njósnara
(Where the Spies Are)
Bandarisk biómynd frá ár-
inu 1966. Aðalhlutverk
David Niven, Francoise
Dorleac og Noel Harrison.
Miðaldra. enskur læknir,
sem aldrei hefur komið
nálægt njósnastörfum,
tekst á hendur verkefni
fyrir bresku leyniþjónust-
una og er sendur til Beirút.
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
23.45 Dagskrárlok.
KVÖLDIÐ
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 „Babbitt“, saga eftir Sin-
clair Lewis. Sigurður Ein-
arsson þýddi. Gisli Rúnar
Jónsson leikari les (10).
20.00 Harmonikuþáttur. í um-
sjá Bjarna Marteinssonar,
Högna Jónssonar og Sigurð-
ar Alfonssonar.
20.30 Það held ég nú! Hjalti
Jón Sveinsson sér um þátt
með blönduðu efni.
21.15 Á hljómþingi. Jón örn
Marinósson velur sígilda
tónlist, spjallar um verkin
og höfunda þeirra.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Kvöldsagan: „Úr fylgsn-
um fyrri aldar“ eftir Friðrik
Eggerz. Gils Guðmundsson
les (2).
23.00 Danslög. (23.45 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok