Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 Folk og frettir ur ymsum attum ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ Í.S.Í. 1980 verður tvíþætt. Vetraríþróttahátíðin mun fara fram á Akureyri, en sumarhátíðin í Reykjavík. Hefur að undanförnu vcrið unnið að undirbúningi hátíðahaldanna og hefur datrskni þeirra að mcstu verið ákveðin. Vetraríþróttahátíð Í.S.Í. hefst á Akureyri. fimmtudaginn 28. febrúar n.k. og mun standa til sunnudagsins 2. mars. Á hátíðinni mun verða keppt í flestum greinum vetraríþrótta, eða þær sýndar. Er búist við því að flest hesta íþróttafólk landsins taki þátt í mútum hátíðahaldanna, og cinnig munu nokkrir erlendir gestir vera meðal þátttakenda. Formaður vetrarhátíðanefndar er Hermann Sigtryggs- son, en framkvæmdastjóri nefndarinnar er Gísli Lorentzson. í tengslum við íþróttahátíðina og í samvinnu við Skíðasamband Islands mun fara fram skíða- trimm víða um land, helgina fyrir vetraríþróttahátíðina á Akureyri. Munu skíðaráð og skíðadeildir á viðkomandi stöðum hafa veg og vanda af framkvæmd skíða- trimmsins, en stefnt er að því að það verði þannig að allir geti tekið þátt í því, en eins og kunnugt er hefur áhugi almennings á skíða- íþróttinni vaxið gífurlega mikið að undanförnu. Verður trimmið jafnt fyrir þá sem stunda skíðagöngu og þá er stunda alpagreinar. Útbúið hefur verið sérstakt við- urkenningarskjal sem allir þátt- takendur í vetraríþróttahátíðinni fá, jafnt þeir sem keppa á mótum á Akureyri og þeir sem taka þátt í skíðatrimminu 23.-24. febrúar. En til þcss að þátttakendur geti hlotið slíkt viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í skíðatrimminu, þurfa þeir að láta skrá sig hjá framkvæmdaaðilunum á hverjum stað. Sumarhátíðin verður haldin í Reykjavík, dagana 26. júní til 29. júní, að báðum dögum meðtöldum. Á sumarhátíðinni munu fara fram mót og sýningar í 17 íþrótta- greinum og þar verður einnig margt annað á dagskrá, m.a. verða unglingabúðir starfræktar meðan á hátíðinni stendur, og munu koma fjölmargir erlendir gestir til þess að taka þátt í henni. Má nefna sem dæmi að nú þegar er ákveðið að 150 manna kvenna- flokkur og 100 manna karlaflokk- ur frá Noregi komi hingað og sýni fimleika. Þá má og geta þess að ákveðið er að í tengslum við hátíðina fari fram landsleikur við Finna í knattspyrnu. Þegar síðasta íþróttahátið fór fram, árið 1970, var gerð um hana kvikmynd er víða var sýnd. Þessi mynd hefur nú verið endurunnin og stytt, þannig að sýningartími hennar er 40 mínútur. Mynd þessi mun verða sýnd á ársþingum allra héraðssambanda og bandalaga í vetur. í framkvæmdanefnd íþrótta- hátíðar Í.S.Í. eiga sæti þeir: Sveinn Björnssön, Þórður Þor- kelsson og Þorsteinn Einarsson. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er Sigurður Magnússon. • Hver segir að ekki sé hægt að leika golf um miðjan vetur á íslandi. Meðfylgjandi mynd tók Sigurgeir í Eyjum af tveimur fyrrverandi meisturum í golfi þeim Óla Kristni frá Húsavík og gm^ 11 lllll IIIII —— fíþróltlr Guðlaugi Gíslasyni á golfvellin- um í Vestmannaeyjum. Vonandi iljar myndin golfmönnum og minnir þá á að óðum styttist til vorsins. Skólamót í körfuknattleik Körfuknattleikssamband íslands vill með bréfi þessu kanna undirtektir við þeirri hugmynd að haldin verði landskeppni grunnskóla í körfuknattleik. Keppnin miðist fyrst og fremst við elstu bekkina 12—16 ára. Til greina kæmi að keppa í tveimur flokkum, eldri 15—16 ára og yngri 12-13 ára. Fyrirkomulag keppninnar ákvarðast af fjölda þátttöku- liða, ef áhugi reynist nægur, en úrslitakeppni færi fram í Reykjavík, eða nágrenni Reykjavíkur. Ef nemendur í þínum skóla hafa áhuga á að taka þátt í slíkri keppni eða vilja fylgj- ast með framvindu mála, eruð þið beðin að hafa hið allra fyrsta sarnband við skrifstofu K.K.Í., íþróttamið- stöðinni Láugardal, Reykja- vík, síma 85949 á venjulegum skrifstofutíma frá hádegi á mánudegi til hádegis á föstu- dag. Landsliðið gegn Færeyjum valið KVENNALANDSLIÐ íslands leikur tvo landsleiki við Færeyjar í Færeyjum dagana 7. og 8. mars næstkomandi. Fer fyrri leikurinn fram í Þórshöfn, en síðari í Klakksvík. Búið er að velja 15 stúlkur til fararinnar, en það eru þær Ásdís Jónsdóttir, Hermína Gunnarsdóttir, Ingibjörg Helga- dóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir og Kristjana Skúladóttir úr Víkingi, Anna Guðný Eiríksdóttir, Guð- rún Hreinsdóttir, Málfríður Páls- dóttir og Þóra Andrésdóttir úr ÍS, Birna Kristjánsdóttir, Sigur- borg Gunnarsdóttir og Þorbjörg Rögnvaldsdóttir úr UBK og loks Björg Björnsdóttir, Sigurhanna Sigfúsdóttir og Svanhvít Helga- dóttir úr Þrótti. íslendingar og Færeyingar léku landsleiki bæði í karla- og kvcnnaflokki á síðasta keppnis- timabili og vann ísland i báðum flokkum mjög örugglega. Hall- dór Jónsson þjálfari ÍS sér um undirbúning liðsins. • LEV Jashin, einhver snjallasti knattspyrnumarkvörður sem uppi hefur verið, lék 79 landsleiki fyrir Sovétríkin áður en hann lagði skóna á hilluna. Hann lék einnig hátt á fjórða hundrað deildarleiki með félagi sinu Dinamó Moskvu. En þó að hann sé sjálfur hættur, hefur hann ekki hætt að miðla öðrum af óumdeilanlegri kunnáttu sinni. Bob Houghton, þjálfari og framkvæmdastjóri hjá sænska félaginu Malmö FF, sem lék til úrslita um Evrópubikarinn á síðasta keppnistímabili og tapaði þar fyrir Nottingham Forest, hefur fengið Jashin til þess að halda námskeið fyrir unga markverði hjá félaginu og fer kennslan fram næsta sumar. • Badmintoníþróttin á sívax- andi fylgi að fagna og þá sér- staklega hjá yngri kynslóðinni. Á myndinni er ein efnileg, Guðrún Gunnarsdóttir, en hún æfir aí kappi hjá Tennis- og badminton- félagi Reykjavíkur. Badminton BADMINTONFÉLAG Hafnar- fjarðar gengst fyrir opnu B fl. móti í íþróttahúsinu við Strand- götu Hafnarfirði, sunnudaginn 2. mars og hefst kl. 13.00. Keppt verður með fjaðraboltum. Keppnisgjald er í einliðaleik 3500.00 kr. og í tvíliðaleik og tvenndarleik 2000.00 kr. Keppt verður í einliðaleik og tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarleik. Þátttaka tilkynnist fyrir 25. feb. 1980 til Gylfa í síma 50634 milli 18.00 og 20.00, Harðar í síma 51898 milli 18.00 og 20.00, Ásbjarnar í síma 50852 milli 18.00 og 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.