Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. FEBRUAR 1980 Þjóöarfram- leiösla og þjóöartekjur Veröfall á fiskafurdum okkar á Bandaríkjamark- aði leiðir hugann að efna- hagsáföllum áranna 1967 og 1968. Verðfallið hófst raunar á árinu 1966 en hélt áfram á tveimur næstu árum, samhliða því sem gífurlegur afla- brestur varð á síldveiðum bæði árin. Þjóðarfram- leiðsla, sem hafði vaxið um 9% á ári, það sem af var áratugnum, jókst að- eins um 3,5% 1966, minnkaöi um 2% á árinu 1967 og enn um 6% á árinu 1968. Þjóðartekjur, sem vaxið höfðu um 10,2% aö jafnaði á ári, jukust um 8,5% 1966 en minnkuðu um 6,8% á árinu 1967 og enn um 7,2% á árinu 1968. Gjald- eyrisverðmæti sjáv- arafurðaframleiðslunnar hrapaði um 45% á þess- um tveimur árum, 1967 og 1968. Atvinnuleysi Meö örfáum undan- tekningum hefur atvinnu- leysi verið óþekkt fyrir- brigði á íslandi allt frá heimsstyrjaldarárunum síðari. — Efnahagsáföll áranna 1967 og 1968 leiddu hins vegar til tölu- verðs atvinnuleysis og í febrúar 1968 voru um 1500 manns atvinnulausir eða um 2% af mannaflan- um. Atvinnuástandið batnaði síðan nokkuð vorið og sumarið 1968 en þegar tók að líða á árið versnaði það ó ný og í árslok 1968 nam atvinnu- leysiö 3% af mannaflan- um. í lok janúarmánaðar 1969 var skráð atvinnu- leysi um 5.500 manns eða um 7% af mannaflanum, en þar gætti áhrifa sjó- mannaverkfalls, sem leiddi til stöðvunar báta- flotans. Meðalfjöldi skráðra at- vinnuleysingja á árinu 1969 var um 1975 eða 2,5% mannaflans, auk þess sem nokkur hópur verkamanna og iönað- armanna fór til starfa erlendis, sérstaklega til Svíþjóðar. Efnahagsbati Á árunum 1969—1971 var stöðugur efnahagsbati, bæði vegna stjórnvalds- aðgerða og hækkandi söluverðs útflutnings okkar og jafnframt hvarf atvinnuleysið. Engu aö síður eru þessi ár, 1967—69, lærdómsrík og sýna Ijóslega, hve skjót veðrabrigði geta verið í efnahagslífi okkar. Verðfallið á Banda- ríkjamarkaði nú er hættuboði, sem hlýtur að hvetja okkur til varúðar og gætni. Bandaríkja- markaðurinn er eina við- skiptasvæði okkar, sem skiíar hagstæðum við- skiptajöfnuði í þjóðar- búið. Öll önnur viðskipta- svæði selja okkur meira en sem svarar afuröasölu okkar til þeirra. Sá frjálsi gjaldeyrir, sem við höfum til ráðstöfunar, er frá þessum markaði kominn. Við hljótum þvi að leggja allt kapp á að tryggja söluaðstöðu okkar þar og nýta samninga okkar við EBE til að byggja upp betri söluaðstöðu í Evr- ópu. Atvinnumála- nefndir Oft er vitnað til þessara ára, 1966—1969, þegar rætt er um svokölluð við- reisnarár. Sannleikurinn er sá að furðu gegnir, hve fljótt tókst að komast yfir þau efnahagsáföll, sem skertu gjaldeyristekjur þjóöarinnar um 45% á teimur árum. — Stofnuð var atvinnumálanefnd ríkisins og atvinnumála- nefndir í öllum kjördæm- um og gripið til marg- víslegra. ráðstafana til að efla atvinnulífið. Vonandi verður verðfallið á Bandaríkjamarkaði nú ekki upphaf sams konar atvinnuastands og á síðustu árum sjöunda áratugarins. Fákur Helgarnámskeið í hestamennsku Laugardaginn 9. febrúar hefst námskeiðið. Kennsla fer fram f.h. laugardag og sunnudag 5. helgar í röö. Kennt veröur í 2 flokkum, fyrir lítiö vana og vana. Verkleg og bókleg kennsla í stjórnun hestsins gangskiptingu, og almennri reiðhestaþjálfun. Kennari Eyjólfur ísólfsson. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu félagsins og innritun í námskeiðin næstu daga, sími 30178 kl. 13—18. Hestamannafélagid Fákur eigendaskipta HANNYRDAVERSLUNIN LAUGAVEGI 63. FÆGIKREM ALLTAF— EFTIR AÐ ÞU HEFUR NOTAÐ ÞAÐ EINU SINNI Það hreinsar, verndar og fægir í sömu yfirferð flesta þá hluti sem tilheyra hús- og heimilishaldi. Svo sem: Stál, tin, messing, aluminium, silfur, gull. Einnig bakaraofna, eldavélar, potta, katla, straujárn, vaska, baðker, gluggarúður og spegla. Setjið Starglanz i votan klút og nuddið bletti og óhreinindi af. Þurrkið síðan og þá sjáið þið muninn. Heildsölubirgðir 0.J0HNS0N & KAABER HF. VANTAR ÞIG VINNU (n) VANTAR ÞIG FÓLK í r> ÞL' AUGLYSIR UM ALLT LAXD ÞEGAR ÞÚ AUG- LÝSIR I MORGUNBLADINL Þessa myndavél, AGFA AUTOSTAR X-126 meö filmu í, mun handhafi fimmtugustu hverrar litfilmu sem kemur í framköllun til okkar, fá aö gjöf. Tilboö þetta stendur til febrúarloka. Framköllum allar tegundir litfilma, á tveimur dögum. Póstsendum. Opiðá laugardögum. TYLI h/f Austurstræti 7, s. 10966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.