Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1980 29 ÞEGAR Geir Hallgrímsson lauk tilraunum sínum til stjórnar- myndunar, gaf hann rækilega til kynna, að þær hefðu ekki síst strandað á því, að viðmælendur sínir hefðu verið með hugann við aðra möguleika. I sjónvarpi á laugardagskvöldið skýrði Geir síðan frá því, að á þeim tíma, sem hann fór með umboð for- seta, hafi Gunnar Thoroddsen verið að ámálga það við fram- sókn og krata að hann kynni að veita minnihlutastjórn þeirra brautargengi. En einmitt um þær sömu mundir gekk Tómas Árnason fram fyrir skjöldu og harðneitaði öllum f réttum Morg- unblaðsins um að viðræður um slíka minnihlutastjórn færu fram. Síðasta vika hefur leitt í ljós, að ýmislegt hefur verið að gerast á bak við tjöldin, á meðan stjórnmálaforingjarnir hafa til skiptis farið með stjórnarmynd- unarumboðið. Baktjaldamakk- inu lauk um leið og forseti fól stjórnmálaforingjunum fjórum að ræðast við um myndun meiri- hlutastjórnar og veitti þeim til þess frest, þar til upp úr þeirri helgi, sem nú er liðin. Það var á miðvikudag og strax á fimmtu- daginn fór það að kvisast, að Gunnar Thoroddsen hefði tekið forystu í tilraunum til að koma saman stjórn með framsókn og kommum. Á þingflokksfundi sjálfstæðismanna á föstudag, sem haldinn var að ósk Gunnars, var ítrekað af 18 þingmönnum flokksins, en tveir sátu hjá Gunnar og Friðjón Þórðarson og einn var fjarverandi, Pétur Sig- urðsson, að Geir Hallgrímsson færi með stjórnarmyndunar- umboð fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins og hefði frjálsar hend- ur um tilraunir til myndunar meirihlutastjórnar. Tillaga Gunnars Thoroddsens kom aldrei til atkvæða. Eftir fundinn var Ijóst, að hann hafði ekkert umboð frá sjálfstæðisþing- mönnum til að reyna stjórnar- myndun. Gunnar var þó ekki af baki dottinn, því að í sjónvarpi þetta sama kvöld skýrði hann frá því, að hann teldi einsýnt, að hann héldi áfram tilraunum sínum, enda væri það skylda þingmanna að gera allt, sem í þeirra valdi stæði til að tryggja þjóðinni þingræðisstjórn. Minna má á, að þegar Gunnar hélt svipuðum sjónarmiðum fram í sjónvarps- Aldursforsetinn af styrk og í því efni var vitnað til ummæla Birgis ísl. Gunn- arssonar um stöðu Sjálfstæðis- flokksins að kosningum loknum. En Birgir taldi, að flokkurinn hefði styrkt innviði sína. Gunnar Thoroddsen hefur nú bæði geng- ið til samstarfs við Steingrím Hermannsson og kommúnista. Málefnagrundvöllur þess sam- starfs getur ekki verið í anda Sjálfstæðisflokksins. Styrkur Gunnars hefur verið persónu- legur metnaður hans. Ekki síst kommúnistar eru leiknir í að færa sér slíkan veikleika í nyt. í stjórnarmyndun Gunnars Thor- oddsens felast alls ekki sögu- legar sættir heldur mun hún auka viðsjár í stjórnmálunum og þar með öllu þjóðlífinu. Óneitanlega vakti það þó nokkra athygli á sunnudags- kvöldið þegar fréttastofa sjón- varps tók sér fyrir hendur að tíunda skoðanir Gunnars Thor- lætur til skarar skríða þætti þriðjudaginn 22. janúar, bætti hann því við, að þingmenn ættu að minnast stjórnarskrár- ákvæðisins, um að þeir skyldu fara að eigin sannfæringu og samvisku og ef til vill væri nauðsynlegt að kasta af sér flokksböndunum. Einmitt það hefur varaformaður Sjálfstæðis- flokksins nú gert. Gunnar Thoroddsen hefur rift flokks- böndin. Og í Morgunblaðinu 2. febrúar sagði Gunnar: „Það er kannski ekki síst vegna þess, hversu lengi ég hef setið á þingi og að ég er aldursforseti þess, sem ég finn ekki síður en aðrir alþingismenn til þeirrar ábyrgð- ar og tel það skyldu mína að stuðla að því, ef maður eygir einhvern möguleika á því að koma saman meirihlutastjórn." I viðtali við Morgunblaðið sagði Friðjón Þórðarson: „Gunn- ar Thoroddsen er aldursforseti þingsins og það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt, þótt mönnum hafi þótt það kostur að athuga, hvort hann fengi einhverju áork- að." Fyrr á árum, þegar í mikið óefni var komið, leitaði forseti Islands á stundum til forseta sameinaðs Alþingis og bað hann að reyna stjórnarmyndun. Svo var til dæmis, þegar Emil Jóns- son myndaði minnihlutastjórn Alþýðuflokksins 1958, þá var hann forseti sameinaðs þings og Steingrímur Steinþórsson gegndi því embætti, er hann varð forsætisráðherra í sam- stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1950. Aldrei fyrr hefur verið lögð á það sú áhersla sem nú, að aldursforseti þingsins hafi einhverju sérstöku hlutverki að gegna við stjórnar- myndanir. Hljóta flokkar að taka þessar ábendingar til íhug- unar við skipan framboðslista sinna í næstu kosningum. Frumkvæði Gunnars Thorodd- sens leiðir til klofnings, sem reynt er að breiða yfir með ýmsum rökum. Vitnað er til þess, að þegar Ólafur Thors myndaði nýsköpunarstjórnina 1944 hafi fimm þingmenn Sjálf- stæðisflokksins neitað að styðja þá stjórn en setið þingflokks- fundi engu síður. Mótmæli þess- ara þingmanna eru allt annars eðlis en sú iðja að h'afa sam- þykktir þingflokksins um stjórn- armyndanir og umboð flokks- formannsins til þeirra að engu. Á þann veg er beinlínis verið að kljúfa sig úr flokkunum, á með- an meirihluti þingflokksins breytir ekki um skoðun. Þegar augljóst var að kosning- um loknum, að það var markmið Steingríms Hermannssonar að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá þátttöku í stjórn landsins, var því hreyft á þessum vettvangi, hvort ekki mætti íhuga þann möguleika, að sjálfstæðismenn tækju upp stjórnarsamstarf við kommúnista. Jafnframt var lögð á það áhersla, að slíkt samstarf gæti ekki tekist nema af hálfu Sjálfstæðisflokksins væri samið oddsens og láta í það skína, að hann hefði í ýmsu verið annarr- ar skoðunar en Sjálfstæðisflokk- urinn og voru þar nefndir nokkr- ir málaflokkar. Fyrir sjálfstæð- ismenn hlýtur þessi frétt að hafa verið nokkuð nýnæmi, því að fram til þessa hefur sérstaða Gunnars innan flokksins verið rakin til ágreinings vegna manna, en ekki málefna. En nú þykist fréttastofa sjónvarps hafa leitt annað í ljós. Tímamót eru að gerast í ís- lenskum stjórnmálum. Fram- sóknarmenn og kommúnistar hafa lagt Gunnari Thoroddsen lið við að kljúfa Sjálfstæðis- flokkinn. Tiltækið hefur ekki alls staðar mælst illa fyrir vegna almennrar þreytu yfir stjórn- leysinu. Harkan í stjórnmála- baráttunni mun aukast og menn munu skipa sér í nýjar fylk- ingar. Aldursforsetinn hefur leikið sinn síðasta leik og skilur sviðið eftir í óreiðu. Björn Bjarnason Forseti Islands: Tíðinda að vœnta í dag — ÉG mun fylgjast með framvindu mála og vænt- anlega verður tíðinda að 8 millj. kr. húsnæðislán staðfest Félagsmálaráðherra hef ur f allist á tillögu húsnæðismálastjórnar frá 15. janúar s.l. um að hámarkslán úr Byggingasjóði rikisins til þeirra umsækjenda, sem gera íbúðir sínar fokheldar á árinu 1980 skuli vera kr. 8.000.000.- á ibúð. Jafnframt hefur ráðherra sam- þykkt að hámarkslán úr Bygg- ingarsjóði rikisins til þeirra, sem kaupa eldri íbúðir og sækja um lán til þeirra kaupa á þessu ári, skuli hæst nema kr. 4.000.000.- Skilyrði fyrir hámarksláni er að umsækjandi sé að kaupa sína fyrstu íbúð. vænta á morgun, þriðju- dag, sagði dr. Kristján Eldjárn forseti íslands í stuttu samtali við Morgun- blaðið í gær, skömmu eftir að fundum hans með for- mönnum stjórnmálaflokk- anna f jögurra lauk. — Hverjar urðu niðurstöður fundanna með formönnum stjórnmálaflokkanna í dag? — Það er ekkert af þeim að segja annað heldur en það að ég bað þá hvern í sínu lagi að gera mér grein fyrir hvernig þeir litu á stöðuna eins og hún er núna. Þetta var aðalerindi mitt við þá, að hlusta á hvað þeir hefðu um stöðuna að segja. — Hvað kom fram hjá þeim. Bentu þeir á eitthvert stjórn- armynstur sérstaklega? — Nei, ekkert sem ég get sagt frá. Ég hef notað þennan dag til þess að yfirvega það, sem hér hefur komið fram og gera mér Formaður Framsóknarflokksins á fundi hjá Forseta íslands í gœr grein fyrir því hvernig málin standa. Ég mun svo mjög líklega stíga næsta skref á morgun. — Það er ekki ákveðið hvað það verður? — Nei, það er ekki ákveðið hvað það verður. — Bar stjórnarmyndunar- viðræður Gunnars Thoroddsens á góma? — Jú, jú, en ég er ekki reiðu- búinn til þess að segja eitt eða neitt um það. Það verður að koma fram þegar þar að kemur. — Þú hefur ekki kallað Gunnar Thoroddsen á þinn fund? — Ég hef ekki gert það, enda stutt síðan viðræðum mínum við formenn stjórnmálaflokkanna lauk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.