Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 31 Gunnar Thoroddsen: Vona að ný ríkisstjórn taki við í þessari viku MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gærkvöldi til Gunnars Thoroddsens og innti eftir gangi og stöðu þeirrar stjórnarmyndunartilraun- ar, sem hann hefur unnið að síðustu daga. Viðtalið við Gunnar fer hér á eftir: — Hvernig hafa viðræðurnar gengið í dag? „Að því er snertir undirbúning að málefnasamningi þá höfum við haldið fundi í dag bæði fyrir og eftir hádegi. Við höfum haldið áfram að fara yfir helstu mála- flokkana, sem um er að ræða og verkinu hefur skilað vel áfram. Það hefur tekizt að komast lengra áleiðis en áður var í öllum helstu málaflokkum en þetta er auðvitað eins og jafnan mikið verk að ganga frá málefnasamningi við stjórnarmyndun. Þessu miðar vel áfram og maður kemur ekki auga á nein sérstök ágreiningsefni, sem ættu að hindra samkomulag." Eggert Haukdal: Almeraiingur fagn- ar þessu framtaki —EF málefnagrundvöllur verður fyrir hendi, sem lítur vel út mun ég styðja þá ríkisstjórn sem Gunnar Thoroddsen er að mynda, sagði Eggert Haukdal al- þingismaður í samtali við Mbl. í gærkvöldi. — Ég hef lítillega tekið þátt í þessum viðræðum og mér sýnist stefna að því að málefnagrund- völlurinn verði hagstæður, sagði Eggert. — Hverjar eru ástæðurnar fyrir því að þú styður þessar stjórnar- myndunartilraunir? — Það er búið að koma fram að málin voru alveg komin í hnút. Formennirnir voru vanburða að koma þessum hlutum í gegn og voru gutlandi við viðræður, sem ekki voru neitt neitt. Og þegar kom upp sú staða að öllum var falið að mynda stjórn kom þessi möguleiki upp og ég fagna því að sjálfsögðu ef sjálfstæðismaður getur leyst þennan hnút. Þetta er meginatriði málsins. — Nú varst þú á fundi í kjördæmi þínu um helgina, nánar tiltekið á Hellu. Kom þar fram stuðningur við tilraunir Gunnars? — Það var hending að þessi fundur var þennan dag. Þetta var aðalfundur Sjálfstæðisfélags Rangæinga og hafði verið boðaður fyrir löngu. Mikið fjöimenni var á fundinum, 50 manns og þar voru allir einhuga um það að kæmi stjórn og fógnuðu því að sjálf- stæðismaður leysti hnútinn. — Átt þú von á því að fleiri sjálfstæðismenn muni ganga til stuðnings við stjórnina? — Það verður að koma í ljós. Hitt er annað mál að almenningur og fjöldi sjálfstæðismanna um breiðar byggðir fagnar þessu framtaki. — Munt þú taka sæti í ríkis- stjórninni, sem reynt er að mynda? — Verkaskipting hefur ekki verið rædd ennþá. Aðalmálið er að ganga frá málefnagrundvelli og framhaldið verður að skoðast þeg- ar hann liggur fyrir. — Hefur þú átt viðræður við forseta Islands um stjórnarmynd- unartilraunir þínar? „Snemma í morgun sendi ég forseta íslands bréf með greinar- gerð um það hvernig málin stæðu að mínu áliti og m.a. því að það væri meirihluti þings eða 31 þing- maður, sem stæði á bak við það að ég gerði tilraun til stjórnarmynd- unar. Eftir að forseti hafi rættyiö formenn stjórnmálaflokkanna í dag hafði hann símasamband við mig og við ræddum nokkuð um gang málsins en hann ætlar að taka sér umhugsunartíma og gerir ráð fyrir að hafa samband við mig á morgun." — Reiknar þú með því að hann muni kalla þig á sinn fund á morgun og fela þér formlega umboð til stjórnarmyndunar? „Auðvitað get ég ekkert fullyrt um það en mér þykir það senni- legt." — Ef við snúum okkur aftur að viðræðunum um helgina. Hverjir hafa tekið þátt í þeim? „Ég hef ekki viljað gefa upp nöfn þeirra, sem að þessu vinna. Það eru bæði fulltrúar flokkanna og ýmsir sérfræðingar sem hafa athugað einstök mál." — Nú liggur fyrir stuðningur Aiberts Guðmundssonar og Egg- erts Haukdals og Pál'mi Jónsson og Friöjón Þórðarson hafa heyrst nefndir sem hugsanlegir stuðn- ingsmenn þínir. Liggur eitthvað fyrir um þeirra afstöðu? „Þeir hafa ekki endanlega gert upp sinn hug að því mér er bezt kunnugt um. En þeir munu vænt- anlega gera það fljótlega. Það væri auðvitað mikill styrkur og mjög vel þeginn ef þeir vilja styðja þessa stjórnarmyndun." — Hver er nákvæmlega staðan í dag? Pálmi Jónsson: Vil kanna möguleika á stjórnarmyndun með að- ild Sjálf stæðisf lokksins „ÉG LÝSTI því yfir á þing- flokksfundinum, að ég gæti ekki tekið afstöðu til þessar- ar stjórnarmyndunar Gunn- ars Thoroddsens, fyrr en ég hefði séð málefnagrundvöll stjórnarinnar," sagði Pálmi Jónsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég býst nú við að ég fari og kynni mér þann málefnasamning, sem er í smiðum og er það gert með fullri vitund þingflokksins og auðvitað án allra skuld- bindinga. Ég vil kynna mér alla þætti málsins áður en ég tek ákvörðun." „Ennfremur vil ég," sagði Pálmi, „að það sé athugað, hvort mögulegt sé að þessi ríkisstjórn verði mynduð á breiðari grundvelli með aðild Sjálfstæðisflokksins, á flokkslegum grundvelli. í því hefur flokkurinn ekki lokað neinum leiðum." Munt þú þá eftir að hafa kynnt þér samninginn leita eftir samþykki þingflokksins á þessum málefnasamningi? „Fyrst er að kynna sér, hvort þeir, sem í stjórnar- myndunarviðræðum standa, vilja ljá máls á því að þessi staða sé breikkuð og þessi umræða. Hef ég hugsað mér að þreifa á því, þar sem ég lít svo á að rétt sé að það sé kannað áður en nokkrar yfir- lýsingar eru gefnar." Pálmi kvaðst ekkert vilja segja um afstöðu sína, ef þessari málaleitan yrði hafn- að, það yrði að koma i ljós. „Ef við lítum á stöðuna eins og hún er í dag sýnast mér miklar líkur á því að takast muni sam; komulag um málefnasamning. í öðru lagi liggur það fyrir að meirihluti Alþingis vill að ég geri tilraun til stjórnarmyndunar. Ég er ráðinn í því að reyna það." — Nægir stuðningur Alberts og Eggerts til þess að ríkisstjórn þín komi fram málum á þingi? „Já, hann nægir til þess að stjórnin verði mynduð. Að vísu gæti orðið erfið staða í sambandi við afgreiðslu ágreiningsmála í Neðri deild en þá þyrfti að leita þar stuðnings eða semja um fram- gang mála eins og gengur. Hins vegar væri það ákaflega mikilvæg- ur og vel þeginn stuðningur, sem kæmi til viðbótar, ekki aðeins frá þessum tveimur mönnum sem þú nefndir heldur frá sem flestum sjálfstæðisþingmönnum." — Hverjir eru helstu þættir málefnasamningsins sem þið vinnið að og hver verða helstu markmiðin í efnahagsmálum? „Efnahagsmálin eru auðvitað mjög mikilvæg í þessum samning- um en þaö eru mörg önnur mál sem við ræðum. En meðan við stöndum í þessum viðræðum er ekki hægt að greina nánar frá því." — Er byrjað að ræða skiptingu ráðuneyta? „Það er ekki farið að ræða hvað þá ákveða skiptingu raðuneyta enda er það yfirleitt þannig við stjórnarmyndanir að fyrst er gengið frá málefnasamningi en síðan er tekið til við skiptingu ráðuneyta." — En liggur það ekki Ijóst fyrir að þú munt verða forsætisráð- herra hinnar nýju stjórnar? „Jú, það er ljóst." — Ef málin þróast eins og stefnt er að, hvenær má búast við því að ráðuneyti þitt taki við völdum? „Ég vona að það geti orðið í þessari viku." — Og að lokum, Gunnar. Hef-- urðu fundið hljómgrunn meðal þjóðarinnar fyrir þessari ríkis- stjórn, sem nú er verið að mynda? „Já, ég hef fundið svo mikinn hljómgrunn og svo sterkan með- byr að ég hef aldrei fyrr fundið slíkan." Segi hvorki af eða á fyrr en málef na- grundvöllur er ljós — segir Friðjón Þórðarson gefið um það," sagði Friðjón, „og „EG álít að það ætti að takast sterkt og gott stjórn- arsamstarf með þessum þremur flokkum, Sjálfstæð- isflokki, Framsóknarflokki og Alþýðubahdalagi og þess vegna er ég hlynntur því, að af því verði, ef viðunandi málefnagrundvöllur fæst," sagði Friðjón Þórðarson al- þingismaður, er Mbl. spurði hann í gær, hvert væri viðhorf hans til stjórnar- myndunartilraunar Gunn- ars Thoroddsens. „Ég fæ ekki séð, að nú sé annarra kosta völ, en hins vegar er knýjandi nauðsyn á því, að komið verði á fót sterkri stjórn. Ég veit satt að segja ekki, hvað tekur við, ef þessi tilraun fer út um þúfur, nema þá utanþings- stjórn, sem ég hygg að flestir þingmenn séu mótfallnir," sagði Friðjón. Mbl. spurði þá Friðjón, hvort hann hygðist ganga til liðs við stjórn Gunnars Thoroddsens síðar meir. „Ég hef enga yfirlýsingu geri heldur ekki nú. Eg hef hvorki séð neinn málefnagrundvöll, né mér verið kynnt neitt úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum. Ég get hvorki afneitað þessari stjórn né tekið til hennar aðra afstöðu, fyrr en ég veit, hver er hennar málefnagrundvöllur." Mbl. spurði þá Friðjón, hvort hann hefði hugleitt, hvað hann gerði, ef honum sjálfum líkaði málefnagrundvöllurinn, en þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins hafn- aði honum. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þessa möguleika frekar en annars, sem ekki liggur fyrir mér," svaraði Friðjón. „Falli mér málefnagrundvöllurinn reikna ég með að menn reyni að ná um hann samstöðu á flokkslegum grund- velli. Að öðru leyti vil ég taka það fram, að ég hef aldrei gengið gegn löglegum samþykktum þing- flokksins eða skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Ég skil því satt að segja ekki, hvað nienn ganga hart að mér nú um að ég taki fyrirfram afstöðu til ein- hvers, sem ég þekki ekki til hlítar." hewlettMpackard hewlettMpackard hewlettMpackard hewlettMpackard hewlettMpackard VASATOLVUR — BORÐTOLVUR UPPLYSINGAR — SALA — þJONUSTA EINKAUMBOÐ A ISLANDI STALTÆKI BANKASTR. 8 SÍMI 27510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.