Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. FEBRUAR 1980 37 Meðmælendur forsetaframbjóðenda: 1070 séu úr Sunn- lendingafjórðungi — 430 úr öðrum FORSETARÁÐUNEYTIÐ heíur gefið út svolátandi auglýsingu í Lögbirtingablaði um framboð og kjör forseta íslands: Kjör forseta íslands skal fram fara sunnudaginn 29. júní 1980. Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur dómsmála- ráðuneytinu, ásamt samþykki for- setaefnis, nægilegri tölu meðmæl- enda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjör- dag. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000, er skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi (V.-Skaftafellssýslu — Borgar- fjarðarsýslu, að báðum meðtöld- Þorsteinn Bergsson f or- maður Torfu- samtakanna AÐALFUNDUR Torfusamtak- anna var haldinn laugardaginn 25. janúar síðastliðinn. Fráfarandi formaður samtak- anna, Guðrún Jónsdóttir, flutti þar skýrslu um starfið síðastliðið ár og þá breyttu stöðu sem orðið hefur í aðalbaráttumáli þeirra, friðun Bernhöftstorfu. Reikningar samtakanna voru lagðir fram og samþykktir ásamt Iagabreytingu sem fráfarandi stjórn lagði til í ljósi hinna breyttu aðstæðna. Ný stjórn var kjörin. Guðrún Jónsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Richard Hördal gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. í þeirra stað voru kosin Lilja Árnadóttir, Ás- gerður Ólafsdóttir og Hallgrímur Guðmundsson. Formaður var kos- inn Þorsteinn Bergsson. Allnokkrar umræður urðu um húsverndunarmál almennt og samþykktar nokkrar ályktanir. Var þar m.a. fagnað friðun Bern- höftstorfunnar og lýst ánægju yfir endurvinnslu skipulags , Grjóta- þorps og skorað á borgaryfirvöld að stuðla að því að tekið verði fullt tillit til gamalla húsa í þorpinu. Loks harmaði fundurinn það að Norðurpóllinn á Akureyri skyldi hafa verið rifinn og skoraði á bæjaryfirvöld þar að standa betri vörð um eldri byggðina. Einingarsamtök kommúnista: Fagna ákvörðun verkamannanna MORGUNBLAÐINU hefur borist cftirfarandi ályktun frá Einingar- samtokum kommúnista, marx- lenínista: Einingarsamtök kommúnista (marx-lenínista) sjá ástæðu til þess að fagna ákvörðun verkamanna á Keflavíkurflugvelli um að afgreiða ekki sovéskar flugvélar nú um sinn. Samtökin hvetja eindregið stétt- arfélog, samtök íþróttamanna og einstaklinga til þess að sýna stuðn- ing við þjóðfrelsi Afganistans og andófsöfl Sovétríkjanna í verki. um) séu minnst 1070 meðmælend- ur, en mest 2145. Úr Vestfirðingafjórðungi (Mýrasýslu — Strandasýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 115 meðmælendur, en mest 230. Úr Norðlendingafjórðungi (V.-Húnavatnssýslu — S-Þingeyj- arsýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 220 meðmælendur, en mest 440. Úr Austfirðingafjórðungi (N-Þingeyjarsýslu — A-Skafta- fellssýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 95 meðmælendur, en mest 185. Lyfjatæknaskóli íslands útskrifaði fyrir nokkru 7 lyfjatækna. en nám þeirra tekur 3 ár. Bera þeir merki við störf sín. gyllt á bláum grunni. Á myndinni eru. aftari röð f.v.: Guðlaug Ágústsdóttir, Sigrún Ósk Skúladóttir, ólafur ólafsson skólastjóri, Sigríður Jóhannsdóttir og Guðrún Einarsdóttir. Fremri röð f.v.: Kristín Jónsdóttir, Guðbjörg Andrésdóttir og Ragnheiður Hinriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.