Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 25 LJfem. Mbl. Kristján. Það Kckk oft mikW á í ldknum i iíut. oins ok sjá má á þossari mynd. 39 SÓKNUM Stefán Gunnarsson 2 2 1 Stefán Halldórsson 12 7 3 Steindór Gunnarsson 6 4 0 Bjarni Guðmundsson 2 2 1 Jón Karlsson 0 0 1 Brynjar Harðarson 10 1 Gunnar Lúðvíksson 5 10 Sænski markvörðurinn varði 13 skot í leiknum. Brynjar Kvaran stóð lengst af í marki Vals. Hann varði ekki nema 7 skot, en vert er að geta, að hann varði þau vel flest þegar mest á reið, er Vals- menn voru að vinna upp hið stóra forskot Drott. Óli Ben. stóð dálitla stund í markinu í fyrri hálfleik, en varði ekkert. Valsmenn fengu 4 vítaköst í leiknum og skoruðu úr þremur þeirra, sænski markvörðurinn varði vítakast frá Þorbirni Guð- mundssyni. Loks má geta þess, að Valsmenn foru reknir út af í alls fjórar mínútur, Stefán Halldórsson og Þorbjörn Jensson. Tveir Svíar voru einnig reknir af leikvelli. gK. W Rekistefna við tímavarðaborðið í lok leiksins. Karl Harry fyrir miðju er ákveðinn á svipinn. Ljósm. Mbl. Kristján. Eitt af fjórum mörkum Steindórs í uppsiglingu. Ljósm. Mbl. Kristján. Einbeitnin og ákveðnin skín út úr andliti Bjarna er hann svífur inn í teiginn. þegar brotið var á honum en dómararnir dæmdu aðeins auka- kast í stað vítakasts sem virtist augljóst. Nú voru eftir tvær og hálf mínúta af leiknum. Valsmenn léku yfirvegað og þegar ein mínúta er eftir fær Stefán Halldórsson góða sendingu á línu og skorar glæsi- lega í bláhorn marksins. Staðan er 17—16 og 55 sek. eftir af leiknum. Mikill daraðardans var nú stiginn á fjölunum. Svíar gerðu örvænt- ingarfulla tilraun til þess að jafna metin. En boltinn var dæmdur af þeim vegna ruðnings þegar 10 sek. voru eftir. Enn á ný var leikurinn stöðv- aður og mikil rekistefna hófst um hvort klukkan hefði verið sett of snemma af stað. Dómararnir bættu síðan 5 sek. við leikinn. Aukakast á Drott og 15 sek. eftir. Tækist Val að halda boltanum var sigurinn í höfn. Hinn leikreyndi Stefán Gunnarsson fékk boltann, rakti upp og gaf síðan góða sendingu á Steindór Gunnarsson sem brunaði upp völlinn og inn- siglaði sigur Vals með glæsiskoti. Leiknum var lokið og sigurinn var í höfn. Ahorfendur þyrptust inn á völlinn og leikmenn Vals voru kysstir og faðmaðir í bak og fyrir. Fagnaðarlætin voru gífurleg. Liðsheildin vann sigurinn Sigur Vals var sætur. Fyrsta íslenska íþróttaliðið sem unnið hefur það afrek að komast í 4 liða úrslit í Evrópukeppni. Það var fyrst og fremst mikil og góð liðsheild sem vann þennan sigur. Mikil og góð barátta bæði í vörn og sókn, svo og ódrepandi keppn- isskap allra leikmanna, þegar mest á reið. Aldrei var gefist upp þótt á móti blési. Bestu leikmenn Vals í leiknum voru þeir Stefán Halldórsson og Steindór Gunnarsson. Sá fyrr- nefndi lék nú sinn besta leik með Val. Þá voru nafnarnir Þorbjörn Jensson og Guðmundsson fastir fyrir í varnarleiknum. Bjarni lék vel og kjölfestan í liðinu Stefán Gunnarsson fyrirliði. Glæsilegur árangur, Valsmenn, til hamingju! Lið Drott er greinilega mjög sterkt. Besti maður liðsins var landsliðsmaðurinn Bengt Böna Hansson, þá átti Einar Jacobsson góðan leik. Liðið leikur hraðan handknattleik og er með góða gegnumbrotsmenn en vantar skyttur. Mörk Vals: Stefán Halldórsson 7 (2v), Steindór Gunnarsson 4, Þorbjörn Guðmundsson 2 (lv), Stefán Gunnarsson 2, Bjarni Guðmunds- son 2, og Gunnar Lúðvíksson 1. Mörk Drott: Bengt Böna 5, Göran Bengtsson 3, Einar Jacobsson 3, Hans Gunn- arsson 2, Johnny 2 og Carlén 1. Brottvísanir: Tveimur Valsmönnum var visað af velli í 2 mínútur, þeim Stefáni Halldórssyni og Þorbirni Jens- syni. Þremur Svíum var vísað af velli í 2 mínútur. Þeim Bengtsson, Carlén og Abrahamsson. Dómarar voru norskir og sluppu þeir þokkalega frá leiknum, þó svo að sumir dómar þeirra væru afar óhagstæðir Valsmönnum. — ÞR. Gífurleg stemmning var á áhorfendapöllunum. Ljósm. Mbl. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.