Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 fslenzku mcnntaskólancmarnir frá Egilsstöðum við brottförina til Færeyja ásamt Vilhjálmi Einarssyni skólameistara og Þorsteini Gunnars- syni fararstjóra. Ljósmynd Mbl. Jóhann D. Jónsson Nemendaskipti Færeyja og íslands ÁTJÁN nemendur frá Menntaskólanum á Egilsstöðum héldu til Færeyja um helgina, en til Egilsstaða komu hins vegar 24 nemendur frá Högdalamenntaskólanum í Færeyjum. Er um nemendaskipti að ræða milli þessara skóla og verða þessir fyrstu hópar í viku tíma hvor á sínum stað. Albert Guðmundsson: Hef ákveðið að ver ja ríkis- stjórn Gunnars vantrausti — ókunnugt um innihald málefnasamnings „ÉG vil að það komi ríkisstjórn á íslandi og þar sem engin önnur ríkisstjórn er í boði nú eftir tveggja mánaða stjórn- armyndunartilraunir en þessL sem Gunnar Thoroddsen vinn- ur að. þá hef ég ákveðið að verja þá ríkisstjórn vantrausti. ef til kemur." sagði Albert Guðmundsson alþingismaður í samtali við Mbl. í gær. Mbl. spurði Albert, hvers vegna hann tæki ekki þann kostinn að lýsa yfir stuðningi við stjórn Gunnars Thorodd- sens. Albert svaraði: „Vegna þess að ég hef ekki tekið neinn þátt í þessum stjórnarmyndun- arviðræðum. Mér er á þessu augnabliki ókunnugt um inni- hald málefnasamningsins og get þess vegna ekki gerzt beinn stuðningsmaður stjórnarinnar. Ég mun hér eftir sem hingað til taka afstöðu til mála , þegar þau hafa borizt mér og ég kynnt mér þau." Loðnuaflinn nú rúmlega 180 þúsund tonn: Frekari ákvarð- anir um veiðar teknar í vikunni LOÐNUAFLINN frá upphafi vertiðar var í gærkvöldi orðinn rúmlega 180 þúsund lestir, en búist er við að sjávarútvegsráðu- neytið gefi í vikunni út tilkynn- ingu um stöðvun veiðanna við eitthvert tiltekið mark. Upphaf- lega gerði ráðuneytið ráð fyrir 100 þúsund lesta veiði í bræðslu í janúarmánuði, en vegna breyttra aðstæðna við sölu á loðnuhrogn- um til Japans var ákveðið að leyfa veiði á 160—180 þúsund lestum. Nú er veiðin komin fram yfir þær tölur og því nýrrar f Jón Þorgilsson um f undinn á Hellu: Engin yfirlýsing samþykkt um stuðning Eggerts Hauk- dals við Gunnar Thoroddsen JÓN Þorgilsson á Hellu, einn af forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins í Rangárvallasýslu, sem skipaði 3. sæti L-listans, lista Eggerts Haukdals, i siðustu kosningum sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Rangæinga á Hellu i fyrradag hefði engin yfirlýsing verið samþykkt þess efnis, að Eggert Haukdal skyldi halda áfram stuðningi við Gunnar Thor- oddsen í tilraun hans til stjórn- armyndunar, eins og Gunnar Thoroddsen hélt fram í viðtali við Vísi í gær. Þvert á móti hefði komið fram einhugur meðal fundarmanna um það að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði ekki. I Vísi í gær segir Gunnar Thoroddsen eftir fund sjálfstæð- ismanna á Hellu: „Eggert Hauk- dal hlaut í dag einróma sam- þykki kjósenda sinna fyrir áframhaldandi stuðningi við mi^ í sambandi við þessar stjórn- armyndunartilraunir." Jón Þorgilsson á Hellu var flutnings- maður fyrrgreindrar tillögu og spurði Morgunblaðið hann um túlkun Gunnars á henni og einnig hver vilji fundarmanna væri í þessum efnum. „Ég veit ekki," sagði Jón, „hvort rétt er haft eftir Gunnari og dreg það í efa, því ummæli hans geta ekki átt við aðalfund sjálfstæðisfélags Rangæinga á sunnudag. Þar var ekki sam- þykkt nein slík yfirlýsing sem hann talar um og það er augljóst að ekkert kom fram á fundinum um stuðning við Eggert Haukdal — Ályktun samþykkt um einingu í Sjálf- stæðisflokknum og aðild Eggerts að þingf lokki Jón Þorgilsson að öðru leyti en því að hann færi inn í þingflokk Sjálfstæðis- flokksins. Á fundinum var ekki gerð nein könnun á því, hvern stuðning Eggert Haukdal hefði þar til þátttöku í tilraunum Gunnars Thoroddsens til mynd- unar ríkisstjórnar. Orðalag og meining tillögunn- ar fer ekkert á milli mála og í henni er sá tónn sem var ríkjandi í máli fundarmanna, en þar kom það greinilega fram að fundarmenn væru einhuga í því að þeir vildu ekki að Sjálfstæðis- flokkurinn klofnaði. í tillögunni eru þrír megin- póstar þar sem lögð er áherzla á samstarf og einingu innan Sjálf- stæðisflokksins, þar sem skorað er á þingmenn flokksins að taka Eggert inn í þingflokkinn og þar sem mælt er með því að Sjálf- stæðisflokkurinn taki þátt í myndun meirihlutastjórnar sé þess kostur." Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Rangæinga á Hellu sl. sunnudag var eftirfarandi ályktun sam- þykkt einróma af um 50 fundar- mönnum: „Aðalfundur Sjálf- stæðisfélags Rangæinga haldin að Hellu 3. feb. 1980 telur nauðsynlegt að efla Sjálfstæðis- flokkinn og stuðla að einingu í störfum hans. Fundurinn harm- ar þann misskilning, sem hefur valdið því að Eggert Haukdal hefur ekki verið tekinn inn í þingflokk sjálfstæðismanna. Skorar fundurinn á flokks- stjórnina að afgreiða það mál nú þegar. Jafnframt skorar fundur- inn á þingmenn Sjálfstæðis- flokksins að standa saman um að nýta þá möguleika sem kunna að vera fyrir hendi til myndunar meirihlutastjórnar með aðild Sjálfstæðisflokksins. „Á fundin- um fluttu ræður m.a. Eggert Haukdal alþingismaður sem fjallaði um stjórnmálaviðhorfið og Ingólfur Jónsson sem hvatti til samstöðu meðal sjálfstæð- ismanna og taldi það grundvall- arskilyrði fyrir þátttöku þing- manna úr röðum Sjálfstæðis- flokksins í mögulegri myndun ríkisstjórnar að meirihluti þing- manna flokksins stæði að baki þeirri ákvörðun. ákvörðunar að vænta innan skamms. Mjög góð loðnuveiði var alla helgina og er það álit sjómanna, að mjög mikið sé af loðnu á miðunum. Loðnan er á stóru svæði, en hefur lítið mjakast austur á bóginn síðustu dagana. Frá hádegi á laug- ardag þar til síðdegis í gær til- kynntu eftirtalin skip um afla til loðnunefndar: Laugardagur: Skarpsvík 600, Ljósfari 540. Sunnudagur: Pétur Jónsson 670, Bergur 450, Bjarni Ólafsson 1000, Haförn 780, Óli Óskars 1350, Há- kon 800, Húnaröst 620, Dagfari 520, Guðmundur 900, Ársæll 440, Helga II 530, Kap II 620, Rauðsey 600. Samtals á sunnudag 13 skip með 9280 lestir. Mánudagur: Þórshamar 580, Sigurður 1350, Seley 420, Svanur 660, Örn 570, Magnús 520, Jón Finnsson 600, Huginn 580, Grindvíkingur 1030, Hafrún 670, Eldborg 1350. Samtals 11 skip með 8330 lestir þar til síðdegis í gær. Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi tilkynning frá sjávarút- vegsráðuneytinu: „Með tilliti til óvissu í frystingu á loðnu og loðnuhrognum vegna markaðsaðstæðna hefur ráðuneyt- ið ákveðið að leyfa að svo stöddu áframhald núverandi loðnuveiða til mjöl- og lýsisvinnsiu, þótt áfram sé gert ráð fyrir nokkru magni til frystingar og hrognatöku. Það styður þessa ákvörðun að enn er mjög óljóst hvort loðna muni ganga suðrr á bóginn fyrir vestan landið eða vesturmeð suður- ströndinni, en þessi atriði ráða miklu um það hversu mikið magn tekst að frysta. Horfur og aðstæður verða end- urmetnar í vikunni og frekari ákvarðanir um veiðarnar teknar fyrir lok vikunnar." Kjartan Jóhanns- son um útfærsmna við Grænland: ii Hygg að mál- ið komi inn í viðræður um Jan Mayen" ,.ÉG geri ráð fyrir því að þessi mál komi upp í sambandi við Jan Mayen, þar sem Danir komi inn í það mál." sagði Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra, er Mbl. spurði hann í gær. hvort íslenzk stjórnvöld ráðgerðu viðræður við Dani vegna fyrirhugaðrar útfærslu við Grænland. „Þessi útfærsla myndi sneiða af því svæði, sem Norðmenn gera tilkall til umhverfis Jan Mayen, þannig að ég hygg að þessi mál öll verði tekin upp á þeim vettvangi milli Norð- manna, Dana og okkar," sagði Kjartan. Allt kyrrt við Kröflu „ÞAD ERU hvorki skjálftar svo nokkru nemi né landsig eða landris við Kröflu um þessar mundir," sagði Eysteinn Tryggvason í samtali við Mbl. í gær, en sl. 5 daga hefur mjög lítil hreyfing verið á svæðinu, aðeins 3—4 mjög litlir skjálftar á dag í stað 15—20 að meðaltali um langt skeið. Eysteinn kvað mögulegt að hræringum á Kröflusvæðinu væri að ljúka, en þó kvað hann ýmsa starfsbræður sína í jarðvísindum vantrúaða á það. Ólafur ihugar forseta- framboð „ÉG ER að hugsa málið en hef ekki ákveðið neitt um það ennþá," sagði Ólafur Jóhannesson alþing- ismaður í samtali við Mbl. í gærkvöldi þegar blaðið innti hann eftir því hvort hann hygðist bjóða sig fram til forsetakosninga í vor. Kvaðst Ólafur væntanlega taka ákvörðun fyrir 1. apríl svo að fyrirvarinn væri hæfilegur. Ólafur Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.