Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 Ef til kjarnorku- stríðs drægi: Rarmsókn fyrirskipuð á leka í mútumálinu WashinKton. 1. fehrúar — AP. BANDARÍSKA alríkislögregl- an. FBI. hefur í tæp tvö ár unniö að mestu rannsókn í söku sinni á pólitískri spillinsu í Bandaríkjunum. LeynilöKreKlu- menn í dulargervi kaupsýslu- manna buóu þinjfmönnum. emhættism()nnum ok kaupsýslu- monnum fé fyrir h(>nd arabísks fursta. sem i raun var ekki til. Alls voru greiddar í'mútur um •100 þúsund dollarar. aö því er heimildarmenn nákomnir dómsmálaráöuneytinu ojí FBI hafa skýrt frá. Engar kærur hafa veriö bornar fram. né hafa handtökur fariö fram. En aö sögn heimildarmanna mun dómsmálaráðuneytiö legjíja fram sannanir fyrir dómstólum á næstunni. A lauKardas voru 30 manns boöaöir á fund FBI. þar sem þeim var skýrt frá rannsókninni á hendur þeim ok lajfaleKum rétti þeirra. „Flestir þeirra sögðu FBI að fara til fjandans." skýröi einn heimild- armanna frá. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið í tensslum viö máliö eru einn oldunna- deildarþinsmaöur ok fimm full- trúadeildarþin>;menn. Ileimild- armenn sögðu þó. aö innan viö 10 manns hefðu í raun þejfiö mútur. aörir heföu boöiö fram Sex bandarískir þingmenn viðriðnir umfangsmikið mútu- mál, þar sem FBI greiddi um 500 þús. dollara í mútur aðstoð sína ok undirbúiö fundi. Bandaríska dómsmálaráðun- eytið gaf í dag út yfirlýsingu þar sem sagði, að. ítarleg rannsókn yrði gerð á því hvernig fjölmiðl- ar heföu komist yfir upplýsingar um rannsókn FBI. „Embættis- menn hafa gefið upplýsingar til fjölmiðla og ráðuneytiö harmar það vegna þess að hugsanlega skaðar það saklaust fólk,“ sagði talsmaður ráðuneytisins. En víkjum að rannsókn FBI, eins og ónafngreindir heimild- armenn hafa skýrt frá henni. Alríkislögreglan hóf rannsókn á sölu á stolnum listmunum í New York sumarið 1978. Rannsóknin beindist þá ekki að pólitískri spillingu. Það kom FBI mjög á óvart að einn þeirra, sem FBI- menn dulbúnir sem kaupendur listmuna höfðu komist í sam- band við, bauðst til að gefa upp nöfn lögfræðinga, embætt- ismanna og þingmanna, sem myndu aðstoða við að koma málum þannig fyrir að svo liti út að hinir stolnu munir væru ekki illa fengnir. Rannsóknin beind- ist þá að pólitískri spillingu og hjólin fóru verulega að snúast og umfang rannsóknarinnar jókst gífurlegá. Æðstu menn dóms- málaráðuneytisins ásamt for- stjóra FBI, William Webster, skipulögðu rannsóknina. Leyni- lögreglumenn FBI dulbjuggu sig sem fulltrúa auðugs fursta úr olíuríki. Hann vidi fá ýmsa pólitíska f.vrirgreiðslu, svo sem við að koma upp spilavíti í Atlantic City og eins að honum yrðu útvegaðir pappírar til að vera í Bandaríkjunum ef í harð- bakkann slægi í eigin heima- landi. Alls unnu yfir 100 starfs- menn FBI að rannsókninni, sem fór fram í fimm borgum, Wash- ington, New York, Filadelfíu, Miami og Newark í New Jersey. I Georgetown voru komur mútu- þega kvikmyndaðar. Þingmennirnir sem nefndir hafa verið í sambandi við málið eru öldungadeildarþingmaðurinn Harrison Williams, demókrati frá New Jersey, fulltrúadeild- arþingmennirnir John Murphy, demókrati frá New Jersey, Harrison A. Williams öldunga- deildarmaður fer frá heimili sínu í Georgetown hverfi í Washington. Williams er einn um 30 þingmanna og embætt- ismanna sem hafa verið bendl- aðir við rannsókn FBI á pól- itískri spillingu. Michael Myers, demókrati frá Pennsylvaníu, Raymond Leder- er, demókrati frá Pennsylvaníu, John Jenrette, demókrati frá S-Karóiínu, John Murtha, demó- krati frá Pennsylvaníu og Rich- ard Kelly, repúblikani frá Flor- ída. Spá eins helsta sérfræðings OPEC: Hnignun vest- rænna ríkja I)avos. Sviss — I. ícbrúar AP. WOLFGANG Michalski. yfir- maður skipulagsdeildar OPEC — Efnahags og framfarastofn- unarinnar. sagði á ráðstefnu í Davos í Sviss í dag. að hluti vestrænna ríkja í heimsfram- leiöslunni mundi minnka veru- lega fram að aldamótum. Hann sagöi aö hluti Bandaríkjanna í heimsframleiðslunni mundi minnka úr 35% í 20% fram að aldamótum. Bandarikin væru nú stórveldi en um aldamótin yrðu Bandaríkin aðeins „eitt af (iflug- ustu ríkjum heims". Hann sagði að hlutur Evrópu í heimsfram- leiöslunni mundi minnka úr 20% í 15%. Ilins vegar mundi hluti WKmtm Japans aukast úr 6.5% í um 10%. Hlutur þróunarríkja — annarra en Kína. eykst úr 8% í 18%, að mati Michalski. Hann sagði. aö V-Evrópa mundi fara mun verr en Banda- ríkin vegna minnkandi fram- leiðslu. þar sem Evrópuríkin ættu erfiðara með að laga sig að hreyttum aðstæðum. Ilann tiltók hærri meðalaldur. ofurvald EBE yfir einstökum ríkjum innan bandalagsins. og loks pólitiska og félagslega erfiðleika. Sovézkir hermenn ýta sovézkri herflutningaflugvél, sem búin er fallbyssum, eins og sjá má á trjónu vélarinnar, til að rýma fyrir annarri flugvél á flugvellinum í Kabúl í Afganistan fyrir skömmu. „Ganga til bjargar“ að landamærunum við Kambódíu ERLENT Bangkok. 1. fobrúar. AP. YFIR 120 þekktir Evrópu- búar og Bandaríkjamenn munu á morgun hefja göngu að landamærum Kambódíu. I>ar mun fólkið biðjast þess, að stjórnirnar í Ilanoi og Phnom Penh heimili vestræn- Þetta gerðist 1976 — Um 23.000 fórust í jarðskjálfta í Guatemala. 1971 — Gæzlusveitir SÞ sækja austur yfir Súez-skurö. 1971 — Geimfararnir í Apollo 14 lenda á tunglinu. 1%2 — De Gaulle hvetur til sjálfstæðis Alsírs á grundveili friðsamlegs samstarfs við Frakka. 1945 — MacArthur sækir inn í Maniia. 1918 — Aðskilnaður ríkis og kirkju í Rússlandi. 1917 — Mexíkó verður sam- bandslýðveldi 28 ríkja. 1885 — Fríríkið Kongó stofnað sem persónuieg eign Iæopolds II Belgakonungs. 1877 — Midhat Pasha, leiðtogi frjálslyndra Tyrkja, settur af. 1810 — Maóra-nöfðingjar afsala sér völdum samkvæmt Wait- angi-sáttmála og Nýja Sjáland verður brezk nýlenda. 1811 — Prinsinn af Wales verð- ur ríkisstjóri Bretlands vegna geðveiki Georgs III. 1782 — Spánverjar taka Min- orca af Bretum. 1679 — Nijmegen-friður Leo- polds keisara I og Loðvíks XIV. 1556 — Vaucelles-vopnahlé Frakka og Spánverja. Afmæli: Sir Robert Peel, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1788—1850) — John Lindley, brezkur grasa- fræðingur (1799—1865) — Adlai Stevenson, bandarískur stjórn- málaieiðtogi (1900—1965). Innlent: 1976 Brezki flotinn kemur aftur — 1968 „Ross Cleve- land“ ferst á ísafjarðardjúpi og Harry Eddom einum bjargað — 1877 — Gengið frá stjórnarlög- um á Gimli — 1273 — d. Ketili Loptsson — 1905 f. sr. Jón Auðuns — 1923 f. Friðjón Þórð- arson. Orð dagsins: Hefnd skaðar okk- ur meira en sjálfur skaðinn sem við verðum fyrir — John Lub- bock, enskur stjörnufræðingur (1803-1865). um hjálparstoínunum að starfa í Kamhódíu. Dvalist verður i þrjá daga við landa- mærin. Þar verður dreift mat og læknisiyfjum meðal flótta- fólks frá Kambódíu. Upphaf- lega var ætlunin að fara inn í Kambódíu en frá því var horíið. þar sem það hafði of mikla hættu í för með sér. Ef þeim hluta kambódísku þjóð- arinnar, sem eftir lifir, verður tortímt, þá er það ekki vegna þess að okkur sé sama. Við erum hér — við viljum hjálpa,“ sagði banda- ríska söngkonan Joan Baez. Norska leikkonan Liv Ullman tek- ur einnig þátt í göngunni, sem nefnd hefur verið „Ganga til bjargar“, svo og brezki þingmað- urinn Winston Churchill, Bayard Rustin, bandarískur baráttu- maður fyrir jafnrétti, franski kommúnistinn Nina Kemyan, og sovéski andófsmaðurinn Alexand- er Ginzburg. Þá eru meðal göngu- manna franskir borgarstjórar, franskir og ítalskir stjórnmála- menn og listamenn og heimspek- ingar. Bandaríkin yrðu lögð í rúst — segir faðir vetnis- sprengjunnar New York. 3. febrúar. AP. DR. EDW'ARD Teller. sem nefnd- ur hefur verið faðir vetnis- sprengjunnar segir í Viðtali við bandarískt tímarit. að ef til kjarnorkustyrjaldar drægi milli Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. myndu Sovétmenn vinna það stríð og Bandaríkin yrðu lögð í rúst. „yrðu ekki lengur til". eins og hann orðaði það. Ilann segir. að Sovétmenn séu komnir lengra í háþróuðum tæknibúnaði og þó sérstaklega þróun lasergeislans. Teller hefur verið fylgjandi öfl- ugum kjarnorkuher. Hann sagði að bandarískir vísindamenn væru ófúsir að vinna að hermálum. „Stríð er skelfilegt en hvernig eigum við að komast hjá stríði? Með því að þeir, sem vilja frið, kasti vopnum frá sér eða hafi öflug vopn?“, spyr Teller. Hann sagði að Jimmy Carter væri fórn- arlamb ríkjandi aðstæðna. „For- setinn hefur dregið línu og hann segir að fari Sovétmenn yfir hana muni það kosta styrjöld. En Bandaríkin mundu líklegast bíða iægri hlut í þeirri styrjöld," segir Teller í viðtalinu. Mikið fylgi Reagans í Arkansas Little Rock. Arkansas. 4. febrúar. AP. RONALD Reagan fyrrum fylkisstjóri í Kaliforníu vann mikinn sigur í bar- áttu forsetaefna Repúblik- anaflokksins um kjör- menn á flokksþing sem velur frambjóðanda flokksins við næstkomandi forsetakosningar. Hlaut Reagan sex af 12 kjör- mönnum Arkansasfylkis, en hann galt afhroð í Iowafylki fyrir tveimur vikum. Howard H. Baker öldungadeildarmaður frá Tenn- essee hlaut fjóra kjörmenn, George Bush fyrrum sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum hlaut einn, og einum er óráðstafað. Eftir er að velja sjö kjörmenn til viðbótar fyrir Arkansas. George Bush fagnar úrslitum í kjörmannakjörinu i Iowa þar sem hann bar sigurorð af Ronald Reagan og Iloward Baker. Bush varð að Iúta i lægra haldi fyrir Reagan og Baker i Arkansas um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.