Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 Víkingar ráða, fyrrum þjálfara sovéska landsliðsins VÍKINGAR hafa ráðið þjálfara fyrir 1. dcildarlið sitt í sumar, Youri Sedov. Hann er sovéskur oíí kunnur í heimalandi sínu, bæði sem einn af kunnustu knattspyrnumönnum á sínum tíma og cins þjálfari. Á árunum 1947 til 1959 lék hann með stórliðinu Spartak frá Moskvu og var einn af beztu knattspyrnu- mönnum Sovétríkjanna. Með Spartak varð Youri tvívcgis sov- éskur meistari og tvívegis bik- armeistari. Eftir að knattspyrnu- ferli hans lauk hóf hann nám við íþróttaháskólann í Moskvu og lauk æðstu prófum þaðan auk þess sem hann lauk kennaraprófi í uppeldisfræðum. Leiðin lá síðan að þjálfun. Hann var aðalþjálfari 1. deildarliðanna Volgu og Vympel á árunum 1964 til 1972. Síðan þjálfaði hann um skeið erlendis en sneri aftur til Sovétríkjanna og varð einn af þjálfurum sovéska landsliðsins. Sovétmenn stokkuðu landsliðsmál sín upp, sem <>g uppbyggingu knattspyrnunnar þar eð árangur landsliðsins þótti ekki nógu góður. Sedov var gerður að yfirmanni þeirrar deildar vísindaakademí- Í stað Youra Ilitschev fá Víkingar nú Youra Sedov. unnar sovésku, sem fæst við rann- sóknir á leikaðferðum og leikkerf- um og eins líkamsþjálfun. Stofn- unin markaði síðan stefnuna í þjálfun knattspyrnunnar í Sovét- ríkjunum og eins í íþróttaskólum. Það er engum vafa undirorpið að Sovétmann hafa fengið mjög hæf- an mann til að taka við af Youri Ilitschev og eru þeir af sama skólanum, — útskrifaðir frá íþróttaháskólanum í Moskvu. Víkingar höfðu leitað um skeið fyrir sér um þjálfara og auk Sedov voru þeir í sambandi við þrjá þjálfara, sem lýstu sig reiðubúna að koma. Það var Hollendingurinn Theo Cremer, hann hefur þjálfað áhugamannalið í Hollandi um árabil. Belginn Baert Egune, fyrr- um leikmaður Lokeren og þjálfari 2. deildarliðsins Aalt og Skotinn Alex Willoughby, fyrrum leik- maður Rangers. Áður þjálfaði hann unglingalið Aberdeen og eins þjálfaði hann í Hong Kong og S-Afríku. Þá hafa Víkingar ráðið fram- kvæmdastjóra yfir allt árið og hefur Sigurjón Einarsson verið ráðinn í fullt starf. Víkingar munu halda til Englands í byrjun apríl og stunda æfingar í æfingabúðum í Maidenhead. Tveir leikmenn hafa gengið í raðir félagsins, Óskar Magnússon frá Reyni, Sandgerði og Þröstur Gunnarsson, Hofsósi. Þá hafa þeir Gunnlaugur Kristfinnsson og Þorgils Arason báðir fyrrverandi unglingalands- liðsmenn, hafið æfingar á ný með Víking eftir að hafa leikið fyrir austan. H Halls Enn sigrar Hjálmur HJALMUR Sigurðsson Víkverja sigraði í 68. Skjaldarglímu Ár- manns. sem glímd var í íþróttasal Melaskólans á sunnudaginn. Hjálmur varð nú skjaldarhafi í þriðja sinn og var hann vcl að sigrinum kominn. Má hikiaust telja hann bezta glímumann Reykvíkinga nú og í hópi beztu glímumanna landins. Og víst er að enginn glímir jafn fallega og Hjálmur þegar hontim tekst vel upp. Atta glímumenn voru mættir til leiks á sunnudaginn, allir beztu glímumenn höfuðborgar- innar. Einn þeirra, Guðmundur Freyr Halldórsson. varð að ganga úr glímunni vegna meiðsla. Úrslit 68. Skjaldarglímunnar urðu þessi: vinn. 1. Hjálmur Sigurðsson Víkverja 5 Guðmundur Ólafsson Ármanni 4 Ólafur H. Ólafsson KR 4 Sigurjón Leifsson Ármanni 2'/2 6.^6. Árni Unnsteinsson Víkv. 2 5.-6. Helgi Bjarnason KR 2 7. Árni Bjarnason KR 1 V2 Snemma í glímunni tapaði Guð- mundur Ólafsson fyrir hinuni geysiefnilega Ólafi H. Ólafssyni og blasti þá beina brautin við Hjálmi, sem vann sínar fyrstu glímur. En í næstsíðustu umferð- inni gerði Guðmundur sér lítið fyrir og lagði Hjálm og bjuggust þá allir við því að til aukaglímu þyrfti að koma milli Guðmundar og Hjálms. En svo varð ekki því að í síðustu umferðinni urðu aftur óvænt tíðindi, Guðmundur tapaði fyrir neðsta manninum, Arna Bjarnasyni, og þar með var Hjálmur orðinn sigurvegari. Þeir Guðmundur og Ólafur H. Ólafsson urðu síðan að glíma aukaglímu um 2. sætið og vann Guðmundur. Sem fyrr segir var Hjálmur vel að þessum sigri kominn og hann og Sigurjón Leifsson glímdu fal- legustu glímurnar í þessu móti. Guðmundur Ólafsson er sterkur glímumaður en hann vantar að- eins herslumuninn til þess að komast í allra fremstu röð. Ólafur H. Ólafsson er okkar efnilegasti glímumaður, sem vafalaust á eftir að vinna skjöldinn ef hann heldur áfram að stunda íþrótt sína. Sigurjón er glímumaður, sem Iæt- ur fegurðina sitja í fyrirrúmi og er það vel. Árnarnir tveir og Helgi eru ungir og efnilegir glímumenn, sem vafalaust eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Glímustjóri var Ólafur Guð- laugsson en dómarar voru Garðar Erlendsson, aðaldómari, Gunnar R. Ingvarsson og Þorvaldur Þor- steinsson. Áhorfendur voru aðeins 32 og er leitt til þess að vita að Reykvíkingar skuli sinna þessari ágætu íþrótt svo lítið sem raun ber vitni. Ættu glímuáhugamenn að íhuga þetta og spyrja sjálfa sig, hvers vegna þeir láta ekki sjá sig á glímumótum. -S.S. KA áfram í bikarnum Afturelding var KA engin hindr- un þegar liðin ma'ttust í bikar- keppni HSÍ fyrir norðan um helgina. KA sigraði 34:29 eftir að hafa leitt í hálfleik. 15:11. Það var augljóst í upphafi að KA-menn ætluðu ckki að láta þau mistök koma fyrir aftur sem leiddu tii þcss að þeir topuðu fyrir Aftureldingu í dcildinni fyrr í vetur fyrir sunnan. Það var aldrei neinn vafi hvort liðið var betra í þessum leik, og var sigurinn sanngjarn. 63 mörk á 60 mínútum benda ekki til þess að varnarlejkur og markvarsla liðanna hafi verið upp á marga fiska. KA-menn voru ákveðnir í vörninni og spiluðu hana vel á köflum en þess á milli datt botninn algjörlega úr varn- arleik þeirra. Mörg göt og stór mynduðust hvað eftir annað í vörn gestanna og áttu KA-menn yfir- leitt ekki í neinum vandræðum með að komast þar í gegn. Sér- staklega gekk leikmönnum Aftur- eldingar illa að stöðva Alfreð Gíslason, sem var í miklu st.uði, og gat hann skorað nánast þegar hann vildi. Mörk hans urðu 15 áður en yfir lauk, mörg með gullfallegum þrumuskotum. Lítil ógnun var í sóknarleik Aftureldingar þrátt fyrir að þeim tækist að skora 29 mörk. KA- menn spiluðu mun skemmtilegri handbolta, og var sigur þeirra aldrei í hættu. KA tók forystuna strax í upp- hafi og hélt henni alveg til leiks- loka. Mestur varð munurinn 10 mörk um miðjan síðari hálfleik- inn. Um miðjan fyrir hálfleik gripu gestirnir til þess ráðs að taka Alfreð úr umferð en ekki riðlaðist leikur KA neitt við það. Gunnar Gísláson var einnig góður hjá KA og þá átti Jóhann Einars- son ágætan leik. I liði Aftureldingar var Steinar Tómasson langbestur og þeir Lár- us Halldórsson og Gústaf Bald- vinsson léku einnig vel. Góðir dómarar leiksins voru Stefán Arn- aldsson og Gunnar Jóhannsson. Eins ng áftur saKfti skoraði Alfrrft Gisla- son 15 mork fyrir KA (3 víti) o|{ var inarkahastur, Gunnar bróftir hans skorafti 8 mork (2 v). Þorlrifur Ananíasson 1 (1 v). Jóhann Einarsson 3. Jóhannrs Bjarnason 2 ok þrir Guðmundur Lárusson ok Guftmund- ur GuðntundsKon 1 mark hvor. Lárus Halldórsson skoraði 8 mörk fyrir AfturrldinKU. þar af i úr vítum. Steinar Tómasson ok Gústaf Haldviiisson skoruðu 7 mörk hvor. Itjorn Björnsson. IiiKvar Árna- son ok Þórður Hjaltason skoruðu allir 2 mörk ok MaKnús Guðmundsson skoraði 1 mark. • Einn Týrara búinn að smia á vörn Víkings og uppskeran varð mark að þessu sinni. Utm. 81««fgelr. Víkingur varð að hafa fyrir sigri Týr: Víkingur fyrir 21:28 Bikarmeistarar Víkings brugðu undir sig betri lætinum á sunnudaginn. skruppu út til Vestmannaeyja, þar sem þeir léku við Tý í bikarkeppni HSÍ. Víkingarnir unnu 2. deildar lið Týs örugglega 28—21 í einum besta og skemmtilcgasta leik sem boðið hefur vcrið upp á í íþrótta- húsinu í Vestmannaeyjum. I>ó að sigur stórliðs Víkings hafi verið öruggur í lokin. þurltu mcistar- arnir lcngst af að hafa sig alla við gegn sprækum og baráttu- glöðum Týrurum. Víkingarnir léku þennan leik allan tímann á fullu, enda leyfðu mótherjar þeirra þeim aldrci að slappa af. Týrarar gcta vel við unað, þeir slepptu Víkingunum aldrei meira en 2—3 mörk fram úr, þangað til um miðjan seinni hálfleikinn. en þá kom mjög slæmur kafli hjá þeim. þcgar þeir skoruðu ekki mark í 15 mínútur. Á þessum kafla skoruðu Víkingar grimmt með vel útfærðum hraðaupp- hlaupum og náðu því forskoti sem úrslitum réð í leiknum. Víkingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins, en Týrar jöfnuðu, 2—2. Síðan leiddi Víkingur lengst af með 2—3 mörkum. í hálfleik var staðan 15—12 fyrir Víking. I hinum slæma kafla Týs í síðari hálfleik náði Víkingur upp 9 marka forskoti, en Týrurum tókst að laga stóðuna örlítið í lokin, 28—21 og Sigurlás Þorleifsson misnotaði víti á síðustu mínútu leiksins. Eins og áður sagði var leikur þessi mjög skemmtilegur og hinir fjölmörgu áhorfendur sem fylltu íþróttahúsið héldu ánægðir heim þrátt fyrir tap sinna manna. Þeim hafði nú sjálfum vitnast hvers vegna Víkingur trónar nú svo afgerandi á toppi 1. deildar. Eftir leikinn buðu Týrarar gestum sínum í heilmikla veislu og leystu hinn pólska þjálfara Víkings, Bog- dan, út með gjöf. Bestu menn Víkings voru Páll Björgvinsson og Þorbergur Aðal- steinsson, auk þess stóð Árni vel fyrir sínu. Hjá Tý bar mest á Sigurlás Þorleifssyni, einnig áttu Þorvarður Þorvaldsson og Óskar Ásmundsson góðan leik. Markaha?stir hjá VíkinKÍ: ÞorbrrKur 8. Páll fi. SiKurftur Gunnarsson fi/1. Markhæstir hjá Tý: SÍKurlás 8/fi. Óskar 1. Brnrdikt 3. Markvorftur Týs. EkíH Strinþórsson. skor- aði ritt mark hjá landsliðsmarkvrrðinum Kristjáni SÍKiniimlssyiii. kasti yfir rndi- lanKan vollinn. Dómarar voru Jón Ilrrmannsson og Gunn- ar Kjartansson ok da'mdu þrir vrl. hkj Skagamenn skelltu Þór IA: Þór Ak 24:19 ÍA, úr 3. deild, gerði sér lítið fyrir og sló Þór úr 2. deild út úr bikarkeppni HSÍ á Akranesi um helgina. Eftir að hafa verið þrem- ur mörkum undir í leikhléi. 8—11, sneru Skagamcnn taflinu við í síðari hálfleik og skoruðu hvert markið af öðru. Þcgar upp var staðið, blasti við fimm marka sigurÍA. 24-19. Er það afbragðsárangur hjá 3. deildar liði gegn liði úr 2. deild. Það var ekki síst gamla lands- liðskempan Jón Hjaltalín Magn- ússon sem lagði grunninn að sigri ÍA, en stórgóður leikur hans dreif Skagamenn áfram. Troðfullt hús áhorfenda fylgdist með viðureign- inni og hafði gaman af. Mörk ÍA skoruðu: Jón Hjaltalín 6, Haukur 6/3, Kristján og Þórður 3 hvor, Olafur Páll, Guðjón og Daði 2 hver, Hlynur 1 mark. Mörk Þórs skoruðu: Sigtryggur 5/2, Árni og Pálmi 4 hvor, Bene- dikt 3, Hrafnkell 2 og Valur eitt mark. Leikinn dæmdu þeir Grétar Vilmundarson og Stefán Hjalta- son og gerðu það vel. Vestur-Þjóð- verji til KA KNATTSPYRNULID KA á Ak- ureyri, sem féll niður i 2. deild á síðasla keppnistímabili, fær vestur-þýskan þjálfara um miðj- an mánuðinn. Mun sá þýski fyrst og fremst ætla að ræða málin og skoða mannskap og aðstæður hjá KA. Klaus Hilpert, þjálfari Skaga- manna, hefur að undanförnu verið að leita að þjálfara fyrir KA og er þessi kappi væntanlega runninn undan rifjum Hilperts. Mun sá þýski dvelja hérlendis í nokkra daga og væntanlega mun síðan skýrast fljótlega hvort úr samn- ingum verður. sor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.