Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1980 17 Fylgst með framsögu af miklum áhuga. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir. ingarstofnsins fram til 1985 er sýnd með brotalínunni á mynd 2 og er áætlað að hann muni sveiflast á milli tæpra 200 þús. tonna 1981 upp í 345 þús. tonn árið 1983 en fari niður í tæp 260 þús tonn árið 1985. Við teljum að þessar tölur muni endurspegla þær sveiflur er verða í vertíðaraflanum á þessu tímabili nema að til komi auknar göngur frá Grænlandi, en þorskstofninn þar hefur verið í lægð undanfarin ár og því litlar líkur á göngum frá þessu svæði. Tillögur stofnunarinnar um 300 þús. tonna hámarksafla af þorski á þessu ári miða að því að byggja upp hrygningarstofninn svo hann nái 500 þús tonnum árið 1983 og er þá fyrst og fremst hugsað að nota hinn góða árgang frá 1976 til þessa. Er hnignun ufsa- stofnsins stöðvuð. Stofnstærð ufsans er sýnd á 3. mynd. Á undanförnum 3 áratug- um varð aflinn mestur tæp 137 þús. tonn árið 1971 en minnstur tæp 48 þús. tonn árið 1955. Allt frá lokum síðari heims- styrjaldar og fram til 1960 var klak langt undir meðallagi og heildarstofninn minnkaði því á þessum árum úr 790 þús. tonnum árið 1950 í tæp 300 þús. tonn árið 1961. Upp úr þessu fór klak aftur batnandi og stofninn stækkaði á nýjan leik. Hann náði síðan há- marki 1969 um 870 þús. tonn. Samfara þessu jókst sóknin og aflinn varð að sama skapi. Á árunum 1969—1974 var klak aftur í rýrara lagi og hafði það fljótlega áhrif á heildarstofninn og hrygningarstofninn eins og sést á 3. mynd. Áætlað er að heildarstofninn hér við land sé um 340 þús. tonn í byrjun þessa árs eða tæp 40% af því sem hann var mestur árið 1969. í lok nóvember var ufsaaflinn orðinn yfir 54 þús. tonn og bendir allt til þess að veiðst hafi um 60 þús. tonn eins og stofnunin lagði til í fyrra. Miðað við núverandi ástand stofnsins er því lagt til að kvótinn verði sá sami á þessu ári og takist að halda aflanum í samræmi við þetta þá er búist við að bæði hrygningarstofninn og heildar- stofninn svo á þessu ári að unnt verði að mæta með auknum ufsa- veiðum þegar árið 1981. Ýsustofninn á uppleið Friðunaraðgerðir síðustu ára hafa haft góð áhrif á ýsustofninn en á 4. mynd eru sýndir útreikn- ingar á stærð ýsustofnsins undan- farna tvo áratugi. Stofninum hrakaði jafnt og þétt frá árinu 1962 er hann var áætlaður um 450 þús. tonn fram til fyrstu ára síðasta áratugs. Hér var bæði um að kenna veiðum á smáýsu og lélegu klaki. Stofninn fór fyrst að taka við sér fyrir alvöru er möskvinn var stækkaður, fyrst í 135m/m og síðar í 155m/m. Eins og kemur fram á myndinni þá hefur bæði heildarstofninn og hrygningarstofninn tekið við sér á líkan hátt. Friðun ýsustofnsins kemur vel fram í þeim tölum sem við höfum um fjölda fiska landað úr hverjum aldursflokki. Árið 1973 var landað 9,6 milljón fiskum af þriggja ára ýsu en 1979 aðeins 1.6 milljón fiskum. Það ár var landað 9.2 milljónum 6 ára fisks en 1973 var landað 2.6 milljónum fiska úr þessum aldursflokki. Ofveiði ýsustofnsins við Island á milli stríðsáranna var notuð víða í kennslubókum erlendis í fiskí- fræði sem gott dæmi um áhrif veiðanna á stofninn. Ég held að þróun stofnsins á undanförnum árum sýni betur en margt annað hvernig skynsamlegar friðunarað- gerðir geta borið árangur. Talið er að aflinn á sl. ári hafi farið nokkuð yfir 50 þús. tonn og leggur stofnunin til að hámarks- afli á þessu ári verði hækkaður upp í 60 þús. tonn. Með þessum hámarksafla mun stofninn halda áfram að vaxa og má búast við að mælt verði með enn frekari aukn- ingu ýsuveiða á næsta ári. Frá Reykjavíkurmótinu í bridge. Reykjavíkurmótið í bridge Nú er lokið 10 umferðum í Reykjavíkurmótinu í bridge, sveitakeppni, og er staða efstu sveita nú þessi: Sveit Óðals 153 Sævar Þorbjörnss. 138 Hjalti Elásson 132 Sigurður B. Þorsteinss. 122 Þórarinn Sigþórss. 112 Tryggvi Gíslason 110 Jón P. Sigurjónss. 107 Ólafur Láruss. 107 Kristján Blöndal 99 Helgi Jónsson 97 Fimm umferðum er ólokið í keppninni en næstu tvær um- ferðir verða spilaðar í kvöld. Síðustu þrjár umferðir verða spilaðar á sunnudaginn kemur og hefst keppnin þá kl. 12.30 en í Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON kvöld hefst keppnin kl. 19.30. Spilað er í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Reykjanesmót í sveitakeppni Reykjanesmóti í sveitakeppni 1180 lauk í Kópavogi' sunnudag- inn 3. febrúar. Fyrir siðustu umferð áttu þrjár sveitir möguleika á sigri og spenna því nokkur í lokaumferð- inni. Sigurvegari varð sveit Skafta Jónssonar, en auk hans spiluðu í sveitinni: Viðar Jóns- son, Helgi Jóhannsson, Alfreð forseti Alfreðsson og bræðurnir Gísli og Magnús Torfasynir. Sveit Skafta tapaði engum leik í keppninni, gerði eitt jafntefli og hlaut 136 stig af 180 möguleg- um og var því vel að sigrinum komin. Röð efstu sveita varð annars þessi: stig Skafta Jónssonar 136 Ármanns J. Láruss. 132 Ólafs Valgeirss. 115 Vilhjálms Vilhjálmss. 92 Alberts Þorsteinss. 90 Aðalsteins Jörgensen 90 Þrjár efstu sveitir eiga rétt á þátttöku í undanúrslitum Islandsmóts 1980. WWWsBisp .QjiR^ tl n: CT m isri'*% . r*r: «- Ástóastaári varhægt að kaupa 4ra herb. ibúð í fjölbýlíshúsi fyrir sama verð og einbýushús frá HÚSEININGUM hf á Sigtufirði! Samanburöur Lauslegir útreikningar og saman- buröur á verði og byggingartima, hefur hvað eftir annað leitt í Ijós kosti húsanna frá Siglufirði. 1 tOm* einbýlishús hefur ekki verið dýrara en 4. herb. ibúð í fjölbýlíshúsi. Gæði Húseiningar h.f. á Siglufirði hafa umfram allt fengið orð fyrir efnis- gæði og vandaða framleíðslu. Margvíslegar teikningar, sem laga má að hugmyndum hvers og eins, ásamt öllum upplýsingum fást i bókinni ,,Nýtt hús á nokkrum dögum". SVARSEÐILL Vinsamlega sendið mér eintak bókinni, mér að kostnaðarlausu! Ókeypis byggingabók Ef þú fyllir út svarseðil og sendtr okkur. munum vtð senda þér ókeypis eintak af bókinni um hæl. ,,Nýtt hús á nokkrum dögum" er rúmlega 50 slður í stóru broti, meö 48 tillóguteikningum af einbýlis- húsum, og ýmsum upplýsíngum. Þú getur einnig fengið eintak með þvt að hafa samband við söluskrif- stofu okkar i sima: 15945. í Rvik HÚSEMINGARHF Nafn: Heimilisfang: Póstnr.: Sími:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.