Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1980 lögð fyrir Alþingi: Stefnt að því að val dag- skrárrása verði frjálst Sigurinn blas- ir við Margeiri TELJA má nokkuð öruggt að Margeir Pétursson verði Reykja- vikurmeistari í skák, en nú er aðeins eftir ein umferð í Skák- þingi Reykjavíkur. Ef Margeir bcr sigur úr býtum verður þetta fyrsti sigur hans í skákmðti hér innanlands síðan 1973 þcgar hann varð Reykjavíkurmeistari unglinga. 10. og næst síðasta umferðin var tefld á sunnudaginn og vann Margeir þá Braga Kristjánsson en í 9. umferðinni vann hann Björn Þorsteinsson. Margeir hefur 9 vinninga fyrir síðustu umferðina en næstu menn hafa 7 vinninga. Af þeim eiga biðskák sín á milli Björn Þorsteinsson og Elvar Guð- mundsson og Jóhann Hjartarson og Sævar Bjarnason og eru þær báðar jafnteflislegar. Ef þeim lyktar með jafntefli hefur Margeir þegar tryggt sér sigur en hvernig sem skákirnar fara nægir honum jafntefli í síðustu skákinni til þess að hreppa titilinn. Menntamálaráðhorra lajíði í gær fram á Alþingi skýrslu um könnun möguleika á notkun gervihnatta við dreifingu sjónvarps- og hljóð- varpsefnis um Norðurlönd (Nordsat). Skýrsla þessi er lokaskýrsla norrænna starfs- hópa sem unnið hafa að því að kanna möguleik- ana á Nordsat. Niðurstöður hennar verða síðan til umræðu á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í mars n.k. ok síðan væntanlega í ríkisstjórnum og þjóðþin^um Norðurlandanna sem taka munu endanlega ákvörðun um Nordsat-kerfið þarf til dagiegs reksturs þrjú gervitungl á braut, tvö í notkun og eitt varatungl. Gervitunglin munu samtals geta annað átta sendirásum til austur- svæðisins og fimm sendirásum til vestursvæðisins. Vesturrásunum verður ekki unnt að fjölga vegna alþjóðlegra tíðnireglna. A hverri gervitunglarás verður hægt að senda eina sjónvarps- dagskrá og a.m.k. tvær hljóð- varpsdagskrár með stereóhljóði. Þannig mun Nordsatkerfið geta sent a.m.k. sextán hljóðvarps- dagskrár til austursvæðisins og a.m.k. tíu til vestursvæðisins. Álit nefndarinnar að hver sjónvarps- áhorfandi fyrir sig geti valið milli dagskránna. Unnt verður að tengja venjuleg sjónvarpsviðtæki í samband við No'rdsat-kerfið en viðbótarbún- aður verður nauðsynlegur til að ná sendinum frá gervitunglunum hvort sem um er að ræða einstakl- ingsmóttöku eða um sameiginlega loftnetamiðstöð, t.d. fyrir fjölbýl- ishús. Enn fremur þarf aukabúnað ef óskað er eftir stereóhljóði í sjónvarpi og þegar um einstakl- ingsmóttöku er að ræða mun þurfa sérstaklega búin sjónvarps- viðtæki til að taka við dagskrár- texta. Einstaklings- kostnaður 200 — 500 þús. kr. Ef Island fær að njóta sömu skilyrða og í annarri menningar- málið. samvinnu Norðurlandanna þ.e. greiða 0,9% kostnaðar mun Nordsat kosta Island u.þ.b. 400 milljónir á ári. Hinn einstaki notandi mun annars vegar þurfa að greiða sinn hluta af kostnaði hins opinbera, hins vegar nauð- synlegan móttökubúnað, að því er segir áframhaldandi í skýrslu menntamálaráðherra. Hinn opin- beri kostnaður verður um 1200 ísl. krónur á ári fyrir hvern íbúa Norðurlandanna, u.þ.b. 3.200 ísl.1 krónur fyrir hvert „sjónvarps- heimili" á Norðurlöndunum og u.þ.b. 10.500 íslenskra króna á ári fyrir hvern þann notanda sem aflar sér búnaðar fyrir gervitunglakerfið. Kostnaður vegna nauðsynlegs búnaðar til að taka á móti sjón- varpssendingum án stereó-hljóðs og skýringartais er áætlaður: a) Einstaklingsmóttaka: mót- tökubúnaður 200—250.000 íslenskra króna. Uppsetning, 160—280.000 ísl. króna. b) Móttaka um sameiginlega loftnetsmiðstöð: 7 sjónvarpsrásir (á við um austursvæði Norður- landa) 80—250.000 ísl. króna á notanda. 5 sjónvarpsrásir (á eink- um við vestursvæði Norðurlanda) 8—250.000 ísl. króna á notanda. í skýrslunni er og kveðið á um það hve margar dagskrárrásir geti orðið um að ræða. Öllum þeim dagskrám sem nú er til að dreifa á Norðurlöndunum verður unnt að útvarpa til austurhluta Norður- Iandanna þ.e. Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar. Hljóð- varpssendingunum verður einung- Hrói höttur í heimsókn á „Hallærisplaninu“ IIRÓI höttur. félagsskapur ungs fólks sem vill gera eitt- hvað fyrir unglinga. fór s.l. föstudagskvöld á „Ilallæris- planið“ í Reykjavík og gaf þeim unglingum sem þar voru heitt kakó og súpu. Þessi heimsókn Ilróa hattar vakti mikinn fögn- uð í kuldanum eins og að líkum lætur. Hrói höttur sást einu sinni á „Hallærisplaninu" á s.l. ári en heimsókn hans á planið á föstu- daginn er upphaf að meira starfi meðal unglinga í Reykjavík í ár. Mun hann meðal annars vera væntanlegur aftur á „Hallær- isplanið" í þessum mánuði. Þá hefur félagsskapur þessi staðið fyrir skoðanakönnun með- al unglinganna á því hvað þeir vilji helst gera um helgar og í frítímum. Hluti félagsmanna meðal unglinganna á „Hallærisplaninu“. Á blaðamannafundinum um Nordsat-skýrsluna voru mættir þeir scm unnið hafa fyrir hönd íslands í starfshópum að könnun á möguleika á notkun gervihnattakerfisins. Þeir cru talið frá vinstri: Gunnlaugur Classen, Pétur Guðfinnsson. Ilörður Frímannsson, Jón Skúlason, Sigurður Þorkelsson, Árni Gunnarsson, Knútur Ilallsson. Birgir Thorlacius og Andrés Björnsson. Á myndina vantar Árna Kolheinsson, Gauk Jörundsson og Þorstein Geirsson. Lj»sm. Kristján. is unnt að ná með staðbundnum viðtækjum. Fimm sjónvarps- dagskrám, hið mesta, yrði unnt að útvarpa til vesturhluta Norður- landa, þ.e. íslands Færeyja og Grænlands. Öllum norrænum út- varpsdagskrám, ellefu að tölu, yrði unnt að útvarpa til austur- svæðisins og hugsanlega a.m.k. tíu hljóðvarpsdagskrám til vestur- svæðisins. Ennfremur verður hægt að senda valtækan tungu- málatexta með sjónvarpsefni og hugsanlega skýringartal á val- tæku tungumáli. Þetta þýðir að á austursvæði Noröurlandanna verður unnt að velja um sjö sjónvarpsrásir og ellefu hljóðvarpsrásir og á vestur- svæðinu um fimm sjónvarpsrásir og hugsanlega a.m.k. tíu hljóð- varpsrásir. Sjónvarpsdagskrárnar munu að nokkru marki verða þýddar og búnar texta eða tali á fleiri en einu máli. Þýðingar af og á finnsku og af og á íslensku ættu að hafa forgang að því er fram kemur í skýrslunni. Þar er og lagt til að Norðurlandaríkin taki í sameiningu ákvörðun um umfang og tilhögun þýðingaþjónustunnar. Ýmis deilumál enn óleyst I skýrslunni kemur og fram að búist er við því að sjónvarpsnotk- un aukist eitthvað, sérstaklega á þeim svæðum þar sem aðeins er um eina sjónvarpsstöð að ræða. Ekki er gert ráð fyrir að hljóð- varjashlustun aukist að ráði. A blaðamannafundi sem hald- inn var í tilefni af útkomu skýrsl- unnar kom það fram að þótt niðurstöður starfshópanna lægju nú fyrir ætti enn eftir að leysa ýmis vandamál s.s. hvað varðar höfundarétt og auglýsingar. Á Islandi eru sjónvarps- og hljóð- varpsauglýsingar, í Finnlandi að- eins sjónvarpsauglýsingar en á hinum Norðurlöndunum er bann- að að auglýsa í útvarpi eða sjónvarpi. I skýrslunni eru reifað- ar leiðir til þess að komast hjá því að auglýsingaþættir nái til danskra, sænskra og norskra áhorfenda. Ef engin þessara leiða reynist nothæf reynist e.t.v. nauð- synlegt að breyta afstöðu ein- stakra ríkja Norðurlandanna til auglýsinga í sjónvarpi. Pétur Guð- finnsson framkvæmdastjóri sjón- varpsins var á fundinum spurður hvort þetta þýddi að hætt yrði að auglýsa í sjónvarpi. Hann svaraði því til að tæknilega væri enginn vandi að stöðva útsendingar frá Islandi til hinna Norðurlandanna þegar auglýsingaþættir væru á dagskrá. Þetta væri hins vegar meira vandamál í Finnlandi þar sem auglýsingarnar eru ekki í sérstakri dagskrá heldur vítt og breitt um alla sjónvarpsdag- skrána. Þá kom það einnig fram á fundinum að um 8 árum eftir ákvarðanatöku þjóðþinganna um það hvort af Nordsat yrði mundi kerfið verða komið í gang að fullu. Síðar meir mundi verða hægt að nota Nordsat-kerfið til sjónvarps- dreifingar innanlands. Þá voru útvarpsstjóri og fram- kvæmdastjóri sjónvarps spurðir að því á fundinum hvort þeir teldu að tilkoma Nordsat myndi valda einhverjum breytingum á íslensku dagskrárefni eða Nordvision- samstarfinu. í svörum þeirra kom það fram að ekki væri gert ráð fyrir að núverandi Nordvision- samstarf yrði fellt niður, t.d. myndi leikritaskipting Norður- landanna áfram hafa sinn gang. Hins vegar töldu þeir að einhverj- ar breytingar yrðu óhjákvæmi- legar. I skýrslunni er t.d. kveðið á um að samhæfa beri kaup og sendingar dagskrárefnis frá lönd- um utan Norðurlanda og að út- varpsstofnanir þurfi að vinna að þróun dagskrárstarfseminnar með það að markmiði að bæta efnis- framboð fyrir fámenna notenda- hópa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.