Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1980 MORödrV KAtflNÚ V c<n 9> ^sz GRANI GÖSLARI 2433 HOVLE- u Eg byggi sjálfur! Vcður fcr nú hlýnandi og það eru í dag 6 mánuðir þangað til sumarleyfin hefjast! Er þetta rétt að lögum? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Jafnvcl í hcimsmcistarakcppn- um er spilamcnnskan ckki galla laus svo að við, sem ekki kcppum þar þurfum ckki að skammast okkar þó villur komi fyrir við okkar borð. I leik gegn Formósu í síðustu heimsmeistarakeppni, sem fram fór í Rio de Janeiro í haust, gerðu ítalir slæma skyssu. Vestur gaf, báðir áttu game. Norður S. Dl 08652 H. K96 T. K84 Vestur L 4 Austur S. Á43 S. K97 H. DG1087 H. 32 T D9 T. G10763 LD102 Suður LKG? S. G H. Á54 T. Á52 L. Á98653 í keppnum þessum eru sagn- kerfin næstum jafnmórg og pörin. Eðlilega verða sagnirnar því oft ólíkar á borðunum. Formósu- maðurinn með spil vesturs opnaði á einu hjarta. Norður sagði einn spaða, austur eitt grand, sem suður doblaði og eftir pass vesturs stökk norður í þrjá spaða, sem varð lokasögnin. Austur spilaði út hjarta og þegar fram liðu stundir varð trompnían að stórveldi, sem hnekkti spilinu. 100 til Formósu. Á hinu borðinu opnaði Form- ósumaðurinn með spil suðurs á t.veim laufum eftir þrjú pöss. Norður sagði tvo spaða og suður þrjú lauf, sem varð lokasögnin. Eftir hjartadrottningu út virt- ust 5 tapslagir óumflýjanlegir. En suður tók fyrsta slaginn og spilaði spaðagosanum. Austur fékk á kónginn, spilaði aftur hjarta, tek- ið í borði og þá var spaðadrottn- ingunni spilað og af hendinni lét sagnhafi tapslaginn í hjartanu. Vestur fékk slaginn, spilaði enn hjarta, sem suður fékk að trompa með lágu og eftir það gat suður rekið út trompin og látið seinna tígul í fríspilaðan spaða blinds. Slétt unnið og 110 í viðbót til Formósu. Vörnin gat gert betur og ein- faldast var fyrir austur að trompa þriðja hjartaspilið með háu trompi. I raun hefði það fjölgað trompslögum varnarinnar og suð- ur þurft að passa sig sérstaklega til að fara ekki illa út úr spilinu. „í þriðju grein áfengislaga segir: „Þó skal óheimilt að flytja til landsins öl, sem hefur inni að halda meira en 2W% af vínanda að rúmmáli." í lögum um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf segir: „Ráð- herra er heimilt að setja sérreglur um innflutning ferðamanna og áhafna skipa og flugvéla um áfengi og tóbak." Þetta skil ég svo að það eigi við um þær áfengistegundir sem leyft er að flytja til landsins og selja en ekki þær sem skýlaust er banm ð að koma með til landsins. Þá eru enn þessi ákvæði í lögum um tollskrá í sambandi við þær undanþágur sem fjármálaráðu- neytið má veita farmönnum og ferðamönnum: „Að öðru leyti gilda ekki innflutningshömlur um slíkan varning aðrar en þær sem settar eru vegna sóttvarna eða annarra öryggisráðstafana." • Getur f jármála ráðherra leyft hass- og heróín Sjálfsagt má lengi deila um það hvað séu öryggisráðstafanir en auðvitað eru allar áfengisvarn- ir öryggisráðstafanir. Felist það í þessu ákvæði að ráðherra sé heimilt að leyfa, far- mönnum og ferðafólki að flytja inn með sér hvað sem er enda þótt það sé beinlínis bannað í öðrum lögum þá gæti næsti fjármálaráð- herra leyft hass og LSD og heróin. Ef áfengisvarnir eru ekki öryggis- ráðstafanir gildir sama um aðrar eiturlyfjavarnir. Það er líka barist fyrir því víða um lönd að gefa frjáls þau efni sem hér voru nefnd. • Á að draga af kaupi bind- indismanna? Það er talað um hlunnindi og kjarabætur fyrir farmenn. Vill einhver mæla því bót að bindind- ismenn hafi lægri laun en aðrir? Slík eru þó ráðningarkjörin þegar hluti af vinnulaunum er greiddur með ódýru áfengi. Þess má geta og gæta að enginn má selja þetta áfengi. Svona ráðningarkjör eru svívirðing við bindindismenn og smánarblettur á þeim sem bjóða þau. Sá smánarblettur nær eins til allra sem að þessu standa. Vill Alþingi bera ábyrgð á svívirðingunni? • Hvaða f járhæðir er um að ræða? Fjármálaráðuneytið taldi, að árið 1973 hefðu tollfríðindi í áfengisinnflutningi áhafna skipa numið samtals 12,48 milljónum króna en flugáhafna tæpum 5 milljónum. Þá voru þessi hlunn- indi einskis metin til fjár hjá stéttarfélögunum. Maigret og vínkaupmaðurinn 37 hafa fjárstcrka aðila sem geta hlaupið undir bagga. Maigret spurði sakleysislega. — Ög Chabut var einn slíkur? — Hann var ríkur. Hann mokaði inn pcningum. Ég hugs- aði með mér að hann hlyti að vilja hjálpa mér og... — Og skrifuðuð honum? — Já. — Þé ad hann væri elskhugi konu yðar? — Þett a eru tvö óskyld mál. — Var það eftir að þér hofðuð komið að þcim? — Ég man nú ekki dagsetn- ingar, en ég hygg að svo hafi verið. Maigret hallaði sér makinda- lega aftur í stólnum og tróð í pí pu sína. — Voruð þér farnir að halda við frú Chabut þegar betta var? — Ég vissi að þér mynduð ekki skilia þetta. Þér eruð náttúrlega með þennan gamla borgaralega móral sem hncykslast — Og á ekki heima í okkar umhveríi. Fyrir okkur skipta svona kynferðissambönd engu máli. — Ég skíl það sannarlega ljómandi vel. Þér sneruð yður með öðrum orðum einvörðungu til Ocars Chabuts vegna þess að hann var ríkur. — Öldungis rétt. — Þér hefðuð svo sem alveg eins getað snúið yður eitthvað annað. — Já, ef aðstæður hefðu verið slíkar að ég hefði fundið mig knúinn til þess. — En svo varð ekki? — Ég var með áætlanir um útgáfu á mjög merkilegu verki. — Stendur eitthvað í bréfun- um sem þér sjáið eftir að hafa skrifað? Hann varð æ vandræðalegri en samt tðkst honum að halda virðingu sínni að mestu. — Eigum við ekki að orða það svo, að það kynni að vera hægt að mistúlka sumt. . — Þér eigið við að svona hncykslunargjarnt fólk. sem skilur ekki yfirstéttarmóralinn ykkar, ga>ti kannski iátíð sér detta i hug hugtakið íjárkúgun. Er það þetta sem þér eigið við? — Það er ekki í jarri Tagi. — Keyndiið þér að beita hann þvingunum? — Ég skrifaði sem sagt nokkur bréí. — Og öll um sama efnið? Á stuttum tíma? — Mig langaði til að fara að undirbúa þessa útgáfu sem ég nefndi. Það var langt komið með að vinna textann. — Borgaði hann? Caucasson hristi höf uðuð. -Nei. — Urðuð þér fyrir miklum vonbrfgðum? — Já. mér datt ekki i hug að hann myndi nefta. Kannski vegna þess ég þekkti hann ekki nægiiega vel. — Hann var harðsvíraður, ekki satt? — Meira en það. Ilrokaf ullur og kaldlyndur. Eftir Georges Simenon Jóhanna Knstjónsdóttir snen a islensku — Svaraði hann yður bréf- lega? — Nei, hann gerði sér ekki einu sinni það ómak. Kvold nokkurt þegar hann hélt um þriátiu manna samkvæmi fór ég til hans i þeirri von að hann myndi nú loks gefa mér svar... — Og hann hefur gert það? — Á eins ruddalegan hátt og hægt er að hugsa sér. Hann snerist á hæli á miðju gólfi í dagstofunni og sagði svo hátt að fleiri en ég máttu heyra: „Nú skal ég segja þér dálítið: <>g kæri mig kollóttan um Meg, og ég gef skit i hvað þú og konan mín gerið. Svo að þú skalt hætta að sníkja peninga." Andlit Caucassons sem hafði ferið fölleitt og litlaust þegar hann kom var orðið eldrautt og Maigret sá að hendur hans skulfu. — Eins og þér heyrið er ég> hrcinskilinn við yður og segi yður allt af létta. Eg hefði getað þagað og beðið eftir framvindu mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.