Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 18 Kvikmyndahátfðin Kvikmyndahátíð Listahátíðar er nú haldin í annað sinn. 1978 var hátíðin haldin í Háskóla- bíói og þá sýndar 18 kvikmyndir. Nú er hátíðin haldin í Regnboganum, í fimm sýningarsölum (nýr salur verður opnaður uppi á lofti) og myndafjöldi er yfir 30, auk styttri mynda og heimildamynda og þar að auki verða sýndar 4 ^amiar myndir gerðar á íslandi með þátttöku lslendinga. Sýningar munu hefjast alla daga kl. 15.00 og síðustu sýningar verða kl. 23.00. Sýningarskrá með upplýsingum um allar mynd- irnar fæst í miðasölu Regnbogans, en sýn- ingartími einstakra mynda verður auglýstur daglega í öllum dagblöðunum. Meðan á hátíðinni stendur verður leitast við að birta hér í blaðinu nánari upplýsingar um þær myndir, sem sýndar eru, eftir því sem hægt verður að koma því við. 1980 Upphaflega stóö til að pólski kvikmyndaleikstjórinn Andrzej Wajda yrði gestur hátíðarinnar en því miður gat það ekki orðið því einmitt þessa dagana mun Wajda sitja þing kvikmyndagerðarmanna í Póllandi, þar sem hann þarf að verja skoðanir sínar og gerðir, sem hann setur fram í mynd sinni Marmaramaðurinn. Wajda hefur verið ákaflega afkastamikill á síðustu árum, hefur unnið nokkur stórvirki bæði fyrir leikhús og sjónvarp auk þess að gera 4 kvikmyndir, Marmaramanninn, (1977) An deyfingar (1978), Stúlk- urnar frá Wilko (1979), en allar þessar myndir verða sýndar á hátíðinni. Nýjasta mynd Wajda nefnist Stjórnandinn (The Con- ductor) og hefur hann nýlokið gerð hennar. Kvikmyndahátíðin verður opnuð með Marmaramanninum. Ýmsir hafa kallað þessa mynd pólsku útgáfuna af „Citizen Kane“, enda efnistökin ekki ósvipuð. Ung stúlka setur sér það sem lokaverkefni í kvikmyndaskóla að gera mynd um múrara, Birkut að nafni, sem á Stalínstímabilinu hafði verið gerð- ur að „fyrirmyndaverkamanni", af honum hafði verið gerð marmara- stytta og um hann höfðu verið gerðar kvikmyndir. Stúlkan (leikin af Krystna Janda) rekur sig hins vegar fljótlega á það, að hún er hvergi aufúsugestur og skólayfir- völd stöðva að lokum gerð myndar- innar með því að neita henni um filmu og kvikmyndatökuvélar. Wajda byrjar þessa mynd á mjög táknrænan hátt með því að kvik- myndafólkið gengur um mikla sali í opinberu listasafni, par sem viðurkennd list hangir á öllum veggjum. Stúlkan er að leita að marmarastyttunni og með smá bragðvísi finnur hún styttuna bak við læstar grindur í geymslu safns- ins. Marmaramaðurinn gerist jafnt í nútíð og fortíð og þó Wajda deili hart á hina pólitísku sögu- skoðun, nær ádeilan á ýmsum sviðum ti annarra atriða í nútím- anum. Það er eins og Wajda spyrji: Hefur í rauninni nokkuð breyst? Sex myndir verða sýndar á hátíðinni eftir fimm konur: Frum- raunin (Holland 1977), eftir Nouchka van Brakel, Eplaleikur (Tékkóslóvakía 1976) eftir Vera Chytilova og Níu mánuðir (Ung- verjaland, 1976) eftir Marta Mes- zaros verða sýndar á fyrstu þrem dögum hátíðarinnar en síðar verða sýndar tvær belgískar myndir, Jeanne Dieiman (1975) og Stefnu- mót Önnu (1978) eftir Chantal Akerman og India Song (Frakk- land, 1974) eftir Marguerite Duras. Frumraunin (Het Debuut) segir frá ástarsambandi fjórtán ára stúlku og karlmanns á fimmtugs- aldri, en þessi maður er reyndur vinur föður hennar. Þetta er fyrsta langa myndin, sem van Brakel gerir, en hún er jafnframt eina konan í Hollandi, sem fæst við gerð langra, leikinna kvikmynda. Gagnrýnendur hafa hrósað van Brakel fyrir næmar kvenlýsingar í þessari mynd og gott auga fyrir smáatriðum til að auka áhrifamátt frásagnarinnar. Úr Marmaramanninum. Sjáðu sæta naflann minn. Eplaleikur (Hra o jablko) er gamanmynd, sem gerist að miklu leyti á fæðingarspítala. Aðalper- sónur eru fæðingarlæknir og Ijósmóðir og fjallar myndin um ástarsamband þeirra í léttum dúr. Chytilova var einn af upphafs- mönnum nýbylgjunnar í Tékkóslóvakíu á fyrri helmingi sjöunda áratugarins, þegar þróun kvikmyndalistar stóð með hvað mestum blóma þar í landi. Eftir Krakkarnir i Copacabana. 1968 heyrðist lítið frá henni í langan tíma en í þessari mynd segja gagnrýnendur að nú bryddi að nýju á ýmsum verðleikum gömlu myndanna, ekki síst tékk- neska húmornum. Níu mánuðir (Kilenc Hónap) er sjötta mynd Mörtu Meszaros, fyrrverandi eig- inkonu leikstjórans Miklos Jancso. Myndin lýsir sambandi ungrar verkakonu, Juli, og verkstjóra hennar, Janos. Hann sýnir henni mikla áleitni strax við fyrstu kynni og segist elska hana, en hún telur sig þurfa að kynnast honum betur, áður en hún geti rætt um tilfinn- ingar sínar. Juli á barn með öðrum manni, hann er giftur og með þeim er aðeins vináttusamband. Um þetta veit Janos ekkert í fyrstu. Meszaros tekst mjög vel að lýsa þeim innri átökum, sem eiga sér stað hjá Juli (leikin af Lili Mon- ori), þar sem hún þarf í senn að berjast við einmanaleika, áleitni Janos, þörf fyrir ástúð, en jafn framt þörf fyrir að varðveita persónulegt sjálfstæði sitt. Mes- zaros dregur upp mjög raunsanna mynd af stúlkunni en hins vegar er Janos lýst sem fremur heimskum mömmudreng, sem á sér það eitt markmið að ná í konu, sem hann getur stillt upp í nýja húsinu sínu innan um önnur húsgögn. En sökum hinnar ágætu kvenlýsingar, sem eru fágætar á hvíta tjaldinu, er myndin mjög eftirtektarverð, auk þess sem myndataka Manos Kende er í sérflokki. mynd saman við Marmaramann- inn, þar sem báðir höfundarnir eru að fjalla um efni, sem er illa séð hjá viðkomandi yfirvöldum. Þýskaland að hausti (Deutschland im Herbst, 1978) er gerð af 11 þýskum kvikmyndagerðarmönnum þ.á m. Fassbinder, Schlöndorff, Sinkel, Kluge, Reitz o.fl. Myndin fjallar um atburði haustsins 1977, þegar hryðjuverkamenn drápu Hans-Martin Schleyer, rændu far- þegaflugvél, drápu flugstjórann og flugu vélinni til Mogadishu, en á sama tíma dóu þrír helstu foringj- ar Baader-Meinhof-hópsins í fang elsi, og sagt var að þeir hafi fyrirfarið sér. Myndin fjailar um þessa atburði og jafnframt um óöryggi hins almenna borgara, óvissuna um það, hvað sé í raun að gerast og hvernig sé hægt að viðhalda „jafnvægi". Barna- og unglingamyndir: Allmikið er af myndum á há- tíðinni fyrir yngri aldurshópa. Um helgina verður m.a. sýnd myndin Sjáðu sæta naflann minn (Vil du se min smukke navle, dönsk, 1978), en mynd þessi er gerð eftir sam- nefndri skáldsögu, sem kom út hér á landi nú fyrir jólin og mun óþarfi að fjölyrða frekar um hana. Krakkarnir í Copacabana (Mitt hem er Copacabana) er gerð af sænska kvikmyndagerðarmannin- um Arne Sucksdorff í Rio de Janeiro 1965, en hann var á þessum tíma skólastjóri kvikmyndaskól- ans þar í borg. Hinar hrikalegu andstæður auðs og fátæktar í borginni urðu honum innblástur til að gera þessa mynd, sem lýsir lífsbaráttu nokkurra krakka, sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Myndin er í senn harmþrungin og bráðfyndin og mun óhætt að mæla með þessari mynd fyrir alla fjöl- skylduna. Myndin verður þýdd á íslensku, þannig að þulur mun lesa með myndinni á öllum sýningum. Þá verður sýnd tékknesk teikni- w-IKT , Andrzej Wajda, afkastamikill og umdeildur á síðustu árum. Eftir Carlos Saura, fremsta kvikmyndaleikstjóra Spánverja, verða sýndar tvær myndir, Hraín- inn (1976) og Með bundið fyrir augun (1978) Hrafninn (Cría Cuervos) er dulúðug mynd um bernskuminningar stúlkunnar Önu, um móður hennar (leikin af Geraldine Chaplin), sem deyr ung og um föður hennar, sem Ana telur sér trú um að hún hafi drepið með eitri, tíl að hegna honum þannig fyrir ótryggð við móður sína. Mynditi hleypur nokkuð fram og til baka í tímanum, en mörg atriði myndarinnar eru frábærlega vel unnin. Hrafninn er þó annað og meira en persónuleg saga: í henni má jafnframt greina pólitíska ádeilu á Franco-tímabilið og það er í raun spennandi að bera þessa mynd, Uppreisnarmaðurinn Júrkó, sem er bráðfyndin ævintýramynd, en hetjunni Júrkó má einna helst líkja við Hróa Hött. Gamlar myndir: I nýjasta sal Regnbogans, sem er lítill salur uppi á annarri hæð, verða sýndar þrjár gamlar myndir um helgina: Náttbólið (Les Bas Fonds, Frakkland, 1936) eftir snill- inginn Jean Renoir, en myndin er sýnd til að minnast þessa listam- anns, sem lést fyrir ári síðan. Á sunnudag verður sýnd myndin Borgarættin, sem tekin var hér á landi sumarið 1919 og sama dag verður einnig sýnd Salka Valka, sem Svíar gerðu hér á landi 1954. Á mánudag verður svo sýnd mynd- in 79 af stöðinni. SSP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.