Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 47 Var olíunni stolið? Lík blökkumanna í langferðabil sem árás var gerð á með eldflaugum og vélbyssum í austurhluta Rhódesíu. Bíllinn valt og 13 létust samstundis. 24 særðust og nokkrir þeirra Iétust síðar af sárum sinum. Þessi árás er alvarlegasta brotið á vopnahléinu sem tók gildi fyrir um það bil einum mánuði. Houston. I. fobrúar. AP. FRED Soudan eigandi Oxford-skipafélagsins í Texas fullyrti í viðtali við Houston Post í dag að hann hefði ekkert að fela og gæti fært sönnur á að hann væri saklaus af ákærum um að bera ábyrgð á hvarfi hráolíu að verðmæti 65 milljóna Bandaríkjadala. eða tæpra 30 milljarða króna. Shell-olíufélagið hefur stefnt Soudan fyrir rétt í London. Segir í stefnuskjali að félagið hafi átt olíu sem landað hafi verið úr einu af tankskipum Oxfordfélagsins í Durban í Suður-Afríku. Að lönd- uninni lokinni hafi tankskipinu verið siglt út fyrir strendur Seneg- al og því'sökkt þar 17. janúar sl. Krefst Shell 57 milljón dollara skaðabóta fyrir farminn, 193.000 tonn af hráolíu. Sagði Soudan að hann bæri ekki ábyrgð á skipinu eða farmi þess þar sem það hefði verið leigt öðru skipafélagi til 14 mánaða hinn 26. nóvember sl. Skýrt var frá því í dag að skipstjóri á tankskipinu og flestir af áhöfn þess hefðu einnig verið á grísku skipi sem sprengt var í loft upp undan ströndum Líbanon í fyrra. Skipið var á leið frá Kuwait til Saudi-Arabíu með sykurfarm, en því siglt til Líbanons þar sem farmurinn var seldur. Blaðið Sunday Times sagði að skipstjór- inn væri ekki lærður skipstjóri, hefði notað fölsuð líberísk skírteini. Við rannsókn fyrra málsins var hann kyrrsettur í Grikklandi, en þaðan komst hann á fölsuðu bandarísku vegabréfi í byrjun nóvember sl. 35 f angar f éllu og 15 er saknað Santa Fe. Nýju Mexikó. i. fcbrúar. AP. ELDAR loguðu enn í dag í ríkisfangelsi Nýju Mexíkó. tæpum sólarhring eftir að sveitir öryg"gisvarða brutu uppreisn fanga á bak aftur. Fundist hafa lík 35 fanga og 15 er enn saknað. Fjöldi fanga særðist í uppreisninni. sem gerð var til að leggja áherzlu á kröfur um bættan aðbúnað í fangelsinu. Bruce King fylkisstjóri tjáði fréttamönnum í dag að sjö hinna 35 látnu hefðu látið lífið vegna ofneyzlu lyfja. Flestir hinna látnu hefðu kafnað í brennandi bygging- um, en sumir verið myrtir. Mörg líkanna fundust í íþróttasal fang- elsisins. Logaði þar enn í rústum í dag og óttast var að þar leyndust enn fleiri lík. Fangauppreisnin stóð í 36 klukkustundir og er sú alvar- legasta frá uppreisninni í Attica- fangelsinu í New York 1971 er 43 menn féllu. Talið er að kosta nuini um 50 milljónir dollara að gera við skemmdir á fangelsinu í Santa Fe. Það var hannað til að hýsa 850 fanga, en í því voru 1.136 fangar þegar til uppreisnarinnar kom. Mestur hluti fanganna tók ekki þátt í uppreisninni. Mugabe vill fund um ástandið í Rhódesíu Salisbury. 1. febrúar. AP. ROBERT Mugabe skæru- liðaleiðtogi i Rhódesíu skipaði mönnum sínum í dag að tilkynna sig til tilkynningarstöðva ella ættu þeir von á refsingu. Hann skipaði einnig mönnum sínum að halda kyrru fyrir í stöðvunum og vera ekki á flakki með vopn sín. Hvatti Mugabe einnig til fundar allra flokkanna níu sem taka munu þátt í kosningunum í lok febrúar, þar sem reynt yrði að finna leiðir til að binda endi á óöld i landinu. Á morgun, þriðjudag, heldur Mugabe fund með Joshua Nkomo öðrum helzta leiðtoga skæruliða. Átti Mugabe í dag fund með Soames lávarði og landsstjóra, sem lét í ljós áhyggjur sínar við skæruliðaleiðtogann vegna brota á vopnahléssamkomulaginu sem samið var um á Lundúnaráð- stefnunni í háust. Hafa fjölmargir fallið í átökum í landinu upp á síðkastið, síðast fórust 16 í eld- flaugaárásum og vélbyssuskothríð á tvo almenningsvagna. Hafa skæruliðar horfið frá tilkynn- ingarstöðvunum að undanförnu. Frú Jenny Cortez (til hægri) og dóttir hennar Trine gráta við hlið ríkisfangelsisins skammt frá Santa Fe. Nýju Mexíkó. Sonur frú Cortez. Henry. afplánar lifstiðardóm í fangelsinu sem fangar lðgðu undir sig og höfðu á valdi sínu í 36 tíma. Mæðgurnar urðu óttaslegnar þegar fangaverðir sögðu þeim að ekki væri vitað um afdrif Henrys. Veður Akureyri -3 Amsterdam 7 Aþena 15 Barcelona 18 Berlín 0 Brusael 9 Chicago -4 DuWin 6 Feneyjar 7 Frankfurt 7 Genf 10 Helsinki -1 Jerúsalem 10 Jóhannesarborg 23 Kaupmannahöfn -1 Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Miami Moskva New York Osló París Reykjavík RiO de Janeiro Rómaborg Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 19 19 10 27 12 15 17 15 -5 -1 12 -3 31 15 -5 15 10 9 8 alskýjað skýjað heiðskírt léttskýjað skýjað skýjað skýjað rigning léttskýjað rigning rigning skýjað skýjaö skýjað skýjað léttskýjað heiðskírt rigning heiskírt heiðskírt þoka léttskýjað heiðskírt skýjaö heiðskirt vantar skýjaö snjóél skýjaö skýiað heiðskírt heíðskírt heiðskírt skýjað skýjað Utanríkisráðherra V-Þýzkalands um þátttöku í ÓL Verðum ekki með í Moskvu ef Bandaríkin verða f jarri Bonn. London. New York. 4. febrúar. AP. HANS-Dietrich Genser utanríkisráðherra Vestur- Þjóðverja gaf í skyn í dag að vestur-þýzkir íþrótta- menn yrðu ekki meðal þátttakenda á ólympíu- íeikunum í Moskvu ef bandarískir íþróttamenn yrðu þar ekki. Genscher sagði í viðtali við blaðið Die Welt að ríki Vestur- Evrópu gætu ekki átt von á því að Bandaríkin tryggðu öryggi þeirra ef bandamenn þeirra styddu ekki stjórn Carters í þess- um efnum. Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands sagði í dag að hún mundi vinna að því eftir ýmsum leiðum að fá leikana flutta frá Moskvu og að brezkir íþróttamenn tækju ekki þátt í leikum þar. Hún sagði þó að vegabréf íþrótta- manna yrðu ekki afturkölluð ef þeir óskuðu að taka þátt í leikun- um í Moskvu. Samkvæmt skoðanakönnun AP og NBC sjónvarpsstöðvarinnar eru 73 af hundraði Bandaríkja- manna fylgjandi því að benada- rískir íþróttamenn taki ekki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu vegna innrásar Sovétríkjanna í Afgan- istan. I samsvarandi skoðana- könnun 17. janúar sl. voru 49 af hundraði þessarar skoðunar. í seinni könnuninni lýstu 19 af hundraði sig fylgjandi þátttöku í Moskvuleikunum miðað við 41 af hundraði í þeirri fyrri. Tilkynnt var í dag að íþróttaráð Afríkuríkja kæmi saman til fund- ar fyrir febrúarlok til að skera úr um hvort aðildarríkin, 49 að tölu, tækju þátt í leikunum í Moskvu. Amadou Lamine framkvæmda- stjóri ráðsins sagði að á fundi sínum í desember hefði ráðið mælt með þátttöku, en vegna innrásar- innar í Afganistan og handtöku Sakharovs hefðu viðhorf breytzt og því væri þessi fundur ráðsins nauðsynlegur. Formósa tapaði í dag máli fyrir svissneskum dómstólum þar sem þess var krafizt að landið fengi að taka þátt í Olympíuleikunum und- ir nafninu Lýðveldið Kína. Með þessum úrskurði hefur kínverska alþýðulýðveldinu verið tryggð að- ild að leikunum. Bandarískir iþróttamenn i þjálfunarmiðstöð bandarisku ölympiunefndarinnar í Colorado kynna fréttamönnum afstöðu sína til þátttoku i ólympiuleikunum í Moskvu. Þessi hópur er hlynntur þátttöku þótt f jölmargir af fremstu iþróttamönnum-Bandarikjanna hafi lýst sig andviga þátttoku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.