Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1980 Valur kominn Í4 liöa úrslitin Barátta og viliastyrkur skopu glæsi legan sigur ÞAÐ er orðið langt síðan handknatt- leiksiiö hefur fengið jafnínnilega hyilingu og fagnaðarlæti og lið Vals fékk frá troðfullu húsi áhorfenda er þeir höfðu unnið það glæsilega afrek að sigra Svíþjóðarmeistaran Drott 18—16 í síðari leik liðanna í Evrópumeistarakeppninni í handknattleik, og tryggja sig um leið fyrstir íslenskra liða í fjögurra liða úrslit keppninnar. Leikur Vals og Drott er tvímælalaust einn sá mest spennandi sem fram hefur farið á fjölum Laugar- dalshallarinnar og áhorfendur voru risnir úr sætum sínum af spenningi lokamínút- urnar sem reyndu vægast sagt á taug- arnar. Valsmenn höfðu tapað fyrri leik sínum 18—17, og þurftu því að sigra í þessum leik með einu marki ef færri mörk voru skoruð en í leiknum úti eða þá með tveimur, ef fleiri yrðu skoruð. Það tókst þeim þótt um tíma hafi útlitið verið svart. En með gífurlegri baráttu og viljastyrk tókst þeim að sigra. Þá var þáttur áhorfenda stór í leiknum því að þeir hvöttu Valsliðið gífurlega vel þegar mest á reið. Sigur Valsmanna er stór, og ekki aðeins fyrir þá heldur líka mikill sigur fyrir íslenskan handknattleik. Það er ekki lítiö afrek að slá besta lið Svíþjóðar út úr keppninní. Þá er þetta líka nokkur sárabót eftir að Svíar hafa í tvígang slegið Víkinga út úr Evrópu- keppninni. Útlitið var orðið svart. Valur — Drott 18-16 Það var greinilegt í byrjun leiksins að mikið var í húfi bæði liðin fóru rólega af stað og Iéku yfirvegað. Þó sérstaklega hið leikreynda lið Svía. Bæði liðin misnotuðu fyrstu sóknirnar, Þor- bjórn Guðmundsson átti skot í þverslá en Svíar skutu framhjá. Drott skoraði fyrstu tvö mörkin en Stefán fyrirliði Gunnarsson jafnaði metin fyrir Val með tveimur góðum mörkum. Þegar 17. mínútur eru liðnar af leíknum er staðan 4—4, en þá var eins og taugaspenna sem greinilega hrjáði Valsmennina brytist út og sóknar- leikur þeirra riðaðist og lítil barátta var í vörninni. Leikmenn Drott gengu á lagið og skoruðu nú hvert markið af öðru án þess að Valsmenn fengju rönd við reist og á 25. mínútu fyrri hálfleiksins höfðu þeir náð yfirburðastöðu, sex marka forskoti 10—4, og með ólíkindum að Valsmönnum tækist að vinna það forskot upp. En þá skyndilega small liðið í liðinn og allt fór að ganga upp og áður en flautað var til hálfleiks höfðu Valsmenn skorað fjögur mörk á móti engu og því aðeins tveggja marka munur 10—8 í hálfleik. Óhætt er að fullyrða að þessar fimm mínútur voru þungar á vogarskálunum í leiknum. Valslið- ið náði þá að keyra nokkuð upp hraðann og nýttu færi sín til fullnustu. Skutu líka á réttan stað á markvörðinn, reyndu gólfskot og við þau réð hann ekki. Æsispennandi síðari hálfleikur Allur síðari hálfleikurinn ein- kenndist af gífurlegri baráttu hjá báðum liðum. Leikmenn gáfu aldrei þumlung eftir hvorki í vörn eða sókn. Valsmenn komu mjög ákveðnir til ltiks, og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Þeir hófu leikinn af miklum krafti og voru greinilega í miklum ham. Steindór Gimnarsson sem átti stórleik á línunni skoraði þrjú fyrstu mörk Vals í hálfleiknum, og eitt þeirra var sérlega glæsilegt eftir samvinnu við Bjarna Guð- mundsson í horninu. Á 40. mínútu leiksins tekst Val að jafna leikinn 12—12. Fram að því höfðu Svíar ávalit haft frum- kvæðið í leiknum. Var greinilegt að nú var farið að reyna á þolrif leikmanna Drott og leikur þeirra var ekki eins öruggur og hann hafði verið. Þá var stemmningin í Laugardalshöllinni slík að það er ekkert grín fyrir aðkomulið að lenda í slíku. Enda létu Valsmenn þau orð falla eftir leikinn að svona ætti heimavöllur að vera. Svíum voru nú mislagðar hend- ur í sókninni enda tóku Valsmenn hressilega á móti þeim í vörninni sem var vel leikin og markvarsla Brynjars ágæt. Valur fær tvö tækifæri til að ná forystu en bæði mistakast. Fyrst lætur Þorbjörn Guðmundsson verja hjá sér víta- kast, og síðan fer Gunnar Lúðvíks- son inn úr horninu í þröngu færi og skýtur beint í markvörðinn. Besti maður Drott Bengt Böna Hansson, sem reyndist vörn Vals erfiður, kemur Drott yfir 13—12, en Stefán Halldórsson jafnar fyrir Val úr vítakasti. Drott nær síðan tvívegis forystu 14—13 og 15—14, en Valsmenn jafna og var Stefán Halldórsson þar að verki en hann lék lokakafla leiksins mjög vel. Þegar staðan er 15—15, og 10 mínútur eftir af leiknum bregður Hilmar Björnsson þjálfari Vals á það ráð að láta taka tvo Ieikmenn Drott úr umferð. Snjallt bragð sem heppnaðist fullkomlega. Allur sóknarleikur þeirra varð fálm- kenndur, þannig að bragð Hilmars heppnaðist fullkomlega. Á 55. mínútu leiksins tekst svo Bjarna Guðmundssyni að skora 16 mark Vals og koma Val yfir í fyrsta skipti í leiknum. Nú þurfti að stöðva leikinn þar sem bréfadrasl hafði borist inn á völlinn og var gert um 4 mínútna hlé á leiknum meðan gólfið var sópað. Drott jafnar í næstu sókn 16— 16 og aðeins þrjár og hálf mínúta er eftir af leiknum þegar Vals- menn hefja sókn. Gunnar Lúð- víksson fer inn úr hægra horninu í mjög þröngu færi og skýtur beint á markvörðinn. Þetta hefði getað orðið örlagaríkt. Gunnar reyndi þarna markskot allt of fljótt og var ekki í góðu marktækifæri. Nú var allt á suðupunkti í höllinni. Drott nægði jafntefli í leiknum, og léku leikmenn greini- lega upp á það að halda boltanum. Það tókst ekki betur en svo að Bjarni nær boltanum og brunar upp og var kominn í dauðafæri 18 MÖRK UR NÝTING einstakra leikmanna var misjöfn eins og vera ber og er jafnan, en samtals skoruðu Váls- menn 18 mörk úr 39 sóknar- íotum. Liðið átti 21 sóknarlötu i fyrri hálfleik og var nýtingin þá frekar léleg. enda var þetta leikur sterkra varna, 8 mörk voru skoruð. í síðari hálfleik gekk betur, enda tryggðu Vals- menn sér þá sigurinn, sem þeir hefðu ekki gert ef nýtingín frá fyrri hálfleik hefði ekki batnað. í siðari hálfleik áttu Valsmenn 18 sóknarlotur og nú urðu mörkin 10 talsins. Nýting einstakra leikmanna fer hér á eftir. Fyrsta talan sem gefin er upp eftir hvert nafn táknar skotafjölda viðkomandi leik- manns, næsta tala hve mörg mörkin urðu úr skotunum öllum og loks kemur hve oft leikmaður hefur glatað knettinum með öðr- um hættí heldur en með því að láta markskot geiga. Þorbjörn Gudmundsson 112 1 Þorbjörn Jensson 2 0 0 á i < < < I "i I < s :S •\ í t r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.