Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1980 27 Einungis þrjár plötur verða tekn- ar fyrir í þetta sinn þar sem litið hefur borist af nýjum plötum und- anfarið. Þessar piötur eru frá Pretenders, sem er ein efnilegasta nýhljómsveitin frá Bretlandi í dag, hér mcð sina fyrstu stóru plötu, önnur er frá Styx, bandariskri hljómsveit sem er búin að ganga allar götur síðan 1967 alla vega og eiga 7 breiðskífur að baki sér, og að lokum er svo plata Herb Alpert, „Risc“, sem er hans fyrsta um langan tíma og auk þess tekin upp með nýju „digital" (tölvu) aðferð- inni. AUar þessar plötur hafa trjónað í fyrsta sæti. Pretenders platan er reyndar í fyrsta sæti breska listans þessa vikuna, Styx náði fyrsta sætinu í Bandarikjunum, og Al- perts piatan náði fyrsta sætinu á „jazz listanum", en titillagið þess utan fyrsta sætinu á aðallistanum. „PRETENDERS“ Pretenders (Real) Tónlist Pretenders er nokkuð blönduð af hráu „punk-bíti“, og mildum melódíum. Það fer ekki á milli mála að hljómsveitir eins og Kinks, Pretty Things og Velvet Jazz-jam áSögu Jazzvakning verður á Hótel Sögu 4. febrúar næstkomandi. Stormsveitin svokallaða mun leika þar auk ýmissa kunnra hljóðfæraleikara á borð við Viðar Alfreðsson (trompet), Gunnar Ormslev (tenórsax), Guðmund Steingrímsson (trommur), Krist- ján Magnússon (píanó) Guðmund Ingólfsson (píanó), Reyni Sigurðs- son (víbrafón), Richard Korn (bassa), Finn Torfa Stefánsson (gítar) og Ólaf Stephenson (píanó). Þess má geta að Jazzvakning er líka hljómplötuútgáfa og hafa gefið út eina plötu til þessa, „Samstæður", en „draumur" þeirra þessa dagana er að gera plötu með „útlögunum" Pétri Óst- lund, Árna Egilssyni og fleirum, en margir íslenzkir jazzistar leika erlendis. Underground er bakgrunnur hljóms- veitarinnar, en söngkona þeirra, Chrissie Hynde, hefur afar skemmti- lega og áheyrilega rödd og góða tilfinningu fyrir sínu viðfangsefni, enda samdi daman flest laganna. Þess má líka geta að stundum hljómar rödd hennar líkt og Joni Mitchell, og gítarleikur James Hon- eyman Scott minnir allan tímann á Pete Townshend. Þess má líka geta að textarnir hennar eru nokkuð góðir, sem er allt of algengt hjá nýjum listamönnum þessa dagana þó mikið sé reyndar nýjum og góðum. Til að byrja með virka lögin sem hafa komið út á litlar plötur, „Stop Your Sobbing", „Kid“ og „Brass In Pocket" best en þau eru mun „hreinni" í útfærslum heldur en megnið á plötunni. En það fer ekki á milli mála að Chrissie Hynde á eftir að verða stórt númer í poppinu og þessi plata talin þörf í öll helstu plötusöfn. Rúnar Vilbergsson lengst til hægri mætir með fagottið sitt á Kampútseuhljómleikana. Kampútseu-hljómleikar í Austurbæjarbíói: Allt frá baráttusöngv- um til ræf larokks „RISE“ Herb Alpert (A&M) Plata Herb Alpert er sínu skárri þó hún sé fyrst og fremst „for- grunnstónlist". Tónlistin er álíka mikil jazztónlist og Jakob Magnússon, og það er jazz í augum ameríkana að minnsta kosti. Melódíurnar eru leiknar ljúft á trompettinn af Alpert sjálfum en þar utan er heil hersveit viður- kenndra tónlistarmanna á borð við Tom Scott (Lyricon), Steve Schaeff- er (trommur), Manula Bedrena (slagverk), Joe Sample (píanó), Har- vey Mason (trommur), James Jamer- son jr (bassagitar) og Carlos Rios (gítar) en hann er í hljómsveit Jakobs. „Tijunna" trompethljómur bland- ast í flestum tilfellum klöppum og bassatakti diskósins, píanó og gítar- frösum nýjazzista og strengjaútsetn- ingum af ýmsu tagi. Alpert gerir hér jafn góða hluti og honum er fært, og upptakan og hljómgæðin hærri staðalinn nokkuð, þó ekki sé hér „plata ársins" á ferð. HIA HVORKI fleiri né færri cn fjórar hljómsveitir koma fram á Kamp- útseu-hljómleikunum, sem haldnir verða í Austurbæjarbíói hinn 9. þessa mánaðar. Er hér um að ræða söngsveitina Kjarabót, Fræbblana, Snillingana og ónafngreinda hljómsveit. er skipa nokkrir Þursar og aðrir velkunnir tónlistarmenn. Hljómleikarnir eru ágóðahljómleik- ar og rennur ágóðinn óskertur til flóttafóiks í Kampútscu. Allir gefa vinnu s'ína. meira að segja leigan á Austurbæjarbiói er ókeypis. og verði fullt hús áhorfenda ætti að vera hægt að safna 3.5 milljónum króna. Mikill hugur er í aðstapdendum hljómleikanna og til greina kemur jafnvel að halda aðra hljómleika. En þeir yrðu ekki haldnir fyrr en seinna í vikunni. Hljómleikarnir á laugar- daginn hefjast klukkan 14 og verða líklega þriggja klukkustunda langir. Svo vikið sé að þeim hljómsveitum er fram koma, þá er söngsveitin Kjarabót nær tveggja ára gömul. Hún var stofnuð i apríl 1978 og voru stofnendur nokkrir félagar úr kór Alþýðumenningar. Nafn hópsins var þá Nafnlausi sönghópurinn og undir því nafni kom hann fram á ýmiss konar baráttusamkomum og öðrum hátíðum. í febrúar í fyrra var nafninu breytt í Kjarabót og síðast- liðið ár hefur hópurinn gert víðreist, m.a. skroppið í söngferðir til Akur- eyrar Ólafsfjarðar og Dalvíkur, auk Vestmannaeyja. Stærð flokksins hefur verið breyti- leg, þetta 8 til 11 meðlimir, en nú skipa Kjarabót; Árni Jóhannsson, bassi, Eiríkur Ellertsson, söngur, Fanney Jónasson, söngur, Kriktján Ingi Einarsson, gítar og söngur, Magnea Guðmundsdóttir, fiðla og söngur, Margrét Örnólfsdóttir, söng- ur og gítar, Pétur Guðlaugsson, söngur og gítar, Sigurjón Bragi Sigurðsson, gítar, trommur og söng- ur, Stefán Jóhannsson, gítar og söngur og Þórkatla Aðalsteinsdóttir, söngur. Helmingurinn frá Akureyri og helmingurinn úr Kópavogi eru hlut- föllin í Snillingum, en það er ný hljómsveit, stofnuð nú í haust. Hún kom fyrst fram í Tónabæ í október og leggur mesta áherzlu á að leika frumsamin lög og íslenzk þjóðlög, sem þeir hafa útsett að nýju. Akur- eyrska blóðið rennur í æðum þeirra Steinþórs Stefánssonar, bassaleik- ara og Árna Daníels Júlíussonar, söngvara og saxófónleikarar, en úr Kópavoginum koma gítarleikararnir Arnór Snorrason og Ríkharður Frið- riksson og trommuleikarinn Árni Isberg. Snillingarnir hafa stundum verið taldir til svonefndra ræfla- rokkara, en telja sig sjálfir ekki vera af því sauðahúsi. Það gera hins vegar Fræbblarnir og eru ekkert að skammast sín fyrir það. Fræbblarnir eru yngsta hljóm- sveitin er fram kemur á hljómleik- unum, en meðalaldur hljómsveitar- innar er aðeins 18 ár. Þeir eru sviðsvanir, hafa 14 sinnum leikið opinberlega, og fyrir stuttu kom tveggja laga plata þeirra „False Death" út í Englandi. Hafa selzt 500 eintök af henni, en hingað er platan ekki komin enn. Til greina kemur að kynna plötuna á Spáni og í Svíþjóð, en Svíar hafa tekið miklu ástfóstri við þá og margsinnis hafa lög Fræbblanna verið leikin í sænska ríkisútvarpinu. F'ræbblarnir fá liðs- auka fyrir hljómleikana, söngkonan Dagný Ó. Zoega og gítarleikarinn Tryggvi Þór Tryggvason leika með þeim, en hinn gítarleikari hljóm- sveitarinnar er handleggsbrotinn og losnar ekki úr gifsinu fyrr en tveimur dögum fyrir hljómleikana. Þá er röðin komin að íjórðu og síðustu hljómsveitinni. Þeir Egill Ólafsson, Tómas Tómasson og Ás- geir Óskarsson úr Þursunum og Björgvin Gíslason, Karl Sighvatsson og Rúnar Vilbergsson mynda þá hljómsveit, en einnig er gert ráð fyrir leynigestum. Heyrzt hefur að „prógram" þeirra verði byggt upp á ljóðum eftir Ara Jósefsson, en hann andaðist 1964. Gaf hann út eina Ijóðabók „Nei“ er út kom 1961. Mun hljómsveitin síðan spinna út frá þessum textum lög og „impró- víseríngar" jöfnum höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.