Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 19
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 19 skýröi honum nánar frá vlöræö- um Framsóknarmanna og Al- þýöubandalagsmanna. Gunnar kvaöst þá reiðubúinn til þessarar stjórnarmyndunar með Alþýðu- bandalagi. Steingrímur Hermannsson gekk síöan á fund Geirs Hallgrímsson- ar, formanns Sjálfstæöisflokks- ins, og skýröi honum frá tilboöi Gunnars og jafnframt því, að framsóknarmenn heföu áhuga á því aö koma á samstjórn með Alþýöubandalagi og Sjálfstæöis- flokki. Var þetta það fyrsta, sem formaöur Sjálfstæöisflokksins frétti af þessari stjórnarmyndun- artilraun varaformanns síns. Geir Hallgrímsson tjáði Steingrími aö sjálfstæöismenn útilokuðu ekki neinn stjórnarmyndunarmögu- leika, en hann teldi þó þennan kost ólíklegan eins og fram hefði komið í samtölum við alþýðu- bandalagsmenn, enda hefðu hvorki þeir né framsóknarmenn reynt hann, þegar stjórnarmynd- unarumboðið var hjá þeim. Skýröi Geir þingflokki sjálfstæö- ismanna frá þessu samtali hans og Steingríms. Gunnar Thor- oddsen tjáöi sig ekkert um þetta á þessum þingflokksfundi. Innan þingflokks Framsóknar- flokksins skýrir Steingrímur Her- mannsson frá samtalinu við Geir og jafnframt aö Gunnar Thor- oddsen sé reiöubúinn til aö mynda þessa stjórn og segist hann hafa til þess stuðning nógu margra þingmanna sjálfstæð- ismanna. Framsóknarmenn ákveöa þá að ganga til stjórn- armyndunarviöræðna undir for- ystu Gunnars Thoroddsens og Alþýðubandalagsmenn ákveða það einnig. Á fimmtudag óskuöu nokkrir þing- menn Sjálfstæöisflokksins, þar á meöal Gunnar Thoroddsen eftir því við formann þingflokks sjálf- stæöismanna, aö hann kalli þing- flokkinn saman. Er það gert föstudaginn 1. febrúar. Á þess- um fundi skýrir Gunnar frá við- ræðum sínum fyrsta sinni í þing- flokknum og segir þá að tveir þingmenn Framsóknarflokksins hafi komið að máli við sig þriöjudaginn 29. janúar og óskað eftir því, að hann reyndi að mynda samstjórn Sjálfstæðis- flokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Lagði hann fram tillögu þess efnis að Sjálf- stæðisflokkurinn tæki upp viö- ræður við þessa tvo flokka í framhaldi af viöræöum sínum og lét hann þau orð fylgja að hann teldi miklar líkur á að samkomu- lag tækist. Þessari tillögu var vísað frá meö annarri tillögu, sem ítrekaði umboö til formanns flokksins um að hann héldi áfram ásamt öðrum flokksformönnum viðræðum um stjórnarmyndun. Þessari tillögu grelddu allir viöstaddir þingmenn atkvæöi, nema Gunnar og Friðjón Þóröar- son, sem sátu hjá. Geir Hallgrímsson kynnti formönn- um Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins þessa niður- stööu þingflokks sjálfstæö- ismanna og sagöi jafnframt Sjálf- stæöisflokkinn reiöubúinn til viö- ræðna um stjórnarmyndun. Þessi samþykkt þingflokksins um ítrekun á umboöi til formanns var birt, en jafnframt var önnur tillaga samþykkt á fundinum, þess efnis, að bæru viðræður um myndun meirihlutastjórnar með þátttöku Sjálfstæöisflokksins ekki árangur, væri formanni flokksins, Geir Hallgrímssyni, heimilaö aö standa aö myndun minnihlutastjórnar Sjálfstæöis- flokksins. Þessari tillagu greiddu allir viðstaddir þingmenn at- kvæöi, nema Gunnar Thorodd- sen, sem sat hjá. Þannig greiddu allir þeir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem tengzt hafa stjórn- armyndunartilraun Gunnars Thoroddsen þessari tillögu at- kvæði. Eftirleikurinn er öllum kunnur af atburðum síðustu daga og í gær var talið víst aö forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, myndi fela Gunnari Thoroddsen umboð til myndunar meirihlutastjórnar. — mf. — fj. Ólafur G. Einarsson: Munehen Alþjóðleg sportvörusýning 21.-24. febrúar. Scandinavian Fashionweek 13.—16. mars. Sl II VII1 111 til Austurrikis Þingmaður víkur úr þingf lokki „VIÐ ræddum um stöðuna íram og aftur og könnuð- um afstöðu manna til þess- arar stjórnarmyndunar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks undir forsæti Gunnars Thor- oddsens," sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna eftir fund þingflokksins í gær. „Við vildum kanna afstöðu þingmannanna, vegna þess að Gunnar Thoroddsen hefur ítrekað lýst því yfir, að hann hafi meirihluta og við vildum ganga úr skugga um, hvort hann sækti þann stuðning inn í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Nú eftir þennan þingflokks- fund erum við ekki full- komlega vissir enn." Ólafur G. Einarsson kvað þá Friðjón Þórðarson og Pálma Jónsson ekki hafa verið reiðubúna yerði hann ráð- herra í ríkis- stjórninni ^X Kv/ '/-s^P' Jr flrÚ ¦ nnnnnC ólafur G. Einarsson rœdir við fréttamenn að loknum þing- flokksfundinum i gær. að tjá sig á fundinum um það hvort þeir styddu stjórnarmyndun Gunnars eða ekki. Albert Guð- mundsson hefði hins vegar lýst því að hann myndi verja ríkis- stjórnina vantrausti, ef van- trauststilaga kæmi fram i þing- inu. Hann hefði þó ekki fremur en aðrir séð málefnasamning ríkis- stjórnarinnar. Olafur kvað ljóst, að það væri ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ætti aðild að þessum stjórnar- myndunarviðræðum, svo sem Steingrímur Hermannsson hefði og látið í veðri vaka opinberlega. Hann kvað þá Friðjón og Pálma hafa tekið fram að þeir hefðu ekki viljað ganga gegn vilja flokksráðs í þessu máli. Þá var hann spurður um það, hvort unnt yrði að reka þingmenn úr Sjálfstæðisflokkn- um, sem brytu gegn vilja meiri- hluta flokksins. Hann kvað engin slík ákvæði í lögum flokksins, en þó væru slík ákvæði í félagslögum einstakra sjálfstæðisfélaga. Hins vegar kvað hann ljóst að yrði einhver þingmanna Sjálfstæðis- flokksins ráðherra í ríkisstjórn, sem flokkurinn styddi ekki, yrði hann samstundis að víkja úr þingflokknum. Samhljóða ályktun stjórnar Fulltrúaráðsins i Reykjavik: Stofnað til viðræðna til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á stjórn- arfundi fulltrúaráðs Sjálfstæð- isflokksins i Reykjavik i gær. í stjórninni eiga sæti 23 full- trúar, þar á meðal formenn allra sjálfstæðisfélaga í Reykjavik en þau eru alls 16. I þeim stjórnarmyndunarvið- ræðum, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur tekið þátt í að undan- förnu hefur formaður flokksins farið með umboð flokksins í viðræðum við aðra flokka. Þetta umboð var ítrekað af þingflokki sjálfstæðismanna sl. föstudag, með öllum greiddum atkvæðum en tveir sátu hjá. Engu að síður hefur varafor- Varar þingmenn við að bregðast trúnaði við f lokk og kjósendur maður flokksins efnt til og haldið áfram viðræðum við Framsóknarflokk og Alþýðu- bandalag upp á eigin spýtur og án umboðs síns eigin flokks. Það liggur og fyrir að tveir fyrr- nefndir flokkar líta ekki svo á, að þær viðræður séu við Sjálf- stæðisflokkinn og hafa ekki ósk- að eftir þeim viðræðum. Til þeirra er augljóslega stofnað í þeim tilgangi að kljúfa Sjálf- stæðisflokkinn. Stjórn fulltrúaráðsins vill vara þingmenn Sjálfstæðis- flokksins alvarlega við að bregð- ast þeim trúnaði sem flokkurinn og kjósendur hans hafa falið þeim. Stjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík fordæmir öll þau vinnubrögð, sem brjóta gegn meirihlutaákvörðunum flokksins og heiðarlegum og lýðræðisleg- um leikreglum. Stjórn fulltrúa- ráðsins lýsir yfir andstöðu við þessa stjórnarmyndun, sem fer fram án fulltingis Sjálfstæðis- flokksins. m Domotechnica 6.-9. febrúar International Houseware Fair 7.—10. febrúar International Hardware Fair 9.—12. febrúar LOHDON EYJAR Atí §oe§m& rARSEÐLA UM ALLAN HAGSTÆÐASTA VERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.